Tíminn - 28.02.1957, Blaðsíða 9

Tíminn - 28.02.1957, Blaðsíða 9
TÍMINN, fimmtudagmn .28. febrúar 1957. 84 T — Nei, sagði hún. T Hún gaf sér nægan tíma til að fara úr og þegar hún kom út úr baðherberginu var hún í slopp. Hún lagðist upp í rúm íð og hann hneppti frá henni sloppnum; hún lá róleg með- an hann svalaði forvitni sinni en forvitni sjálfrar hennar beindist aðeins að því hvað hann myndi gera. Fyrst eftir góða stund krafð ist hún hans alls og þrýsti honum að sér án þess að taka minnsta tillit til hans hvort hann væri tilbúinn eða ekki. Og í síðustu lotu var það hún sem tók við stjórninni. — Þetta hélt ég, sagði hann þegar þau lágu kyrr á nýjan leik. i — Nú, svo þér hélduð það, sagði hún; hún var dásam- lega þreytt. Hvað hélduð þér? Eruð þér með fleiri kenning? ar? — Auðvitað, sagði hann. Margir karlmenn. Margir. Hann hló. T' ■— Og þetta finnst yður skemmtilegt? — Finnst yður það kannski ekki? Margir karlmenn en samt aðeins tveir. — Aðeins tveir, Það er rétt sagði hún. Og verða ekki fleiri. Þér eruð ekki kvæntir? — Nei, sagði hann. ■— Það gleður mig, sagði hún. Ég held þér yrðuð ekki hentugur eiginmaður. Hafið þér annars gaman af að tala? Ég meina; er hætta á að þér ræðið þetta við kunningja yð ar? — Ég hefði að vísu gaman af því, en meðal þeirra karl- manna sem ég þekki er eng Inn sem kynni að meta það. Raunverulegan sigur vann ég I lyftunni; sigurinn í rúm- inu er aðeins aukaatriði. Og sigurinn á ég að þakka . . . ja, við getum kallað það ör- uggari gáfur en almennt ger ist. Fæstum karlmönnum sem ég þekki dytti yfirleitt í hug að nefna yður í sömu and ránni og lystisemdir holdsins. En ég gekk lengra en svo. Ég Vissi að þér voru móttækileg- ar. Nei, góða mín, þér þurfið hvorki að óttast slúðursögur eða hneykslismál. — Þakk. Ég trúi yður vafn Ingalaust og er yður mjög þakklát. — Fyrir verknaðinn sjálfan eða fyrir að það veröur ekkert hneyksli. — Fyrir verknaðinn eins og þér orðið það. Ég reifst við manninn minn. En nú get ég farið til hans án þess að það sitji í mér nokkur þykkja og þá finnst honum ég vera góð og blíð eiginkona. — Og það verðið þér áreið anlega í framtíðinni, ekki gatt? — Jú, sennilega. •— En þér hefðuð auðveld lega getað eitrað líf hans hefði ég ekki komið til skjalanna — ég og þér auðvitað. — Eigið þér ástmey? — Jú, að vísu, þó ég myndi ekki taka svo til orða. En það er til kona sem ég sef hjá. — Ég skal ekki vera að spyrja yður að þvi hver hún sé; en er hún greind? — Á sinn hátt er hún það, en ekki eins og þér eða ég. — Segið þér henni að þér hafið verið með mér? Eða með öðrum? — Ég hef aldrei lofað henni neinu og þesS vegna hnýsist hún heldur ekki eftir neinu. Ef maður lofar ein- hverju, til dæmis tryggð, hef ur maður þar með undirritað samning; en ef maður geng- ur ekki að neinum samning um móðgast heldur enginn við mann. — Ég held að við tvö ætt um samt að gera samning. — Hvers konar samning — Um að þetta yrði fyrsta og síöasta skiptið; þetta má ekki koma fyrir oftar, sagði Edith. — En það er samningur eins og aðrir samningar og ég var að segja, . . ef við sam þykktum hann og færum svo saman í rúmið þrátt fyrir allt yrðuð þér mér reiðar. Ekki sjálfri yður fyrst og fremst, heldur mér. Látum okkur nægja að bíða og sjá hvað framtíðin ber í skauti sínu. — Allt i lagi, en við skul um að minnsta kosti reyna til þess að hittast ekki aftur, sagði hún. Mér þætti eigin lega gott að vita af því að einn karlmaður hefði einu sinni sannfært mig um að all ir karlmenn séu ekki eins. — Það er kannski ekki svo slæmt sjónarmið. Allir karl- menn eru ólíkir og allar konur eru ólíkar eftir því með hvaða karlmönnum þær eru. Eftir að þér hafið komizt á snoðir um þetta með því að vera með mér ætti ég að leiðrétta þaö sem ég sagði áðan. Þér þurfið ekki að sofa hjá mörg um mönnum. Nú vitið þér að þeir eru allir ólíkir. — Og þér álítið að allar kon ur séu ólikar? — Hvort þær eru. — Nú verðið þér að fara, sagði hún. — Hvað ætlið þér að gera? — Fara í bað og svo að sofa. — En þér vaknið aftur, sagði hann. Kannski klukkan eitt eða tvö í nótt. Og þá vilj ið þér ekki hringja til mín. Símastúlkurnar hlusía alltaf þegar ekki er annað að gera. — Ég læsi ekki. — Hvað haldið þér að þér sofið lengi? — Það hef ég ekki hug- mynd um, sagði hún. — Ég kem aftur eftir mið- nætti. Ef þér vakið þá verð ég hér. Ef þér sofið skal ég ekki vekja yður. Síðan fór hann. Klukkan eitt opnaði hann dyr hennar aftur en það leyndi sér ekki á djúpum andardrættinum að hún vildi telja honum trú um | að hún svæfi. Hann lokaði jhurðinni hljóðlega á eftir sér og sneri aftur til herbergis síns. Þau gerðu enga tilraun til þess að hittast aftur eftir að hún var komin heim á búgarðinn. Aðeins ein mann- ivera fann að breyting hafði orðið á Edith og það var Joby. Edith var orðin umhyggju- söm, móðurleg. Hann skildi þetta ekki; hann varð tor- trygginn því að á þessu var jengin skýring og honum geðj aðist ekki að breytingunni. Hann hændist að Ann meira en nokkru sinhi áður, og þau tengsl hélduSit. allt þetta sum ar og alla ævi þeirra. Það hefði engan vt^ýinn ver ið athyglisvert að heilt ár hefði liðið án þess að Ed- ith og Lloyd Williams svo mik ið sem sæust’"á götu. Willams bjó í Collieryville, námubæ sem lá mílu vegar frá North Frederick, en á þeim var grein ilegur munur sem stafaði bæði af mismunandi efnahag og þjóðfélagsaðstöðu; annars vegar billjarðstofa námu- manna og hins- vegar Gibbs- ville klúbburinn; fátækt ann ars vegar og fjögurra manna þjónustulið hjá fjögurra manna fjölskyldu hins vegar; Fimmtudagsklúbburinn og ól- seigir kjúklingar sem fram- reiddir voru á samkomum ensk-lútersku kirkjunnar. Joe Chapin og Lloyd Williams heilsuðust vinsamlega er þeir hittust á göngum dómhúss- ins og þess utan voru þeir flokksfélagar. En Joe vann fyrir atvinnurekendur og Williams fyrir verkalýðsfélög in og hann var aðeins repú- blikani vegna þess að það hefði verið vita þýðingarlaust að fylgja öðrum flokki í Lant enengo. Eftir tveggja ára tíma hefði Edith ekki getað munað hvaða dag þau Will- iams hittust í Filadelfíu; og eftir þrjú ár vissi hún ekki lengur hversu oft þau hefðu talazt við — hún þekkti hann eins og hún þekkti lögreglu- þjóninn í Gibbsville, réttar- þjóninn í dómsal nr. 3, tann- lækni sem þó var ekki tann- læknir sjálfrar hennar og fjöldann allan af öðru fólki sem hún þekkti aðeins vegna starfs þess. En eftir þenn- an dag í Fíladelfíu fannst henni að hún hitti Williams I oftar en áður. Hún hugsaði sér, og það var mjög skiljan legt í sjálfu sér ,að þetta staf aði af því að hún veitti hon um meiri athygli nú en áður — en samt var hér um eitt hvað annað og meira að ræða. Það sem hún vissi ekki var að hann gerði vissar ráðstafanir og sá til þess að vera alls staðar nærstaddur. Næsti fundur þeirra gerði hana órólega. Það var í Swedish Haven; hún sá hann, hann sá hana og tók ofan og sagði: Jónas B. SigurSsson (Framhald af 8. síðu) öllu, vakað yfir hverri hans hreyf ingu úti sem inni, eins og sannur verndarengill. Hann eignaðist mannvænleg börn og fósturbörn, sem öll komu, sum langan veg, tii að fylgja honum síðasta áfangann. Hann fékk mestan hluta ævinnar að vinna að hugðarefnum sínum við allgóðar ástæður. Og er kom- ið var á leiðarenda í þessum jarð- lífs áfanga, var hann á heimili ■=ínu í örmum eiginkonu og sonar. Oetur drvgri gæfumann? Kynslóðir koma og kynslóðir fara. Enginn stöðvar tímans þunga nið. Ég hefi persónulega kynnzt þremur fulltíða ættliðum Jónasar og séð hinn fjórða skjóta frjóöng- um: föður hans, honum sjáifum, börnum hans, og séð svipmótið sama á ungum barnabörnunum. Það, sem mér finnst mjög ein- kenna þessa ætt er hin mikla sam staða, hin mikla umliyggja, sem hver ber fyrir öðrum, sonur eða dóttir, fyrir öldruðum foreldrum, afi fyrir barnabörnum, s.vstkini hvert fyrir öðru. Þetta er góð kyn- fyigja, henni fylgir margt fleira gott. Og áreiðanlega gengur hún ekki til moldar með Jónasi, held- ur þroskast með niðjum hans um ókominn tíma. Ég þakka þér, Jónas, fyrir hönd sveitarinnar okkar traustan stuðn- ing um tugi ára. Ég vil einnig levfa mér að bera fram þakkir frá fósturjörðinni í víðustu merkingu þess orð, jörðinni þinni, landi okk ar og þjóð. Þótt þú létir þjóðmál lítið til þín taka opinberlega, veit ég, að þú varst öruggur styrktar- maður hins íslenzka málstaðar og hinnar vinstri stefnu. Að endingu þakka ég bér hjartanlega fyrir alla samfylgdina, fyrir allt, sem þú hefir verið mér og mínu heimili. En sérstaklega þakka ég þér fyrir dæturnar mínar báðar, sem alizt hafa upp á heimili þínu og syrgja þig nú með miklum trega. Já, þökk fyrir allt. Eftir trú vorri ertu nú kominn heim til föðurhúsa. Ég óska og trúi, að þér þyki þar gott að vera ekki síður en á heimilinu þínu kæra, sem þú ert nýfarinn frá. Ég trúi einnig, að þú sért þar tíður gestur. Þessi kveðjuorð eru nokkuð sundurlaus, vinur minn. Það hefir oft viljað koma móða á augun með an ég var að festa hugsanir mínar á þessi blöð, svo þráðurinn vildi slitna. Enginn veit til fulls hvað átt hefir fyrr en misst hefir. En ég veit að þú fyrirgefur mér þetta, eins og margt annað á langri sam- leið. Að síðustu vil ég segja þessi orð fyrir þína hönd til ástvina þinna, vina og annarra, sem kvöddu þig síðast á Álftamýri: „Ég þakka ykk ur innilega fyrir allt, sem þið haf- ið fyrir mig gert, verið glaðir, guð fylgi ykkur hverjum og einum til síns innis, því heima er bezt að vera“. Ragnar Guðmundsson bóndi á Hrafnabjörgum. % Ræða Gísla 1 Guðmundssonar j (Framhald af 7. síðu). v ar í vor. Það er fyrirsláttur einn. Enginn kærir sig um kosningar á fyrsta ári kjörtímabils. Sjálfstæðis- menn hafa flutt ýms mál á þessu þingi. Ég skal nefna eitt, frv. um Fiskveiðasjóð íslands. Fyrir tveim árum, þegar Ólafur Thors var sjávarútvegsmálaráðherra, var samþykkt árlegt ríkisframlag ttl Fiskveiðasjóðs, 2 millj. kr. Það þótti sómasamlegt þá. Nú flytja Sjálfstæðismenn frv. um að hækka þessar 2 millj. upp í 10 millj. á ári! Svona eykst örlætið við þá9 að hverfa úr stjórn yfir í stjórnar andstöðu. Tvö sfórmál í höfn Ég mun nú ljúka máli mínu. Ég hefi getið þingmála á víð og dreif. Tveimur erfiðustu og íímafrekustu málum þingsins má heita Jokið, ráðstöfununum til tryggingar áframhaldandi rekstri útflutnings- framleiðslunnar og fjárlögunum, þó þannig, að endanleg atkvæða- greiðsla um fjárlögin við síðustu umræðu fer ekki fram fyrr en í þessari viku. — Ríkisstiórnin og meirihlutinn hefir þar með stað- izt sína fyrstu raun. Það hefir tek- izt undir forystu hennar að af- greiða þessi mál málanna, þótt eitthvað kunni að vera skiptar skoðanir um einstök atriði í því sambandi eins og önnur mál. Átök- in — og vinnan — í sambandi við þessi mál hafa að miklu leyti farið fram án þess að mikið hafi á þvf borið opinberlega. En það er óhætt að segja, að þar hefir mikið starf verið af hendi leyst og þá sér í lagi af fulltrúum okkar í ríkisstjórn og fulltrúum okkar í fjárveitinga- nefnd þingsins. Vera má, að meiri tíðindi berist af þinginu, þau cr frásöguverð þykja, þann líma, sem eftir er af því. En ef það meirt hlutasamstarf helzt til frambúðar, sem til var stofnað s. 1. sumar, ætla ég, að eitt helzta kjörorð þess þurfi að vera að stuðla að því, á grundvelli jafnvægis í byggð lands- ins, að þjóðinni takist að hagnýta sem bezt starfskrafta sína og að vinna sér inn gjaldeyri til nauð- synlegra viðskipta við aðrar þjóðir. (Á fundinum var, í annarri framsöguræðu, sagt frá fjárlögui* um og meðferð þeirra). Robinson selur. ... i (Framhald af 6. sfðu) einstaks manns eigu í heiminum. Nú er tilkynnt í New York, aO hann hafi selt meginhluta safn» síns til listaverkasala í New York. Fyrirtæki þetta vildi ekki í dag gefa nákvæmlega upp hvert kaup- verðið væri, en sagði að 58 máÞ verk og ein bronssteypa hefði lcost- að 3 milljónir dala. Meðal mál- verka Robinsons voru fræg verk eftir Cezanne, Picasso, Renoir, Toulouse-Lautrec og mar?a flciri. Norrænt kennaraj)ing verður ha!áí3 í Helsinki á næsta sumri j UmræcSuefni þar veríur: Ný viðhorf í skóla-* málum, bæcSi á bók og í framkvæmd KAUPMANNAHÖFN: í ágúst n. k. verður haldið norrænt kennara- þing, hið 17. í röðinni, og að þessu sinni í Helsinki. Þessi þing eiga sér langa sögu og eru hin merk- ustu. Fyrsta þingið með þessu nafni var haldið árið 1870. Síðasta skólamótið af þessu tagi var haldið í Osló árið 1953. Þá var umræðuefnið skólinn og þjóðfélag- ið. Nú hefir verið valið annað að- almál til að ræða um: Endurnýj- un skólanna í ljósi nýrra viðhorfa á bók og í framkvæmd. Innan þessa ramma rúmast auðvitatí mörg mál, en sundurgreind dág- skrá hefir ekki verið birt enn sena komið er. Helsinkifundurinn á að stands* dagana 6.—8. ágúst. Síðasti fún'd- ur af þessu tagi í Finnlandi var ár- ið 1925. Ætlað er að a. m. k. 400 kennarar víðs vegar af Norður- löndum sæki þennan fund. >-V\ IV.V.V, '.V.1 i ■■■■■. v.v.w.v.v.v.w í ^ Þakka innilega heimsóknirí skeyti og góSar gjafir Ij« á fimmtugsafmæli mínu, 25. þessa mánaðar. .■ "■_____________^______ I; Stefán Ólafsson, I; Áshól. AV.V.V.W.V.’.V.W.V.V.V.V.V.V.W.VW.VV.W.’AVIrt

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.