Tíminn - 06.03.1957, Blaðsíða 5
T í IVIINN, miðvikudaginn 6. marz 1957.
5
r
Ragiiar Asgeirsson
Orðið er frjálst.
VIÐ SÖGULOK
FÁRRA BÓKA eftir hinn ágæta
skáldsagnarhöfund okkar Halldór
Laxness hefir verið beðið með jafn
mikilli eftirvæntingu og sögunn-
ar „Gerplu“. Kemur það fyrst og
fremst til af því að ritsnilld höf-
undarins er flestum kunn og af
öllum viðurkennd og ekki síður af 1
því að ís'lendingasögurnar hafa
lengi verið mesta stolt íslenzku
þjóðarinnar og vegna þeirra skip I
um við virðulegan sess á sviði
heimsbókmenntanna.
Eg held líka að éngiii bók eftir
Halldór Laxness hafi verið auglýst
eins mikið fyrir fram eins og
Gerpla. Menn biðu útkomu hennar
með óþreyju. Þess var getið að höf
undirinn hefði haft hana árum
sarnan í smíðum, lagt meiri vinnu
í hana en nokkurt annað ritverk
sitt og ótvírætt gefið í skyn í aug-
lýsingum að hér ætti þjóðin von
á einhverju mesta snilldarverki;
sínu.
Og svo rann sá mikli dagur upp
að Gerpla kom út, þykk bók í fal-
legu bandi sem kostaði 175 krón-
ur og myndu fáir trega þá upp-
hæð eftir ef um snilldarverk væri
að ræða. En hvað s'keður? Síðan
má heita að hljótt hafi verið um
bókina. Hlutlausir gagnrýnendur
hafa ekki um hana skrifað. Ég met
lítils það sem pólitískir skoðana-
bræður höfundarins hafa um hana
skrifað í flokksblaðið og enn
minna það sem þar hefir birt verið
um bókiha undir dulnefni. Lærðir
menn á svið; fornrita hafa mér vit
anlega ekki látið álit sitt í ljós um
Gerplu og ekki er mér kunnugt
um að aðrir dómbærir menn en j
Helgi bóndi Haraldsson á Hrafn- j
kelsstöðum hafi um hana skrifað
og var dómur hans harður. Var
því auðvitað andmælt, undir dul-
nefni í Þjóðviljanum, að „bóndi |
austan úr sveit“ leyfði sér slí'ka
dómfellingu. Sú var þó tíðin fyrr
að bændur á íslandi unnu að rit-,
störfum og báru skyn á bókmennt-
ir og sem betur fer eimir eftir af
því enn. Meðal annars hjá Helga
bónda Haraidssyni, því ekki held
ég að ég þekki neinn fslending
meðal óskólagenginna manna, sem
stendur honum jafnfætis hvað j
þekkingu á okkar fornu bókmennt- j
um snertir.
Eg er einn af þeim sem eign-i
uðust Gerplu undir eins og hún1
kom út og ég hóf strax lesturinn
og hugði gott til. En mér varð lest |
urinn fljótt erfiður, bæði vegna
efnis og máls. Mér fannst ég varlaj
hitta þar fyrir persónur sem vinn- j
ingur var að kynnast, málið
strembið og tilgerðarlegt, harla ó-1
líkt því sem við höfum áður átt að
venjast úr penna þessa fræga höf-
undar. Eg lauk lestrinum sam-
vizkusarolega, með sæmilegum
hvíldum, fór svo með Gerplu nið-
ur í kjallara og setti hana þar á
hillu við hliðina á „Prestasögum"
Óskars Clausens, með sögunni
um prertinn sem pissaði í kjöt-
soðið til þess að gera það ónothæft
til drykkjar fátæklingum, sem
höfðu beðið hann um það til að
stilla sárasta sultinn. Þar fannst
mér að þessir „brunnmígar" og
„kúdrekkar“ Halldórs Laxness
ættu heima og væru í réttum sel-
skap. Er mér það enn fullkomin
ráðgáta hvaða tilgang Halldór Lax
ness hefir með því að bjóða okk-
ur íslendingum svo misheppnaða
skopstælingu á okkar beztu og
frægustu bókmenntum. Allt of
sjaldan bregður stíltöfrum og
snilld höfundarins fyrir í þessu
ritverki hans og hafi þetta verið
margra ára verk að skrifa þetta
saman, virðist mér þeim tíma hafa
verið illa varið. Listgildi verka
fer oft engan veginn eftir því hve
lengi listamaðurinn vinnur að
þeim og virðist mér Gerpla vera
enn ein sönnun þess.
Flestir kannast við söguna af
Þingeyingnum sem hafði lifað sig
svo mjög inn í hinar gömlu sögur
okkar að hann var að reyna að
tala hið forna mái, en það kom
skringilega út. Þegar hann vantaði
axlabönd géklf hann inn í búð á
Húsavík og spurði: „Hvárt hefið
þér megingjarðar eður ei?: Búðar-
maðurinn skildi hann ekki. Það er
rétt eins og Halldór Laxness hafi
tekið sér þennan sérvitring til fyr
irmyndar í Gerplu. Torskilin orð
eru sótt langt aftur í tímann og
fjöldi lesanda skilja þau ekki bet-
ur en búðarmaðurinn Þingeyinginn
nenna svo ekki að halda lestrinum
áfram og leggja bókina frá sér.
Svo leið tíminn og lítið var um
Gerplu skrifað og enn minna um
hana talað. Bókinni var stillt út í
glugga hjá öllum bókselum. Auð-
sjáanlega nóg til af upplaginu. —
í millitíð voru svo höfundinum
veitt bókmenntaverðlaun Nóbels
og mun sú viðurkenning á höfundi
og íslenzkum bókmenntum hafa
glatt hvern íslending, enda þótt
réttlátara hefði vafalaust verið að
skipta verðlaununum milli tveggja
íslenzkra höfunda.
Geta má til þess að bæði höf-
undi og forleggjara hafi þótt við-
tokur þær sem Gerpla fékk hjá
íslendirtgum í kaldara lagi. Eh
þeir voru ekki á því að gefast upp.
Ný útgáfa af Gerplu var prentuð
til þess að hvert mannsbarn skyldi
geta leyft sér að eignast haná.
kostaði sú útgáfa aðeins 20 krón-
ur og fylgdu þó nú skýringar á tor
skildum orðum fyrstu útgáfunnar.
Um þessa úigáfu hefir líka verið
þagað fullri þögn af hálfu gagn-
rýnanda, en í bókabúðum má sjá
hlaða af henni, en hve mikið hefir
selzt veit ég ekki og ekki hefi ég
heyrt um þessa útgáfu talað. Ekki
anna varð að athlægi fyrir eyrum
allrar þjóðarinnar. Vel til fundið
hjá útvarpsráði og bráðfyndið að 1
láta Grettlu gömlu gera út af við
Gerplu.
Það má ef til vill segja að j
Gerpla sé bók um skort á hetju-
lund og um dáðleysi manna og sé
vel heppnuð sem slík, algjörlega
neikvætt verk. En þá er illa gert
að nota til þess alkunnar sígildar
persónur úr gömlum meistaraverk
um. Það er ekki frumlegt, í stað
þess að höfundurinn skapi slíkar
persónur sjálfur. Það þarf ekki að
fara aftur í aldir til að sanna það.
Rússnesku hermennirnir, sem aka
í skotheldum skriðdrekum um göt
ur borganna í Ungverjalandi og
beina þaðan kjöftum fallbyssn-
anna að konum og börnum, eru
vissulega engar hetjur. Hetjulund
in er meiri hjá þeim sem ganga
uppréttir á móti múgmorðavélun-
um. Þetta veit Halldór Laxness
auðvitað jafnvel og ég, eða miklu
betur. En hví beinir hann ekki
beittum geiri, — sínum góða
hvassa penna — í þessa átt, að
vandamálum veraldarinnar nú? —
Skortir hann til þess hetjulund?
Eg veit það ekki. Það er vitaskuld
miklu áhættuminna að draga Þor-
móð Kolbrúnarskáld og Þorgeir
Hávarsson upp úr dysjum þeirra,
það kemur við færri nú, níu hundr
uð árum eftir að þeir lifðu hér úti
á hala veraldar, heldur en að
ganga í berhögg við einvaldsherra
sem uppi eru á okkar dögum. Og
Verðhækkmi á þorskalýsi í Ea^da-
ríkjunum — Framboð fúllnæm ekki
eftirspura - Togaraeiga Belgiiimaimá
Myglulyf jatiiraunir í Bretlaadi.
skorti þó viðleitnina til að halda , eiginlega eru þessir vesalings
henni að þjóðinni. | „kúdrekkar og brunnmigar“ sem
TT T , c. „ ..'Halldór Laxness leikur svo hart í
, .... * u * ~ * Gerplu sinm hremustu sakleysingj
verksípiutvarpioggertþaðmeð !r mieinleysismenn borið sam-
svo mtklum agætum að hvert, afi yig þá yesali sem stjórnuðu
« ,lagt ert - * morsvélunum í haust fyrir hönd
Það blaut þvi að koma að þvi að! ,irra Krúséffs Búlganins
Rikisútvarpið mæltist til þess viðjÞE hlusfaði Jki svo nákvæm.
Nobdsveröiaunaskaldið að hann , . Q lu upplesturinn j út.
fiytt1 eitthvert verka sinna þar og!ya l ag & bæri hann saman vig
auðvitað hlytur sikur maður aoiUM . , .... ,
.. /. . ...r ^ ...» tbokina sjalfa. En þegar hofundur
raða yali efmsrns; sjalfur Ofi: hof-, . g k hula dæmalau,u
undurinn velur Gerp u til flutn- ^ sem hann u ÓIafi hel,Ta
mgs, þvi þarna er tækifæn til að ;. munn fyrir orru,stuna 4 stMa.
komahennimn a hver temasta gtag fa f mér ekki upplesturinn
keiríul1 1 laaAdlnU- Nu skfyldl smlðs- algjörlega samhljóða hinu prent-
hoggÆ rekið a og agæti verksms aða máu eins mig minnti að
sannað ollum landslyð. það væri f útgáfunni segir ólafur
Og lestur Gerplu í útvarpmu, lí0nungur við liðsmenn sína að ef
hefst. En hvað skeður? Það er j þeir sjai brunn „migið í hann“, —
eins og höfundur nái hvergi sömu j en höfundur las — „brunn spillið
tökum á efninu, eins og þegar | honum“. Bragð er að þegar höf-
hann las sínar fyrri sögur á þess- ] undur finnur hvað ósæmilegt er í
um vettvangi. Flutningur höfund-
ar á sögunni, á þessu máli sem
engir menn hafa nokkurn tíma tal-
að varð daufur og tilgerðarlegur
og fjöldi fólks gafst fljótt upp á
að hlusta og fylgjast með, enda er
það að vonum, þar sem efnið er
þannig að þetta er raunverulega
saga um eintóma aumingja og vesa
linga sem ganga um mígandi í
vatnsból heiinilanna eða sjúgandi
beljur í haganum þar sem þeir
flækjast um í algerðu tilgangs-
leysi, hvort heldur er vestur við
Djúp eða á Grænlandi eða í Nor-
egi á Stiklastað. Eg lít á þessa bók
bók sinni og vill draga úr því og
milda, en til Nóbelsverðlaunahöf-
undar ætti að mega gera þá kröfu
að hann fyndi það áður en bókin
fer í prentunina.
Þá hefi ég gert hér grein fyrir
skoðun minni á þessu verki hins
fræga höfundar og að ég álít það
lítils eða einskis virði fyrir okkur
íslendinga. Og enn bíður þjóðin
þess að heiðarlegir gagnrýnendur
bókmennta segi álit sitt á Gerplu.
Þó er máske ekki lengur eins að-
kallandi að þeir inni þessa skyldu
af hendi, svona löngu eftir útkomu
bókarinnar, því margir eru nú
sem freklega móðgun við íslenzka. orðnir þeirra skoðunar að höfund
þjóð. Er þó enn verra að hún er urinn sjálfur hafi greitt þessu ást
það líka við þá þjóð sem okkur er fóstri sínu rothöggið með flutn-
skyldust, Norðmenn. Meðferð höf-
undarins á þjóðardýrlingi Norð-
manna Ólafi helga er nieð fádæm-
um stráksleg — og er það undar-
legt að slíkt skuli henda jafn fág-
aðan og kurteisan mann eins og
Halldór Laxness er í persónulegri
umgengni. Auðvitað hlýtur Gerpla
að verða þýdd á norsku eins og önn
ur verk Nóbelsverðlaunaská'ldsins.
Verður fróðlegt að heyra dóm
norskra gagnrýnenda um hana.
Flutningur höfundarins á Gerplu
ingi þess í Rikisútvarpinu.
27. 2. 1957.
Ragnar Ásgeirsson.
Úr píanókassa
Hugkvæmur náungi, sem átti
gamalt píanó í fallegum kassa, en
í útvarpinu gat ekki bjargað sem var orðið lélegt hljóðfæri, lét
henni. Þessi skopstæling á íslend-. talca píanókassann í sundur, og
ingasögunum náði ekki tökum á'búa til eftirtalda hluti úr honum.
hlustendum. Utvarpsrað'.ð okkar |
fær sjaldan lof í eyra, en oftar
í „FISH TRADES Gazette“ er ný-j
lega eftirfarandi fréttagrein: A,me-
rískir bændur hrópa nú hástöfumj
á meira þorskalýsi til þess að j
tryggja búfé sínu nægilegt A- og!
B-vítamín. Og verðlag á því tak-
markaða magni, sem á markaðin-
um er, hefir stigið um 20% á ein-
um mánuði og horfur eru á að það
stígi enn um 20% á fyrstu mánuð-
um þessa árs. Talið er að 40% af
heildar A-vítamínmagni því, sem
notað er í allar fóðurbætisvörur í
Bandaríkjunum, sé þorskalýsi eða
annað fisklýsi og ameríska tímarit
ið „Feedstuffs" segir, að upp á síð
kastið hafi verið horfið frá gerfi-,
efnum til náttúruefna í vítamín-
blöndunni. Ástæðan er sennilega
sú, að hinar svonefndu „high-en-
ergy“ fóðurvörur hafa mjög rutt
sér til rúms, en þær eiga að vera
fljótverkandi og innihalda sérstak-
lega mikið af fitu. Þorskalýsi er í
senn auðugt af hinum réttu efnum
og að auki auðmeltanlegt og auk
þess sérlega rikt af A- og B-víta-
mínum. I
Þá veldur það nokkru um, að
amerískar smjörlíkisverksmiðjur j
kaupa nú meira af þorskalýsi en;
áður, en samtímis hefir gengið erf- j
iðlegar að fá lýsi frá Japan og
nokkrum Evrópulöndum.
í tímaritinu „Feedstuff“ segir
m. a. á þessa leið: „Áhrifin á verð
lagsmyndunina eru þegar augljós.
Fullunnið lýsi, til nota í fóður-
vöruiðnaðinum hefir þegar hælckað
um 20% og mun sennilega enn
hækka um 15—20%“. í framhaldi
af þessu er því haldið fram, að til
staðar sé nú þegar bil í milli eftir-
spurnar og framboðs, er nemi 10
—12%.
í Hull í Bretlandi er stærsta lifr
arbræðslustöð í Evrópu, „British
Cod Liver Oils“. Forstjóri þess fyr-
irtækis, G. E. Tunnecliffe, hefir
af tilefni þessarar þróunar vestan
hafs sagt, að Bretar muni gera sér
stakt átak til að selja lýsi vestur
til Ameríku, enda hafi þeir aflögu
lýsi frá venjulegum mörkuðum
einkum í samveldislöndunum. Og
hann telur lýsisútflutning geta
orðið álitlega dollaratekjugrein
fyrir Breta.
TOGARAR BELGÍUMANNA.
Belgíumenn hafa verið í hópi at
hafnasömustu landhelgisbrjóta hér
við land. Skip þeirra eru stórir og
hraðskreiðir togarar og hafa stund
um boðið upp á harðan eltingaleik.
Hve stór er þessi floti Belgíu-
manna? í nýlegu hefti af „Fiskeri-
bladet" er grein um fiskveiðar
Belgíumanna almennt, og þar í
þessar upplýsingar um togaraflota
þann, sem sækir á mið hér við
land:
Stóru togararnir, sem eru um
600 lestir, eru ekki nema 9 tals-
ins, en að auki eru togarar frá
220—342 lestir, og þeir eru 18.
Flest þessi skip eiga heima í Ost-
end. Þetta eru hraðskreið skip,
flest nýleg, útbúin öllum nýtizku
tækjum. Veiði þeirra á ári í norð-
lægum höfum er talin vera um 50
millj. króna virði. Skipin landa
afla sínum heima í Belgíu og eig-
endur þeirra hafa eindregið beitt
sér gegn innflutningi fisks frá öðr
um löndum. Hefir það tekizt að
jtal9verðu leyti, enda þótt togara-
! fiskur sá, sem þessir togarar koma
1 með úr langferðum sínum, sé ær-
ið oft orðinn léleg vara og miklu
1 verri en erlendur fiskur, sem völ
takanna sagði í blaðav'ðtal', að
tilraunir, sem '-íkið og • uzlunar-
fyrirtæki hefðu gert hefðu ; annað,
að aureomycinduít þac, , im nefnt
er ,,Acronize“ lengir ."eymsluþol
fisksins um 60 klst., ef bví er
blandað í ís, sem not iður er til
ísingar. Er talið að bessi nýjung
hafi sérstaklega mik ð . ■ ldi fyrir
togaraútgerðiná, vnkum begar
sótt er á íjarlæg mið og flvtja þarf
aflann langan veg á markað. Frá
því er skýrt, að Department of
Industrial and ScienUfic Research
hafi framkvæmt margar tilraunir
um borð í dísiltogarar.um „Sir
William Hardy“ og voru gerðar
tilraunir með 7 daga, 10 daga og
20 daga gamlan fisk. . Sá "'skur,
sem var ísaður með þeim ís, er
hafði verið blandaður með ofur-
litlu magni af aureomycin, geymd-
ist betur en fiskur í veniulegum
ís.“ Útgerðarfyrirtæki í Hull lét
líka fram fara tilraunir um borð í
togara, og lofuðu þær mi'ig góðu.
Til þess að taka þessa aðferð upp
þarf leyfi hedbrigðisyf’rvalda, en
í Kanada er aðferð'n þeear í notk
un og ætlað er að bandarísk stjörn
arvöld heimili hana þ’.og begar.
Ýmis Suður-Ameríkuríki hafa líka
tekið hana upp.
Dánarriægyr
Nýlega er látinn Ólafur Guð-
mundsson á Hvammstanga, 77 árá
að aldri. Þegar hann varð 75 ára,
vanþakklæti. Eg veit ekki heldur
1 yfirhygginguna var settur botn,
handföng skrúfuð á hliðarnar og
hvort það var af ásettu ráði gert, I fætur undir hornin svo úr varð
að útvarpsráð réði mann til að hin snotrasta kista. Bogadregna
flytja Grettissögu í Ríkisútvarpinu lokið ofan af nótunum var sagað
samhliða Gerplu. Var hún lesin i tvennt og notað sem hurðir á
þar tilgerðarlaust og án alls leik-1 bókaskáp og úr hliðargöflunum að
araskapar og mun hafa snortið í neðan voru búnir til fætur undir
hug og hjarta hvers manns er á isófaborð, sem klætt var máluðum
hlýddi, meðan skopstæling sagn-1 leirflísum.
MYGLULYFJATILRAUNIR
Á FISKI
Fish Trades Gazette skýrir ný-
lega frá því, að togaraeigendur í
Hull hafi sent formleg tilmæli til
Ministry of Agriculture and Fish-
eries and Food um leyfi til að
nota aureomycin til að auka
geymsluþol á fiski. Talsmaður sam
í júní 1954, birtist grein um hann
hér í blaðinu, og var þar nokkuð
skýrt xra ætt hans og æviferli.
Ólafur hafði verið búsettur á
Hvammstanga síðan 1915, og
gegndi hann þar ýmsum störfum,
en síðastliðin 22 ár var hann fast-
ur starfsmaður vjð Kaupfélag
Vestur-Húnvetninga. Öll þau störf,
er hann tók að sér, leysti hann af
höndum með sérstakri vandvirkni
og samvizkusemi, og ávann sér
traust og virðingu allra, er kynnt-
ust honum.
Jarðarför Ólafs heitins fer fram
í dag.
Skákeiiwígið
hefst í kvð&d
Skákeinvígi þeirra Friðriks Ól-
afssonar og Hermanns Pilniks
hefst í kvöld í Sjómannaskólan-
um klukkan átta. Tefldir verða
40 leikir á fimm túnum, þannig,
að hvor teflandi hefir tro og hálf-
an klukkutíma. — í þessari fyrstu
skák hefir Pilnik hvítt. Tefldar
verða sex skákir og ef þá er jafnt
tvær til viSbótar.
Á mánudagskvöld tefldi Pilnik
fjöltefli í Keflavík á 50 barðum.
Hann vann 41 skák, gerði fimm
jafntefli, en tapaði fjórum. Er
það mjög góður árangur hjá hon-
um.