Tíminn - 28.02.1957, Blaðsíða 4
T í MIN N, fimmtudaginn 2g. febrúar 1957.
I1 Það var heilmikið fjaðrafok á
Kastrup flugvelli. Pólflugsvél
SAS hafði fyrir skömmu lagt
upp áleiðis til Tókíó; flugvél frá
franska flugfélaginu Air France
var að lenda með eina stands-
perónu um borð: franska tízku-
kónginn Dior. Á flugvellinum
stóð móttökunefndin reiðubúin
með pípuhattinn í liendinni og
umhverfis hópaðist heill her-
skari af blaðamönnum, ljósmynd
urum og áhorfendum; allir
þurftu að líta þennan konung
kventízkunnar. Flugvélin lenti,
nefndin veifaði pípuhöttunum og
ljósmyndarar og kvikmyndarar
knúðu vélar sínar af fremsta
mætti: konungurinn var stiginn
tU jarðar.
— Eg hefi lengi hlakkað til að
koma aftur til Danmerkur, sagði
Dior við blaðamenn á flugvellin-
um. Eg hefi komið hér áður, en
það var fyrir tuttugu árum og þá
var ég rétt að byrja í tízkunni. . .
Eg var hér í heilar þrjár vikur og
fékk því nægan tíma til að kynn-
ast borginni og nágrenninu.
— Koma yðar hefir ekki vakið
jafn mikla athygli þá og nú? spyr
blaðamaðurinn.
— Nei, áreiðanlega ekki, segir
Dior brosandi. Þetta var ákaflega
ánægjuleg heimsókn . . . Fólk er
farið að safnast saman til að sjá
þennan merkilega mann sem Ijós-
myndararnir eiga svo annríkt við.
Það hafa verið skrifaðar heilar
bækur og langar, langar greinar
um það hversu feiminn tízkukóng-
urinn sé, bæði við allan almenn-
ing og þó einkum og sér í lagi við
blaðamenn. Samt ber hann sig vel
og karlmannlega, segir meira að
segja:
— Nei, þetta er hreinasta vit-
leysa, mér þykir mjög vænt um'
blaðamenn og hefi gaman af að
tala við þá .... bara ekki of marga
í einu. Það var glampandi sólskin
og kóngurinn — í svörtum frakka
og með fjármálahatt — skyggði
hönd fyrir augu og lét ljósmynda
sig af mestu þolinmæði. Það er
betra veður hér en í París, sagði
hann. Þetta er mesta indælis land
Tízknkóngur í Kaupmaimaköfn
Heimsókn eftir tuttugu ár —
vatnsglas á 1400 krónur danskar —
Tappatogari eSa frelsi — Ofrjáls
kéngur — En kannske bsSur frelsið
hans, þegar hann kemur heim á ný
Kóngurinn á Kastrup-flugvelli:
Betra veður en i París.
framleitt nýja tegund af ilmvatni
— Diorissimo. Blaðamennirnir
virtu fyrir sér — með hæfilegri
lotningu — stærstu flöskuna af
þessu ilmvatni, stóra og gullbúna,
enda kostar hún 1400 kr. danskar.
Það vill til, að ilmvatnið fæst einn
ig í minni ílátum, sem betur henta
smælingjunum í henni veröld.
Dior kvaðst hafa komið í nokkr-
ar danskar verksmiðjur í sam-
bandi við þessa ilmvatnsgerð; þær
væru betri en nokkrar aðrar, sem
hann hefði séð, sagði hann. Það
gerðist ekki einu sinni betra í
Ameríku. Og síðan rigndi gui!-
hömrunum um Norðurlönd og
menningu þeirra. Blaðamennirnir
fengu einnig sinn skammt -— af
guilhömrum en engar upplýsingar
um væntanlegar tízkunýjungar.
TAPPATOGARALÍNA
OG FRELSI.
— Tappatogaralína, sagði Dior
iteinhissa, þegar hann var spurð-
ur um síðustu tízku sína. Hann
hafði aldrei nefnt tappatogara á
nafn og Skildi sízt hvað fólk væri
að fara með svoleiðis snakk. Nei,
hin nýja lína hans var lína frjáls-
ræðis; hatturinn má vera aftur í
hnakka og nýju kjólarnir hans
eiga að vera víðir eða þröngir,
itúttir eða síðir eftir því sem liver
vill. Frelsi er hið eina sanna slag-
urð. Og herópið er: Lifi.frelsið —
og Dior, sem hefir komið þessu
illu svona haganlega fyrir.
Þegar blaðamannasamkomunni
lauk tóku við nýjar veizlur; Kon-
ungurinn þurfti að hitta smá-
kónga tízkunnar í Danaveldi, hann
þurfti að tala við þennan, heilsa
hinum og láta kynna !sig fyrir
þessum. Hann laumaðist til að
júpa glas af dönskum bjór rnilli
atriðá, hafði ekkert ráðrúm til að
njóta kampavínsins með gestum
sínum. Þannig líður tími hans í
ferðinni, hann fær aldrei um
frjálst höfuð strokið þótt slagorð
hans sé nú frelsi — en ekki tappa-
togari . . . En kannske bíður frels-
ið hans þegar hann kemur aftur
heim til Parísar og getur farið að
hugsa upp ný tízkutilbrigði, hvort
sem það verður nú frelsi eða ó-
frelsi, tappatogari eða tappinn
sjálfur.
Drómi - nýtt sótthreinsunarefni, sem
gefst vel, framleitt á Selfossi
Frá fréttaritara Tímans á Selfossi.
Diorissimo
Dior kom __ við sjötta mann til
Danmerkur. í för með honum voru
meðal annars hægri hönd hans
Mme Zenecker, sem hefir starfað
í tízkuhúsi hans frá fyrstu tíð og
forstjórinn fyrir ilmvatnagerð Di-
ors, Serge Heftler-Louiche, farinn
að grána í vöngum og brosti breitt.
Allur hópurinn ók til Hotel d’
Angleterre þar sem kóngurinn á
að búa meðan á dvöl hans í Kaup-
mannahöfn stendur. Því miður var
ekki hægt að fá honum þjóðhöfð-
ingjaíbúð hótelsins, hún var frá-
tekin handa japönskum prinsi,
sem væntanlegur var frá Tokyo og
tízkukóngurinn fékk aðeins hið
næstbezta. Og nú tóku við veizlur
og skemmtiferðir, öllum tíma Di-
ors í Kaupmannahöfn var ráðstaf-
að fyrirfram nema hvað hann
hafði áskilið sér nokkurra klukku-
stunda frí til að Líta í fornsölur,
hann safnar nefnilega listmunum.
Það kom greinilega fram á fundi
þeim, sem Dior átti með blaða-
mönnum, að frægðin er honum til
nokkurrar byrði. Hann reynir
aldrei til þess að gera sjálfan sig
að miðpunkti en þolir allt, sem
verður yfir hann að ganga með
góðlátlegu brosi. Þessi hlédrægni
bans kemur amerísku kvenfólki til
að faðma hann og kyssa í hrifn-
ingu sinni þegar þær hafa verið
Við Dior-sýningu. Og hann lítur
alltaf út eins og hann búizt við
hinu versta.... Það kom upp úr
kafinu að orsökin til heimsóknar
Diors var sú að ilmvatnssérfræð-
ingurinn Heftler Louiche hafði
Á Selfossi hefir verið hafin framleiðsla á nýju sótthreins-
unarefni. Það er lögur, sem apótekið framleiðir undir nafn-
inu Drómi.
Drómi er ætlaður til sótthreins-
unar í heimahúsum, á sjúkrahús-
um, í iðnaði við matvælafram-
leiðslu, og annars staðar, þar sem
mikils hreinlætis er þörf.
Rannsóknir virðast hafa leitt í
ljós, að lögur þessi er ákjósan-
legt sótthreinsunarefni, nokkur
grömm af honum nægja í lítra af
vatni til að fá nægilega sterkan
sótthreinsunarlög, og slíkur lög-
ur er algjörlega skaðlaus og einn-
ig lyktarlaus og litlaus og svíður
ekkert undan honum.
íslendingar í veizíu
hjá brezka utan-
ríkisráðuneytinu
The Times í London skýrir frá
því, að fjórum íslendingum, sem
eru í Englandi í boði brezka utan-
rfkisráðuheytisins, hafi verið hald
ið samsæti í London 21. febrúar
síðastliðinn. Samkvæmið sátu auk
íslendinganna fjögurra, sendiherra
íslands í London, fulltrúar íslend
ingafélagsins á staðnum, brezkir
þingmenn og fulltrúar ýmissa sam
taka, þar á meðal brezku verka-
lýðsfélaganna. íslendingarnir eru
Gunnar G. Schram, Helgi Tryggva-
son, Óskar Hallgrímsson og Stefán
Gunnlaugsson.
I Mjólkurbú Flóamanna hefir not-
'að Drómann í rúrpt ár og notar
nú ekki annan sótthreinsunarlög.
Hráefnin eru flutt inn frá Banda
ríkjunum, þar sem sams konar
i sótthreinsunarefni og Drómi hafa
1 náð miklum vinsældum og mik-
I illi útbreiðslu.
j Svipuð sótthreinsunarefni hafa
I ekki verið framleidd hér áður
j heldur hafa þau verið flutt inn
. fullunnin, en með Drómanum má
1 spara gjaldeyri og auk þess er
hann seldur miklum mun ódýrari
en sambærileg útlend sótthreins-
unarefni.
Þessi iðnaður hér á Selfossi hef-
ir fært töluverða atvinnu og er
þess að vænta, að sú þróun haldi
áfram. Á. G.
Verður Anna Borg kjör
in form. Fél. danskra
leikara?
Kosning á formanni Félags
danskra leikara stendur fyrir dyr-
um. Hefir verið rætt um það í
dönskum blöðum hver muni hljóta
kosningu sem formaður. Þrír leik-
arar hafa einkum verið nefndir
sem væntanlegir formenn, Per
Buckhoj, Thyge Thygesen og
Anna Borg. í þessu sambandi hef-
ir því verið haldið fram að Anna
Ungversku knattspyrnumennirnir:
Puskas vill leika með
Real Madrid á Spáni
VÍNARBORG, sunnudag. — Níu af kunnustu knattspyrnumönnum
ungverska liðsins Honved hafa nú endanlega ákveðið að snúa ekki
heim aftur til Ungverjalantís. Fararstjóri liðsins, Emil Oeserreicher,
ræddi við leikmennina í dag, sem eru staddir í Vínarborg, til að fá
hið alvarlega mál útkljáð.
Ilinir níu leikmenn eru
Ferenc Puskas, Joszef Grosics,
Sandor Kocsis, Karoly Sandor,
Ferenc Szuska, Mihail Langtos,
Garam Voelgyi, Szolnok og
Szabo.
Leikmennirnir voru allir á einu
máli með það að snúa ekki heim
aftur, og eru ákveðnir í því að
fá að leika með vestur-evrópskum
eða suður-amerískum liðum. Nán
ustu skyldmenni þessara manna
eru nú annað hvort í Austurríki
eða Ítalíu.
ÁTTA LEIKMENN f PARÍS.
Átta leikmenn Honveds-liðsins
eru nú staddir í París, en þeir eru
nýkomnir þangað frá Caracas í
Venezuela. Það eru Joszef Bozsis,
Rakosi, Dudas, Banyai, Kotasz,
Budai, Fargo Doeroecik og þjálf
ari liðsins Jenoe Kalmar. Af þess
um leikmönnum hafa þrír ákveðið
að fara heim, þeir Rakosi, Dudas
og Banyai, þar sem fjölskyldur
þeirra eru enn í Ungverjalandi.
Þá má -fastlega reikna með, að
þingmaðurinn Bozsis snúi heim
aftur. Hinir hafa cnnþá ekki tek
ið neina ákvörðun.
MEGA EKKI LEIKA MEÐ
ERLENDUM LIÐUM
FVRIR ÁRAMÓT.
Samkvæmt ákvörðun Alþjóða-
knattspyrnusambandsins, FIFA,
mega ungversku knattspyrnu-
mennirnir ekki leika með erlend-
um liðum fyrir áramót. Honved
lék síðasta „opinbera“ leik sinn
gegn spánska liðinu Bilbao í
Evrópukeppninni (þess má geta,
að Bilbao sló Honved út, en síðan
hefir enska liðið Manch Utd. sleg
ið Bilbao út), hinn 20. desember.
Eftir þann leik kom tilkynning
frá ungverska knattspyrnusam-
bandinu um það, að liðið hefði
verið leyst upp, og það leikbann,
sem þá var sett .á ungversku leik-
mennina, rennur út 20. desember
í ár. Eftir þanh tíma geta þeir að
eigin vild ákveðið með hvaða lið-
um þeir leika.
PUSKAS TIL SPÁNAR.
Þeir leikmenn, sem hafa ákveðið
að fara ekki heim, eru þegar komn
ir í sambönd við fræg knattspyrnu
lið. Aðeins einn þeirra, Szoltan
Czibor, hefir þegar undirritað
samning. Hann er nú þjálfari og
leikmaður hjá ítalska liðinu Roma.
Markmaðurinn Joszef Grosics,
sem oft hefir verið hnepptur í
fangelsi í heimalandi sínu, hefir
helzt hug é því að leika með
brazilíska liðinu Flamengo og
hinn markmaður liðsins mun einn
ig fara til Suður-Ameríku.
Aðalstjarna liðsins, fyrirlið-
inn Puskas, hefir helzt í huga
að ieika með spánska llðinu
Real Madrid, sem sigraði í
Evrópukeppninni í fvrra. Ef
ekki verður af samningnum
milli hans og Spánverja, mun
hann ieika með Milan-liðinu
Inter.
Langtos og Szolnok eru í samn
ingum við þýzk lið, og hinn frá-
Ferene Puskas
bæri ieikmaður Koscic mun leika
með Milan. Sandor mun fylgja í
fótspor Puskasar og leika með
Real Madrid.
Kurt Nielsen ame-
rískur meistari í
tennis
Á sunnudáginn várð Dáninn
Kurt Nielsen sigurvegari í einliöa
leik á jaméríska meistaramötinu
í tennis. Sigraði hann Bandaríkja
manninn Herb Flem í úrslitaleik
með 4:6, 6:1, 6:4 og 6:4. Lék Dan-
inn mjög vel og var mun betri en
Flem, þótt hann tapaði fyrsta
settinu.
Íþróttaíélag M. A.
minnist 20 ára
afmælis
Frá fréttaritara Tímans
á Akureyri.
Síðastiiðinn laugardag minntist
Iþróttafél. Menntaskólans á Akur-
eyri 20 ára afmælis félagsins. —
Áður en félagið var stofnað hafði
bæði verið glímufélag og knatt-
spyrnufélag starfandi í skólanum,
en síðan breytt í alhliða íþrótta-
félag. Félagið hefir lagt stund á
fjölmargar greinar íþrótta og átt
íslandsmeistara i mörgum. Fyrsti
formaður félagsins var Jóhann G.
Möller, Siglufirði.
Við afmælishátíðahöldin var
Hermanni Stefánssyni þökkuð
slarfsemi hans í þágu félagsins frá
því hann hóf kennslustörf. Vil-
hjálmur Einarsson flutti ávarp, en
á námsárum sínum var hann for-
maður íþróUaíélagsins. Afhent
var gjóf fra iþróUabandalag'i Akur
eyrar í minningarsjóð Þorsteins
Halldórssonar, nema í memita-
skólanum.
Borg hafi verið í félaginu frá
stofnun þess og þá til að stuðla
að kosningu hennar. Hins vegar er
þess getið, að félagið hafi haldið
hátíðlegt fimmtíu ára afmæli sitt
fyrir einum tveimur árum og á
það bent, að einhvers staðar beri
ekki saman í útreikningunum.
Þá fór fram verðlaunaafhend-
ing fyrir knattspyrnu og skíða-
göngu. Síðan flutti skólameistari,
Þórarinn Björnsson, ræðu, þar
sem hann þakkaði félagsmönnum
óeigingjarnt starf og jafnframt
ágæta samvinnu. Á eftir var stig-
inn dans í hátíðasal skólans.