Tíminn - 07.03.1957, Blaðsíða 8

Tíminn - 07.03.1957, Blaðsíða 8
n 6 Orðið er frjálst Komi hinn Pétur Sigurðsson: vekjandi lífsandi Sofandi er aflraunamaðurinn kraftajötuninn ekki afkasta- meiri en hvítvoðungurinn í vöggunni. Mesti hugvitsniaður heimsins sofandi, er ekki vitr ari en þorskurinn í sjónum, nema síður sé. Gáfuð og vel ættuð þjóð, er góð lífskjör hefur leikio svo, að f jöldi barna hennar verða latir og sérgóðir nautnaseggir, og andvaraiausir léttúðargosar, er ekki betur á vegi stödd en jþjóð, sem á marga heimsk- ingja, cr verða aö lieyja lífs- baráttu við hörð og óblíð kjör. Skrælnuð beinahrúga er ömur- leg sjón, engu síður þótt þar séu bein mestu snillinga, andans manpa, gáfnaljósa, lærdóms- og hugvitsmanna heimsins. Ekkert nema hirin eilífi sköpunarmáttur lífsins getur vakið neitt upp frá dauðutn, ekki einu sinni blund- andi sáðkorn í jörðu. - Spámaðurinn horfði yfir dalinn, „en hann var fullur af beinum . . . Þau voru mjög skinin“. Og drott inn sagði við spámanninn: „Manns tson/hvort munu bein þessi lifna •við aftur? Ég svaraði (spámaður inn): Drottinn Jahve, þú veizt þáð! Þá sagði hann við mig: Tala Þri af guðmóði yfir beinum þess- utn og seg við þau: Þér skinin •bein, heyrið orð drottins! Svo seg ii’ drottinn við þessi bein: Sjá, ég læt lífsanda í yður koma, og J»ér skuluð lifna við. Og ég set si'nar á yður, og þér skuluð lifna viö, og þér skuluð viðarkenna, að ég er drottinn. Þá talaði ég af guðmóði, eins og mér var boðið. Og er ég mælti af guðmóði, kom þytur og skrjáf heyrðist, og bein- án færðust saman ,hvert að öðru. Og ég sá, hversu sinar komu á bein in og hold óx á og hörund drógst |»ar yfir, en enginn lífsandi var í þeim. Þá sagði hann við mig: Mæl þú i guðmóði til lífsandans, iiæl þú í guðmóði, manns-son, óg ég segi við lífsandann: Svo segir Drottinn Jahve: Kom þú, lífsandi, úr áttunum fjórum og anda á þenna val, að þeir megi tífna. Ég talaði nú í guðmóði, eins Og hann hafði skipað mér, kom þá Iífsandi í þá, svo að þeir lifn uðu við og risu á fætur, var það af armikill fjöldi". Hætfan mesta Spámenn og skáld eru stundum ki'aftaskáld og mæla af guðmóði. Mál þeirra vekur og lífgar og boð- skapur þeirra verður ódauðlegur. Á þessari öld efnishyggju og mánnadýrkunar, yrkja mörg skáld aSeins sér til frægðar, en ekki þjóð sinni né Jieimi til lífs og bjargar. Verk þeirra eru launuð af 'þjóðum, sem sýktar eru af efnis- fcýggju. Þar éru launþegi og laun- veitandi á sama hæðarstigi, og gerast jiví engin undur, engin máttarverk. Skrælnuð beinin klæð ast ekki á ný sinum, holdi, blóði og húð, og sízt af öllu vekur þar líísandirin af svefni, andvaraleysi Og dauða. . „De lade ligger længe, helst i yarme senge“, segir danskt kjarn- yrði. Já, hægindin gera menn íremur værukæra en hin óblíðu kjör. íslandi er nú meiri hætta búin af dansinum í kringum gull- kálf þann, er reis á stalli í eyði- «nörku styrjaldarmenningarinnar, beldur en af hafís, eldgosum og Jþrengingum hallærisáranna. Kjami þjóðarinnar hélt þá velli, •en nú er kjarna þjóðarinnar — æskulýð, sem hossað er og hamp- að, svínalinn og dekrað við og gefinn laus taumurinn, mikil hætta búin. Við trúum þó á góð örlög en elcki ill, trúum því, að enn muni lífsandi frá Guði strjúka blítt vanga blundandi sálna og vekja þær upp af værðarmóki velgengn- innar og andvaraleysisins, og skapa nýtt, yndislegt og fagurt vorlíf í þjóðféláginu.i Vonandi er einhvers staðar að alast ,upp á meðal okk- ar spámannsefni, sem talar á sín- um tíma í guðmóði og vekur þjóð- ina tií trúar á þann Guð, sem ger- ír mennina ráðvanda, réttláta og góða, og brennandi í andanum. Andlegrar vakningar þörfnumst við fremur flestu öðru, þessi kyn- slóð, sem nú hegðar sér næstum eins og rakkar, sem bítast um bein, rífast og skammast alla daga ársins út af þjóðmálum, eru í sí- felldri kröfugöngu um hærra kaup, fleiri iðjrileysisdaga, meiri þæg- indi, meira sællífi, meiri skemmt- anir, meiri nautnir, allt af sáldrep- andi síngirni og ósérplægni, án þess að láta sig varða þjóðarhag- inn hið minnsta. Andleg vakning Við skulum biðja, að andi Guðs andi á skrælnuðu beinin og hjá þjóðinni verði sú andlega vakning, er mágrii allt menr.ingarstarf henn ar anda og krafti, og klæði þjóð- lífið fegurð og blóm.a. Þá myndi allt uppeldisstarf þjóðarinnar verða skapandi, mótandi, vekjandi og göfgandi. Menn yrðu þá líka ráðvandir, sanngjarnir, nægju- samir og bindindissamir. Þá yrði létt að vinna að bindindismálum. Þá myndi slíkt starf bera mikinn árangur. Þá yrðu sálir manna frjó- ar og fagnandi og þyrftu ekki æsi- lyf né deyfilyf. Augu manna yrðu leiftrandi af lífshámingju, starfs- gleði og andlegu fjori. Þá myndu kirkjur þjóðarinnar ekki standa hálftómar á messudög- um. Þá myndi söfnuðurinn ekki haga sér eins og hann væri múl- bundinn. Hann myndi syngja af hjarlans lyst, hvort sem söngur hans væri lærður eða ekki, því að Guð hefði þá lagt honum ný ljóð í munn, lofsöng um drottin og dá- semdir lífsins. Hann mundi þá syngja Guði nýjan söng. Kenni- mennirnir myndu þá „mæla af guð- móði“, sendir af Guði, og telja það óviðeigandi að „þjóna fyrir borðum“ — amstrast í allskonar veraldarvafstri og afrækja hið eina nauðsynlega. Já, þá myndi storm- viðri andans, hvítasunnuþyturinn hreinsa til í þjóðlífinu, feykja mörgu óhreinu og óhollu á braut og færa þjóðinni endurlífgunar- tíma. Þá myndu leiðtogar þjóðar- innar vera æskumönnum sönn fyr- irmynd í sjálfsafneitun, hófsemd og grandvarleik í orðum og at- höfnum. Slík máttarverk myndu gerast, ef talað væri af guðmóði yfir skrælnuðu beinunum og lífs- andinn frá Guði kæmi yfir þau, og vekti þau upp af svefni, and- varaleysi, drunga og dauða. Brölt er tímanna tákn Einkenni aldarinnar er brölt, mikil umsvif, hreyfing, margbrot- in félagsmálastörf. Alltaf eru stofn uð ný og ný félög, en allt er þung- lamalegt og næstum fjörlaust. Við rembumst við að snúa ryðguðum hjólum, sem flestum og mestum, en kraftinn vantar, aflið frá orku- gjafanum mikla. Lífsandinn er ekki að verki með okkur í öllu þessu brölti. Við sóum kröftum á smáu tökin, af því að við erum of mikil smámenni til að virkja orku andans, nennum ekki eða höfum ekki áræði til að stíga spor- ið, sem leysir allan vanda, veitir næga orku til þess að setja öll hjól í hreyfingu. Við flokkum öll okkar störf í sérgreinar, teflum manni gegn manni, stétt gegn stétt, flokki gegn flokki og þjóð gegn þjóð, í stað þess í sannri trú á friðarins Guð að efla bræðra lag manna á jörðu. Við misbjóð- um sálum barna og unglinga, stund um um áratugi, á hlífðarlausu stagli andlausra námsbóka og fræðirita, en höfum ekki brjóstvit né hjartagöfgi til að kenna þeim gullnu regluna né hin guðinn- blásnu vizkuorð fjallræðu Krists. Og hvert er svo förinni heitið með öllu okkar brölti og bramli? Hvað segjum við æskumönnum okkar? Að hverju segjum við þeim að stefna? Að geta lært þannig flókin fræði, að þeir geti unnið sér fyrir kviðfylli og klæðum með sem minnstri fyrirhöfn, krafizt sem mest af öðrum, en fórnað sem minnstu sjálfir. Á þetta að verða bjargráð heimsins? Eða á að benda æskumönnum á einræði og þrælahald sem hina einu lausn framtiðarvandamálanna? Á þetta að verða æðsta hugsjón þeirra? Eða, hvert bendum við þeim? Skinin bein Kynslóð, sem engan fjársjóð hef ir fundið, getur sannarlega ekki bent öðrum á hann. Við getum ekki gefið æskumönnum það, sem við eigum ekki. Við erum andleg- ir horgemlingar, skinin bein, sem þörfnumst þess mest af öllu að lífsandinn frá Guði veki okkur upp frá andlegum dauða, upp af efnishyggju og síngirni, upp frá lágkúrulegri matarpólitík, upp frá músarholusj ónarmiðinu, og láti sólríkan og heiðan himinn Guðs hvelfast yfir höfðum okkar, svo að við sjáum himnana opna allt að hástóli Guðs dýrðar. — Já, kom þú blessaði, vekjandi lífsandi frá Guði. Pétur Sigurðsson Erlent yfirlit __ íFramhald af 6. slriu) Áhrifamenn beggja vinna að því og eins ýmsir leiðtogar erlendra jafnaðarmannaflokka. Ef það tæk- ist, eru miklar líkur til, að hinn sameinaði jafnaðarmannaflokkur yrði stærsti flokkur Ítalíu. í hér- aðsstjórnarkosningunum í fyrra fékk flokkur Nennis 4 millj. atkv. og flokkur Saragats 2 millj. Kom- múnistar fengu þá 5.8 milljr; Ef kosið yrði nú, þykir víst, að kom- múnistar myndu missa mikið fylgi til sameinaðs jafnaðarmannaflokks, og jafnvel kristilegi flokkurinn lika. ÞAÐ ÞYKIR víst, að Nenni muni halda sameiningarstarfinu áfram og honum verður venjulegast vel ágengt, þar sem hann leggst á sveifina. Hann er áróðursmaður mikill, bæði sem ræðumaður og skipuleggjari, og meðal alþýðu- stóttanna nýtur ekki annar ítalsk- ur stjórnmálamaður meira álits en hann. Þrátt fyrir samstarf hans við kommúnista, hefir því aldrei verið haldið fram í alvöru af þeim, sem til þekkja, að hann væri háð- ur þeim og leynilegur þjónn þeirra. Þvi hefir verið trúað, að Nenni fylgdi því frain, sem hann áliti réttast hverju sinni, en það hefir verið nokkuð breytilegt, því að óneitanlega er hann tækifæris- sinni. Takist Nenni að koma upp sam- einuðum jafnaðarmannaflokki, sem yrði stærsti flokkur Ítalíu, hefir liann séð þann draum rætast, sem lengi hefir verið takmark hans. Fyrir kommúnista væri það mikill ósigur, því að vestan tjalds hafa þeir hvergi náð meira fjöldafylgi en á Ítalíu. Nenni hefir orðið að ganga í gegnum margt um dagana vegna skoðana sinna. Langvarandi útlegð hefir að sjálfsögðu reynt á hann. Mesta persónulega áfallið, sem hann hefir orðið fyrir, mun þó það, að elzta dóttir hans lézt í fangabúðum á stríðsárunum eftir að nazistar höfðu tekið mann henn ar af lífi. — Þ. Þ. Ræða Gísla Guð- mundssonar (Framhald af 7. slðu.) til nýrra laga, þar sem nánar sé á- kveðið um meðferð þess valds, sem henni er fengið með lögunum frá 1940 og um að fela það að veru- legu leyti stjórnskipaðri nefnd, sem hafi það hlutverk að sinna sér staklega þessum málum. Þessu er meirihluti sjávarútvegsnefndar samþykkur. Var og út af fyrir sig ástæða til þess fyrir ríkisstjórn- ina að láta endurskoða 16 ára gömul lög, sem sett voru á styrj- aldartímum. Og ég get ekki séð, að í þeim greinargerðum, sem nefnd- inni hafa verið látnar í té um kosti og galla einkasölu og frjálsrar sölu afurða úr landi felist rök gegn frv. því, sem hér liggur fyrir. TÍMINN, fimmtudaginn 7. marz 1957», Sjötugur: Sæmundur Halldórsson, fyrrv. bóndi, Stórabóli l Sæmundur Halldórsson fyrrver- andi bóndi í Stórabóli var 70 ára 19. f. m. Hann er fæddur 19.2. 1887. Foreldrar hans voru hjónin Hall dór Sæmundsson bóndi í Stórabóli og kona hans, Guðríður Guðmunds dóttir ljósmóðir. Þau hjón bjuggu við lítil efni fram eftir sínum bú- skaparárum. en auðlegð hjartans var ótakmörkuð. Sæmundur var annar í röðinni af 8 börnum þeirra hjóna er upp komust. Hann vandist snemma öllum algengum sveitastörfum og varð brátt áhuga- samur um öll störf, er inna þurfti af höndum fyrir heimilið og neytti allra krafta í þarfir þess. Árið 1913 giftist Sæmundur Guð- rúnu Þorsteinsdóttur frá Horni í Nesjum. Mestu myndar- og ágætis- konu. Þau byrjuðu búskap á Stóra- bóli, með foreldrum Sæmundar og bjuggu þar í tvíbýli ætíð síðan. Stórabólið var þá lítil jörð og kosta rýr, fyrir einn ábúánda hvað þá tvo. Sæmundur hafði því alltaf mjög lítið bú, og sótti þó heyfeng sinn víða að, * og með því að búið var lítið, varð hann að leita búi sínu bjargar með á öðrum sviðum. Meðal annars gerðist hann póstur um allmörg ár. Harin var póstur milli Hafnar í Hornafirði og að Jökulsá á Breiðarnerkursandi fyrir smánarlega lítil laun; sem þó urðu búbót fyrir heimilið, þar eð snilld- arlega var með þau farið. Sæmund ur rækti póststarfið, sem og önn- ur störf með miklum trúnaði og dugnaði, svo fáir munu betur hafa gjört. Hann átti dugmikla hesta, sém hiann fóðfaði Vel, eins og all- an annan sinn búpening. Þau hjón, Sæmundur og Guðrún, eignuðust 12 börn. Áf þeim eru 10 nú á lífi. Foreldrarnir hafa sett mót sitt á börnin, bæði með góð- um erfðakostum og einnig með góðri fyrirmynd. Þetta er allt mesta myndarfólk, sem sýnir trú- mennsku og dugnað í starfi, ráð- deild í meðferð fjármuna og á- huga fyrir félagsstarfsemi og góðri lífsafkomu almennt. Hjónin eiga nú heimili hjá Höllu dóttur sinni og Vígfúsi Vígfússyni manni hennar, sem búa góðu búi á Baldurshaga á Mýrum. Þau lifa þar sem blóm í eggi, laus við all- ar áhyggjur um lífsafkomu nú og um framtíð. Þau eru bjartsýn, kát og fjörug og hafa enn mikla starfs- löngun, enda alltaf sívinnandi, þótt þrek til starfa sé ekki nú sem áð- ur var. Þau sitja þarna á friðar- stóli, hjá börnum og barnabörnum, elskuð og virt af öllum vandamönn um og vinum, vinirnir þeirra eru margir. Á 70 ára afmæli Sæmundar var gestkvæmt í Baldurshaga úr þrem nærliggjandi sveitum. Þar á með- al voru 5 börn þeirra hjóna og 17 barnabörn, ,en barnabörn þeirra munu nú vera á lífi 32, mjög á- nægjulegur og elskulegur hópur. Kæru hjón! í tilefni af þessum merku tímamótum í ævi Sæmund* ar, skal þess minnzt, að við höf- um verið í nábýli má heita öll. okkar búskaparár og erum . enn. Það er margs að minnast frá þeirri sambúð og margt að þakka; sam- starf og margar ánægjulegar stund ir á heimili ykkar. Samstarfið var margt, þótt mér séu minnisstæð- astar ferðir okkar Sæmundar yfir fjörðinn á Einholtsbátnum, er yið fórum oft saman á sumri og á vetri, að leita okkur sjófangs til heimilisnota, á sumrin þegar svo vatnslítið var í firðinum að við urðUm að draga bátinn að landi langar leiðir á hálfþurrum leirun- um, og vetrin þegar ís var á firð- inum og við drógum á ísnum afl- ann og bátinn á sjálfum okkur langar leiðir. Þá var mér óskilj- anleg seiglan í Sæmundar líkams- þreki, en lífsgleðin hans og bjart- sýnin bjargaði öllu. Ég þakka ykkur hjónum fyrir á- nægjulegt sambýli, og samhjálp á svo fjölmörgum sviðum. Ég óska ykkur og heimilum ykkar í Bald- urshaga blessunarríkrar framtíðar. Lifið heil. Einholti, 21. febr. 1957. Kristján Benediktsson Vinningar í 3. flokki vöruhappdrættis SÍBS Skrá um vinninga í Vöruhapp- drætti S. í. B. S. í 3. flokki 1957. Kr. 100.000,00: 12191 Kr. 50.000,00: 3 Kr. 10.000,00: 2194 3935 5831 29046 36516 49267 64550 Kr. 5.000,00: 2432 13534 22145 28083 29394 30181 33101 44738 46257 60653 62240 Kr. 1.000,00 3778 9374 9616 11293 15251 16195 17523 22580 23532 23919 27033 34133 37716 37810 42090 43464 45992 52686 58895 60617 Kr. 500,00: 474 1042 1349 1353 2076 2246 2601 2816 2915 2988 3353 4024 4095 4773 4986 5050 5063 5274 5532 5608 5985 6177 6448 6912 7086 8032 8509 8684 9140 9190 9267 9430 9606 9855 10438 11197 11627 11742 11986 11988 12341 12913 13203 13466 13879 14119 14311 14522 14827 15489 15566 15676 16486 17084 18249 18789 18831 18839 19210 19227 19536 19735 19781 20048 20216 20550 21389 21947 22241 22349 22984 23778 23805 23960 24069 25316 25972 26987 27680 27813 28146 28784 29231 29375 29439 29855 30119 30578 31299 31503 31564 32198 32340 32751 32809 32875 33146 33343 33661 34293 35044 35523 35845 36091 36319 36822 37081 37205 37270 37502 37538 37654 37900 38585 38893 38915 38988 38994 38999 39228 39824 39892 39932 40105 40618 40698 40803 40850 41244 42434 42618 42818 43353 43983 44055 44412 44616 45064 45523 45863 46170 46179 46465 46790 46915 47617 47691 47757 47870 48048 48061 48190 48585 50602 51381 51958 52074 52200 52340 52719 52797 52833 53185 53697 53955 54722 55569 56612 56913 57150 57179 57197 57668 57691 57698 57976 58029 58209 58566 58625 58921 59033 59317 59422 59454 59634 59644 59665 59735 59938 60170 60404 61217 61588 61758 62474 62589 62691 62781 62823 63149 63220 63445 63870 63873. 64045 64187 64189 64315 64325 (Birt án ábyrgðar.) 1 Aðalfundur Ljós- J mæðrafélags Reykja- víkur ■ A Aðalfundur Ljósmæðrafélag3 Reykjavíkur var haldinn að Miklu braut 1 þann 3. febrúar síðastL Félagskonur voru flestar mættar á fundinum. Formaður félagsins, Helga M. Níelsdóttir, gaf skýrslu um starfsemina á liðnu ári. Hefir félagið mörgum málum að sinna, meðal annars virðast launa- mál ljósmæðra fyrir borð borin af yfirvöldunum og verður gjörð gangskör að því, að fá leiðrétt- ingu á kjörum og launum ljós- mæðra á næstunni. i Þá vinnur félagið að fjáröflun, til kaupa á sumarbústað fyrir ljós- mæður. Frk. Hulda Jensen talaði á fund inum um „afslöppun1 og lofaði að taka Ijósmæðurnar á riámskeið í þeim fræðum, en námskeiðin eru þegar byrjuð og eru einu sinni í viku, á sunnudögum kl. 5—6 e. h. í lok fundarins sýndi frú Mar- garete Állman mjög fallegar lit- myndir frá íslandi og Kanada.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.