Tíminn - 07.03.1957, Blaðsíða 4

Tíminn - 07.03.1957, Blaðsíða 4
T í MIN N, fiimntudaginu 7. marz 1951* RITNEFND S. U. F.: Áskell Einarsson, form. Örlygur Hálfdánarson, Ingvar Gíslason. NftR SUNDIN BLA Við skulum sigla um sundin blá um sumarbjartar nætur, þegar að vaka Viðey hjá vorsins dísir — og blómin smá byrjuð eru að festa fyrstu rætur. Þegar í laufi léttur blær við lindina tæru hjalar, og fjöruna kyssir fagur sær í faðmlögum himinsalar, komdu þá vina — komdu nær — komdu til næturdvalar. og hafast þar við yfir helgina. Hvað er eins ferskt og örvandi og að dveljast óbundinn í víðfeðmi ör- æfanna? Hvers vegna bíða þeir þá eftir strætisvagni? Þeim myndi Lesandi góður, viltu koma með mér — ekki til nætur- dvaiar — heldur i ferðalag nokkur ár fram í tímann. Hvað eigum við að segja, fimm ár eða tíu? Já, segjum tíu ár. Hvað munar okkur um það? Við hverfum svo strax aftur til þess, sem nú er. 1 MANSTU EFTIR litla drengn- lim, sem bjó í næsta húsi. Hann var eitthvað um sjö ára, þegar við tókum þetta stökk fram í tímann. Nú er hann orðinn rúmega sautján ára. Hann hefir alla tíð búið hér í borginni, og breytzt mikið eins og hún á þessum árum; þetta er hár og gjörvulegur, ungur maður, tneð hugann fullan af framtíðar- vonum. Líklega er hann námsmað- Ur, en hvaða máli skiptir hvað hann gerir dags daglega? Það er laugardagur á hádegi og hann er að undirbúa sig í ferðalag. Úti er eumar og sól. Börnin leika sér lítið klædd í húsagörðunum, fugl- arnir hoppa á milli trjágreinanna, kettirnir mala letilega í gluggun- um, sem móti sólu snúa og nenna alls ekki að skipta sér af fuglun- um. Nei, nú er bezt að liggja og láta fara vel um sig. Bifreiða- straumurinn er óslitinn um allar götur, en þrátt fyrir það er djúp og áþreifanleg kyrrð yfir öllu. UTAN AF víðum Faxaflóa berst hægur andvari, sem færir með sér yndislegan sjávarilrr inn yfir borgina. Sjávarilmur- inn er sætur og vekjandi. Fólk fer að langa til þess að komast eitthvað burt úr borginni, þeg- ar það finnur hann. Enda streyma nú borgarbúar út úr bænum í allar áttir, halda hvert á land sem þá lystir, óbundnir af öllu og öllum. Farartækin eru alls staðar. Það er haldið í austur og vestur, suður og norður, með bílum, flugvélum eða bátum. Takmarkið er ým- | ist langt eða skammt undan. En I flestir • verða að fara eitthvað. Hinn fagri og víði hringur fjallanna við flóann okkar ýtir undir ferðalöngunina, sem bú- ið hefir í íslendingnum frá fyrstu tíð. OG SÖGUHETJAN heldur líka brátt af stað. í hópi kátra félaga á sama aldursskeiði, leggur hann leið sína að strætisvagnaafgreiðslu og bíður þar eftir vagni. Hvert skyldi hann vera að fara? Líklega fer þessi glaðværi hópur eitthvað langt. Þeir ætla auðsýnilega í úti- legu, það bera tjaldpokarnir með sér. Öræfin eru fjarlæg og freist- andi, kannski fara þeir til fjalla & í tímann. Þessir ungu og glað- væru piltar eru auðvitað að halda með strætisvagni fyrsta áfangann á hinar vinsælu sumar skemmtistöðvar Reykvíkinga. Þarna kemur strætisvagninn, sem þeir hafa beðið eftir. Hann er merktur „Vatnagarðar" og nú þyrpist fólkið inn í hann. Félagarnir fylgjast með straumnum, haldandi á föggum sínum, og þeir eru ekki þeir einu, sem það gera. Allt í kring um þá er fólk hlaðið ýmiss kon- ar pinklum og pökkum, svefn- pokum og tjaldpokum. Og nú rennur vagninn af stað. Hann heldur eftir götunum meðfram strandlengjunni. Gluggarnir eru opnir og fersk sjávargolan streymir inn um þá og gælir ^ unaðslega við hár ungmeyj- anna; það er margt sem golan má gera. Sjávarflöturinn er spegilsléttur og djúpblár. Esj- an, drottning sunnlenzkra fjalla, með örlitlar fannir í hlíð um sínum, speglar sig tíguleg í Kollafirðinum, fögur eins og kona á skautbúningi. Mávar og kríur flögra yfir sundunum. Um þau eru bátar á ferð af öllum stærðum og gerðum; seglskút- ur, árabátar og vélbátar. Stór- ir bátar og litlir. Sundin eru lands, og baka sig í heitum sand- inum, eða þurrum móunum þar fyrir ofan. Upp af ströndinni rísa veitinga- og gistiskálar og má glöggt sjá móta fyrir gangstígun- ; um meðfram og milli þeirra. Þang- I að er gott að hverfa, þegar hress- : andi sundi er lokið, sólin hefir þerrað líkamann, og fá sér ein- hvern svaladrykk við borðin fyrir ^framan húsin. Þá er gaman að horfa þaðan niður á ströndina, horfa á allt fólkið, sem skemmtir sér þar. Sumir liggja allan dag- inn og flatmaga í sólinni, en skreppa í sjóinn stund og stund „Tvær ástfangnar verur horfa yfir sundið, yffr til borgarinnar, þar sem þær munu heyja saman lífsbaráttuna, þegar fram líSa stundir. Kvöld- blærinn ýfir hár þeirra, svalur og áfengur...." henta betur að taka leigubíl til af- greiðslu umferðarmiðstöðvarinnar. Nei, þeir hljóta að hafa eitthvað annað og sérstakt í huga. ÓJÁ, það var svo sem auð- vitað að við gleymdum því, að tíminn hefir ekki staðið kyrr. Við verðum að minnast þess, að við erum komin tíu ár fram full af lífi. Fólkið streymir á hinn vinsæla skemmtistað, þar sem það í lítilli fjarlægð frá heimilum sínum, en þó algjör- lega rofið úr sambandi við há- vaða og skrölt borgarinnar, get- ur notið í ríkum mæli alls þess bezta, sem sumarið hefir upp á að bjóða. Grein og kvæíi: Örlygur Hálfdánarson. Teikningar: Jóhannes Jörundsson. á milli. Aðrir, aftur á móti, una sér lengst í sjónum, en skreppa af og til í land til að hvíla sig. Börnin hendast um sandinn, hend andi á milli sín boltum, dragandi á eftir sér bíla eða skip, byggj- andi hús úr sandinum eða eru í galsafengnum eltingaleik. Börn finna sér margt til skemmtunar á slíkum stað. VÍÐSVEGAR um sundið sjást litlir árabátar á ferð. Það er aðeins tvennt í hverjum þeirra. Það hefir löngum verið vin- sælt hjá ungum elskendum, sem alltaf er nóg af sem betur fer, að leigja sér lítinn bát og fara á honum um sundin, tvö útaf fyrir sig. Sérstaklega hefir eft- irspurnin eftir bátuzium verið mest á kvöldin, þegar sól er að setjast og stafar gullnum geisl- um sínum um fjörð og land. Þá er dásamlegt að horfa á bát- krílin berast hægt um sjóinn og hina ungu elskendur umvafða kyrrð og frið blikandi sund- anna. í MÓUNUM, fyrir ofan veit- ingahúsin á sjávarbakkanum, rísa alla vega lit tjöld. Þau eru um allan austurhluta eyjarinnar, í grængrösugum hvömmum inn milli skjólgóðra hóla. Tjöldin spretta upp á föstudagskvöldum og laugar- dögum, en hverfa svo aftur flest þeirra, þegar fólkið heldur heim til sín síðla sunnudags. Mörg standa þó lengur, það eru tjöld þeirra, sem dveljast þár í sumar- leyfum sinum eAq hluta úr þeim. »í bakaleiðinni ætla þelr svo að koma vlð I Viðeyjarstofu og skoða safnið, sem þar hefir verið stofnað tll minningar um þann, sem tengdur er nafni eyjarinnar um tíma og eilífð, Skúla Magnússon, landfógeta. Þang- og getur unga fólkið sótt óþrjótandi fróðleik um þennan merkilega mann og það tímabil, sem hann setti svip sinn á i sögu þjóðarinnar." VAGNINN er nú kominn úr gamla mið- og austurbænum, inn í Laugarnes, og heldur ferð sinni á- fram til Vatnagarða. Það sér vel yfir til Viðeyjar, sundið er ekki breiðara en svo, að vel sér yfir, þótt hins vegar fjarlægðin sé nóg til þess, að hljóð deyi flest út yfir sundinu. Þarna er þá sumar- land borgarbúa. Fólkið horfir yfir sundið, yfir til svartrar sandfjör- unnar, þar sem margt af því hefir oft áður verið og á vafalaust góð- ar minningar frá. Út frá ströndinni má greina stutta bryggjusporðana, þar sem bátunum er lagt að og margir stinga sér til sunds frá. Utar liggja litlir flekar fyrir fest- um. Þar hvíla sundmenn sig áður en þeir leggja aftur af stað til VATNAGARÐAR, ys og þys. Fólkið streymir út. Hlátrar, hróp og sköll. Borgarbúinn er að kveðja sínar daglegu annir og strit. Við tekur sumar og sól. Rennilegir farþegabátar leggja frá landi, hlaðnir fólki og farangri. Siglingin er stutt. Bátarnir kljúfa bláan flötinn með miklum hraða og það hvít- freyðir um rennileg stefni þeirra. En félagarnir velja ekki sjóleiðina að þessu sinni, þeir svífa hátt yfir sundunum í renni legri þyrilvængju, sem skilar þeim fljótt á áfangastað. Félag- arnir eiga sér ákveðinn stað, þar sem þeir tjalda alltaf, þeg- ar þeir eru í eynni. Hann er á henni norðanverðri, við litla lind, þar sem léttur blærinn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.