Tíminn - 07.03.1957, Blaðsíða 1

Tíminn - 07.03.1957, Blaðsíða 1
Fylgist með tímanum og Iesið TÍMANN. Áskriftarsímar 2323 81300. TÍMINN flytur mest og flölbreyttast almennt lesefnl. 41. árgangur Reykjavík, fimmtudaginn 7. marz 1957. í blaðinu 1 dag: Vettvangur æskunnar, bls. 4 og 5. Erlent yfirlit, bls. 6. Á ferð um Borgarfjörð eftir Vil- hjálm Einarsson, bls. 7. 55. blað. Forsætisráðherra svarar fyrirspurnum á Alþingi: r . •' Ríkisstjórnin undirbýr birtingu á skýrslum um efnahagsmálin Furðulegl csamræmi í málfluíningi Sjálf Siæ5ismanna. Kagfræðiprófessor þeirra bjó fií skýrslur, sem ekki mátti birta, en krefsf þess að skýrslur annarra sérfræð- Snjólagið á Heliisheiðarvegi athugað I inga séu birfar. Siálfsfæðismanna Allt „sfórskotalið“ þingi kom honum til bjálpar í nauðvörn á Alþingi í gær Álitsgerðir um efnahagsmál voru til umræðu í fyrirspurna- tíma á fundi sameinaðs Alþingis 1 gær. Hermann Jónasson, forsætisráðherra, svaraði fyrirspurn, sem fram var komin frá Ólafi Björnssyni, um birtingu álitsgerða hagfræðinga þeirra, sem ríkisstjórnin hafði fengið til að kanna ástandið í efna- hagsmálunum og gera tillögur til úrbóta. Forsætisráðherra sagði að til at- hugunar væri hjá ríkisstjórninni að birta ýmislegt úr skýrslum sér fræðinganna, það sem almenning varðar, enda ætti það fyllsta er- indi til almennings til kynningar í því ástandi í efnahagsmálum þjóð arinnar, sem ríkti, þegar núver- andi ríkisstjórn tók við. Skýrslur erlendu sérlræcS- inganna ekki til birtingar Varðandi skýrslu þá, sem hinir tveir erlendu sérfræðingar, sem fengnir voru á liðnu hausti sömdu og sendu ríkisstjórninni, sagði for- sætisráðherra, að þeir hefðu tekið fram, að sú skýrsla væri ætluð rík isstjórninni til afnota en ekki væri venja að birta slíkar skýrslur. Þessir sérfræðingar komu hing að samkvæmt ósk ríkisstjórnar- innar frá alþjóðasamtökum um efnahagsmál, sem íslendingar eru aðilar að. Sögðu þeir, að leita yrði eftir sérstakri heimild, ef birta ætti skýrslur þær, sem þeir sömdu. Nú hefði rikisstjórnin það til at- hugunar, hvort ekki sé rétt að leita heimildar til birtingar á þessum skýrslum og öðrum, sem íslenzkir sérfræðingar gerðu um ástandið ■í efnahagsmálunum. Forsætisráð- herra sagði, að í skýrslum hinna innlendu sérfræðinga væri athug- un á efnahagslífi þjóðarinnar, sem byggðist á rannsókn og kunnug- leika þeirra aðila, sem bezt þekkja til málanna. Þegar forsætisráðherra hafði gert grein fyrir málinu, stóðu Sjálfstæðisþingmenn upp hver á fætur öðrum og töldu ákaflega ilia farið að núverandi stjórn skyldi ekki hafa byrjað á því, að fengnu áliti hinna erlendu sérfræð inga, að dreifa út og birta álit þeirra, enda þótt fyrri ríkisstjórn- ir hafi ekki haft þann hátt á. Eink- um gekk þar fram fyrir skjöldu fyrirspyrjandinn, Ólafur Björns- son. Ósamræmi í málflutningi Forsætisráðherra flutti stutta svarræðu og benti á ósamræmið í málflutningi Sjálfstæðismanna. Á- stæðan fyrir því, að skýrslurnar hafa ekki verið birtar, er meðal annars sú, að ekki er fengið leyfi viðkomandi hagfræðinga, en án leyfis þeirra er óheimilt að birta skýrslurnar. Sagði forsætisráðherra, að það væri furðulegt, er Ólafur Björns- son hefði forgöngu um að krefj- ast þess af ríkisstjórninni, að birta slíkar álitsgerðir, en sjálf- ur hefði hann unnið að því að gera slíka skýrslu í tíð fyrrver- andi ríkisstjórna og þá verið bannað að birta skýrslurnar. Slík framkoma væri vægast sagt ein- kennileg. (Framhald 6 2. stBu Mikil hátíða- höld í Ghana Accra — 6. marz: Á miðnætti í nótt fór fram hátíðleg athöfn í Accra í tilefni af því, að nú hef ir Gullströndin öðlazt sjálfstæði I og heitir nú Ghana. Brezki fán inn var dreginn niður, en fáni Ghana að hún. í dag voru vegleg hátíðahöld í Accra og um gjörvallt landið. Ilertogaynjan af Kent flutti opn unarræðuna á fyrsta fundi þjóð þings Ghana og var henni lengi innilega fagnað. Flutti hún hinu nýja ríki beztu kveðjur Breta- drottningar og bað Ghana allrar blessunar.' Egyptar neita S. Þ. um leyfi til lokahreinsunar Súez-skurðar Ismailia-íiTB, 6. marz. Egypzk yfirvöld neituðu í dag björgunar- flota S. Þ. um leyfi að hefjast handa við að ryðja flakinu af skipinu Edgar Bonnet á brott úr Súez-skurði, en ásamt öðru er flakið af skipi þessu það síðasta sem eftir er að hreinsa. Skip þetta er hlaðið sprengiefni og segjast Egyptar muni sjálfir hreinsa þetta hættulega flak á brott. Yfirmaður björgunarflota S.Þ. Wheeler hershöfðingi var í dag beðinn um að láta álit í ljós á þeim ummælum Dulles utanrík- isráðherra Bandaríkjanna, að auð velt sé að hreinsa Súez-skurð inn an 10 daga. Wheeler kvaðst ekki hafa hugmynd um það hvaðan Dulles hafi fengið þessar upplýs- ingar. Sífelldir fundir í far- mannadeilunni Sáttasemjari sat á fundi með deiluaðilum í farmannadeilunni í alla fyrrinótt og lauk fundi án árangurs kl. 7 í gærmorgun. Klukkan 5 síðdegis í gær boðaði hann enn til fundar, og stóð sá fundur yfir í gærkveldi og var gert ráð fyrir næturfundi. Aðfarir Kadarsfjórnarinnar í Ungverjaiandi: Felur vopnin, en hefur síðan hús- rannsóknir og f jöldahandtökur Rússneskir hermenn og leynilögregla leppstjórn "elri h“knlr 08 h“d,5k arinnar halda vörð í verksmiðjum landsins Hellishoiði hefir veriS ófær langan tima, og allir flutningar að austan fariS um Krísuvikurveg. Það hefir ekki þótt fært enn að ráðast í að opna Hellis- heiðarveginn, þar sem veður eru ótrygg og snjó koma öðru hverju á heið- um. Vegagerð ríkisins hefir þau mál þó til ath'ugunar og fytgist með snjóa- lögunum þar. í fyrradag sendi hún verkstjóra og ýtur upp á heiði til aS rannsaka snjólagið. Er það mjög djúpt á veginum, víða á annan metr* og snjórinn allfastur fyrir. Myndin sýnir ýtu á Hellisheiði í fyrradag. Er hún að reyna fyrir sér um ruðninginn. Ekkert mun enn fastráðið, hvorf ráðizt verður í að ryðja veginn næstu daga. (Ljósm.: Leopold). Maður villist í Ávíkurdal LeitarleitSangur mætti honum á leií til byggía eftir fjögurra tíma villu, þar sem hann stefndi á ljósin í Trékyllisvík |i Trékyllisvík í gær. Guðmundur Jónsson, Reykjanesi, kom gangandi heimanað frá sér í gær hingað í Trékyllisvík að Finnbogastöðum með vistir í barnaskólann. Á leiðinni til baka villtist hann í Ávíkur-< dal en náði tii byggða um kvöldið og þá orðinn þjakaður eftir langa göngu í ófærð og norðan stórhríð. Leitarleiðangur var gerður út að huga að Guðmundi og mættu menn honum, er hann var á leið til bæja. Hafði hann séð ljós á bæjum í Tré* kyllisvík og tók stefnu á þau. Guðmundur lagði af stað heim til sín um fimmleytið. Þegar hann var ekki kominn í Reykjanes eftir þrjá tíma, en þangað er um klukkutíma gangur í góðu færi, var farið að undrast um hann. Höfðu menn fregnir af þessu { gegnum síma, sem hér er á hverj um bæ. Mikill viðbúnaSur til aí koma í veg fyrir nýja uppreisn klukkustunda húsrannsókn. Vínarborg — NTB 6. marz: Fregnir frá Budapest herma, að fyrir skömmu hafi vopnaðir lög- reglumenn ungversku leppstjórn arinnar hafið umfangsmikla hús rannsókn á stúdentagarði í Búda pest. Lögreglumennirnir koinu í þrem flutningabifreiðuin, uin- kringdu bygginguna og fluttu stúdenta þá er heima voru á brott, 25 að tölu, og handtóku aðra stúdenta um leið og þeir komu keirn. Síðan hófst margra LOGREGLAN FALDI SPRENGJURNAR. Talsmenn Kadar-stjórnarinnar fullyrtu síðar, að lögreglumennirn ir hefðu fundið nokkrar hand- sprengjur á stúdentagarðinum. Það er samt sem áður haft eftir góðum heimildum í stúdentahóp um í Budapest, að lögreglan sjálf hafi falið handsprengjur þessar á Garðinum til að fá þannig tylli- ástæðu til að framkvæma enn KADAR OTTAST NYJA UPPREISN. Það er almenn skoðun í Búda pest, að aðfarir þessar séu dæmi gerðar fyrir þá miklu hræsni, sem þjái Kadar-stjórnina vegna mögulegrar uppreisnar gegn kúguninni á byltingarafmælinu 15. þ. m. Siíkar húsrannsóknir og f jölda handtökur fara nú fram um gjör- vallt landið og er einskis svifizt. í Budapest ryðst lögreglan jafn vel inn á veitingastaði í leit að vopnum og „fazistum“. Vopnaðir rússneskir hermenn og leynilögregla Kadars hafa stöð ugt eftirlit með öllu því er ger- ist í verksmiðjum landsins og all ur mótþrói er miskunnarlaust bar inn niður. Átta manna leitarflokkur. Ákveðið var að hefja leit að Guð mundi. Fóru menn af stað frá Finnbogastöðum og Bæ og frá Kjörvogi hinumegin á nesinu, alls átta menn. En þetta fór bet ur en áhorfðist, þvi mennirnir úr Trékyllisvíkinni voru ekki fyrir löngu komnir af stað, þegar þeir mættu Guðmundi. Var hann Þá búinn að átta sig og var á leið fram að Finnbogastöðum aftur. Hafði aðeins rofaö til svo hann sá ljósin í víkinni og tók hann stefnu á þau. Klukkan var þá um níu um kvöldið og hafði Guð- mundur verið á ferð í fjóra tima. Tvær konur í Reykjanesi. Skömmu eftir að Guðmundur fór heim á leið, skall á sótsvart ur norðanbylur svo ekki sá út úr augunum. Hafði hann verið að villast í Ávíkurdalnum mest allan tímann. Er það til marks um hrið (Framhald á 2. «01

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.