Tíminn - 07.03.1957, Blaðsíða 9
87
— Þaff er það, sagði hann.
Hún fór inn á skrifstofu
þingmannsins en kom út að
vörmu spori. — Þingmaður-
inn getur talað við yður í
fimm minútur, sagði hún.
Maðurinn, sem sat við
stórt skrifborðið var hvítur
fyrir hærum en andlit hans
bar fá ellimörk. Hann stóð á
fætur og rétti Joe höndina.
— Þetta er sannarlega á-
nægja, sem ég hef lengi beðið
eftir.
■— Kærar þakkir, þingmað-
ur. Ég skal gera mitt bezta til
að tefja yður ekki of lengi.
— Satt að segja þætti mér
vænt um að geta rabbað við
yður um daginn og veginn í
næði, en ég þarf að vera við
umræður eftir fáeinar mínút-
ur. Hvernig gengur það ann-
ars í kolahéruðunum?
-— Ja, verkfallið hefur ekki
verið beinlínis gagnlegt.
-— Áreiðanlega ekki. Fjand
ans vandræði. Þetta félag er
farið að hlaupa út undan sér.
En hafið það ekki eftir mér,
sagði hann brosandi. — Hitt-
ið þér nokkum tíma Billy
English, minn gamla vin?
— Já, hann er heimilislækn
ir hjá okkur, og einn af mín-
um beztu vinum.
.— Við vorum í sama stúd
entaklúbb i Lafayette. Þér
eruð víst frá Princeton sjálf-
ur?
— Alls ekki, herra. Ég var
á ennþá virðulegra mennta-
setri: New Haven.
— Þá verðið þér að afsaka
mig. aÞma komust þér fram
úr mér; hvað get ég gert til
að bæta fyrir þessi mistök?
— Ég er að leita mér að
starfi, sagði Joe.
— Þetta lætur kunnuglega
1 eyrum; en ég hef það á til-
finningunni að Chapin frá
McHenry & Chapin sé ekki á
höttunum eftir því beinlínis
að verða póstmeistari í . . .
jæja, einhverjum minnsta
staðnum í Lantenengo-héraði
hvað sem hann nú heitir.
— Það gæti náttúrlega kom
ið að því, en ekki ennþá. Það
sem ég hef í huga er eitthvert
embætti sem heyrði undir
ríkisstjórnina en ég gæti þó
sinnt heima.
— Svo, sagði þingmaður-
inn. Maður í yðar aðstöðu ósk
ar vanalega eftir því að verða
útnefndur ambassador — í
London, París eða Róm. Það
gleður mig að heyra að þér
stefnið ekki í þá átt.
— Nei, þér getið verið alveg
rólegur þess vegna.
■— Gott. Hafið þér annars
hugsað um nokkurt sérstakt?
Nei, herra, sagði Joe.
.— Tja, það eru til ýmsar
Stöður i sambandi við verzl-
unina milli hinna einstöku
ríkja til dæmis. Svo eru aðrar
aftur á móti sem eru hreinar
heiðursstöður. Launin eru
líka nokkuð mismunandi.
— Þau skipta engu máli.
— Þér hafið þá væntanlega
einhverja heiðursstöðu í huga
fyrst og fremst.
— Það vakti nú ekki fyrir
mér að sitja alltaf með hend
ur í skauti.
— Nei, auðvitað ekki, sagði
þingmaðurinn. Þér viljið
þjóna landi yðar — og jafn-
framt heimaríki okkar beggja
— í hæfilegri stöðu varðandi
sambandið milli ríkjanna. Er
þetta rétt skilið?
— Alveg hárrétt, sagði Joe.
— Já, ég hef ótal skrár yfir
þau embætti sem menn eru
útnefndir til. Flest þeirra eru
náttúrlega s?tin, en stöku
losna og vera má að einhver
þeirra séu laus sem stend-
ur. Hvað ætlið þér að vera
lengi hér 1 Washington?
— Ég hafði hugsað mér að
fara heim á morgun.
— Það tekur mig viku eða
um það bil að athuga málið,
;en ef þér viljið skal ég skrifa
yður í næstu viku eða þar-
næstu og láta yður vita hvaða
tækifæri bjóðast og síðan gæt
um við kannski hitzt aftur.
Hentar yður þetta?
— Það hentar mér ágæt-
lega, þingmaður.
— Ágætt, sagði þingmaður-
inn. Hann reis á fætur og
rétti fram höndina: — Hvern
ig er það, er frú Chapin ekki
fædd Laubach?
Joe brosti: — Stokes; en
Laubach-fólkið er með beztu
vinum okkar.
— Drottinn minn dýri,
þarna varð mér tvisvar á í
messunni. Ég verð að gæta
mín i framtíðinni ef ég á ekki
að veltast út úr öllum stjóm-
málum.
— Það má ekki koma fyrir,
sagði Joe.
— Þetta var sannarlega
fallegt svar. Kærar þakkir,
hr. Chapin. Þetta hefur verið
mér mikil ánægja.
Joe gekk brosandi út úr
skrifstofunni og maðurinn
sem eftir sat, var einnig bros
andi. Engu að síður hafði
ÍJoseph B. Chapin orðið á sitt
ifyrsta alvarlega glappaskot á
st j órnmálasviðinu.
— Joe? Mike Slattery hér.
Mig langar til að tala við yð-
ur. Má ég lita inn ef þér hafið
ekkert betra að gera?
Nokkrum minútum síðar
kom Mike inn á skrifstofuna
til Joe. Hann lokaði dyrun-
um á eftir sér og lagði hatt-
inn sinn á hillu þar sem laga
rit lágu í bunkum.
— Heyrið þér, Joe; þér
þekkið víst nægilega til námu
starfs til að vita hvað það er
sem þeir kalla skorðumann.
— Auðvitað, sagði Joe.
— Hvað er það?
— Maður, sem ryður burt
skorðunum svo að kolin
hrynja niður í námugöngin.
— Alveg rétt. Hættulegt
starf en vel launað.
— Hvað eruð þér að fara,
Mike? spurði Joe.
— Þurfið þér virkilega að
ómaka yður alla leið til
Washington til að haga yður
eins og skorðumaður?
— Við hvern haldið þér að
þér séuð að tala, Mike?
— Við mann með ríka póli
tíska metorðagirnd. Við
mann sem fer á bak við mig
til að svala þessari metorða-
girnd. Við mann sem ég gæti
hjálpað og sem ég hef boðist
til að hjálpa. Við mann, sem
ómakar sig sérstaklegá til að
veikja þann stuðning sem
hann gæti fengið hjá félags
skap, sem ég hef komið á fót.
Ég tala við mann, sem þyk-
ist vera hafinn yfir öll stjórn
mál hér heima og ekki virðist
hafa not fyrir mína aðstoð.
Hverju hafið þér að svara til?
— Að þér getið farið til
fjandans, sagði Joe.
— Og það skal gert áður
en þér getið svo mikið sem
nefnt Vatnsleiðslunefndina,
hr. Machiavelli.
Og'þar með tók hann hatt
sinn og var á bak og burt.
Þannig lauk baráttu Joe
Chapins til að fá embætti í
þjónustu rikisheildarinnar;
hér eftir var ekki einu sinni
hugsanlegt að hann yrði póst
meistari í minnsta afkiman-
um í Lantenengo.
— Sennilega voru þetta
mistök, sagði Edith.
— Já, sagði Joe. En þing-
maðurinn nefndi Mike ekki
einu sinni á nafn.
— Það gerðir þú ekki held
ur.
— Og ætlaði mér ekki að
gera.
— Tja, Mike er afbrýðis-
samur náungi og hann vill að
fólki finnist að ekkert sé
hægt að gera nema hann sé
með í spilinu.
— Það er víst nokkuð til í
þvi, sagði Joe.
— Ætlarðu þá að gefast
upp núna?
— Alls ekki. Þú ættir að
þekkja mig betur en svo. Mér
urðu mistök á, en það er ekki
að vita nema ég hafi lært af
þeim. Og að þessu faux pas
undanskildu, hefur allt geng-
ið ágætlega hingað til. Við á-
kváðum að láta meira á okk-
ur bera opinberlega en áður,
,ekki sízt í bæjarmálunum —
og hvað gerðist? Mike Slatt-
ery bauð mér dómaraembætti
sem flestir lögfræðingar
hefðu selt sál sína fyrir. Ég
þurfti ekki að nefna það einu
orði. Hann kom sjálfur. Og ég
endurtek að ég get gert það
sama um allt ríkið sem ég hef
gert hér og kannski endar það
með því að meiri maður en
;Mike Slattery kemur til mín
alve geins og hann gerði.
Að minnsta oksti ætla ég mér
að taka til óspilltra málanna
í stærri stíl en hingað til og
sjá hvað gerðizt.
— Þú gætir gefið heila
milljón án þess að nokkur
tæki eftir því í jafn stóru
ríki og Pennsylvaníu.
— Ég hef ekki hugsað mér
að gefa neina milljón. Mér
geðjast áreiðanlega ekki að
a
w,
v.w.v.v.%w.w«wu
SKEMMTIBÆKUR
fyrir ailt að hálfvirði
I
$
Nokkur cintök af eftirtöldum
skemmtibókum, sem eru lítið eitt
velktar, verða seldar með MIKL-
UM AFSLÆTTI:
Klefi 2455 í dauðadeild, ævi-
minningar dauðadæmds fanga,
Caryl Chessman. — Verð kr. 60,
00, verður seld fyrir kr. 30,00.
Denver og Helga, eftir A. W.
Marchmont. Verð kr. 40,00,
kr. 20,00.
Rauða akurliljan, eftir baró-
nessu d’Orczy. Verð 36,00, nú kr.
20,00.
Dætur frumskógarins, eftir C.
Krause. Verð kr. 30,00, nú kr.
18,00.
í örlagaf jötrum, eftir Ch. Gar-
vice. Kostar 30,00, nú kr. 18,00.
Arabahöfðiirginvf, eftir L. M. Hull. Verð kr. 30,00, nú seld
fyrir kr. 18,00. — í fallegu bandi kr. 25,00.
Synir arabahöfðingjans, eftir E. M. Hull, framhald af Araba-
höfðingjanum. Verð kr. 25,00. Nú kr. 18,00. — í bandi kr. 25,00,
Ættarskömm, eftir Ch. Garvice. Verð kr. 40,00. Nú kr. 25,00.
— í bandi kr. 35,00.
Svarta leðurblakan, eftir G. Wayman. Verð kr. 12,00, r<ú
kr. 7,00.
Allar eru sögurnar skemmtilegar og spennandi — tilvaldar
til skemmtilesturs. — Verða sendar gegn eftirkröfu. — Skrifið
strax og verða þá bækurnar sendar með fyrstu ferð. — Hér
í Reykjavík er nóg að síma til okkar og fáið þið þá bækurnar
sendar heim.
SÖGUSAFNIÐ
Pósthólf 1221 — Sími 80080 — Reykjavík.
'■WiViVíVíVíVíViViV.V.V.VAV.V.VíVíW.V.VíVWuVJ)
Sendill 1
óskast fyrir hádegi.
I Þarf að hafa hjól.
( Afgreiðsla Ttmanns
sími 2323.
iíiiiiiiiiiiiiiiimmininiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiui
miiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiuiuiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiin
S
1 Vinnuvélar til sölu
=
I Áhaldahús bæjarins hefir til sölu eftirtaldar vélar:
Vélskófla, Barber — Greene (samdausa)
Jarðýta, Cletrac
Jarðýta, Caterpillar mod. R 4.
Jarðýta, International TD — 9.
| Vélarnar eru til sýnis í Áháldahúsi bæjarins, Skúla-,
I túni 1, og veitir áhaldavörður frekari upplýsingar. Vél- g
1 arnar seljast í því ástandi, sem þær eru nú, en nokkuð
| af varahlutum í sumar þeirra selst sérstaklega. Tilboð-
| um í hverja vél fyrir sig sé skilað á skrifstofu bæjar-
| verkfræðings, Skúlatúni 2, fyrir kl. 12, föstudaginn 15.
| marz n. k. og verða þau opnuð þar kl. 13,30 sama dag,
1 að viðstöddum bjóðendum.
HiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiniiiiiniiiiiiiiiiiiiHiiiuiiiiiiiiiiuiiiiiiiui^ ■
S I
amP€P •*
Raflagnir — ViSgerSir
S(mi 8-15-56.
i
Kaupendur
Vinsamlegast tilkynnið af
greiðslu blaðsins strax, ef van j
skil verða á blaðinu.
TÍMINN
>
VV.WW.W.V.V.V.V.W.V.W.V.V.V.WW.W.W.VV
•I Hjartanlega þakka ég öllum þeim, sem glöddu mig á
£ 70 ára afmæli mínu 28. f. m. með heimsóknum, gjöfum,
j: skeytum eða á annan hátt. Lifið öll heil.
■: GuSmundur Einarsson
j frá Gröf.
V.W.W.WV.WVWV.VV.V.V.V.V.W.V.VWWJWÍ