Tíminn - 28.02.1957, Blaðsíða 1
Fylgist xneð tímanum og lesið
TÍMANN. Áskriftarsímar 2323
81300. TÍMINN flytur mest og
fjölbreyttast almennt lesefni.
41. árgangur
faám
Reykjavík, fimmtudaginn 28. febrúar 1957.
I blaðinu 1 dag:
Fjórða síða, bls. 4.
Nokkur atriði úr fjárlögum 1957,
bls. 5.
Frá þingi Norðurlandaráðs, bls. 6.
Hagnýting starfskrafta þjóðarinn-
ar; ræða Gísla Guðmundssonar,
alþni., bls. 7.
49. blað.
Fuglinn í f jörunni
I líinríkisráiherra svsrar fyrirspurn á Aiþingi:
Islendingar fá om 15 þús. lesiir af
brennskolm frá varnarliðinu
Olían er keypt á kostnaíiarveríi í HvalfirtSi, en
getur ekki orftið dýrari en á frjálsum markaði
Fyrirspurnum var svarað á Alþingi 1 gær. Guðmundur
í. Guðmundsson gerði þar grein fyrir olíukaupum, sem ríkis-
stjórnin hefir samið um af birgðum varnarliðsins í Hval-
firði, vegna fyrirspurnar frá Jóhanni Jósefssyni.
í fjörunni inn meS Sk'úlagötu er margt sjófugla, sem virðast lifa góðu iífi á því, sem til fellur úr skolpleiðslum
borgarinnar, og auk þess hafa þeir þarna heitt vatn til að ylja sér við í nöprum norðanvindum, en þegar
maður sér heita vatnið renna-þarna til sjávar, vaknar sú spurning, hvort ekki sé hægt að nýta það betur en
þetta. Spyr sá, sem ekki veit. (Ljósm.: G. Herberts.).
Crt vaxandi ólga í Búdapest vegna
ofbeldis Kadar-stjórnarinnar
Leppstjórnin hefur enn fjöldahandtökur til Sendiherra Bandaríkj-
að reyna að koma í veg fyrir nýja uppreisn
VÍNARBO.RGi 27. febr. — Þær að ný bylting brjótist út í landinu
fregnir hafa borizt til Vínarborg- þann 15. marz næstkomandi, en þá
ar frá Búdapest, að þar gæti nú er afmæli byltingarinnar frá 1848.
mjög ört vaxandi óigu í sam-}
bandi við fjöldahandtökur lepp- ÞÖGUL MÓTMÆLI.
stjórnar Kadars. Hermenn og
lögreglulið ganga fylktu liði um
götur borgarinnar.
VEG
REYNT AÐ KOMA I
FYRIR BYLTINGU.
Fréttaritari brezka útvarpsins
skýrir svo frá, að fjöldahandtökur
fari fram víðs vegar um landið.
Hann skýrir einnig frá því, að
það sé almenn skoðun i landinu,
að Kadar-stjórnin hugsi sér að
halda þúsundum manna í fangelsi LÖGREGLUSKOÐUN
í næsta mánuði til þess að reyna, VIÐ SENDIRÁÐ,
að koma á þann þátt í veg fyrir,
Verkamenn í verksmiðjunum
miklu á Szepel-eyju hafa dreift
flugritum, þar sem skorað er á
aðra verkamenn og aðra lands-
menn að sýna Kadar-stjórninni
fyrirlitningu með þögulum mót-
mælagöngum. Lagt er til, að all-
ir aðrir en þeir, sem styðja Ka-
dar-stjórnina haldi sig innan dyra
á milli kl. 2—3 siðdegis þann
15. marz næstkomandi.
Vopnaðir lögreglumenn stóðu
enn í dag vörð við sendiráð Breta
Frakka og Bandaríkjamanna og
leituðu á öllum Ungverjum, elr
út úr sendiráðunum komu og
rannsökuðu pappíra þeirra. Marg-
Laiige undirritar við-
skiptasamning í Japan
TOKÍÓ-NTB, 27. febr. — Rishi, i ir þeirra manna, er út komu, var
forsætis- og utanríkisráðherra Ja- ekið á brott í stórum flutninga-
pans og Halvard Lange, utanríkis- bifreiðum. Öll sendiráðin hafa nú
ráðherra Noregs, undirrituðu í dag skýrt stjórnum landanna þriggja
í Tokíó viðskiptasamning á milli um lögreglugæzlu þessa.
landanna. Er hér einkum um vöru i
skipti að ræða.
Sex skip stöðvuð
vegna verkfa!lsins
Enginn sáttafundur var hald-
iun í gær í farmannadeilunni.
Fundur var haldinn í fyrrakvöld,
og stóð hann fram eftir nóttu.
Ekkert samkomulag mun þó
hafa náðst.
Skip, sem stöðvazt hafa vegna
verkfallsins, eru nú orðin fimm
hér í Reykjavílcurhöfn. Eru það
þrír fossar, Dettifoss, Reykjafoss
og Tungufoss. Þá eru strandferða
skipin Hekla og Skjaldbreið
stöðvuð, og Herðubreið mun
stöðvast í dag.
LOGREGLA KADARS
BÚIN VOPNUM.
Málgagn leppstjórnar kommún-
ista sagði í dag, að lögregla stjórn-
arinnar í Búdapest væri nú nægi-
lega öflug til.að berja niður hvers
, konar mótþróa og uppreisnartil-
I raun „gagnbyltingarmanna“. Blað-
ið hefir það ennfremur eftir yfir-
manni lögregluliðsins, að það verði
nú senn búið vopnum, sem geri
því kleift að meðhöndla „hin erf
iðustu vandamál.“
anna í Búdapest
kallaður heim
WASHINGTON-NTB, 27. febr. -
Bandaríkin liafa kallað heim
sendiherra sinn í Ungverjalandi
að kröfu ungversku stjórnarinn-
ar. — Sendiherrann kom til
Búdapcst er ríkisstjórn Imre Na-
gys sat að völdum, en þá höfðu
Rússar verið hraktir á brott í á-
tökum uppreisnarinnar. Eins og
kunnugt er réðust Rússar
skönimu síðar inn í Búdapest og
settu Nagy frá völdum með her-
valdi. — Sendiherrann fékk fyr-
irmæli um að afhenda ekki lepp-
stjórn Kadars trúnaðarbréf sitt
og hefir liann því farið úr landi.
Er hann nú á leiðinni vestur um
haf.
ísraelsher fari af
frjólsum vilja
Ný áskorun Banda-
ríkjastjórnar
WASHINGTON, NTB, 27. febr. —
Bandaríkjastjórn hefir enn skorað
á ísraelsstjórn að draga herafla
sinn á brott að frjálsum vilja til
þess að S. Þ. neyðist ekki til að
beita öðrum ráðum til að fram-
kvæma vilja allsherjarþingsins.
Talsmaður Bandaríkjastjómar
sagði í kvöld, að stefna Bandaríkj
anna væri enn óbreytt frá því að
hún var útskýrð í ræðu Eisenhow-
ers þann 20. þ. m.
Var fyrirspurnin svohljóðandi
á þingskjali: 1. Við hvaða verði
og skilmálum verður íslendingum
látin í té olía af birgðum varnar-
liðsins í Hvalfirði. 2. Hvaða teg-
undir olíu er hér um. að ræða?
3. Hversu mikið magn af olíu er
talið að muni fást á þennan hátt?
15 þús lestir af olíu
á kcstnaðarverði.
Guðmundur f. Guðmundsson
utanríkisráðlierra tók tll máls,
næstur á eftir fyrirspyrjanda og
gaf skýr svör í fáum setningum.
Hann sagði: Fyrir olíuna frá
Hvalfirði ber að greiða kosnaðar
verð á stöð í Hvalfirði. Skilmál-
ar eru þeir, að flytja olíuna burt
úr Hvalfirði með islenzkum skip-
um og skal þeim flutningum lok
ið á 90 dögum frá því þeir hóf-
ust. Er hér um að ræða fuelolíu,
brennsluolíu af því tagi, sem tog
aramir nota. Magnið er allt að
15 þús. lestir.
Eftir að ráðherra hafði gefið
þessi svör stóð Jóhann Jósefsson
aftur upp og síðan Jóhann Haf-
stein og Magnús Jónsson. Töldu
þeir ástæðu til að óska eftir ýtar-
legri svörum, en sættu sig að
lokum við það fullnaðarsvar ráð-
herra um verð, að ekki væri hægt
að nefna neinar ákveðnar tölur, en
tryggt væri að olían yrði aldrei
dýrari en hliðstæð vara keypt á
sama tíma annarstaðar.
Snjókoma og versn-
andi færð í Borgarf.
Frá fréttaritara Tímans
í Borgarnesi.
Færð er nú mjög farin að
spiliast á vegum í Borgarfirði að
nýju. Mjólkurbílar, sem fóru frá
Borgarnesi snemma í gær, voni
flestir ókomnir heim aftur seint
í gærkvöldi og áttu í miklum erf
iðleikum að komast áfram,
vegna þcss að snjóað hafði og
skafið í djúpar traðir, sem ekið
er um víðast á þjóðvegunum.
Danir vísa rússneskum
sendiráðsfuíltr. úr landi
Kaupmannahöfn-NTB, 27. febr.
— Danska utanríkisráðuneytið
sendi í dag rússneska sendiráð-
inu orðsendingu þar sem þess
var krafizt, að einn sendiráðsfull-
trúi Rússa, Kouditsjef, liyrfi úr
landi hið fyrsta og ekki síðar en
4. marz. — f orðsendingu utan-
ríkisráðuneytisins segir, að mað-
ur þessi hafi gert sig sekan um
að reyna að afla upplýsinga um
hernaðarleyndarmál varðandi
varnir landsins.
Bönsk redd um handrifamálið:
Gott hjartalag og einfaldleika
í stað lagakróka og smámuna
í sunnudagsblaði Politiken birtist grein eftir danska kennl
manninn G. Sparring-Peter^en sem hefir fyrirsögnina „Lad
dog Island faa haandskrifterne". Tilefni greinarinnar er RB-
fréttaskevti um tillögu þeirra séra Sveinbjörns Högnasonar
og Péturs Oítesen þess efnis að ríkisstjórnin beiti sér að
nýju fyrir heimflutningi íslenzku handritanna í Höfn.
I
Ég bið Tímann að flytja alúðarfyllstu þalckir til
allra þeirra er auðsýndu mér vinsemd á sjötugsaf-
mœli mínu.
Guðbrandur Magnússon.
Y.\A> W > a , WttVWV, v-v A ttl
G. Sparring-Petersen segir í |
grein sinni að hjá þeim dönsku
aðilum, sem um málið hafi fjailað
í fyrri samningaviðleitni, hafi ríkt
sú skoðun, að samkvæmt orðanna
hljóðan hafi Danmörk lagalegan
rétt til handritanna. Segist Sparr-
ing-Petersen ekki vilja taka af-
stöðu til þeirrar skoðunar, en spyr
hins vegar hvort málið snúizt í
rauninni um lagalega hlið þess.
Telur hann að þá lægi fyrir að
setja málið í dóm fyrir alþjóða-
dómstólnum í Haag, en segir jafn
framt að það væri neyðarúrræði.
Ættu að bjóða okkur handritin.
I stað þess að fara með málið
fyrir alþjóðadómstól, segir G.
Sparring-Petersen, að Danir ættu
að bjóða okkur að afhenda frí-
viljuglega öll þau skjöl, sem við
hefðum með nokkurri sanngirni
raunverulegan áhuga fyrir að
geyma. Nú myndi kannski einhver
spyrja hvers vegna, en Sparring-
Petersen segir; vegna þess að ís-
land hafi sárafátt að geyma af
menningarminjum frá miðöldum.
Danmörk sé hins vegar rík af slík-
um minjum, bæði skjölum og bygg
ingum, en byggingarhættir fs-
lendinga á miðöldum (torf og tré)
hafi verið með þeim hætti, að
ekkert standi eftir.
Að afhenda með glöðum hug.
Hann biður Dani einmitt hug-
leiða það, að hér á landi séum
við ákaflega fátækir af minjunj
frá fyrri tíð og beri þjóðminja-
safn okkar þess glögg inerki. Hann
spyr því hvers vegna Danir hiki
við að afhenda okkur handritin,
sem við sækjum fast eftir að fá
og álítum okkur eiga kröfu til;
„afhendið þau aftur með glöðum
| hug“. Þá segir hann, að umrædd
■ handrit, sem einir fimm eða sex
| af landsmönnum hans geti lesið,
séu til á mikrofilmum, og ísland
hafi nú orðið sömu aðstöðu til
að varðveita handritin og Dan-
mörk. Kveður hann svo á í lofe
greinar sinnar: Væri aðeins hægt
að lyfta málinu á það svið, þar
sem lagarefjar næðu ekki til þess
og fjalla um það á vettvangi, þar
sem gott hjartalag og einfaldleiki
svifi yfir vötnunum, þá mundi
ganga betur.