Tíminn - 13.01.1957, Side 3

Tíminn - 13.01.1957, Side 3
TÍMINN, sunnudaginn 13. janúar 1957. 3 Sviðsmynd úr 3. þœtti. — Gísli Halldórsson sem Vasílí Vasílíjevitsj Soljonij, Þorsteinn Ö. Stephensen sem Alexsnder Ignatjevitsj Vérsjínin, Kristín Anna Þórarinsdóttir sem Írína, Birgir Brynjólfsson sem Alexej Pétrovitsj Fédctík, Helga Valtýsdóttir sem Masja og Guðmundur PáUson sem Níkolaj Lvovitsj Túsenbach. LEIKFÉLÁG REYKJAVÍKUR: ÞRJÁR SYSTUR Sj jonleiknr eftir Anton Tsékov Leikstjóri Gunnar R. Hansen Leikfélag Reykjavíkur frum- sýndi á föstudagskyöldið sjón- leikinn Þrjár systur eftir rúss- neska höfundinn Anton Tsékov. Þrjár systur voru sýndar í fyrsta sinn í Moskvu 1901, fjórum ár- um eííir að Leikfélag Reykja- víkur var stofeað, og nú er leik- urinn sýndu.r hér í tilefni af sex- tugs afinæli Leikíélagsins. Leikurinn hefst þar sem syst- urnar þrjár sitja á heimili sínu í lítilli borg í Rússlandi. Þar er líf- ið dauft og viðburðasnautt að þeirra mati. Handan sléttunnar miklu er Moskva, fæðingarbær þeirra og draumaland. Þeirra lífs- von er tengd því að komast þang að brott frá grámyglu hvcrsdags- leikans í smábænum. Hin elzta þeirra er gift mcnnta- skólakennara, latínugráum og nær sýnum. Hann er hamingjusamur í einfaldleik hins óbrotna lífs. Sú manngerð, sem gleður sál sína við smávegtyllur í starfi sínu, breiðir sig út yfir smámuni af kostgæi'ni hins trúverðuga manns. Hann æskir einskis umfram þess, er hann hefir öðlazt. Hann er glað- ur í góðri trú. Konu hans, sem og hinar syst- urnar, tærir hins vegar taumlaus þrá eftir hinu óhöndlanlega. Mottó leiksins mælir hún fram, er hún í fyrsta þætti lyftir glasi sínu með þeim ummælum, að líf-; lítið erindi til okkar á atómöld. slokkna ein af annarri. Aðeins eitt er þeiin eftir skilið í lokin: Vonin um betra líf — jafnvel í auðn smáþorpsins. VAFALAUST mætti ætla, að leik- rit, sem hefir að uppistöðu við- burðaleysi hins daglega lífs um síðustu aldamót, . þar sem allar vonir kafna í aðgerðaleysi, ætti ið sé grátt og því fái hún sér „einn gráan“. Bróðir systranna á sér hinn Nú eru allir ofþandir, síspenntir, lifa í griðlausum heimi véla, hraða og hávaða. Sú er þó ekki sama dratim, þann að komast til|faunin að mínum dómi. Enn mun Moskvu, þar sem hann ætlar að! dapurleikur hins daglega lífs liggja verða prófessor. Hann og yngrijá mönnum með svipuðum hætti. systurnar bíða þess eins að geta flúið lífið í smábænum, losazt und an doðakuflinum. Elzta systirin er hins vegar frá upphafi dæmd til þess að lifa í smábænum gráa. Hennar draumur verður fullnæg- ing þeirrar ástar, sem löngu er kulnuð gagnvart menntaskóla- kennaranum. Eini bjarminn, sem ber á líf hennar, er ást yfirliðs- foringjans bjartsýna, sem enda- laust prédikar um bjartara líf, er bíði í framtíðinni. EN DRAUMAR systkinanna ræt- ast ekki. Hægt, ofurhægt og misk- unnarlaust molna draumahallirnar í rúst. Það skýjarof, sem ást yf- irforingjans er elztu systurinni, varir skarnma stund. Hún situr eftir ein í ástlausu hjónabandi með menntaskólakennaranum, sem er þá glaðastur, er hann uppgötv- ar framhjáhald konu sinnar og sér um leið, að því er lokið. Bróðirinn tónvísi, væntanlegur Moskvuprófessor; kvænist pils- skratta miklum, leggur árar í bát, Qg jlann verður mönnum sízt létt- spilar burtu erfðagóssi systkin- kæpar.j fyi-íf þá sök, að hraði og janna, ekur barnavagni um niður-, háva8i hafa aukizt. 0g þótt Tsékov níddan garð hins gamla seturs, > kunni ; leikriti sínu að draga dár meðan eiginkonan skemmtir elj- ng framtaksleysi persóna sinna, líkt því umhverfi, sem við eigum nú að venjast. Því er von, að í slíku leikriti komi mönnum margt jframandi fyrir sjónir. Á hitt ber í einnig að líta, að dapurleikur mun j öllu óbreytilegri meðal ýmissa ó- jlíkra þjóða, alþjóðlcgri, ef svo j mætti segja, en kýmni og gaman- ! semi. Það, sem Frökkum þykir fyndið, kann að skoðast sem klám í Englandi, og íslenzk fyndni gelur hljómað sem kvik- indisháttur í dönskum hlustum. Þannig er meiri hætta á, að kýmni og gáski glatist í þýðingum en það, sem alvarlega orkar. Sú kann að vera raunin um leikrit Tsékcvs. ÞRJAR SYSTUR hefir sett á svið Gunnar R. Ilansen, leikstjóri. Þess er ekki að dyljast, að um sviðsetningu þessa verks er við mikla örðugleika að etja á litla sviðinu í Iðnó. Sviðið skort.ir þá dýpt, sem hæfi tveimur fyrstu þáttunum. Hins vegar heíir leik- stjórinn notað sviðið til hins ýtr- asta og öll áferð leiksins er hin fágaðasta. Hin þunga og hæg- streyma atburðarás krefst mikili- ar nákvæmni, svo að hvergi skap- ist „dauðir punktar“. Þetta hefir Gunnar leyst vel af liendi. Hins vegar ríkir ekki í leikritinu sú ytri spenna, sem reynist leikrit- um vinsæl til langlífis. Hér þrum- ar undir niðri í stiklunum, og nið urstaðan kemur snögg og misk- unnarlaus eftir hæggengan að- draganda. Systurnar þrjár leika Guðbjcrg Þorb j arnardóttir (Olga), Helga Valtýsdóttir (Masja) og Kristín Anna Þórarinsdóttir' (írina). Sam leikur þeirra þriggja er góður, hinn bezti samleikur leikkvenna, sem hér hefir lengi sézt. Helga leikur þá systurina, sem gift er. Hún túlkar vel innibyrgða, hamslausa þrá vonsvikinnar eig- inkonu eftir einhverri glætu í líf sitt. Hún orkar þegar í uppliafi dulúðugt á áhorfendur í hinum svarta búningi, verður eins konar tákn þess niðurdrepandi viðburða leysis, sem hrjáir þetta fólk. Guðbjörg leikur hlutverk þeirr- ar systurinnar, sem styrkust stendur. Ilún er mild, réttlát, góð- söm og fórnfús. Göfug kona. Guð Kristín Anna Þórarinsdóttir, Guðbjörg Þorbjarnardóttir og Helga Valtýs- dótíir sem systurnar þrjár. Ljósm: Þórarinn Sigurðsson. Hér er kvenskass á ferðinni. Ofsa- leg í skapi, eigingjörn og ósann- gjörn, hreinasti heimilisdjöfull. Helga stormar á hlutverkið. í logn mollunni verður þessi pilsvargur eins og vígahnöttur og vinnur ó- sjálfrátt samúð . þ'vert ofan -í öll lögmál. Hún heldur fram hjá manni sínum af einskæru laus- læti, ætlar allt að rífa og brjóta, sem öðrum er heilagt. Það sópar að Helgu í þessum fordæðuskap. Menntaskólakennarann, mann Masju, leikur Steindór Iíjörleifs- son. Steindór nær vel spaugileg'- um smásálarskap þessa lítilfjör- lega manns, sem gengst upp í barnakennaralegum bröndurum og unir glaður við sitt. Gervi hans er gott og limaburður við hæfi hlutverksins. Þorsteinn Ö. Stcphensen leikur yfirliðsforingjann, ástmann Masju. Þorsteini lætur einkar vel að leika heimspekisinnaða drenglyndis- menn. Rómur hans hefir göfug- mannlegan blæ, og þarna fellur hann vel í gervi hins rússneska hermanns, þéttur og rekinn saman Gamal herlækni leikur Brynj- ólfur Jóhannesson. Mjög góður leikur. Brjóstgóður, hreinhjartað- ur læknir.. Drekkur sig blindfull- an, þegar hann fyrir elli sakir verður konu að bana. Veit margt af blöðum, sem aðrir ganga duld- ir. Brynjóifur nær vel þpssu elsku lega gamalmenni, og »gervi hans er prýðisgott. Geggjaðan kaptein leikur Gísli Haildórsson. Þetta er ekki mikið hlutverk, en í höndum Gísla lyft- ist þessi vankantapersóna upp vfir hversdagsleikann. Gísli hefir áður sýnt, hve vel honum lætur að leika slík olnbogabörn lífsins. Rödd hans er skerandi, sterk og eintóna, og gefur hún leik hans sterk áhrif einmitt í slíkum hlut- verkum örvæntingar eða haturs. Svipbrigði hans ein og tauga- skjálfti, lýstu meira ógæfu þessa geðbilaða manns en mörg orð. Gu'ðmundur Pálsson leikur bar- óninn, elskhuga yngstu systurinn- ar. Iðjuleysingi, sem sífellt ætlar að fara að vinna, en bíður fyrr sinn bana. Með smáhlutverk fara Birgir Brynjólfsson, Knútur Magnússon, Árni Tryggvason og Emelía Jón- asdóttir. Búningar og gervi eru góð og sumt stórvel gert. Leiktjöld Magn úsar Pálssonar virtust góð, og' falla vel að efni leiksins. Þýðing Geirs Kristjánssonar virðist sæmileg, þó stakk mig í eyrun að heyra yfirliðsforingjann tala um að „stinga af“. Með þessari sýningu á Þremur systrum í tilefni af 60 ára afmæli sínu hefir Leilcfélagið sýnt, að það er óragt að kanna nýjar íeið- ir, fylgir trúlega þeirri köllun að veita nýju blóði inn í hlenzkt leiklistarlíf. Þetta er nýstárlegt leikrit hér, þar sem ekkert hefir áður verið sýnt eftir Tsékov. Að endingu vil ég svo leyfa mér að taka undir þær fjölmörgu árnaðaróskir, sem Leikfélagin'4 hafa borizt í töluðu máli og rit- uðu á afmælinu, og óska því þess velfarnaðar, sem mestur er, að það megi hér eftir sem hingað til vera vaxtarbroddur íslenzkrar leikmenntar. — S. S. persona i liggur gildi skáldskaparins miklu draumur yngri systranna rætist; fremur j hinni riku sam,vð hans ara hans inni í húsinu. Moskvu- ekki heldur. Önnur er að visu firrt ástlausu hjónabandi með ó- gerðarlegum barón, þar sem hann; er drepinn, en beggja bíður þeirra ekkert nema hið sama gráa óbrotna líf í sama litla bænum. Brynjólfur Jóhannesson fvan Romanitsj Tsjebútykín herlæknir. SAMT ER EIN VON óbuguð í lok- in. Hin eilífa þrá eftir betra lífi er jafnvakandi og áður. Ætíð er í vændum nýtt líf, betra og skemmtilegra en hið núverandi. Ofar allri kröm — ofar ástarsorg- um og dauðum draumum rís vonin um það, að eitthvað nýtt og betra sé í vændum. Þannig er mikil bjartsýni í boð- skap leiksins, þótt myndflöturinn sé grátt og svart. Atburðarásin er þung og streym andi eins og lygnt fljót. Og eins og fljótiö, eru örlögin óstöðvandi. Seigdrepandi mala þau lífs- drauma systranna. Vonir þeirra ; með lífsþrá mannanna. Lífið er grátt og hart. Það er gott, að menn geri sér þess grein. En vonin um betra líf verður aldrei af þeim tekin. Yfirliðsforinginn bjartsýni hygg ur þetta líf uppkast að öðru feg- urra og betra lifi. En cr víst, að sá sé tilgangurinn? Sú er spurn leikslokanna. Til hvers er þetta allt? Vissulega væri það léttbær- ara, ef við aðeins vissum. ÉG LAS ÞAÐ í einhverri merki- legri bók, að það væri algengt, að í þýðingum yrðu persónui' Tsékovs að reikandi, veiklyndum aumingj um, sem ekki hefði þó fyrir hon- um vakað. Um réttmæti þessara orða erú litlir möguleikar að dæma. Ilitt má öllum vera ljóst, að það andrúmsloft, sem rússneskt leikrit er sprottið úr um síðustu aldamót, muni hafa verið harla ó- björg leikur hana af miklu lát- leysi. Yngstu systurina leikur Kristín Anna. Hún er ung og létt og fal- leg, lætur skjótt bugast. Er opin- skáust og hispurslausust í þrá sinni eftir borgarlífi Moskvu. Kristín hopar hér hvergi úr því sæti, sem hún ávann sér með leik sínum í Það er aldrei að vita og skapar hér eftirminnilega unga stúlku. Bróður þeirra leikur Karl Guð- mundsson. Gervi Karls er ljóm- andi. Raunar heimssögulegt gervi, því að hann minnir á engan nema félaga Lenin. Svona hefir bylting- arhetjan verið. Þetta háa prófess- orslega enni og settlega, bókmáls kennda, fræðimannslega framsögn. Leikur Karls er mjög góður, með- an hann á í vændum prófessors- stöðuna og er að spila ofan af sér húsið, en síðri fannst mér, eftir að vonleysið leggst yfir hann. Konu hans leikur Ilelga Bach- mann. Mjög góður leikur. Mér finnst hinn bezti, sem ég hefi séð til Helgu. Hér er liún líka í nýju hlutverki. Ekki lengur brossæt hispursmeyja, svo sem oft áður. Fyrsti skíðasnjór vetrarins í Siglnfirði Frá fréttaritara Tímans S SiglufirðL Fyrsti vetrarsnjórinn, sem kall ast getur er nú kominn í Siglu firði og var snjórinn þó byrjaður að hverfa í gær. Með þessari snjó komu fengu Siglfirðingar fyrsta skíðafæri vetrarins og er það voa um seinna fyrir þá sem stunda skíðaíþróttina, en Siglfirðingar hafa lengi haft yndi af skíðafer® um, enda margir góðir skíðamenn og konur þar um slóðir. Tító lánar Kadar dollara LONDON 11. jan: Tilkynnt var S Belgrad í dag, að stjórn Júgóslavíu hefði ákveðið að veita Kadár- stjórninni tveggja millj. dollara lán samkvæmt beiðni hennar unj lán erlendis frá.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.