Tíminn - 07.03.1957, Blaðsíða 2

Tíminn - 07.03.1957, Blaðsíða 2
2 T í M IN N, fimmtudaginn 7. marz 19SI. Nauðsynlegt að kynnast sem bezt rey nslu af hjarðf jósum, innan lands og utan Áíyktun þess efnis samþykkt á Búnaíarþmgi Búnðarþing samþykkti í gær eftirfarandi ályktun, sem Bjarni Bjarnason á Laugarvatni bar fram: „Búnaðarþing ályktar að skor'a á stjórn Búnaðarfélags íslands að fylgjast svo vel sem auðið er með því, sem rætt og ritað er um reynslu manna á hjarðfjósum fyrir mjólkurkýr. Athugun þessi nái til innlendrar og erlendrar reynslu, einkum á eftirtöldum atriðum: iwpiiw™'w:' Kostar um 300 millj. kr. að byggja skólahúsnæði eins og þörfin krefur Á skemmti- og fræðslufundi Foreldrafélags Laugarnesskól- ans s. 1. sunnudag gaf Gylfi Þ. Gíslason, menntamálaráðherra, ýmsar athygiisverðar upplýsingar um skólamál í landinu, t. d. að um 32 þús. manns eru nú 1 skólum landsins éða fimmti hvér íslendingur. a. feyggingarkostnaSi fjósanna og viðhaldi þeirra. b. rekstrarkostnaði, þ. e. vinnu við mjaltir og hirðingu. c. fóðrun, þrifum, hitaþörf og heilbrigði kúnna. d. afurðum“. Bjarni Bjarnason ræddi allýtar- lega um tillögu þessa og feyggði á þeim kynnum, sem hann hefir af þessari nýju fjósgerð. Kvað hann hér vera um athyglisvert nýmæli að ræða, lýsti nokkuð hvað gerzt hefði erlendis í þessu máli og kvað ýmsa feændur utan lands og innan hafa mikinn áhuga á að vita nánar um þau atriði, sem um gæti í á- lyktuninni til samanburðar við gömlu fjösin. Greinargerð tillögunnar. Eftirfarandi greinargerð fylgir ályktuninni: „Tilgangurinn með ályktun þess- ari er að tryggja það, svo sem verða má, að bændur geti auðveld- lega fengið sannar og hleypidóma- lausar upplýsingar um það, sem gerist í sambandi við feyggingu og nötkun hjarðfjósa. Áhugi fer mjög vaxandi fyrir þessari fjósgerð -bæði meðal íslenzkra og erlendra bænda og húsagerðarmeistara. Er því áríðandi, að menn fái sem Landsgangan (Framhald af 12. síðu). yrSi honuni of erfið. Hins veg ar var liann að þrotum kominn, þegar hann kom í mark og þótti ýmsum það undarlegt sem von var, þar sem fjórir kílómetrar eru auðveldir viðfangs í skíða- göngu, jafnvel fyrir óvant fólk. Leiðin mæld að nýju. Erfiðleikar mannsins við að komast á leiðarenda urðu til þess að ýmsum þótti rétt að mæla leiðina að nýju, ef svo kynni að vera að vitlaust liefði verið reiknað í byrjun. Kom þá í ljós, eftir því sem blaðið hefur fregnað, að leiðin var nokkuð mikið lengri en fjórir kílómetr- ar, eða um sjö kílómetrar. Mun ar það töluverðu fyrir allan þorra manna, þótt einstaka menn kunni að geta rennt sér þetta eins og um f jóra kílómetra sé að ræða. Sagt er að leiðin hafi verið mæld eftir korti í upphafi. Hvað um merkin. Hver sem hefur lokið fjögurra kílóinetra göngu getur keypt merki sem sýnir að hann hefur tekið þátt í Landsgönguni. Sam kvæmt orðanna hljóðan er merki þetta aðeins bundið við fjóra kílómetra og er þá eftir að ráða frain úr þeirn sjö kílómetrum, sem gengnir voru s. 1. sunnudag í Hveradölum. Er ekki annað sýnna en kaupa verði tvö merki fyrir sunnudagsgönguna, eða þá að hún verði dæmd ógild og þeir sem þá gengu lengri Landsgöng una verði að ganga aftur til að geta talizt réttir kaupendur Landsgönguiuerkisins. allra gleggstar upplýsingar um þær tilraunir, sem gerðar eru á þessu sviði, svo að þannig komi í Ijós, hvort ekki sé athugandi og rétt að stefna, með gætni þó, að breyttri gerð fjósa jafnóðum og ný fjós eru reist. Þegar eru til nokkur hjarðfjós fyrir mjólkurkýr í Árnes-, Rangárvalla- og Eyjafjarð arsýslu og ef til vill víðar. Þessir bændur munu gera sér far um að athuga árangurinn til samanburð- ar við básafjósin. Auðvelt væri fyrir B. í. að leggja fyrir þá bænd- ur, sem hjarðfjós reisa, að fylgjast með vissum atriðum, sem fyrir þá væri lagt að athuga og gefa um þau skýrslu. Erlendar athuganir á þessu málefni er auðvelt að fá, bæði frá Norðurlöndum og Banda- ríkjum N-Ameríku. Meðal bænda- stéttar þessara þjóða og enda fleiri manna, er ríkjandi mikill áhugi fyrir þessu máli. Er B. í. því mjög auðvelt að fylgjast með því, sem fram fer í máli þessu. Enn sem komið er hefir Þórir Baldvinsson húsameistari haft forustu í gerð hjarðfjósa og kynnt sér svo sem föng eru á það, sem gerzt hefir í hjarðfjósagerð og notkun þeirra. Að sjálfsögðu mundi teiknistofa landbúnaðarins verða aðalburðar- ás þessa nýmælis varðandi leið- beiningarstarfsemi“. Benedikt Grímsson flutti tillög una um endurbættar aðferðir uhi rúning sauðfjár, og var hún komin frá búfjárræktarnefnd. Samþykkti þingið hana svohljóðandi:' „Búnaðarþing telur nauðsynlegt að athugaðar séu nýjar aðferðir við rúning sauðfjár og felur sauð fjárræktarráðunaut Búnaðarfélags íslands að láta framkvæma til- raunir á rúningi með vélklippum í samvinnu við verkfæranefnd ríkisins og athuga jafnframt, hvort um fleiri hentugar aðferðir getur verið að ræða“. Hér er hreyft merku máli, sem ekki hefir litla þýðingu fyrir sauð fjárrækt eins og nú er komið. Rún ingur er mikið og tafsamt verk og þegar fáliðað er orðið á búum en sauðfé allmargt verða þessi sumarstörf mjög tímafrek og erfið með handklippum. Eðlilegt er að leita eftir, hvort véltæknin býr ekki yfir fljótvirkari tækjum og aðferðum, sem rétt er að beita hér á landi. Frumvarp um sandgræðslu. Ályktunin um saudgræðsluna var komin frá jarðræktarnefnd sainkvæmt erindi Búnaðarsam- bands Eyjafjarðar. Var hún svo hljóðandi: „Búnaðarþing lítur svo á, að frumvarp það til laga um breyt á lögum um sandgræðslu og heft ingu sandfoks, sem nú liggur fyr ir Alþingi, muni stuðla að stórauk inni uppgræðslu sanda og mela og mælir því eindregið með því, að frumvarpið verði lögfest á yfir standandi Alþingi. Jafnframt leggur Búnaðarþing áherzlu á, að veitt verði á fjárlög um sérstakt framlag til að sinna þeim verkefnum, er lagabreyting þessi felur í sér“. Fyrirspurti á Alþingi (Framh. af 1. s'ðu). Rannsókn stendur enn yfir Forsætisráðherra sagði að lok- um, að staðreyndir þessa máls lægju ljóst fyrir. I fyrsta lagi Væri mikið verk að vinna úr þeim skýrslum, sem fyrir liggja um efnaliagsmálin, af hálfu inn- lendra og 'erleudra sérfráeðinga. Enn væri unnið að öflun gagna í þessu sambandi, þar sem inn- flutningsskrifstofan væri nú að rannsaka hvað mikið fjármagn þyrfti til dæinis til að ljúka fram kvæmdum, sein byrjað er á í Reykjavík einni. Við bráðabirgða athugun í haust hefði komið í ljós, að til þess þyrfti Um 370 milljónir króna. Rannsóknir sýna í hvert óefni var komiS Rannsókn sú, sem gerð er á efna hagslífi þjóðarinnar af innlendum og erlendum sérfræðingum sýnir vel í hvert óefni var komið, þegar núverandi stjórn tók við völdum. Forsætisráðherra gaf Sjálfstæðis- mönnum á þingi góð fyrirheit um það, að þeir þyrftu engu að kvíða um það, að skýrslur um efnahags- málin yrðu ekki birtar, og þá myndi fólk sjá hvernig viðskilnað- urinn var hjá Sjálfstæðismönnum. Er þess að vænta, að Sjálfstæð- ismenn rengi til dæmis ekki skýrsl ur sérfræðinga, sem Ólafur Thors fékk til að sinna þeim rannsókn- um. Hitt er svo annað mál, hvort margir Sjálfstæðismenn teldu þá ekki heldur, að þær upplýsingar væru betur geymdar í læstum skrifborðsskúffum, vegna þess vitn isburðar, sem þær bera um stjórn- arstörf Sjálfstæðisflokksins. Ekki alltaf heppilegt aS birta fyrirfram úrbótar- tillögur í efnahagsmálum Gylfi Þ. Gíslason menntamála- ráðherra tók til máls og ræddi nokkuð um málið frá fræðilegu sjónarmiði. Hann benti á það, sem hagfræðingur hversu frá- Ieitt það getur verið í ýmsum til- fellur, að birta fyrirfram skýrsl- ur um aðgerðir, sem gera skuli í efnahagsmálum, eða tillögur, seni sérfræðingar gera. Auðvelt væri að rangtúlka skoðanir sérfræð- inga í opinberum umræðum og þess vegna gerðu þeir það oft, að skilyrði, að slíkar skýrslm- voru ekki birtar.* Mikill mannafli sendur fram til varnar Ræðumenn af hálfu Sjálfstæðis- manna við þessar umræður á Al- þingi urðu margir. Auk fyrirspyrj- andans, Ólafs Björnssonar, tóku til máls Jóhann Hafstein, Magnús Jónsson, Ólafur Thors og Bjarni Benediktsson. Af þessum ræðu- mannalista má sjá, að Sjálfstæðis- mönnum á Alþingi þótti taflstaða sín í þessum málum ekki sem bezt og lögðu við mikinn mannafla til að bjarga félaga sínum, hagfræði- prófessornum, úr þeirri úlfa- kreppu, sem hann var kominn í, eftir upplýsingar fofsætisráðherra. „Unglingarnir skemmta sér“ í gær hafði blaðið snöggvast tal af Hjalta Lýðssyni, forstjóra Stjörnubíós, en þar er nú verið að sýna myndina, Rock around the clock. Erlendis hafa orðið tölu- verð ærsl í kvikmyndahúsum, þar som þessi mynd hefur verið sýnd. Hins vegar sagði Hjalti að það væri ekki umtalsvert þótt „ung lingar skemmtu sér.“ Engin telj andi spjöll munu hafa orðið á hús inu og er það öfugt við það sem hefur gerzt annars staðar, þar sem allt hefur verið brotið og braml að. Sagði Hjalli að yngri kvik- myndahúsgestir tæku undir við rokklögin af lífi og sál og það væri alls ekki ástæða til að vera að amast við því. Sagðist hann ekki geta verið sammála þeim, sem væru að átelja unglinga fyrir áhuga á rokkmúsikk; hún væri I hvorki betri né verri en annað. Væntanleg tillaga í dag um upptöku Ghana í S. Þ. NTB, 6. marz: Reuter hafði það eftir góðum heimildum í aðalstöðv um S. þ. í New York í kvöld, að öryggisráðið kæmi sennilega sam an á morgun til að ræða upptöku Ghana í bandalag hinna samein uðu þjóða. Búizt er við því, að fulltrúar Breta og Ástralíumanna beri fram formlega tillögu þess efnis. Snjóþynglsi aukast í Þingeyjarsýslu Frá fréttaritara Tímans í Húsavík í gær. Snjókoma er hér flesta daga og aukast snjóþyngslin því sífellt. Samgöngur eru mjög erfiðar. Mjólk er flutt til Húsavíkur á bíl úr næstu sveitum enn, en úr há sveitum við og við á snjóbíl, sem dregur sleða, svo sem úr Mývatns sveit. Snjóbíll fer einnig við og við til Akureyrar. Engar skipakomur eru nú hingað. Bátur var sendur í gær til Akureyrar eftir pósti og fólki. Einna mesta athygli vekja þrjár myndir. Er það gamalt málverk eftir Ásgrím Jónsson, málað um 1910 og nefnist Útilegumenn leita sér lækninga. Þá er kolteikning eftir Mugg og nefnist Kórdreng- ir. Loks er hafísmynd eftir Kjar- val og munu slíkar Kjarvalsmynd- ir ekki vera margar til, því að Kjarval hefir fremur hneygzt að hrauni en hafís. Alls eru myndir Til að sem flestir félagsmenn geti notið félagsstarfsins hefur sá háttur verið á hafður að ýmsar deildir hafa verið stofnaðar svo sem bridgedeild, tafldeild, handa vinnudeild o fl. Þá hefur verið á- kveðið að halda mælskunámskeið og er það nú um það bil að hefj ast. Verður þar veitt tilsögn í mælskulist. Félagið gefur út tímaritið Breið firðing. Flytur ritið margskonar efni svo sem frásagnir af merkum mönnum og atburðum við Breiða fjörð, minningagreinar, ljóð og stökur. Er ritið jafnan prýtt mynd um heiman úr héraðinu. Alls hafa komið út 15 hefti. Voru sum þeirra uppseld en hafa nú verið endurprentuð og mun því ritið fást nú frá upphafi. Ritstjóri er sr. Árelíus Níelsson og fram- kvæmdastjóri Jón Júl. Sigurðsson bankagjaldkeri. í ráði er nú að hefja undirbún ing að útgáfu héraðssögu Dala- sýslu. Stjórn félagsins skipa nú: Sr. Árelíus Níelsson formaður, Jóhannes Ólafsson, varaform. FUndurinn var hinn ánægjuleg- asti. Jón Sigurðsson, skólastjóri, stjórnaði fundi. Lúðrasveit drengja lék nokkur lög. Þar næst tók menntamálaráðherra til máls. Taldi hann starf foreldrafélaga þýðingarmikið og að þau ættu að starfa við alla barna- og gagn- fræðaskóla. Hann sagði, að á þessu ári væru um 2 þús. börn í barna- skólum landsins og samtals í skól- unum um 32 þúsund manns. Ríkis- sjóður ætlaði 83,4 millj. kr. til fræðslumála. Fastir barnaskólar í landinu eru 140, farskólar 77 og framhalds- og sérskólar 113. Fastir kennarar við skóla eru 1155. Við barnaskólana eru 34 réttindalaus- ir kennarar, og 54 af farkennurum eru réttindalausir. Á gagnfræða- stigi eru 260 kennarar, þar af full- nægja ekki 40 reglum um mennt- un kennara. Skólahús fyrir 300 millj. kr. Mikill hörgull er á skólahúsum í landinu. Lausleg áætlun gerir ráð fyrir, að byggja þurfi 300 þús. rúmmetra skólahúsnæðis, en það mundi kosta um 300 millj. kr. Ragnheiður Möller, formaður for- eldrafélagsins þakkaði ræðu menntamálaráðherra fyrir hönd félagsins. Nokkrar umræður urðu á eftir. Skíðalandsgangan er hafin hér og hafa þegar allmargir lokið göngunni. ÞF og málverk um 40 eftir íslenzka málara. Einnig eru þarna til boða nokkr- ir listmunir, svo sem tveir 72 sm. kertastjakar, 5 álma, svo og kín- verskt manntafl og kínverskur vasi. Sýningin verður opin í litla sal Sjálfstæðishússins kl. 2—4 síðd. í dag en klukkan 5 hefst uppboðið. Alfons Oddsson gjaldkeri, Ástvald ur Magnússon ritari, Jón Júl. Sig urðsson, Þórarinn Sigurðsson, Björgúlfur Sigurðsson, Ólafur Jó hannesson, Sigvaldi Þorsteinsson, meðstjórnendur. Vilía í Ávíkurdal (Framh. af 1. síðu). arsortann, að Guðmundur er þaul kunnugur leiðinni en vissi samt ekki hvar hann fór. Hann er um þrítugt og fyrirvinna hjá móður sinni. Var hún ein heima í Reykja nesi ásamt dóttur sinni. Guð- mundur var þreyttur eftir langa göngu, en hann hafði reynt nokk uð á sig áður en hann lenti í hríð inni. Kom hann fyrr um daginn með vistir í skólann og dró þær á sjálfum sér á sleða sem hann var með. Fór hann með tóman sleðann til baka og skildi hann aldrei við sig meðan stóð á vill- unní. Guðmundur gisti á Finnboga stöðum í nótt og fór í morgun heim til sín. G.P.V. NauSsynlegt að finna ný tæki og aðferðir til rúnings sauðfjár Ályktanir frá Búnaftarþingi í gær Fundur var á Búnaðarþingi í gær og voru allmörg mál til umræðu og þrjú mál afgreidd frá þinginu. Eins þeirra, álykt- unar um hjarðfjósin er getið annars staðar í blaðinu, en hin máiin voru um rúning sauðfjár og sandgræðslu. Myndir eftir Ásgrím, Mugg og Kjarval á uppboði Sig. Benediktssonar í dag Sigurður Benediktsson heldur 25. listmunauppboð sitt í dag, og eru þar aðallega málverk á boðstólum. Sýning á myndunum og mununum var opin í gær og var aðsókn mjög mikil, enda eru þarna nokkrar kjörmyndir. Fjölbreytt starf Breiðfirðingafél. Nýlega hélt Breiðfirðingafélagið aðalfund sinn. Er félags starfið nú í miklum blóma. Margar félagssamkomur voru haldnar á s. 1. starfsári, er þar jafnan margt til skemmtunar, svo sem framsóknarvist, spurningaþættir, mælskukeppni og fleira.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.