Tíminn - 30.01.1957, Side 8

Tíminn - 30.01.1957, Side 8
T í M1N Nyjmjgvikudaginn 30. jaqúar 1957, Guntersville-stíflan á Tennessee-fljótinu var byggð á árunum 1935 til 1939. Þetta er ein af lágu stíflunum og hefir hún þrennskonar markmið. í fyrsta lagi skapar hún töluverða vatnsgeymslu um rigningartímann, í öðru lagi auðveldar hún siglingar um fljótið með skipastiganum og 50 km. löngu stöðuvatni, sem myndast fyrir ofa’n haha, og í þriðja lagi eru framleidd þarna 97.200 kw. af rafmagni. Stífian er 29 m. á hæð og 1200 m. löng. GREIN STEINGRÍMS HERMANNSSONAR , (Framhald af 7. síðu). trúa því, að hið gamla verði bætt, fækk'ar þefm nú' óðum. Mynd nr. 4 sýnir tvær jarðir; á annarri voru nýju. aðferðirnar notaðar en á hinni ekki. Árangiirmn al starísemi TVA Árangurinn af starfi TVA kem- ur bezt í ljós í mjög aukinni vel- megun í dalnuin. Bæir, sem áður voru í auðn, eru nu blómlegir. Á síðastliðnum 15 árum hafa meðal tekjur fimmfaldazt í dalnum á ineðan þær liafa þrefaldazt hjá þjoðínni í heild. 385.000 bænda- býli háfa fengið raforku og á mjög hagkvæmu verði. Mjög mikill stór- iðnáður hefir flutzt inn í dalinn vegna hinnar ódýru raforku. Þar má nefna mikinn aluminium-iðnað og einhverjar stærstu kjarnorku- vinnslu- og rannsóknarstöðvar í Bandaríkjunum. TVA hefir einnig stutt að auk- inni menningu í dalnum. Skólar hafa verið styrktir og TVA hefir sett upiJ mikil bókásöfn. Stofnaðir hafa verið fjölmargir listi- og þjóð- gaeðar, þar sem almenningur get- ur notið friðsældár og fegurðar náttúrunnar. Svipaða sögu má segja um bætt heilsufar. Áður fyrr fékk næstum þriðji hver mað- ur maláríu en nú má þessi sjúk- dómur heita óþekktur í dalnum. Það má fyrst og fremst þakka starf semi TVA. Og enn mætti ' lengi telja árangúr af starfsemi TVA. Hvað getum vií lært af TVA? í hugum margra eru Bandaríkin algert.auðvaldsland, þar sem einka fyrirtækin fáða lögum bg lofum. og er því engra ríkisstyrkja þörf. Sérstaklega athyglisverð er hin nána samv. TVA og almennings. Starfsemi TVA er ekki þröngvað upp á fólkið. Hún er boðin og það fær að hafna eða þiggja. Nú starfa um 100 almenningsstofnanir, sem hafa það verkefni að vinna með TVA að ýmsum áhugamálum dals- ins. Tjá TVA starfar stór deild, sem hefir það verkefni eitt að kynna almenningi starfsemi stofn- unarinnar og kanna hug fólksins í sambandi við hinar ýmsu fram- kvæmdir. Árangur TVA er meðal annars athy^lisverður vegna þess, að svo iðúlega hafa ríkisstofnanir orðið baggi á landi og þjóð og alls ekki reynzt samkeppnisfærar við einka- fyrirtæki. En þetta fyrirtæki, sem hefir orðið svo happadrjúgt og vin- sælt, starfar mjög sjálfstætt og óháð stjórnmálum, en í mjög nán- um íengslum við almenning og í samvinnu við hann. Með tilliti til þess markmiðs TVA að endurbyggja og varðveita nAttúruauðæfin, einkum gróður- moldina, höfum við íslendingar svipað viðfangsefni. Skógurinn okkar er einnig eyddur. Hjá okkur var það ekki rigningin, heldur einkum stormurinn, sem þá hóf eyðileggingarstarfsemi sína. Mikið af góðu landi er nú uppblásið og orðið að eyðimörk. Nokkuð hefir verið reynt að grípa í taumana. Skógrækt er hafin og ræktun sand anna og notkun áburðar aukin. Árangur hefir verið góður. Þó virðist mér, að enn stærri átök séu nauðsynleg, ef skjótur árang- ur á að nást. Á þessari kjarnorku- öld er mikil áherzla lögð á kjarn- orkuvísindi og tækni hvers konar, en okkur hættir til að gleyma að hlúa að gróðurmoldinni. Þó er það Teningakast Hjálmars Theódórssonar Þetta er, rangt. NTig grunaði ekki staðreynd, að hún er undirstaða sjálfan, hve víðtæk starfsemi ríkis- ins í rauh óg verú er, fyrr en mér gafst ’nýlega tækífæri til þess að lcynnast Íítillega starfsemi TVA, rafvæðingu dreifbýlisins og öðrum ríkisfyrirtækjum. Hinn niikli árangur af starf- Semi TVA er mjög athyglisverð- ur. Mig grunar, að hann eigi að miklu leyti rætur sínar að rekja til þess, að TVA starfar í raun og veru að ýmsu leyti eins og samvinnufyrirtæki væri, með hag alls almennings fyrir augum. Forsetinn og þingið skipa að vísu s’tjórn TVA en þess á milli er stofnunin að mestu óháð ríkis- valdinu. í stjórninni eru 3 menn, sem eru skipaðir til 9 ára, en þó ekki allir á sama tíma, heldur einn þriðja hvert ár. Þannig er TVA mjög óháð duttlungum stjórnmálanna. Fjárhagsáætlun TVA verður að vísu að samþykkj- ast af fjármálaráðuneyti ríkisins, en það er meir til málamynda, því að TVA er ekki baggi á rík- inu. Starfsemin hefir þrátt fyrir lægra verð raforkunnar en yfir- leitt þekkist, lengi gefið 4% arð alls jarðlífs og án hennar væru önnur verðmæti lítils virði. New York, 20. jan. 1957. Steingrímur Hermannsson. (Framhald ar 5. síðu) hversu gögn þau, sem Hjálmar hefir aflað sér, eru ónákvæm. En jafnframt sýnir það skeytingar- leysi greinarhöfundar um réttan málstað, og vilja til að halla réttu máli mér til hnjóðs. — En ann- ars er þessi áhugi Hjálmars fyrir verkalýðsmálum Sauðárkróks — jafnvel löngu áður en hann sjálfur kemur til þessa bæjar — nokkur ráðgáta. — Getur hugsast að ein- hverjum hér hafi fljótt á litið fundist Hjálmar þessi vera hval- reki á fjörum sínum, og séð í hon um fíflið, sem á foraðið skyldi att. V. Það kemur víða í Ijós í grein Hjálmars að hann er ókunnugur atvinnulífi hér á Sauðárkróki, og hefir því ekki verið nægilega vel fræddur, áður en hann þreif penn- ann. Nenni ég ekki að elta upp öll þau atriði, er í grein hans stangast við veruleikann. Þó get ég ekki stillt mig um að benda á þessi tvö: Hjálmar talar um „algert neyð- arástand, sem ríkjandi var á Sauð árkróki, hjá því verkafólki, sem hjá Sigurði vann, vegna vanskila hans“, — er fundurinn var hald- inn 17. ágúst. En Hjálmar getur þá ekki um, hvernig ástandið var á Sauðárkróki, áður en Hraðfrysti stöðin tók til starfa. Og hvað hefði þetta fólk haft, sem nú bjó við ,,neyðarástand“ ef þessi stöð hefði ekki verið starfrækt 1956 — fram að 17. ágúst? (Sbr. áður tilgreind- ar vinnulaunagreiðslur). Hitt atriðið er „fordæmi ann- arra,“ sem Hjálmar nefnir svo. Á hann þar við starfsemi Fisk- iðjunnar, en Fiskiðjan er hluta- félag myndað af Sauðárkróksbæ og Kaupfélagi Skagfirðinga um rekstur hraðfrystihúss, sem kaup félagið er eigandi að. Þetta hluta félag var stofnað í febrúar 1956, og er því ekki ársgamalt þá er rit smíð Hjálmars fæðist. En Hjálm- ar lætur sig samt hafa að tala um „öll þau ár, sem Fiskiðjan hefir starfað.“ Hann segir: „Öll þau ár, sem Fiskiðjan hefir starfað, hefir það alltaf greitt starfsfólki sínu vikulega kaup, samkvæmt gild- | andi lögum“ . . . En þessi stað- ! hæfing er heldur ekki rétt. Því ; miður varð þetta fyrirtæki einnig I að bíta í það súra epli að geta ' ekki greitt vinnulaun svo mörgum ! vikum nam — á stundum. Afköst Fiskiðju hefði greinar- höf, hennar vegna, átt að spara 1 sér að miiinast á, eins og aðrar staðleysur, sem hann fer með, annað hvort óafvitandi eða af á- settu ráði, nema;að hvort tveggja sé. — En út í" mál Fiskiðju skal hér ekki frekar farið; því ég tel ,þau mér óviðkomanfli. I ' VI. Lesendur þessarar greinár mega nú sjá hvers kyns er „teningakast“ : Hjálmars Theodórssonar — á Sauðárkróki, er af illum toga : spunnið. Þar er reitt hátt til höggs hátt til mikils vindhöggs. Verð ur vart séð, hvers vegna hann kall ar grein sína „Teningunum kast- að á Sauðárkróki“. Ætlar Hjálm- ar að halda áfram að kasta ten- ingum sínum, og þá á nýjum og nýjum stað? Hann um það. En eitt er þó það orð í grein hans, sem ætla má að tákna eigi hið örlagaríka teningskast. Það er innifalið í þessum orðum: „Á þessu stigi málsins verður engu um það spáð, hvort komist verð- ur hjá gjaldþroti atvinnurekend- ans eða hvort skuldin greiðist að fullu.“ — Mikið er að greinarhöf- undur finnur þetta: Að ekki sé ástæða að spá um skil á samnings bundinni skuld að upphæð kr. 203 000,oo hjá fyrirtæki, sem greitt hefir þá upphæð nærri 14-falda á einu ári. En það er ekki þessi spá sem greinarhöfundi liggur á hjarta, heldur hitt: að koma að dylgjum um hrakspána um hugs- anlegt „gjaldþrot atvinnurekand- ans.“ Á þeirri hrakspá smjattar greinarhöfundur. — En hverra er indi hyggst hann þar reka? Varla er það verkafólk á Sauðárkróki, sem þá mun sjá á bak mikilli at- vinnuvon. Annars skal hér útrætt mál mitt við Hjálmar Theodórsson. Því að mér skilst á bókum sakadómara, að Hiálmar sé sú manntegund, sem ekki sé ástæða til að eiga orðastað við, enda er það aðeins vegna þeirra, er leggja kynnu trúnað á rógsiðju hans, að þessi grein mín er rituð. Sigurður Sigfússon Sauðárkróki. Erlent yfirlit (Framhald af 6. síðu). vinna sér hylli landsmanna. Fram- farir ýmsar hafi orðið þar meiri en í Indlandi sjálfu. Þeir séu held- ur ekki óvinsælir meðal almenn- ings. Lýðræði ríki hins vegar ekki í landinu. Allmargir andstæði'ngar stjórnarinnar sitji í haldi og ekki megi t. d. aðrir flokkar taka þátt í þingkosningunum, sem eiga að fara fram í vor en þeir, sem viður- kenna nýju stjórnarskrána. . ÞRÁTT FYRIR þennan undir- búning að innlimun Kashmír 1 Ind land, sem átt hefir sér stað undan- farin misseri, hefir stjórn Pakist- an haldið að sér höndum. Fyrst þann 16. nóv. í haust sneri hún sér til öryggisráðsins og lét í ljós andstöðu gegn stjórnarskránni, sem ætti að ganga í gildi 26. janú- ar. Hins vegar bað hún ekki um fund í ráðinu fyrr en 2. janúar og fyrst 16. janúar var svo byrjað að ræða málið þar. Ályktun öryggis- ráðsins, sem áður segir frá, var svo ekki samþykkt fyrr en 24, janúar. Þetta bendir mjög til þess, að Pakistanstjórn sætti sig við orðinn hlut, en vilji þó hafa í frammi nokkur mótmæli vegna almennings álitsins heima fyrir. Eins og nú horfir, virðist það líklegast, að tvískipting Kashmír ■haldist eins og gengið var frá henni við vopnahléð 1949. Innlim- un indverska hlutans af Kashmír verði þó ekki formlega viðurkennt fyrst um sinn og Pakistanstjórn innlimi ekki sinn hluta formlega í náinni framtíð. Með þessum hætti er líklegt, að þetta deilumál fyrnist smám saman. Þ. Þ. Innrásarsveitir írá Jemen gera árás á flugvöll í Aden Brezka stjórnin ber fram harðorð mótmæli London—28. jan. — Brezka stjórnin hefir sent stjórn Jemen harðorða mótmælaorðsendingu, vegna árásar hersveita frá Jem- en fyrir skömmu á flugvöll í Aden. I orðsendingunni segir, að árás þessi sé ein sú alvarleg- asta árás Iiðssveita frá Jemen til þessa og er þess krafizt, að of- beldi þessu verði hætt þegar í stað. Jemen-stjórn er einnig krafin svars varðandi síðustu orðsend- ingu brezku stjórnarinnar, þar sem lagt er til, að fulltrúar beggja stjórnanna komi saman hið fyrsta til að ræða tryggingu friðsam- legrar sambúðar við landamæri Jemen og A.den. niiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiijiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiini | Islenzk-danska orðabókin | eftir Jakob Jóh. Smára | | er komin í bókaverzlanir 1 | Bókin er endurskoðuS og í hana aukið nálægt 2000 | | nýjum oríum, Hún fullnægir því þörfum dönsku- 1 1 nemenda í flestum skólum landsins. Frágangur er § | vandatiur og bandið gott. | | PrentsmiÖjan Leiftur. 1 =5 = uiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii! iiiuiiiiiiuimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii 30 biðu baua. í yfirlýsingu, sem gefin var út í Aden, segir, að 30 árásarmenn frá Jemen, hafi beðið bana í árás- þessari, er hermenn frá Aden og brezkir hermenn komu á vettvang, en ekki hafið skothríð eða sprengjuárás á innrásarmennina. Ef brezki flugherinn hefði á- kveðið að láta til skarar skríða gegn innrásarmönnum, hefði honum verið í lófa lagið að þurrka út árásardeildirnar, sagði í tilkynningunni. í árásar- sveitum þessum voru nokkur hundruð hermenn. Árás þessl var gerð án minnstu viðvörunar. Clduti Eru skepnurnar og ^ heyið tryggt? , UMVumvTawBoniaaa) Kaldir drykkir TÓBAKSBIÍOIN ( K01ASUN0I iiiiiimiiiimiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiuii

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.