Tíminn - 06.03.1957, Blaðsíða 9

Tíminn - 06.03.1957, Blaðsíða 9
T í MI NN, miðvikudaginn 6. marz 1957. 1l iniiiiiiniiiiiiiiiiiniiiiiimiiiiiiiniiiniiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiinimiiiiiiiiiiiiimiiiiiinuniiimiin Sendill óskast fyrir hádegi. Þarf að hafa hjól. Afgreiðs&a Tímanns sími 2323. iiiitinMitiuiiimiiiiiiimiiitimiiinniinniuuiiiiiiiiuiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiinnininiiiimiiB 87 — Þó svo væri þyrftum við ekki að yfirgefa þetta hús fyr ir fullt og allt ef þú óttast það. — Það gleður mig sannar lega. — En ég vona samt að þú sért ekki beinlínis andvíg því að við búum í Washington, sagði Joe brosandi. — Ekki ef það er á réttum stað, sagði Edith. — Fjórtán dögum síðar. North Frederick Street nr 10 — Hefurðu séð kvöldblað- ið? spurði Edith. — Hef ekki haft tíma til að líta í það ennþá. Er nokkuð sérstakt í því? — Það finnst þér sjálfsagt, sagði Edith. Að minnsta kosti finnst mér það. Það er á þriðju síðu. Joe leit fyrst yfir alla grein- ína; síðan las hann dálitla klausu upphátt: — „Flokkurinn er stoltur af frambjóðendalistanum sem hann leggur nú fyrir kjósendur í Gibbsville", sagði Slattery þingmaður. „Listinn sannar rækiiega að flokkur- inn hefur fallizt á áskoranir þeirra sem vilja fá nýtt blóð í stjórnmálabaráttuna. Fjórir ágætir borgarar koma nú fram á sjónarsvið stjórnmál- anna , fyrsta skipti. Og þegar kosningabará’ttan næsta ár fyrir borgarstjórakosningarn- ingarnar hefst munu enn frekari sönnur verða færðar á umbótavilja flokksins. Ég vona nefnilega að mér takizt að fá hinn kunna lögfræðing, mannvin og ágæta borgara í Gibbsville, Joseph B. Chapin, til að gefa kost á sér til em- bættisins . . .“ Og svo fram- vegis. — Vissir þú af þessu? spurði Edith. — Nei, svo sannarlega ekki, sagði Joe. Hvað skyldi hafa komið honum til þess arna? — Er þetta ekki kallað að svæla mann út úr greni sínu? — Jú, oe honum hlýtur að vera vel ljóst að mér geðjast alls ékki að þessu, sagði Joe. — Þá ættirðu að segja það við hann, sagði Edith. — Það ætla ég líka að gera, en fyrst verð ég að hugleiða hvað ég á að segja við hann. Ég held ég fari upp og fái mér bað fyrst. Hann lá í baðkerinu stund- arfjórðung eða svo. Síðan hringdi hann til Mike Slatt- ery. — Þér hafið sennilega bú- izt við þessari upphringingu, Mike; það er Joe Chapin. — Góða kvöldið, Joe. Eigið þér við greinina í kvöldút- gáfunni af Standard? — Já, ég á við greinina í Etandard, sagði Joe. — Hún hefur væntanlega fallið í góðan jarðveg, sagði Mike. L — í góðan jarðveg? Svo að þér haldið það. Ég held, Mike, að þér hljótið að vita að þér hafið gengið of langt. Ég hef engin afskipti af stjórnmál- um nema hvað ég á sæti í héraðsráðinu. Og yður hlaut að skiljast þegar ég afþakk- aði dómarastöðuna að ég ætl- aði mér ekki út í stjórnmál. — En ég hélt í raun og veru að þetta myndi gleðja yður, Joe. Mér gæti aldrei dottið í hug að gera neitt til að móðga yður; það vitið þér vel. Þér eruð of góður kunningi minn ' til þess og of mikilvægur mað j ur fyrir flokkinn. Það eina, sem ég gerði var að hugSa upp hátt — dreyma upphátt ef svo mætti segja. — Það hafa þá verið ópíumsdraumar, kæri Mike. Þér hafið ekki minnstu á- stæðu til að ætla að ég gefi kost á mér sem borgarstjóri. Ég áfþakkaði dómarastöðuna og þó var það tilboð mikill heiður; í mínum augum meiri i heiður en tilboð um borgar- I stj órastöðuna. — Mér þykir það leitt, Joe. Ég ætti víst að biðja Bob ‘ Hooker um að birta leiðrétt- ingu, en það kemur sér dálít- ið illa fyrir mig . . . — Þakk, allar leiðréttingar eru óþarfar. Ég gæti sjálfur fengið Bob Hookner til þess. Ég kýs frekar að málið verði látið falla í kyrrþey. En ég vona að þér ráðfærið yður við mig framvegis áður en þér nefnið nafn mitt í sambandi við opinber embætti. Og með- al annarra orða: mér væri kært að þér hringduð sjálfur til Arthurs og segðuð honum að þessi saga væri hreinasti uppspuni. Ég hef að vísu ekk ert heyrt frá honum ennþá en hann hefur áreiðanlega orðið steinundrandi ekki síður en ég. — Ég skal gera það um leið og við höfum lokið við að tala saman, sagði Mike. En samt sem áður vil ég ekki lofa yður einu, Joe . . . — Hvað er það? — Ég ætla ekki að hætta að reyna að fá yður út í stjórn- mál í einhverri mynd. Við þurfum á yður að halda. — Þakka yður fyrir; þetta er fallega mælt, en reynið þá að sannfæra mig og komið mér ekki að óvörum með nýj- um yfirlýsingum í Standard. — Þér eruð mér ekki reið- ur ,Joe? — Ekki alvarlega. Síðan kvöddust þeir. Edith hafði heyrt allt sem Joe sagði, og hún kinkaði kolli: — Þetta var ágætt, sagði hún. — Já, það var ágætt. Og veiztu hvers vegna? Það er vegna þess að nú get ég gert dálítið sem mig hefur lengi langað til að gera en ekki vit- að hvernig ég ætti að koma í kring. Ég fer sjálfur til Was hington til að athuga mögu- leikana á því að fá eitthvert embætti í þágu ríkisstjórnar- innar . . . Hann kveikti sér í sígarettu og hélt áfram: — Þessi hvað-hún-nú-heitir, sú sem skrifar samkvæmisdálk- inn, hringir hún alltaf . . . — Lydia Faunce Brown, sagði Edith. — Hringir hún alltaf til að biðja þig um efni? — Já, svona einu sinni í viku. ;— Alveg reglulega? — Já, eiginlega. Hún hring ir senniiega á morgun eða hinn daginn. Hvers vegna spyrðu að því? — Geturðu ekki látið þess getið — svona meðal annarra orða — þegar hún hringir næst, að hr. og frú Joseph B. Chapin ætli sér að dvelja einn eða tvo daga í Fíladelfiu, frúin til að verzla, maður hennar í viðskiptaerindum. — í Fíladelfiu? spurði Edith. — Það er áfangi á leiðinni til Washington — en við þurf um ekki að segja henni allt, sagði Joe. Ef Mike getur not- að Standard get *ég sannar- lega gert það líka. — Þú ert býsna útfarinn, Joe. — Þú þarft samt ekki að segja það í þessum undrunar tón. En það eru áreiðanlega til kraftar í mér sem þú þekk ir ekki einu sinni til, kæra Edith. — Og hvers vegna ætti ég þá ekki að verða undrandi? — Touché, sagði Joe. Joe lét það vitandi vits und ir höfuð leggjast að ákveða stefnumót við Pennsylvaníu- þingmanninn í Washington. — Þú gætir fengið þér göngu til að lita á kirsuberja trén í blóma, sagði hann við Edith. Á meðan heimsæki ég ljónið í bæli þess. — Kirsuberjatrén blómstra ekki á þessum tíma árs. — Ég vona samt að þing- maðurinn sé í fullum blóma. Hann fór til skrifstofu þing mannsins og fékk þar að vita að hann tæki aldrei á móti mönnum nema það hefði ver ið ákveðið með fyrirvara. Rit- ari hans var greindarle’g mið aldra kona og henni varð þegar ljóst að gesturinn var enginn venjulegur umsækj- andi eða kominn í kvabber- indum, heldur gerfilegur herra í klæðskerasaumuðum fötum. — Viljið þér vera svo góð að fara inn með nafnspjald- ið mitt? — Með ánægju; en ég er hrædd um að þingmaöurinn geti ekki tekið á móti yðui núna ,sagði hún. Hann rétti henni nafn- spjaldið sitt: Joseph Benjamín Chapin Gibbsville, Pennsylvania Hún leit rannsakandi á nafnspjaldið, síðan á hann — Ó, það er herra Chapin frá Lantenengo; er það ekki rétt? Nú geta allir lært íslenzka réttritun og málfræði heima |j hjá sér á bréfanámskeiði, sem hófst s. I. haust I 1 Tímaritinu SAMTÍÐENNI a Nýir áskrifendur fá seinasta árgang í kaupbæti, ef I: þeir senda árgjaldið 1957 (45 kr.) með pöntun. Þeir « geta því fvlgzt með íslenzkunámskeiði okkar frá bvrjun. || —• Samtíðin flytur auk þess: Ásíasögur, kynjasögur, :♦ skopsögur, vísnaþætti, viðtöl, bridgeþætti, skákþætti, II nýjustu dægurlögin, fjölbreytta kvennaþætti (tízkunýj- H ungar og hollráð), verðlaunagetraunir, gamanþætti, úr- || valsgreinar, ævisögur frægra manna o. m. fl. 10 hefti árlega fyrir aðeins 45 kr. Póstsendið í dag meðfylgjandi pöntun: || Ég undirrit.......óska að gerast áskrifandi að SAMTÍÐ- H INNI og sendi hér með árgjaldið fyrir 1957, 45 kr. H Nafn ............................................................................................ || Heimili ........................................................................................ j| Utanáskrift okkar er: SAMTÍÐIN, Pósthólf 472, Rvík. t* iiiiiiiimimiiiiiimiHiiiiimmiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiuiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiii miiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiimiiiii

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.