Tíminn - 28.02.1957, Blaðsíða 8

Tíminn - 28.02.1957, Blaðsíða 8
TíMIN-N, fimmtJdaginn 28. februar 1957. DÁNARMINNING: Sóiveig Snorradóttir, Þorleitskoti MINNINGARORÐ: Jónas B. Sigurðsson, Lokmhömrum Heiðurskonan Sólveig Snorra dóttir lézt að heimili sínu 12. febrúár síðastliðinn. Sólveig Snorradóttir var fædd 10. april 1873 á Þórustöðum í Ölfusi, en þar bjuggu foreldrar hennar. Snorri bóndi á Þórustöð ■nni, faðir Solveigar, var Gíslason, hreppstjóra á Kröggólfsstöðum, Eyjólfssonar hreppstjóra s. st., Jónssonar s. st. Eyjólfssonar prests á Snæfoksstöðum, Björns- sonar prests á Útskálum, Einars eonar prests s. st., Hallgrirnssonar á-Egilsstöðum í Vopnafirði, Svein bjarnarsonar offcialis í Múla, er nefndur hefur verið í ísienzkum settártölum Barna Sveinbjörn. Móðir Sólveigar var Iíristín Oddsdóttir bónda á Þúfu í Ölfusi, Björnssonar ríka, bónda á Þúfu, Oddssonar á Þúfu, Þorsteinssonar á Núpum, Jónssonar á Breiðabóls slað í Ölfusi, Eysteinssonar. Jórunn Magnúsdóttir, amma Sólveigar Snorradóttur, en kona Odds á Þúfu var merkiskona í mörgu. Hún var með nafnfrægustu yfirsetukonum um sína tíð á Suð- urlándi og þó víðar væri leitað. Hún var systir Árna Magnússonar hi'eppstjóra á Stóra Ámóti, Sigurð ár, hreppstjóra á Skúmsstöðum í Landeyjum og Gísla skólakennara við: Latínuskólann í Reykjavík. Er það Bergsætt og merkisfólk hið ihesta. Það sézt af þessari ættrakningu, að það voru engir aukvisar, er Sólveig var komin af, enda bar hún þess merki eins og samtíðar fnfcnn hennar þekkja, að hún var af traustum stofnum, stofnum sem bera aðalsmerki hinnar íslenzku feændastéttar á loft með afrekum sínum í starfi og menningu á liðnum öldum. Árið 1895, hinn 25. október, gift ist Sólveig Snorradóttir Vigfúsi Jónssyni frá Iðu í Biskupstungum. Var hann af hinum merkustu ætt aím. Kominn í beinan karlegg af Eiiiari presti og sálmaskáldi í Ey dölum. Árið 1898 byrjuðu þau búskap í Þorleifskoti í Flóa og bjuggu þar til 1933, en þá lézt Vigfús, en Sólveig bjó með börn aim sínum þar til 1934, en þá fluttist hún til Reykjavíkur og átti heima þar síðan. Þorleifskot er hjáleiga frá stór- býlinu Laugardælum. Er það ekki stór jörð, en notadrjúg eftir því sem álitið var um jarðir áður fyrr. í»au hjón voru landsetar Eggerts ! hreppstjóra Benediktssonar í Laug ardælum, en hann var eins og kunnugt er Sunnlendingum, einn j nhesti höfðingi í bændastétt á sín ■um tíma á Suðurlandi. Þeim hjónum búnaðist vel í Þor leifskoti. Auðvitað áttu þau við erfiðleika að stríða eins og annað bændafólk á þessum tíma, enda voru í þeirra búskapar tíð ekki1 eins hægt um hag bænda eins og nú er, síðan mjólkursala kom til sögunnar og framfarir nútímans i í íslenzkum landbúnaði. Ég sem þetta rita þekkti Sól- veigu heitina vel á seinni árum, aðallega eftir að hún kom til iteykjavíkur. Að vísu vorum við isveitungar, en langt er milli bæj anna, og samgangur því ekki ýkja •mikill. En strax í æsku heyrði ég talað um húsfreyjuna í Þorleifs-- €toti fyrir myndarskap hennar og fróðleiksfýsn á þjóðlegum efnum. Ég man eftir því sem unglingur innan við fermingu á Alþingis- •hátíðarárið 1930, að þá var haldin beimilissýning í nýbyggðu sam- •k'oniuhúsi að Skeggjastöðum í Hraungerðishreppi. Var sýning þessi úrval heimilisgripa og kven legrar vinnu af Suðurlandi öllu. Eftir því sem ég man bezt, voru þarna margir hlutir fagurlega gerð ir og vel unnir en ég man en í dag sérstaklega eftir nokkrum gripum frá húsfreyjunni í Þor- leifskoti, en sérstaklega eftir teppi, er ofið var af fornum vefn aði íslenzkum. Eins og ég hef þegar drepið á 'var Sólveig mj ög hneigð fyrir !fróðleik sögulegan. Las hún allt sem hú.n festi hönd á af þeim «fnum. Veit ég hana fróöustu konu, sem ég hefi þekkt, hvað snertir ættfræoi og mannfræði. Vissi hún deili á fjölda fólks um allt Suðurland og þó víðar væri leitað. Haiði hún eftir því sem mér hefur verið sagt af kunnugum lagt sig eftir slíkum fróðleik alla ævi, og fest sér vel í minni. Einn ig kunni hún mikið af þjóðsögum og las allt hvað mátti af slíkum sögum. Frásögn hennar um menn og ættir þeirra var látlaus en þó litrík, mögnuð kyngi, er þeir ein ir ráða yfir, sem liafa óbreinglaða íslenzka skapgerð, mótaða af hinni fornu íslenzku menningu, sein sveitaalþýða liðinna alda iðkaði af rækt og kunnáttu. Man ég það vel hvað hún dáðist innilega að því, sem hún las, ef það var að skapi hennar og henni þótti vel gert. En aftur á móti fann hún galla þess er henni þótti ekki vera rétt, eða ekki vel gert. En Sólveig notaði aldrei stóryrði eða fjúkyrði heldur benti á á látlausan hátt, hvað ekki væri rétt og hvað mætti betur fara. Hún hafði mikið yndi af því sem hún las og mundi það vel, og bezta sein henni var fært voru bækur um þjóðleg efni. Hún naut þeirra af mildi alþýðukonunn ar, líkt og hún væri að endur- nýja vináttu við gamlan vin, sem segði henni fróðleik frá liðnum tímum. Eftir að Sólveig flutti til Reykja víkur haíði hún mikið yndi af að fá fréttir að austan úr sveit sinni og sýslu. Kornu því margir til hennar og var oft mjög gest- kvæmt á heimili hennar. Hún fór austur á hverju sumri og naut þar umhyggju og alúðar dætra sinna og tengdasona. Var hún jafn an mjög ánægð þegar hún kom heim á haustin, eftir að hafa verið um stund heima á þeim slóðum, þar sem hún hafði starfað og notið lífsins um bezta skeið ævi sinnar. Sólveig var höfðingleg kona að allri sýn, vel á sig komin, létt í fasi og sviprík. Hún hafði fagurt yfirbragð og sérstaklega fögur augu, sem ljómuðu af innri sýn og birtu þess, er lifað hafði vel og öllum verið til yndis. Hún var skapföst. Vinátta hennar var ævar andi og brást engum. Því var gott að vera .vinur hennar og njóta fróðleiks hennar, heyra hana segja frá málefnum og mönnum. Hún kunni vel að taka á móti gest um sínum, annaðist þá af um- hyggju eins og þær húsfreyjur kunna einar, sem aldar eru upp á góðum íslenzkum sveitaheimil- um. Gestkvæmt var oft á heimili hennar eftir að hún kom til Reykja víkur. Komu margir sveitamenn að austan til að heimsækja hana. Spurði hún margs og var gott að geta svarað spurningum hennar svo henni líkaði, því hún spurði af list þess, sem vill fræðast til þess að njóta fróðleiks og frétta. Húsfreyjan í Þorleifskoti bjó af list þeirra kvenna íslenzkra er bezt hafa búið að fornu og nýju. Allt naut umhyggju hennar jafnt mál- leysingjar og menn. Hún las allt sem hún gat náð í og mundi og endurskapaði það sem henni fannst varið í með því að auka og fylla með nýjum fróðleik, ef henni gafst færi á slíku, enda var fróðleiksfýsn og fræðimennska rík í ætt hennar. Búsæld þeirra Jónas M. Sigurðsson bóndi á Lokinhömrum í Arnarfirði varf bráðkvaddur á heimili sínu 10 janúar síðastliðinn og var jarð settur á Álftamýri 24. sama mán aðar. Allir hreppsbúar, sem að heiman gátu farið, fylgdu honum til grafar. Sóknarpresturinn, sérí Kári Valsson, flutti húskveðju ræðu í kirkjunni og jarðsöng. Ragnar Guðmundsson, bóndi og oddviti á Hrafnabjörgum flutti minningarræðu, Þórður Njálsson hreppstjóri flutti kveðjuorð, minn- ingarljóð voru sungin og lesin. Það er að sjálfsögðu margt, sem ég vildi og gæti sagt frá af kynn- ingu okkar Jónasar um fullanj þriðjung aldar. En vandi er fyrir þann, sem er í fyrsta sinn að setja ■. saman minningarorð, að vita hvar | skal bvrja og hvar hætta. Jónas fæddist 11. janúar 1890 í j Svalvogum í Dýrafirði. Foreldrar hans, Sigurður og Þuríður, voru af góðum bændaættum. Jónas fluttist barn að aldri með foreldr- um sínum að Neðri-Björgum í Lokinhamradal. Þar voru þau lengi í þurrabúð, eins og það var kall- að. Vorið 1914 hófu foreldrar hans búskap á fjórða parti úr Lokin- hömrum. Jónas kvæntist vorið 1921 eftirlifandi konu sinni, Sig-' ríði J. Andrésdóttur frá Dýrafirði. Eignuðust þau fjögur börn: Þuríði, gifta í Reykjavík; Ólafíu, gifta á Þingeyri; Sigurjón, heima og Andrés, kvæntan á Þingeyri. Fósturbörn þeirra: Guðjón Jóns- son, bróðursonur Jónasar (fyrst hjá afa sínum) og Sigrún Ragn- arsdóttir, nú 22 ára (frá fæðingu). „Heima er bezt“. Þessi orð komu mér fyrst í hug, er ég fór að hugsa um að minnast Jónasar á einhvern hátt. Ef ég hefði átt að velja mér texta úr hinni „helgu bók“, mundi ég hafa valið orð meistarans: „Leyfið börnunum að koma til mín, því þeirra er guðsríki“. Mörg um kann að finnast þetta skrítin yfirskrift yfir öldruðum athafna- sömum bónda og einni styrkustu stoð síns byggðarlags um margra ára skeið. En þegar vel er að gáð, finnst mér þau eiga vel við. Skap- gerð manna er ofin úr mörgum þáttum og oft erfitt að finna aðal- þáttinn, hjartaþáttinn. Jónas byrjaði búskap á fjórða parti úr Lokinhömrum árið 1921, keypti annan fjórða hluta árið 1926, og bjó síðan á hálfri jörð- inni til dauðadags. Búskapur Jórr- asar varð strax mjög farsæll. En af hverju var það, að blessun í bú- ið barst honum greið? Það var fyr ir hans miklu umönnun og um- hugsun fyrir öllu ásamt ágætu starfsþreki, sem honum var gefið fram á síðustu ár. Allt skyldi gert á réttum tíma, hver hlutur á sín- um stað, allt öruggt viðvíkjandi mönnum og skepnum, sem í hans umsjá voru, ekki teflt í tvísýnu með neitt. Hann gætti þess jafn- an, að nóg væri björg í búi við hverja byrju nhins mislynda ís- lenzka vetrar. Sannforsjáll bóndi, Þorleifskotshjóna var að liætti þess tíma, er þau lifðu á með sóma. Líf þeirra og starf hefur fært þjóðfélaginu gróða og gagn. Börn þeirra og afkomendur eru dugandi fólk, sem sýnir það vel, að ágæti og kostir foreldra og for feðra endurnýjast með ágætum við breyttar aðstæður á nýjum timum. Börn þeirra Sólveigar og Vig- fúsar eru þessi: Snorri byggingarmaður í Reykja vík, Magnús byggingarmeistari í Reykjavík, Guðjón byggingarfram kvæmdarmaður í Reykjavík, Krist ín húsfreyja í Smjördölum í Flóa, Jónína Ingveldur húsfreyja í Reykjavík, Þórhildur húsfreyja í Sölfholti í Flóa. Um leið og ég lýk þessum minn ingarorðum um Sólveigu Snorra dóttur vil ég færa öllum aðstand endum hennar fyllstu samúð við fráfall hennar og veit að minning hennar um ætíð vera mér kær og hún gleymist mér ekki meðan lífs ég er. Jón Gíslason. og til fyrirmyndar í okkar mis- viðrasama landi. Ég man efir því, að þegar ég var strákur í Dýra- firði, voru menn að deila um það, hvort borgaði sig að eiga hevfyrn- ingar. Vildu sumir halda því fram, að það borgaði sig ekki, þetta væru rentulausir peningar. Ég lagði þá ekkert til málanna. Nú er ég fyr- ir löngu búinn að gera þetta upp við mig. Einkum hefir þetta skýrzt fyrir mér, síðan ég fór að sinna hreppsmálum. Ég hefi séð hve þeir menn, sem eiga heyfyrningar, geta verið mikils virði fyrir sveit sína, enda sýnir sagan okkur, að oft hafa þessir menn verið bjargvættir margra, sumir heilla byggðarlaga, þegar harðindi hafa geisað. Jón- as var einn af þessum mönnum, sem oft og tíðum hefði getað orð- ið slíkur bjargvættur vegna for- sjálni sinnar, þótt aldrei hafi kom- ið til þess í mjög stórum stíl sök- um hagstæðrar vetrarveðráttu hér vestra í síðastliðin full þrjátíu ár. —- Framan af ævi varð Jónas að stunda sjóróðra eins og flestir aðrir hér um slóðir, og var hann prýðilega hlutgengur þar sem ann ars staðar. Þetta var á okkar minnstu fleytum, og þurfti þá að knýja þær á miðin með segli og ár. Kom sér þá vel, að stæltur væri armur og breitt væri bakið í þeim átökum. En það var ekki hans fag að sækja sjóinn. Það var landið, lífgrös móður jarðar og húsdýrin okkar, sérstaklega sauðkindin, þessi förunautur og lífgjafi okkar íslendinga um aldir, sem áttu hug hans og krafta. Þess vegna hætti hann að stunda sjóinn strax og á- stæður leyfðu, en stundaði því bet- ur sitt landbú, og var það orðið með allra blómlegustu búum hér um slóðir. Að búi sínu vann hann nú hin síðustu ár með þverrandi kröftum, og síðustu handtök hans voru að láta hey í jötuna handa kindunum sínum. Að stundarfjórð- ungi liðnum var andi hans búinn að hafa vistaskipti. Er hægt að komast lengra á vettvangi starfs- ins? Þeim fækkar nú óðum, sem þurft hafa mestan hluta ævinnar að vinna störf sín með berum höndum einum saman (ef svo mætti að orði kveða). Lokinhamrar eru afskekkt jörð, sérstaklega fyrir torleiði, sem eru því til fyrirstöðu, að akfær vegur hafi verið lagður þangað. Lítið er því búið að slétta þar, svo véltækt sé. Jónas eignaðist í sumar drátt- ar vél. Ég man, hvað hann var hýr á svipinn, þegar gljáandi vélin var að svipta dökkgrænum töðufeldin- um af túninu hans í fyrsta sinn. Hann stóð hjá með hrífu í hönd- um, það var eins og hann vissi ekki, hvað hann ætti af sér að gera, og segir: „Það er ekki mikið að heyja á þennan hátt“. Jónas var afbragðs sláttumaður lengi frameftir ævi. Guðmundur Hagalín rithöfundur mældi eitt sinn dagslægju hans, er hann sló fyrir sjúkan sambýlismann sinn, og reyndist hún vera 1300 fer- faðmar eða um ein og hálf vallar- dagslátta. Var þetta á vel greið- færu túni, þó ekki sléttu. Einnig var hann ágætur sauðfjárhirðir, vildi á vetrum helzt fylgja fé sínu í haga og út. — Jónasi var heimili sitt einkar kært og vildi helzt ekki að heiman fara, nema brýna nauð- syn bæri til. Þetta kom þó ekki til af ómannblendni eða fálæti í garð annarra manna. Hann var glaður og reifur í máli við alla og vildi fylgjast vel með því sem gerðist. „Jónas glaður sífellt sést“, stóð í bæjarímu, sem kveðin var fyrir nokkrum árum. Líkt var því farið með opinber störf, sem honum voru falin, svo sem forðagæzlu og hreppsnefndar- störf. Hann vildi ekki hafa þau á hendi lengur en lögskylt var; til þess, að ég hygg, að geta helgað heimilinu alla krafta sína óskerta. — Ég vil draga þennan þátt skap- gerðar Jónasar skýrt fram, þótt einhverjum kunni að finnast hann ekki mikilsverður. Það er vert að halda honum á lofti nú, þegar heimilisrækni virðist þverrandi með þjóðinni (kannske fyrir breyttar aðstæður), og á það ef til vill meiri þátt í ýmsu, sem mið ur fer, en margur heldur. — Ég hefi um nokkurt skeið haft með höndum innheimtu á ýmsum gjöld- um í Auðkúluhreppi. Er mér bæði ljúft og skylt að votta, að þar kom hin sama reglusemi fram hjá þessum manni sem annars staðar. Oftast var hann langfyrstur að borga öll sín gjöld. Kvittanir fyrir gjöldum hans fengu oft að skarta lengi einar á blöðum hreppsbók- anna. Þetta blað í lífsbók hans er hreint eins og önnur. Hjá honum á enginn neitt. Það koma engar vanefndakröfur á hans dánarbú. — Mér finnst það táknrænt, að hann skyldi andast daginn áður en hann næði því aldurstakmarki að eiga rétt til ellilauna. Maðurinn, sem alltaf hafði fyrstur greitt gjöld sín til allra sjóða, þurfti ekki að endurheimta neitt úr þeim sér til handa. Þeir njóta ekki ávallt eld- anna, sem fyrstir kveikja þá. Með því að minnast orða meist- arans: „Leyfið börnunum að koma til mín,“ hér að framan, hafði ég tvennt , huga. í fyrsta lagi það, hve barngóður Jónas var. Öll börn, sem á heimili hans voru, hans eig- in og annarra, sem dvöldust þar um lengri eða skemmri tíma, hænd ust að honum og þótti innilega vænt um hann. Fósturbörnunum var hann ekki síður góður en sín- um eigin börnum. Annað, sem ég hafði í huga, var sjálfs hans líf allt eins og það hefir komið mér fyrir sjónir í langri kynningu. Nægjusemin, að una glaður við sitt fábreytta starf, sækjast ekki eftir neinu öðru en fá að lifa kyrr* látu lífi með ástvinum sínum á eig in heimili. Skilvísin og heiðarleik- inn, að skulda engum neitt. For- sjálnin og umhyggjan, að búa svo í haginn, að ekkert gæti raskað ró heimilisins, að svo miklu leyti, sem í hans valdi stóð. Þetta er að ýmsu leyti sambærilegt við barnið, sem saklaust leikur sér í sínum heimi, en hefir enn enga vitneskju um það, sem úti í veröldinni kann að bíða þess. Sé þetta ekki að lifa grandvöru lífi og eiga góðs að vænta við vistaskiptin, mun mörg- um veitast erfitt að greiða inn- gangseyrinn að hinu gullna hliði. „Hver er sinnar gæfu smiður", Okkur finnst þetta ekki alltaf sann mæli, en nokkuð mun þó vera satt í því. Gæfan er, held ég, ekkl annað en það, að geta tekið þvf, sem að höndum ber með þolin> mæði, gera sitt bezta til að láta það, sem miður fer, hvorki beygja sig né brjóta. Reyna alltaf að fá eitthvað gott út úr því, sem fram við mann kemur á lífsleiðinni. Hafi nokkur, sem ég þekki, verið sinnar gæfu smiður, þá er það Jónas Sigurðsson, og eiga orð min hér á undan að vitna til þess. Ég vil því segja: Jónas var regluleg- ur gæfumaður. Hann ólst upp hjá ástríkum foreldrum, sem bæði lifðu þar til hann var orðinn full- tíða maður. Hann kvæntist á- gætri konu, sem alla tíð var hans höfuðprýði. Og þótt hún ætti við mikla vanheilsu að stríða um langt skeið, þá sýndi hann henni því meiri umhyggju sem hún þurfti þess meira með. Og nú í sínum sjúkleika þessa hann aftur naut. Þá var henni gefinn styrkur til þess að geta verið honum 'allt í (Framhald á 9. síðu.) ,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.