Tíminn - 29.01.1957, Side 8

Tíminn - 29.01.1957, Side 8
8 Mannlífiö er skemmtilegra (Framhald af 7. síðu.) hanni í Breiðadal. Það var þá, sem ég lenti í lífsháskanum. Við skrupþum hingað vestur á góunni þrír saman',’'Jóhannes Guðmunds- son faðir Ingimars kennara og Torfi Björnsson, bróðir Guðbjarg-'j ar á Mosvöllum. Þá höfðu verið svo mikil frost að pollurinn varj allagður og riðið var frá dokk-! unni og yfir á hlíð. Við gengum beint inn ísinn frá ísafirði, við Jóhannes samhliða og Torfi rétt á eftir. Allt í einu förum við nið ur þegar við vorum framundan Stakkanesi. Torfi gat kastað sér upp á skörina að baki þegar hann sá að hverju fór og var sokkinn í milli. Jóhannes fór á bólakaf og varð laus stafurinn en ég greip hann og hafði undir mér auk míns stafs, svo að ég flaut á þeim með höfuðið upp úr vatninu. Jóhannes! kom upp með ‘hliðinni á mér og I ég kallaði til Torfa að bjarga hon! um fyrst, því að mér væri óhætt um hríð. Torfi dró hann upp og mig á eftir. Síðan lagðist ég á skörina til að ná í anjjan staíinn, sem eftir varð þegar Torfi tók í hendina á mér, en hann hélt í fót- inn á mér á meðan. ísinn var sterkur fram á skör en það hefir verið snjóblettur á honum þarna. Menn sáu til okkar frá Stakka- nesi og voru komnir út með borð og snæri til að bjarga okkur en ekki lagðir af stað, þegar við vor- um allir komnir á fætur. Við höfð um fataskipti og héldum svo á- fram vestur og varð hvergi meint. nokkra stund biður Torfi einn af piltunum sínum að fara og láta hann Agúst inn, svo hét reiðhest- ur hans. Piltur fer en kemur nokkru seinna og segist ekki finna hestinn. Torfi segir, að hann muni hafa leitað iila. Hinn vill ekki heyra það, og eiga þeir nokkur orðaskipti, af því tilefni. Torfi var kurteis en stuttur í spuna og þungur. Við buðumst ýmsir til að fara og gá að hestinum en Torfi vildi það ekki. Hann fór sjálfur. — Hann hefir látið sér annt um hestinn. — Hann lét sér annt um allar skepnur, en lagði líka áherzlu á að við gerðura svikalaust það, sem okkur væri sagt. Það var ekki sama hvernig kúnum var skammt að í Ólafsdal. Betra að taka ekki til þess með vinstri hendinni. — Seinni veturinn, sem ég var í Ólafs dal lenti ég í því að skammta kún um. En Tmj^borgaði mér sérstak —JjtSMp tðk svo við af skólanám inu f t5lafsdal? — Þá var ég þrjú sumur í Múla sveit. Eg var þar eiginlega vinnu- maður með 300 króna kaup á ári. Á vetrum var ég við barnakennslu en vann að jarðabótum á sumrin og raunar hvað sem var eftir því sem á stóð. Eg var meira að segja látinn -fara í kofnatekju út í eyju frá Brjánslæk. Það þótti mér ó- geðslegt verk. Eg held ég hafi ekki drepið margar kofur. Fór iil Noregs Félagsláf — VaT nokkuð til sem kailast gæti félagslíf á þessum árum? — Ekki get ég sagt það. Það var þá helzt að krakkar komu saman að leika sér, helzt strákar. Böll þekktust ekki. Eg man ekki eftir skemmtunum fyrr en útreiðar- túrunum þegar ég var í Ólafsdal. Dansskemmtanir held ég hafi ekki tíðkast hér í sveit fyrr en á síð- asta tug aldarinnar. Við strákarnir skemmtum okk- ur við að glíma, tuskast og ólmast. Það var oft fjör hjá okkur í Selja dal | landlegunum. Þeir voru þar samtímis mér Guðmundur Björns- son fr4 Tannanesi, síðar skipstjóri bróðir Ingimars í Hnífsdal og Guð mundur á Hesti, og Páll föður- bróðír þinn. Þá höfðum við t. d. bardaga við lækinn. Við fengum okkur einhverjar fatarýjur og bleyttum þær í læknum og börð- umst svo með þeim. Það var talið að fötin okkar hefðu óvíða verið þurr. eftir þá viðureign. En þetta þótti ágæt skemmtan. — Annars spiluðu þeir eitthvað sem gaman höfðu af því. Hjá Torfa í Ólafsdal — Svo fórstu í Ólafsdal. — Já, ég kom þar vorið 1889 og var þar í tvö ár eins og skóla- tíminn var þá. Mig var farið að langa til að læra. Eg fann til þess hvað fátt ég vissi og var farinn að skilja að menntunin væri mik- iis virði. — Og þótti þér ekki gott aS vera í Ólafsdal? — Þar var gott að vera og þar var margt hægt að læra. Torfi Bjarnason var mjög óvenjulegur maður. Hann bar allt starf og heimilislíf í Ólafsdal uppi með þeim manndómi og lipurð, sem manni getur ekki gleymst. Hann hafði lykil að hverjum manni las nemendur sína ofan í kjölinn, ailtaf léttur í máli þó að hvorki skorti kapp né alvöru. Þar var ekki þykkjan, þó að eitthvað bæri út af. Hvatningar Torfa og áminning- ar voru oft svo skemmtilegar að við hlóum að þeim. EinU sinni sagði hann Markúsi syni sínum, sem þá var krakki, að það gréru saman á honum fæturnir ef hann hreyfði sig ekki liðlegar. Einu sinni sá ég Torfa þykja, þann tíma, sem ég var í Ólafsdal. Hann kom heim utan úr Hólmi seint í ágúst. Það var venja hans þegar hann kom heim úr ferða- lögum að sumarlagi að sleppa hest um sínum stund í túnið, hvort sem það var slegið eða óslegið. Eftir Svo kom ég hingað heim haust- ið 1893 og vann síðan eitt sumar hér og annað í Dýrafirði. Og um haustið 1895 fór ég til Noregs. -— Hvernig byrjaði það, að þú snerir þér að dýralækningunum? — Eg var einu sinni látinn vera yfir doðaveikri kú í Óiafsdal. Það var fram á dal að sumarlagi. Tjald að var yfir kúna og henni gefin hómópatameðul frá Magnúsi í Hvammsdal. Það hét aconitum. Kýrin hresstist, en ekki var það fyrir mínar aðgerðir, nema ef hjúkrunin hefir verið einhvers virði. Einu sinni þegar ég var í Múla- sveitini var ég veðurtepptur viku tíma úti í Flatey hjá séra Sigurði Jenssyni. Þar sá ég norska dýra- lækningabók, sem er liérna ein- hvers staðar í skápnum. Séra Sig- urður sá að mér varð tiðlitið í bókina og gaf mér hana. En eftir því sem ég Ias meira í bókinni fann ég betur hvað óliæfur ég var. Alltaf átti ég eitthvað smávegis við þetta og svo fékk ég 300 kr. styrk úr sýslusjóði ísafjarðarsýslu til að fara utan og afla mér ein- hverrar þekkingar á dýralækning um. Eg fór með norsku hvalveiði- skipi frá Sólbakka. Jón Halldórs- son mágur minn varð mér sam- ferða utan. Við áttum að hirða á leiðinni tvo hesta, sem Ellefsen hvalveiðimaður flutti utan og ann að fargjald áttum við ekki að borga. Við fórum til Tönsbergs í Noregi. Ferð mín var ráðin af lítilli fvr irhyggju, því að ekkert átti ég víst þegar til Noregs kæmi. Dýralækn ir kom um borð að líta á hestana, en ekki vissi ég hver maðurinn var. En þegar komið var á land hitti ég þar íslending, Svein Árna- son, sem síðan bjó lengi á Hvilft í Önundarfirði. Sveinn vissi um er indi mitt og sagði mér að þarna væri dýralæknirinn. Þannig bar það til, að ég hitti Albert Krage- rud amtsdýralækni. Þá var líka eins og ég væri kominn í foreldra hendur. Hann lofaði mér að vera með sér um veturinn. Kom mér fyrir í fæði og húsnæði, þar sern vel fór um mig og ódýrt var að búa og annaðist þannig allt fyrir mig. Undir vorið sá hann svo fyrir því að ég fengi að vera um stund hjá ívari Nielsen dýralækni í Bergen, sem þá var nýlega búinn að finna bráðapestarsýkilinn. — Hann gat þess síðar í blaðagrein, að íslendingar sendu mann utan til að fylgjast með rannsóknum sínum á þessu sviði en norskir bændur seldu sér nýru úr bráða- dauðu fé dýrum dómum. — Margt hefir þér nú þótt ný- stárlegt í utanförinni. — Mest ofbauð mér manngrú- inn. Að sjá fjölmennið við höfn- ina í Bergen til dæmis. En sér- staklega þótti mér mikið til skóg arins koma. Utan við Tönsberg þar sem heitir Slotsfjellet var fal- legur skógur. Eg fór að leggja leið mína þangað í aprílmánuði og sat þar þá stundum með bækur mínar en lítið held ég þó að hafi orðið úr lestri þar. Fjörðurinn er rennumjór, og trén vaxa fram á fremstu klappir út með honum með ræturnar niður um sprungur. Einhverjar hríslur fékk ég með mér, en þær dóu á leiðinni, enda ekki mikil kunnátta þá að fara með þær. Það var ekki fyrr en nálega 20 árum seinna, sem eitt- hvað var farið að sinna trjágróðri við bæi í Önundarfirði. Breyting á íslenzku þjóílííi Við Hólmgeir ræðum lengi fram og aftur um þessi efni og fleiri. Mér verður hugstæðust breytingin, sem orðin er á ís- lenzku þjóðlífi um hans daga og um það vil ég tala. Hann tekur undir við mig og segir: — Sem betur fer þarf nú ekki að verja hverri stund í brauðstrit- ið. Nú getur maður eitthvað helg að fegurðinni, sem megnar að hefja manninn á ærða stig. — Hvað finnst þér mest til um af breytingunum síðan þú varst ungur. — Menntunarskilyrðin. Nú er margs konar þekking fáanleg með góðu móti, svo að þar má heita auðratað, sem áður var svarta myrkur. Mönnum eru lögð upp í hendur tækifæri til menntunar og þekkingar sem erfitt og torvelt var að veita sér fyrrum. — Og hvað finnst þér skemmti legast af því, sem þú hefir feng- ist við? — Gróðurinn. Ætti ég ein- hverja ósk um framtíðina eftir að þessu lífi lýkur kysi ég mér að starfa í gróðurríkinu, því að ekki efa ég að við eigum störf fyr ir höndum þar. — Og hvað vildir þú helzt ráð- leggja ungu kynslóðinni nú? — Mætti ég nokkuð ráðleggja vildi ég vara við nautnasýkinni. Þegar ég var unglingur apaði ég allt eftir. Mér þótti það dálít- ið myndarlegt að ganga reykjandi um dekkið. Eg sá hina gera það. Matthías Ólafsson frá ITaukadal sagði líka einu sinni við mig að ég væri orðinn eins og Jóhannes bróðir sinn. Pípan væri aldrei tek in úr kjaftinum. Svo hætti ég þó að reykja þegar ég fór í Ólafsdal. Mér þótti lítilmannlegt að taka lán til að geta reykt. Þegar ég var í Múlasveit dvaldi ég talsvert á bæ einum þar sem var gamall karl, sem fáir töluðu við. Hann kom oft til mín í rökkr inu og sagði mér sögur. Mest held ég það hafi nú verið lygasögur. En honum fannst hann endilega þurfa að gjalda fyrir það að ég hlustaði á hann og var sú greiðsl- an tiltækilegust að gefa mér í nef ið. Þá varð ég neftóbaksmaður og það losnaði ég ekki við fj'rr en 1908. Þá var það annað hvort á þorra eða góu að ég týndi tóbaks ílátinu við að moka snjó út úr hjallinum. Þá ákvað ég að hætta og við það stóð ég. Þetta var þá ekkert afrek, en ánægður var ég yfir þeim umskiptum. Áfengis neytti ég aldrei svo að i neitt kvæði að, en mér skilst að i í þessum efnum sé ungu fólki að- Igæzlu þörf nú á dögum, eins og I raunar líka í æsku minni. — En hvað finnst þér svo um mannlífið almennt nú og þá? — Mér finnst mannlífið á marg an hátt skemmtilegra og fallegra nú. Hjálpsemin er meiri. Það er meira líf í hvers konar félags- hyggju, en hún var fremur lítil þá. Svo er það ýmiskonar frétta- burður manna á milli sem við á eldra máli kölluðum stundum bak tal, en við heyrum sjaldan hjá vel menntuðum mönnum. Mér finnst allt slíkt mikið hjaðna við aukið félagslíf. Þú spurðir mig áðan, hvað mér hefði þótt skemmtilegast. Eg hefi aldrei lifað hátíðlegri hrifningar- stund en þegar ég sá ísland rísa úr sjó. Þar var nótt í fyrrihluta maí. Eg hafði beðið skipsmenn að ;<JR0NIAND -Jíord(tge7shat Wm -J/airé FA/*eAMX$* ÍALAGKA roxr neisoe ■ > CANADA CHOIKMIC Radar-keðjan, sem Bandaríkjamenn og Kanadamenn hafa lagt yrir stóran hluta norðurhvels og kostað hefir tugi milljarða króna. í blaðinu á sunnudaginn var grein um þessar merku framkvæmdir. T í M IN N, þriðjudaginn 29. janúar 1957. vekja mig þegar þeir sæju land. Þeir vöktu mig klukkan fjögur. Þá blasti fögur og heillandi sjón við augum þar sem hvítir jökul- tindar risu upp í heiðblámann. — Þetta var land mitt, sem ég var að koma heim til. Þarna átti ég frændur, vini og unnustu. Þarna beið mín starfssvið með ótal verk- efnum og tækifærum til að verða sjálfum mér og öðrum að gagni eftir því, sem ég væri maður til. Hefir stofnatS sjóí Hér verður ekki fleira sagt frá viðræðum okkar Hólmgeirs. En ekki get ég gengið þegjandi fram hjá því að þessi síðustu ár hefir hann myndað sjóð, sem á að bera kostnað af skólagarði við heima- vistarbarnaskóla sveitarinnar. Til þess hefir hann lagt fram 9000 kr. Og núna í vetur, 11. nóvember, var hann á fundi í félaginu Vonin, sem hann var aðalstofnandi að fyr ir 63 árum. Á þessum fundi tók hann þátt í umræðum um skipu- lagsskrá sjóðs síns og framtíðar- verkefni. Félagið Vonin markaði tímamót í félagsmálasögu sveitarinnar. Það var á tímabili starfandi félag að margskonar menningarmálum og framförum meðan félagslíf var fá þættara en síðar varð. Og nú hef ir stofnandi þessa félags gefið því nýtt verkefni með því að annast þennan sjóð og líta til með skóla garði. Af þeim framkvæmdum verður væntanlega hægt að segja síðar. En fallega skilur Iiólmgeir Jónsson við félag sitt og sveit sína þar sem hann bendir liinum ungu á gróðurstörfin og tengir þau ó- rofaböndum við skóla og uppeldi barnanna. Gott er að eiga slíka að sam- ferðamönnum. Á fundi þessum í vetur hafði einhver orð á því, að gaman væri að Hólmgeir lifði það að sjá skóla garðinn og eitthvað fagurt gróa þar. Þá svaraði gamli maðurinn: „Heldur þú að okkar andlega samband verði ekki svo að ég fylgist með því?“ Trú á landvætti og verndaranda er jafngömul íslenzkri sögu. Menn eins og ITólmgeir Jensson styrkja slíka trú því að þeir eru líklegir til að „ganga út að skemmta sér“ þegar „grænka grund og hlíðar“ og koma frá öðrum heimi til að „verja völlinn og vekja fólkið“, eins og Matthías kvað. Það er gott að vita af slíkum mönnum og eiga þá að, ekki sízt ef fullmikið þykir gæta félagslegs tómlætis og sérgöðrar efnis- hyggju. Þeim er margt að þakka. H. Kr. Dalabændur (Framhald af 5. síðu). og meðal manna um að hefja sölu mjólkur héðan úr sýslu til Borgarness. Af framkvæmdum hefur eigi orðið enn þá. Af hálfu Mjólkursamlags Borgfirðinga hafa verið gefin loforð um móttöku mjólkur héðan að vestan. Aukin ræktun samfara erfiðleikum fjár skiptanna hafa nú vakið áhuga margra fyrir mjólkursölu. Um það leyti, er fyrri fjárskiptin stóðu yf ir 1947—49, var hafin mjólkursala til Borganess. Eftir nokkur ár féll sú sala niður. Munu margir liafa í hyggju að taka nú mál þetta fastari tökum en áður um leið og horft er fram til meira jafnvægis og festu í atvinnumálum sýslunnar en verið hefur nú um langt skeið. E.Kr. ■ —......... íbróttir | (Framhald af 4. síðu) Huddersfield—Burnley Manch. Utd.—Everton , Millvall—Birmingham Preston—Arsenal . Bæði liðin úr 3. deild, Millvall og Bournemouth, leika á heiína- velli, og gefur það þeim meiri möguleika. Þá mætast tvö lið úr 2. deild, Barnsley og Nottm. Forest, svo ekki verða eingöngu lið úr 1. deild í 6. umferð. Þá má geta þess, að eini tapleikur Manch. Utd. heima á þessu leiktímabili er fyr- ir Everton, svo þar má búast við skemmtilegum leik. ■------------------------------1 Erlent yfirlít (Framhald af 6. síðu). vegna árásarinnar og fái hvergi aukin yfirráð. Það er eðlileg krafa Araba. Það virðist svo eðlilegt á- framhald, að efldur verði her S. Þ. til að halda uppi gæzlu beggja megin vopnahléslínunnar frá 1949, svo að hindraður verði skæru- hernaðurinn, sem þar hefir við- gengizt undanfarin ár. Jafnhliða þarf svo að leysa mál arabí§ku flóttamannanna. Ef ekki tekst.aS koma þessu hvoru tveggja fram, mun ástandið haidast ug^væúlégt á þessum slóðum. Þ. Þ. Frá borginni viö sundið - : ' ... . 'A (Framhald af 3. síðu.) knattspyrnufélaga til að keppa nokkra leiki í júlí. Samband sjá- lenzkra knattspyrnufélaga fpr til Klakksvíkur fyrir nokkrum árum og fékk mjög hjartanlegar móttök- ur. Knattspyrnufélag Kiakksvíkur hefir ráðið til sín skozkah þjálf- ara til að þjálfa liðið, sem fer ut- an. — Aðils. i-

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.