Tíminn - 06.03.1957, Blaðsíða 3

Tíminn - 06.03.1957, Blaðsíða 3
t í M I N N, miðvikudaginn 6. marz 1957. RIO DE JANEIRO -— KristslíkneskiS sg Sykurtoppurinn. Vigfús Guðmundsson Páo de Janeiro, 25. febr. 1957. Kæru vinir og velunnarar! Þá er nú komi'ð í hina marg- rómuðu Brasilíu. Ferðalagið hefir gengið vel. Frá Eng- landi og suður að Spáni, Portúgal og reyndar suður á móts við vesturströnd Afríku var sjóveður heldur leiðinlegt ,og margir voru talsvert mikið sjóveikir. En slíkt hafði lítil á- hrif á gamla Suðurnesja- og skútusjómanninn íslenzka. Þó er oftast betra að ferðast á sjó í góðu veðri heldur en slæmu. Eins og ýmsir kunningjar heima vissu, þá gat ég ekki fengið þar ferðaleyfi (visa) inn í nokkurt Suður-Ameríkuríkið. Treysti ég svo á að geta fengið þau í London, þvi þar hefir mér oftast gengið vel að fá ferðaleyfi inn í fjarlæg lönd í sendiráðum eða ■ konsúlötum hinna ýmsu ríkja, sem þar eru yf- irleitt. En þetta gekk erfiðlega núna. Fór ég í okkar sendiráð. Kristinn ekki heima. Hannes að- eins ókominn. Brynhildur og Ei- rikur gæðin sjálf, eins og venju- iega. Létu mig hafa vottorð frá sendiráðinu um að ég væri sæmi- legur náungi o. þ. hr, en meira gátu þau ekki að gert. 1 Loksins tókst mér þó að fá ferðaleyfi hjá brazilíska konsúlat- inu til Brazilíu og var það fyrir mestu. Ferðapistllar fyrr og nú. Ég varð þess talsvert var áður en óg fór að heiman, að ýmsir bjuggust við pistlum frá mér í Tímanum úr þessu ferðalagi mínu, svipuðum og ég hefi skrifað í hann í nokkrúm ferðum mínum úti í heimi á liðnum árum. Vil ég segja þeim, er þessa kynnu að óska eða vona, að ýmissa orsaka vegna mun verða litið um að Tíminn flytji slíka ferðapistla frá mér í þetta sinn. Þó varð ég mikið var við það við útgáfu ferðabókar minnar, Umhverfis jörðina, að fjöldi ágæts fólks um land allt hafði talið þessa ferðaþætti mína einhvers virði. Það sýndi þetta fólk í verki með viðtökunum á ferðabókinni. Ég tel mér því ljúft og skylt að gefa þessum samlöndum mínum tækifæri á einhvern hátt að ferð- ast með mér í anda um þennan heimshluta, sem ég er nú stadur í og íslendingar yfirleitt, held ég, eru fremur fáfróðir um. Þótt enn þá hafi ég ekki ákveðið á hvern hátt það verði. Mér finnst ég skilja ykkur svo vel, sem hafið sífellda útþrá og ferðalöngun, en hafið ekki tæki- færi til þess að svala þeim þrám. En fyrst ég er svo lánsamur að ferðast meira heldur en almennt gerist með ísl. alþýðu, finnst mér næstum skylda mín að bjóða ykk- ur með eftir því sem ég hefi þess kost. Enda er mér samíylgd góðra manna, þótt ekki sé nema í anda, mjög hugljúf. Hirði ég lítt þótt önnur tegund manna kalli ferðalög mín lúxusflakk o. þ. h. Þeir um það. Ferðalögin eru mitt „tóbak Og brennivín" .— og mín skóla- ganga, sem ég naut lítillar í æsku. „Námseyrir“ minn nýtur samt ekki fríðinda í undanþágu skatta til rík isins, né heldur er hann styrkur á sama hátt og fjöldi fólks nýtur heima, sem fer í „náms“-erindum út fyrir pollinn. Fréttirnar að heiman. Þegar ég fór að heiman voru þar aðalumræðuefnin: hvort yrði veru-| lega úr verkfalli flugmanna og þar j með hættu allar flugferðir íslend-l inga, og snjóþyngslin á vegunum.1 Hvernig úr hefir rætzt fréttist ein- hvern tíma út í fjarlægðina, vona ég. Einhvern veginmfylgir það til- finningunni á þessum tíma árs, þegar verið er suður í sól og sumri, að það sé þá kaldranalegt norður á íslandi. Þó rætist þar stundurn betur úr en ætlað er. Þannig var það t. d. í síðustu ferð minni suð- ur í heim. Þegar ég kom þá norð- ur á suð-austasta horn Evrópu (Istanbul), seint í marz — eftir að hafa verið afskorinn fréttum frá íslandi á ferðalaginu umhverf- is Afríku, — þá voru einu frétt- irnar, sem ég fékk frá íslandi, að þar hefði hvað eftir annað, þá ura veturinn, verið hlýjasti staðurir.n í Evrópu! Svona kemur fyrir að veðurfregnirnar séu góðar frá hólmanum okkar. En munurinn hlýtur alltaf að vera mikill þar og hér á suðurhlið jarðar. Og það fer svo langt, að hinn mikli hiti og sterka sólskin, sem hér er, verður helzta ömunin. einkum þeim, sem nýkomnir eru hingað frá Norðurvegum. Samt er nú notalegt að vera kominn einu sinni ennþá á suðurhlið hnattar- ins, og senn fer að hausta og þá minnkar hitinn. Annars er veðrið hér dásamlega fagurt og gott sem getur verið, þótt heldur sé heitt. Skafheiður himinn, en sólin ekki „í fullu suðri“, heldur lallar um hádegið frá heiðríku háhveli dá- lítið í hánorður. Eftir 10 daga ferð frá Kanaríeyjum. Sendi ég ykkur öllum mínar beztu kveðjur héðan frá hvann- grænum hlíðum og spegihléttum fjörðum, þar sem „fjallhnjúkarað- irnar rísa í kring sem risar á verði við sjóndeildarhring." Þótt lítið verði um ferðapistla, getur vel verið, að ég sendi vkkur kveðju mína frá þessu landi í Tím anum einhvern tíma seinna. Það var í dögun í morgun, að fjallhnjúkar Brazilíu risu úr hafi rétt fyrir ofan hina ljósbjörtu sandströnd meðfram sjónum. Eftir 10 daga ferð frá Kanaríeyjum sást loks tilbreytni fyrir augað fyrir utan öldu hafsins, sem á allri þeirri leið höfðu verið smávaxnar. Ekkert skip á leiðinni sjáanlegt, enginn fugl né flugvél. Aðeins ein- staka flugfiskar brugðu sér hér og hvar yfir öldur hafsins. Umhverfið hér í borg er indælt. En auðvitað er ég engu íarinn að kynnast hér ennþá af eigin raun. — Finnst ég þurfa að senda ykk- ur einu sinni ennþá kveðju mína úr fjarlægð á þessum degi í lífi mínu. Með beztu óskum, ykkar einl. Á Bandaríkjaþingi, sem saman kom í janúar s. 1., eiga 16 konur sæti. Ein þeirra er „senator“ og byrjaði 6 ára kjörtímabil í öldunga deildinni fyrir 2 árum. Hún er frú Margerethe Chase Smith. Hinar konurnar eru allar í fulltrúadeild- inni. Þar eru 435 þingmenn alls, og er kjörtímabil 2 ár. Af þessum 15 komu 2 fyrst á þing nú í jan- úar. Elzt kvennanna er frú Edilh Nourse Rogers, sem hefir setið á þingi samfleytt síðan 1925. Fyrsta konan fékk sæti á þingi Bandaríkj anna árið 1916 og hafa alls 63 konur setið á þingi síðan, þar af 9 í öldungadeildinni. Myndin er af frú Francis P. Bolton, sem nú er að hefja 10. árið sem fulltrúi á þinginu. Hún hefir tekið mjög virkan þátt-í mannúðarmálum og utanríkismálum, t. d. átt sæti 1 utanríkismálanefnd þingsins. í eldh usmu Svikinn héri: Vi kg. lifur, V4 kg. svínakjöt, kg. nautakjöt og ein sneið af reyktu fleski er hakk- að tvisvar sinnum. Saman við það er hrært: 1 eggi, 4 matsk. brauðmylsnu, 1 bolla mjólk, 1 stór íesk. kanill og svolítið salt og pipar. Kjötdeigið er mótað í hleif og látið í smurða skúffu. Ofan á eru lagðar mjóar ræmur af reyktu fleski. Steikt í ofni á 1 klukku- tíma, vætt nokkrum sinnum með mjólk. Borið fram með grænmeti. 1«. Appelsínusafi með frosnum rjóma: 1 dós (2 dl.) appelsínusafi er blandað með 6 dl. af vatni. % dl. vatn er hitað og í því er leyst upp % tesk. matarlímsduft, eða % blað af matarlími. í það er bætt 1 dl. af sykri og rifið hýði af Hmfsdælingar fá stóran og vandaSan vélbát? smíðaðan á ísafirði Frá fréttaritara Tímans á ísafirði. Um mánaðamótin janúar febrúar var sjósettur hér á ísa- firði nýr vélbátur frá skipasmíðastöð Marelíusar Bernharðs- sonar. Báturinn er úr eik en yfirbygging úr stáli. Teikningu gerði Eggert Lárus- son, ísafirði. í bátnum er 280 hest- afla Mannheim-vél og dýptarmælir með asdic-útbúnaði. IVIannaíbúðir eru mjög þægilega útbúnar og klæddar plastplötum. Báturinn hlaut nafnið Páll Páls- son, og er eigandi hans Ver h.f. Frú Frances P. Bolton — þingmaður í 10 ár — einni appelsínu. 3 dl. af rjóma þeyttir og bland- að útí, síðan íryst. Appelsínusafinn og vatnið láti® í skál eða könnu, rjómanum steypt útí (í bitum) og ausið upp i glös. ískaffi: j 1 1. vatn j 2 dl. malað kaffi 1 dl. sykur 1 dl. rjómi Vanilluís Lagað sterkt kaffi, kælt og syk» urinn hrærður í. Rjóminn þeyttur. Kaffinu hellt í glös, skeið af þeytt-. um rjóma og vanilluís bætt útí. Kryddað te: j 1 1. vatn j 1 stöng heill kanill 10 negulnaglar (% tesk. kardimommur) 3 matsk. te j rifið hýði og safi úr 1 sítrónu 1 dl. sykur ■' Kryddið er soðið í vatninu. Te> blöðin og sítrónuhýðið sett útí og Iátið trekkja 4—5 mínútur, síaðj sykurinn og sítrónusafinn hrærð- ur í. Borið fram vel heitt. i í Hnífsdal, en framkvæmdastjóri þess er Einar Steindórsson, odd- viti. Skipstjóri á bátnum er JóakinS Pálsson en vélstjóri Friðbjörn Frið björnsson. Þetta er þriðji báturinn í eign Hnífsdælinga, sem ber nafnið Páli Pálsson. Sá fyrsti var 12 lestir, og var hann seldur á stríðsárunum til Skagastrandar. Annar var 36 lestir, og var seldur nýju útgerðav félagi á ísafirði og heitir nú Már. Jóakim Pálsson hefir verið skip. stjóri á þessum bátum og hefir reynzt afburða fengsæll og dugleg-- ur. I-Inífsdælingar eiga nú ágætt fiskiðjuver, og er þar lifrar- bræðsla, hraðfrystihús og beina-* mjölsverksmiðja. Þaðan eru nú gerðir út tveir vélbátar, Mímir 45 lestir að stærð, og Páll Pálsson. Hnífsdælingar eru nú að undirbúa byggingu þriðja bátsins. GS. Pátsson, skipstjóri, j

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.