Tíminn - 07.03.1957, Blaðsíða 6

Tíminn - 07.03.1957, Blaðsíða 6
6 ERLENT YFIRLIT: Pietro Nenni Mussolim kenndi honum sósíalismann og síftan hefir hann verií helzti leiíStogi italskra jafnatiarmanna TÍMINN, fimmtudaginn 7. marz 1957. wm L Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Ritstjórar: Haukur Snorrason, Þórarinn Þórarinsson (áb.). Skrifstofur í Edduhúsi við Lindargötu. Símar: 81300, 81301, 81302 (ritstj. og blaðamenn), auglýsingar 82523, afgreiðsla 2323. Prentsmiðjan Edda h. f. Frelsisgríman dettur aí íhaldinu FRÓÐLEGAR umræður íara fram á Alþingi þessa dagana um frv. ríkisstjórn- arinnar um nýja yfirstjórn íisksölunnar. Þetta frum- varp gengur þó ekki lengra en það, að fela þriggja ænanna nefnd það vald til afskipta af fisksölunni, sem sj ávarútvegsmálaráðherra iheíur nú. Við framsögu máls Jns hefur hinsvegar verið gef Sð til kynna, að þessu valdi myndi sennilega verða beitt meira eftirleiðis en að und anförnu, til að auka eftirlit með fisksölunni og til að íoeina henni í heilbrigðari íarveg en hún hefir verið S um skeið. Ekki sízt kynni þessu valdi að verða beitt 'ífcil að leyfa meira frjálsræði á þessu sviði en viðgengizt Jbefur undanfarið. ÞESS HEFÐI átt að mega vænta, að umræddum íooðskap yrði ekki sízt tekið irel af málsvörum þess flokks sem öðrum fremur þykist andvígur einokun og höftum og læzt vilja vinna að sem mestu frjálsræði á öllum sviðum. Samkvæmt mál- ílutningi Sjálfstæðisflokks- ins fyrr og siðar, hefðu for- íkólfar hans nú átt að rísa •app og segja: Þótt við séum •um flest ósammála núver- andi ríkisstjórn, fögnum við samt þessu frumvarpi, ef það er ætlunin með því að stefna meira í frelsisátt. Frv. hefur hinsvegar síður en svo átt þessum móttökum að fagna af hendi Sjálfstæð- isflokksins. Einn af öðrum hafa þingmenn hans risið ’upp og lýst algerri andstöðu sSnni gegn frumvarpihu 'vegna þess að gefið hafi ver- :ið til kynna, að með því væri stefnt í átt til meira frelsis! HVERNIG í ósköpunum getur annað eins og þetta gerzt? Hvernig getur flokk- ur, sem þykist unna frelsi, risið gegn umræddu frum- varpi á þeim grundvelli, að því sé ætlað að auka frjáls- jræði á verzlunarsviðinu. Svarið er ákaflega einfalt. Sjálfstæðisfl. er ekki sá, sem hann þykist vera. Forkólfar hans hafa ekki snefil af á- huga fyrir frjálsræði í verzl un og viðskiptum. Öll hróp- ^rði þeirra um það, eru ein- 'ungis látalæti til að veiða auðtrúa smákaupmenn og annað saklaust fólk. Tak- mark forkólfanna er fyrst og fremst að koma upp ein- okunarfyrirtækjum og inn- leiða önnur sérréttindi fyrir gæðinga þeirra. Þjóðmála- stefnu hefur hann því enga, þótt hann sé að burðast við að láta þannig. Hans einasta sjónarmið er að þjóna klík- unni, sem ræður yfir hon- um. Þessari klíku hefur heppn azt í skjóli meiri og minni einokunaraðstöðu, að ná valdi yfir fiskverzluninni. Alveg sérstaklega gildir þetta þó á sviði saltfiskverzl- unarinnar. Þar hefur fyrir- tæki, sem þannig er upp- byggt, að sjö menn geta ráð ið á aðalfundum, fengið ein- okunarvald í skjóli póli- tískra áhrifa Sjálfstæðisfl. Nú óttast klíkan að þetta vald kunni að verða eitthvað skert. Þessvegna er það, sem frelsisgríman dettur nú af þingmönnum Sjálfstæðisfl. á Alþingi og þeir ganga fram fyrir skjöldu, einn af öðrum, til að verja helzta einokunar fyrirtæki landisns. ÞAÐ MÁ furðulegt vera ef þeir mörgu menn, sem hafa lagt einhvern trúnað á frelsisskraf leiðtoga Sjálf- stæðisflokksins, láta sér ekki þetta að kenningu verða. Það má t.d. furðulegt heita, ef smákaupmenn halda að sá flokkur, sem berst jafn harðlega fyrir einokun, sé hinn rétti aðili til að halda á málum þeirra. Sjá þeir ekki, að slíkir menn geta ekki háð nema sýndarbar- áttu fyrir verzlunarfrelsi? Halda þeir, að frelsistal þeirra, sem verja einokun S.Í.F., sé eitthvað sérlega þungt á metunum? Reynslan sýnir líka merk- in frá stjórnartíð Sjálfstæð- isflokksins. Meðan hann átti sæti í stjóni á árunum 1939 —1956, ukust hvers konar viðskiptahömlur og höft stórlega. Þá staðreynd ættu menn að hafa meira til marks um raunverulega af- stöðu hans en frelsisglam- ur hans síðan hann komst í stjórnarandstöðu. Enn dett ur líka frelsisgríman af hon um í hvert sinn, þegar til alvörunnar kemur, eirts og best sézt nú á Alþingi í um- ræðunum um fisksölumálin. þessu, að Nenni tók upp samvinnu við kommúnista eftir heimkomuna til Ítalíu. Milli jafnaðarmanna- flokksins og kommúnistaflokksins var komið á mjög nánu samstarfi, m. a. kosningabandalagi. Hægri mönnum jafnaðarmannaflokksins þótti þetta samstarf ganga of langt og leiddi það til þess, að flokkur- inn klofnaði. Árið 1947 gengu Saragat og ýmsir fleiri úr flokkn- um og stofnuðu nýjan jafnaðar- mannaflokk. Síðan hafa verið tveir jafnaðarmannaflokkar á Ítalíu. Jafnaðarmannaflokkur Sara- gats hefir oft tekið þátt í ríkis- stjórn með kristilega flokknum,1 m. a. um þessar mundir. í seinni tíð hefir ýmislegt bent! til þess, að Nenni væri búinn að t missa trúna á samstarfið við j kommúnista. Þetta kom þó ekki j fyllilega í ljós fyrr en eftir að. Krúsjeff hafði flutt ræðuna um J Stalín á flokksþingi rússneskra | kommúnista í fyrra. Þá greip, Nenni tækifærið og notaði ræðu Krusjeffs til ádeilu á stjórnarkerfi kommúnismans, þar sem afglöp Stalíns væru ekki aðeins óvöxtur skapbresta hans, heldur einnig hinna ólýðræðislegu stjórnarhátta. Síðan hélt Nenni þessum ádeilum áfram og breikkaði þannig smátt og smátt gjána á milli flokks síns og kommúnistaflokksins. Hann mun hafa talið rétt að fara að þessu öllu með gát, þar sem lang- varandi samstarf við kommúnista hafði haft það í för með sér, að ýmsir menn, sem voru mjög hlynntir þeim, höfðu hafist til mikilla áhrifa í flokki Nennis. Jafnframt þessu byrjaði Nenni að ræða um möguleika á því að sameina jafnaðarmannaflokkana. Fyrir atbeina aðalritara franska jafnaðarmannaflokksins, Pierre Commin, hittust þeir Nenni og Sarragat á síðastl. sumri og hófu undirbúningsviðræður um þessi mál. Saragat setti það sem skil- yrði, að slitið yrði allri samvinnu við kommúnista, en Nenni setti það skilyrði, að flokkur Saragats færi úr núv. ríkisstjórn. Nenni kvaðst geta fallist á, að Ítalía yrði áfram í Atlantshafsbandalaginu, en hann hafði áður gert það að skil- yrði, að Ítalía segði sig úr því. ÞESSI VIÐTÖL Nennis og Sara- gats fengu misjafnar viðtökur í flokki Nennis og varð því hlé á PIETRO NENNI þeim í bili. Ungverjalandsmálið saf Nenni hins vegar nýtt tæki- færi til að # taka málið upp að nvju. Hann notaði það, sem tilefni til aukmna árása á kommúnism- ann. Á flokksþingi, sem flokkur hans hélt í seinasta mánuði, fékk hann svó samþykkt næstum sam- hljóða að slíta samvinnunni við kommúnista og að leita samein- ingar við flokk Saragats. Hins veg- ar beið hann ósigur við kjör flokks stjórnarinnar. Hann fékk aðeins kjörna í flokksstjórnina. sem skip- uð er 81 manni, 27 af á- kveðnum fylgismönnum sínum. Þeir, sem vildu samvinnu við kom múnista, fengu hins vegar ekki nema 9 menn kjörna í flokksstjórn ina. Mest fylgi fékk listi, sem bor inn var fram af Morandi, eða 31 mann. Hann var studdur af mörg- um erindrekum og starfsmönnum flokksins, er óttast atvinnumissi, ef úr sameiningunni verður. Mor- andi hallast sjálfur helzt að því, að flokkurinn semji hvorki við kommúnista eða Saragat, heldur starfi alveg sjálfstætt. Svipuð virð ist aðstaða Basso, en listi hans fékk 14 menn kjörna í flokks- stjórnina. EFTIR ÞETTA áfall, hugðist Nenni fyrst að leggja niður flokks- forustuna, nema miðstjórnin lýsti sig fylgjandi sameiningartilraun hans. Ilún beygði sig fyrir þeim skilyrðum hans, en staða hans er sajnt ekki talin eins sterk og áð- ur. Á þingi, sem flokkur Saragats hélt nokkru síðar, var því sam- þykkt, að afstaða flokks Nennis væri svo óviss, að skilyrði fyrir sameiningu flokkanna væri enn ekki fyrir hendi. Þrátt fyrir þetta mun verða unn ið áfram að sameiningu flokkanna. (Framhald á 8. síðu) ‘BAÐSrOFAA/ Bezta verzlunin MORGUNBLAÐIÐ er að Iialda því fram í gær, að Tím- ínn sé fallinn frá þeirri skoð- iin, að kaupfélögin tryggi anönnum sannvirði vörunnar og samkeppni þeirra við kaup menn á jafnréttisgrundvelli fcryggi því bezta verzlun. Þetta er alger misskilning- ur. Þessar skoðanir Tímans eru óbreyttar enn. Hitt er svo Cinnað mál, að undir vissum kringumstæðum getur opin- bert verðlagseftirlit komið að talsverðu gagni, þótt oft verði líka hagnaðurinn af því meiri á pappírnum en í reynd. Mbl. vitnar í þessu sam- bandi til þéss, að samvinnu- verzlun í Reykjavík hafi ekki gefið eins góða raun og skyldi að undanförnu. Þetta er á vissan hátt rétt, en hún SEINUSTU mánuðina hefir þa'ð verið mjög á dagskrá á Ítalíu að sameina hina tvo jafnaðarmanna- flokka landsins, vinstri jafnaðar- mannaflokkinn undir forustu Nen- nis og hægri jafnaðarmannaflokk- inn undir forustu Saragats. Um skeið virtist þetta ætla að heppn- asl, en nokkur snurða hefir nú hlaupið aftur á þráðinn, svo að augljóst er, að ekki verður úr sameiningu flokkanna fyrst um sinn. Margt bendir þó til þess, að sameining flokkanna takist innan ekki langs tíma. Svo sterk öfl inn- an beggja flokkanna eru samein- ingunni fylgjandi. . Ef þessi sameining tekst, getur hún valdið þáttaskilum í stjórn- málum Ítalíu. Þess vegna hefir þessu sameiningarmáli verið veitt eins mikil athygli og raun ber vitni um. FORSAGA þessara mála verður bezt rakin með því að rekja ævi- feril þess manns, er hefir borið hæst ítalskra jafnaðarmanna sein- asta aldarfjórðunginn, en það er Pietro Nenni. Pietro Nenni er 66 ára gamall, bóndasonur, alinn upp sem töku- barn. Hann var kornungur, þegar hann byrjaði að skipta sér af stjórnmálum sem fylgismaður þá- verandi iýðveldisflokks. Það var byltingarflokkur þeirra tíma, and- vígur konungi, kirkju og aðli. Árið 1912 var Nenni handtekinn í fy.rsta sinn fyrir þátttöku í óeirðum, er beindust gegn liðsflutningum til Líberíu, er ítalir voru þá að her- taka. Um líkt leyti kynntist Nenni manni, er síðar átti eftir að koma mjög við sögu Ítalíu, Benito Mus- solini. Fyrstu kynnum þeirra bar saman í fangelsi, en síðar urðu þau allnáin. Mussolini var þá eld- heitur sósíalisti og átti hann mik- inn þátt í að snúa Nenni til fylgis við sósíalismann. Á fyrri heims- styrjaldarárunum skildu hins veg- ar leiðir þeirra. Nenni snerist til algers fylgis við sósíalismann, en Mussolini sneri við honum bakí og gerðist öfgafullur þjóðernissinni. Fljótlega eftir styrjöldina gekk Nenni endanlega í jafnaðarmanna- flokkinn og varð bráðlega ritstjóri að aðalblaði hans, Avanti. Því starfi hélt hann til 1926, er hann varð að flýja land vegna vaxandi yfirgangs fasistanna, er þoldu ekki lengur neina andstöðu. NENNI settist að í Frakklandi og dvaldi þar lengstum þangað til hann fór aftur heim til Ítalíu í lok síðari heimsstyrjaldarinnar. Úr útlegðinni stjórnaði hann jafnaðar- mannaflokki Ítalíu, er varð að starfa sem leynihreyfing. Jafn- framt kom hann á fót bandalagi allra andstæðinga fasista annarra en kommúnista. Þegar kommúnist- ar hófust handa um samfylkingar- „línuna" eftir 1933, gerðist Nenni hins vegar fylgjandi henni. Hann taldi rétt, að hinir sósíalistisku flokkar stæðu saman í svonefndum alþýðufylkingum. Útlegðin hafði haft þau áhrif á Nenni, að hann gerðist róttækari með aldrinum. ítalski jafnaðarmannaflokkurinn fór því öfuga leið við flesta aðra jafnaðarmannaflokka, er gerðust meira hægfara, þegar á leið. ÞAÐ VAR í beinu framhaldi af hefir ekki heldur notið fullr- ar jafnréttisaðstöðu við kaup menn, m. a. vegna skorts á veltufé. Tíminn er þeirrar skoðunar, að það myndi verða Reykvíkingum meira til raunverulegra hagsbóta að skapa samvinnuverzlun hér jafnréttisaðstöðu við kaupmenn en að treysta um of á verðlagseftirlit, þótt það geti gert gagn innan sinna takmarka. Vígsla HeiIsuverndarstöSvarinnar. K. E. SKRIFAR: „Síðastliðinn laugardag fór fram vígsla á Heilsuverndarstöð Reykjavíkur. Sá, er þetta ritar, taldi nú samt að bygging þessi væri fyrir nokkru búin, en svo mun þó ekki hafa veriö, að sögn form. bygg- ingarnefndar. Útvarpið flutti í fréttaauka um kvöldið parta úr ræðum þeirra ,er töluðu við þetta tækifæri. Voru þeir ræðupartar um of klipptir við nögl, t. d. ræða félagsmálaráðherrans, sem voru aðeins örfá orð. Þá hefði og átt vel við, að einhver af okkar góðu prestum þessa bæjar hefði verið fenginn til að flytja stofn- un sem þessari, ámaðaróskir frá sjónarhóli kristinnar trúar." TildurshætUr í bygglngastíl. ENN SEGIR K. E.: „Heilsuvernd- arstöð þessi er mikil bygging, enda hefir byggingarkostnaður hennar orðið æði hár, eða um 18 millj. króna. Byggingin öll er talin vera um 16 þús. rúmmetrar að stærð, og getur þá hver sem vill reiknað út kostnað á hvern rúmmetra, en hann er allhár. — Hefði vissulega mátt fá mun meira rúmmál út úr byggingu þessari fyrir sömu fjárupphæð og áður er á minnst, ef meiri hagsýni hefði verið viðhöfð með ytra form byggingarinnar. Má og bæta því við, að útlit Heilsu- verndarstoðvar Reykjavíkur er nokkuð táknræn mynd af tildurs- hætti okkar í byggingarstíl líð- andi stundar“. Lengra morgunútvarp. „HÚSMÓÐIR" sendir þetta bréf- korn: „Ég sakna þess, að morg- unútvarpi skuli ljúka með veður- fregnunum kl. 9,10. Að þeim lokn um finnst mér ætti að koma „þátturinn við vinnuna", og vera á hverjum degi, t. d. klst. í senn, alls konar hljómlist af grammó- fón eða bandi, helzt efnisval til skiptis, t. d. píanómúsík einn dag inn, fiðla annan daginn, dans- músík þriðja daginn o. s. frv. Ein- hver skemmtilegur náungi gæti rabbað um músíkina og listamenn ina um leið og hann væri að skipta um lag. Eins og sakir standa hlustar fjöldi fólks á Kefiavíkurstöðina, en heppilegra væri, að búa að eigin afla, einnig á þessu sviði. Á þessum tíma morgunsins, meðan húsverkin standa yfir, er gott að eiga völ á hljómlist til dægrastyttingar heima fyrir.“ — Þetta virðist vera skynsamleg og sanngjörn tillaga og framkvæmd hennar mundi óefað verða vinsæl. Út- varpsráð getur ekki kvartað yfir því, að það fái ekki alls konar hugmyndir frá hlustendum og má vera þakklátt. g. „ ., — Flnnur,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.