Tíminn - 26.02.1957, Side 12

Tíminn - 26.02.1957, Side 12
Veflarútlit Austan og norðaustau gola, létt- Kkýjað. ____; Hiti kl. 18: Reykjavík —7, Akureyri —8, K- höfn 0, Stokkhólmur —5, Meist- aravík —36, London 8, París 9. Þriðjudagur 26. febrúar 1957. Myind þessi var tekin s. I. sunnudagsmorgun á Kastrup-flugvelli, er flugvélin Guttormur víkingur var að leggja af stað í flug sitt ti! Tokio yfir norðurskaufið. Mannfjöldinn er mikill, sem kveður vélina. Hún sést til hægri, en framan við flugstöðvarbygginguna hnappast mannfjöldinn saman. (Ljósm.: Sn.Sn.). Fiugvéiar SAS mættust yfir Morðorpoinum í 900 m.hæð FcrlSm frá Tókíó tck 32 klst og 31 minútu Kaupmannahöín, 25. febr. — í ræðu þeirri, sem H. C. Hansen forsætis- og utanríkisráðherra Dana flutti úr flug- vél SAS ,,Guttorm Viking“, er vélin var stödd yfir Norður- heimskautinu á leið til Tókíó, minntist hann m. a. þess ó- þrotlega starfs, sem vísindamenn frá mörgum löndum hafa innt af hendi viö að rannsaka heimskautasvæðin. Störf þeirra og annarra vísindamanna væru helzti grundvöllur þess merka áfanga í samgöngum, sem opnun flugleiðarinnar milli Kaup- jnannahafnar og Tókíó væri. SAS hafði látið gera flugvélarstiga í líki hafísjaka, og gengu menn eftir henni um borð í Guttorm víking. (Ljósm.: Sn. Sn.). Í25 mönnum bjargað úr norskum seifang- ara, sem strandaði á Með^llandsfjöni Frá fréttaritara Tjmlins á Kirkjubæjarklaustrí. Um klukkan 10,30 s. 1. laugardagskvöld sá fólk frá Króki í Meðallandi, að skip skaut upp neyðarljósum skammt vest- an við Eldvatnsós á svonefndri Fljótafjöru. Björgunarsveitin í Meðallandi bjóst þegar til ferðar undir stjórn Sigurgeirs Jóhannssonar. Var þarna strandaður norskur selfangari, Polarquest frá Tromsö. Tókst sveitinni að bjarga allri á- höfninni, 25 manns. Um svipað leyti og neyðarljósin sáust úr Meðallandi, náði selfang- arinn sambandi við Vestmannaeyj- ar og talstöðina á Klaustri. Kvaðst hann vera staddur vestan við Al- viðruhamra, og er auðséð, að skips . menn hafa villzt á vitunum við Skaftárós og Alviðruhömrum. I Björgun gekk greiðlega. Um klukkan hálfeitt kom sveit- in á strandstaðinn. Lá skipið þá 80—100 metra frá landi. Var þeg- ar skotið björgunarlínu út í skipið og tókst það í fyrsta skoti. Um kl. 2 var fyrsti maðurinn dreginn í land og síðan hver af öðrum. Lín- an var fest í framsiglu skipsins en í trukkbíl á landi og reyndist það vel, þar sem hægt var að strengja á og gefa eftir á línunni eftir þörfum, og var því hægt að draga mennina yfir sjó. Sæmiiegt veður var, stinningskaldi en brim lítið. Skipbrotsmönnum var þegar ekið heim í Meðalland og dreift á bæ- ina þar. í gær voru þeir selfluttir á snjóbíl til Víkur í Mýrdal, en þaðan til Reykjavíkur og komu flestir þangað í gærkveldi. Þeir voru aílir ómeiddir. Selfangari þessi er 315 lestir að stærð. traust tréskip um 10 ára gamalt. Skipið var á leið til Ný- fundnalands á selveiðar. Talið er, að skipið hafi lent á gömlu skips- flaki þarna á fjörunni og laskazt, því að allmikill sjór var kominn í það. Leiðangur var á leið austur frá Reykjavík í gær til að reyna að ná skipinu út undir stjórn Kristins Guðbrandssonar. Skip- brotsmenn segja, að áttaviti skips- ins hafi ekki verið í fullkomnu lagi, og vélin ekki heldur. VV IVSikið járnbrauíarslys í Argentínu Buenos Aires, 25. febr. — A® minnsta kosti 15 manns biðu bana og 100 særðust í járnbraut- arslysi, sem varð í dag nálægt bænum Cordoba í Argentínu. Varð slysið með þeim hætti, að hraðlest með 1500 farþega hljóp út af sporinu. Fjórir vagnar gjör- eyðilögðust og enn er björgunar starfinu langt frá því fulllokið og sennilegt að fleiri hafi farizt og særzt en að framan greinir. Hann gat einnig um hið mikil- væga brautryðjendastarf, sem nor- ræna flugfélagið SAS hefði unnið með því að hefja reglubundið flug á þessari leið. Framtak fiugfélags- ins sannaði bezt, hverju smáþjóðir fengju áorkað, ef þær ynnu sam- an. Hann kvaðst vona, að opnun fiugleiðarinnar yrði í senn.tákn og raunhæft framlag til bættrar sambúðar og skilnings allra þjóða í mil'li. Við komuna til Tókíó hélt forsætisráðherrann einnig ræðu og kvað Japan, sem hingað til hefði virzt svo óralangt í burtu, vera orðið nágrannaland Norður- landa. 30 klst. á flugi. Flugvélin, sem lagði af stað frá Tókíó, „Reidar Viking“ varð að lenda í Osló í dag til að taka ben- zín.. Mætti flugvélin miklum mót- vindi, en allt gekk þó ágætlega. Er vélin kom til Kaupmannahafn- ar, var tekið á móti henni með mik xUi viðhöfn, ræðuhöldum og hljóm Jist. Með vélinni voru 47 farþegar, þ.á.m. Mikasa prins, bróðir Jap- anskeisara. Þakkaði prinsinn fyrir hönd gestanna hina ógleymanlegu ferð og aðbúnað allan. Vélin var á flugi í samtals 31 klst. og 5 mínútur á leiðinni frá Tókíó til Hafnar, en alls tók ferð in 32 klst. og 31 mín. ef með er talin viðdvöl í Alaska og Osló. „Guttorm Viking“ lenti aðeins síðar í Tókíó, en „Reidar“ í Kaup mannahöfn. Ilámark ferðarinnar má telja, er vélarnar mættust yf ir Norðurpólnum í 900 m. hæð. Það var kl. 22,40 í gærkvöldi samkv. dönskum tíma. Sjónvarpstæki á Ráðhústorgi. Stórkostlegur viðbúnaður var á Kastrup-flugvelli í gærmorgun, er, Guttorm Viking lagði af stað til Tókíó. SAS hafði komið upp sjón- varpstækjum við skrifstofu sína á Ráðhústorgi og gegnum þau gátu gestir fylgzt með brottfararathöfn- inni. Voru boðsgestir um 1000, þar af 150 blaðamenn frá flestum lönd um heims. Hljómlist dunaði í Tívolígarðinum og ballett konung- lega leikhússins sýndi. Mannfjöld- inn var gífurlegur við flugvöllinn og átti lögreglan fullt í fangi með að halda fólkinu í skefjum. Mun opnun þessarar flugleiðar lengi verða Kaupmannahafnarbúum minnisstæð. Erindi bénaðarmálastjóra á Búnaðarþingi í gær: Nauðsyniegt að efla mjög ráðunauta- starfsemina og fjölga ráðunautum í nýja Búnaðarfélagshúsinu verða skilyrði c til stóraukinnar fræðslustarfsemi Stjórnarskipti í iðju og i Rvíkur Á fundi búnaðarþings í gær, sem haldinn var í Tjarn- arkaffi kl. 10 árdegis, flutti Steingrímur Steinþórsson, bún- aðarmálastjóri, ýtarlegt erindi um framtíðarverkefni Bún- aðarfélags íslands. Lagði hann sérstaka áherzlu á þýðingu ráðunautastarfs og búnaðarfræðslu félagsins og kvað brýna nauðsyn bera til að auka þá starfsemi að mun og fjölga ráðunautum. stakki þess. Steingrímur sagði, að fyrir þessu búnaðarþingi lægi frumvarp um húsbygginguna, þar sem gert er ráð fyrir að B. f. ætti húsið að tveim þriðju hlutum og Stéttarsamband bænda að einum þriðja. Á þessu ári mundi verða lögð á það áherzla að hraða sem mest byggingu hússins hið ytra, en enn væri tími til að ákveða, hvernig þar skyldi skipað innan veggja og hvatti hann fulltrúa til að hugsa það mál vel áður en of seint yrði að gera þar breytingar. Um helgina fór fram stjórnarkjör í Iðju, félagi verksmiðju fólks í Reykjavík og Trésmiðafélagi Reykjavíkur. í Iðju voru bornir fram tveir listar, A-listi borinn fram af fyrrverandi stjórn og trúnaðarmannaráði, og B-listi borinn fram af Guðjóni Sigurðssyni og fleiri. Kosningu lauk kl. 5 á sunnu- dag. Kjörsókn var mjög mikil. Úrslit urðu þau, að A-listinn hlaut 498 atkv. og B-listinn 524. Hina nýju stjórn skipa Guðjón Sigurðsson, formaður; Ingimundur Erlendsson, varaformaður; Þorvald «r Ólafsson, ritari Ingólfur Jónas- son, gjaldkeri; Ingibjörg Arnórs- dóttir; Steinn Ingi Jóhannsson og Jóna Magnúsdóttir. Kosning fór einnig fram í Tré- smiðafélaginu og komu fram tveir iistar. Úrslit verða ekki kunngerð fyrr eu á næsta félagsfundi, en stjórnarskipti munu einnig hafa orðið þar. Þá var og lýst stjórnarkjöri Múrarafélags Reykjavíkur. Kom aðeins fram einn listi og var fyrr- verandi stjórn endurkjörin. For- maður er Eggert G. Þorsteinsson, varaformaður Jón G. S. Jónsson; ritari Ásmundur J. Jóhannsson og gjaldkerar Einar Jónsson og Hreinn Þorvaldsson. Steingrímur vék að því fyrst, að uppi hefðu verið tvær skoð- anir á því, hvernig því starfi, sem B.í. hefir með höndum yrði bezt fyrir komið. Önnur hefði verið sú, að þetta ætti að vera ein deild í landbúnaðarráðuneytinu að öllu leyti á höndum ríkisins, hin væri sú, sem farin hefði verið, að láta frjáls félagssamtök bænda annast það, að sjálfsögðu með eðlilegum tilstyrk ríkisins. Kvaðst hann sann færður um það af reynslu áranna, að sú leið hefði verið hin rétta. Hann minnti á það, að Búnaðar- félag íslands væri nú um 120 ára og það væri elzta félag í landinu, er stofnað hefði verið til eflingar og hagsbóta atvinnuvegum lands- ins. Húsbygging félagsins er stórmál. Steingrímur vék síðan að fram- tíðarverkefnum félagsins. Hann sagði, að eitt mesta nauðsynjamál félagsins þessi árin væri að koma upp félagsheimili sínu, Búnaðar- félagshúsinu nýja, sem nú er byrj- að á. Hann kvað það ekki ofmælt, að ill húsakynni hefðu um ára- bil háð starfsemi félagsins. Gamla búnaðarfélagshúsið hefði verið myndarlegt á sínum tíma, en starf semi félagsins löngu vaxin úr Stórbætt skilyrði. En hvernig sem þar yrði húsum skipað, mundi tilkoma hússins þýða stórbætt skilyrði fyrir alla starfsemi B. í. og það væri margt sem gera mætti þar innan veggja til hagsbóta fyrir landbúnaðinn. Þar mætti fyrst og fremst koma á margvíslegri fræðslustarfsemi fyr- ir alla þá, sem um landbúnað vilja fræðast. Þar yrði að koma upp góðu landbúnaðarbókasafni, enda á félagið allgóðan bókakost til þess, og þar yrði líka að koma upp lesstofu, sem opin væri öllum, er fræðast vildu af bókum þar. Þar þyrfti að vera kvikmyndasalur, fundasalur og fundaherbergi, og margt fleira. f því sambandi benti búnaðar- (Framhald á 2. síðu). Færeyingar semja uni smíði þriggja togara Þórshöfn, 25. febr. — Lögþing- ið í Færeyjum hefir heimilað land- stjórninni, að semja um smíði þriggja nýtízku togara. Eiga tog- arar þessir, að vera fullgerðir fyrir árslok 1959 og er gert ráð fyrir, að hver um sig muni kosta um 3,9 miljónir færeyskra króna. Fyr- irhugað er, að togarar þessir verði reknir af færeyskum tgerðarfélög- um. Frakkar leita sátta Yið Bandaríkin New York, 25. febr. — Guy Mollet forsætisráðherra Frakkat og Pineau utanríkisráðherra komu í dag til New York, en þaðan halda þeir til Washington til viðræðna við Eisenhower for- seta og aðra ráðamenn. Þeir munu dvelja vestra í tvær vikur og einnig heimsækja Kanada. Mollet sagði við fréttamenn, að hann myndi leggja á það áherzlu við Eisenhower forseta, að Frakk ar hefðu verið tryggustu banda- menn Bandaríkjanna í meira en 200 ár og væru það enn. Munið skemmtifund Framsóknarkvenna Framsóknarkonur, munið skemmtifund Félags Framsókn- arkvenna annað kvöld, miðviku- daginn 27. febrúar, á venjuleg- um stað. Skemmtiatriði. Félagar fjölmennið og tilkynnið þátttöku í síma 1668 eða 4399.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.