Tíminn - 15.03.1957, Side 4
T í MIN N, fösludaginn 15. marz 1957.
Fara frjáislega með landafræðina,
en haida sér annars við staðreyndir
Gttnnar Leistikow rætíir vitS Richard Fletcher
um kvikmyndina „Víkingarnir“, sem tekin
verður í Noregi og Normandí í sumar
— Við munum leita aS
hentugum stöðum til kvik-
myndatökunnar úr helikopt-
er og flugbát, sagði Richard
Fleischer, sem er leikstjóri
kvikmyndarinnar Víkingsins
fréttaritaranum skömmu áð-
ur en hann lagði upp til
Skandinavíu. Þótt kvikmynda
takan sjálf eigi ekki að hefj-
ast fyrr en 15. júní, fer hann
af stað um þessar mundir til
að taka nauðsynlegar ákvarð-
anir og Ijúka undirbúningi.
Einnig mun hann verða viðstadd
ur, er þremur víkingaskipum verð-
ur hrundið af stokkunum í Askvik
ekammt frá Bergen hinn 14. marz.
Myndin er tekin af einkafélagi
Kirks Douglas, Bryna Company,
og United Artists mun annast dreif
ingu hennar. Kirk Douglas mun
sjálfur leika aðalhlutverkið, Oric,
þræl Ragnars loðbrókar, en kvik-
xnyndin er tekin eftir skáldsögu
Edisons Marshalls.
Fleischer dvaldi í Noregi í sept-
ember síðastliðnum til að finna
etað, þar sem l'andslag væri hæfi-
legt til kvikmyndatökunnar, en
fann þá svo marga staði, sem vel
hentuðu, að endanlegri ákvörðun
var frestað til vors. Nú er eftir að
velja milli Harðangursfjarðar og
Haiestrand í Sogni.
við notum til fyrirmyndar. Það er
greinilegt, að víkingarnir hafa ver-
ið lægri vexti en nútímamenn og
hafa einkum haft styttri handleggi,
því að það er næstum ómögulegt
fyrir nútímamenn að róa í slíkum
þrengslum. Svo að eftir allt saman
eru því takmörk sett, hve nákvæm-
lega við getum farið að fyrirmynd-
um víkingaaldar. Það er heldur
ekki auðvelt að róa slíkum farkosti
í takt, en nú eru 200 manns frá
ýmgum róðrakhibbum í Danmörku
að æfa sig undir þetta. Til þess
að gera þá hæfilega sólbrennda
höfum við leigt 100 háfjallasólir.
i — Fer öll myndatakan fram í
I Noregi?
! — Nei, innanhúss verður kvik-
myndað í Þýzkalandi og Frakk-
landi vegna þess að við gátum ekki
, fundið nógu rúm húsakynni hvorki
í Osló, Stokkhólmi eða Kaup-
mannahöfn. Auk þess fer hluti
myndarinnar fram í Englandi, þar
sem norsku víkingarnir gera inn-
rás. Aðalkvenhlutverkið er þannig
velska prinsessan Morgana, sem
víkingarnir taka til fanga, en þræll
inn Oric, þ. e. a. s. Kirk Douglas,
' frelsar hana. Enn er ekki tímabært
að segja frá því hver mun fara
með þetta hlutverk, en innan
skamms verður skýrt frá því í
Hollywood.
I Normandí
— Hluti myndarinnar verður þá
tekinn í Englandi?
! — Það var ráðgert upprunalega.
; En við þurfum; á að halda kastala,
sem víkingarnir ráðast á, og okkur
hefir ekki tekizt að finna enskan
Ikastala frá tímabilinu 960—1000,
| sem var ekki í rústum ellegar hafði
| verið endurreistur á síðari tímum.
I En af tdviljun fann ég kastala,
| sem hafði varðveitzt sérlega veí,
i Fort Lafotte í Bretagne, með tveim
| ur vindubrúm og öllu, sem með
þarf. Landslagið þar er beinlínis
I ævintýralegt og engin nútímabygg-
! ing í grennd. Hann er byggður um
j 960 og við höfum fengið leyfi til
I að nota hann. Þannig verðum við
| að fara dálítið frjálslega með landa
j fræðina.
— Le:ka aðeins Ameríkumenn í
i myndinni?
I — Nei. þvert á móti, við ætlum
I einmitt að fara að ræða við marga
; skandinaviska leikara. Vitaskuld
j verða bæði statistar og kvikmynda
menn frá Danmörku, Noregi og
Svíþjóð. Af þeim ástæðum m. a.
þarf ég nú að fara til Kaupmanna-
hafnar, Stokkhólms, Oslóar og
. Bergen.
|
Gunnar Leistikow.
Meira fóður — betra fóður
ísl. námsmaður fær styrk til fram-
haldsnáms frá Rotary Foundation
í Noregi
— Við munum fara til Noregs
ineð allan útbúnað og starfslið, en
þar fer mestöll kvikmyndatakan
fram. Við leggjum mikla áherzlu
á að allt verði jafn sannsögulegt
og unnt er. Þetta verður engin
venjuleg „Hollywoodmynd“, og við
látum ekki víkingana ganga með
hjálma með hornum enda tíðkað-
ust slíkir hjálmar alls ekki um ár-
ið 1000, en þá á kvikmyndin að
gerast. En við höfum líka komizt
að raun um að hinir raunverulegu
víkingahjálmar voru ekki síður
stórkostlegir og skelfilegir en hinir
hyrndu hjálmar, sem voru ofnotað-
ir í enskum víkingamyndum. Við
getum gert kvikmyndina svona
eannferðuga vegna þess að við höf-
um notið ágætrar aðstoðar ýmissa
safna, einkum Fornminjasafnsins í
Osló, Sjóminjasafnsins í Bergen og
Þjóðminjasafnsins í Kaupmanna-
höfn. Prófessor Johannes Böe í
Bergen og prófessor Listad í Osló
eru okkur til aðstoðar sem tækni-
legir ráðunautar og frá vopnasafn-
jnu í Bygdöy höfum við fengið
eftirmyndir af hinum raunverulegu
vopnum víkinganna, svo að í kvik-
myndinni verður barizt með sam-
bærilegum vopnum og víkingarnir
notuðu sjálfir. Síðan í desember
hafa tréskurðarmenn verið að
verki við að gera drekahöfuð á
skipin eftir sannsögulegum fyrir-
myndum. Við ætlum líka að gera
víkingakastala með Trelleborg að
fyrirmynd.
Rotary Foundation er sjóður,
sem Kótaryklúbbar hafa stofnað
i niinningu stofnenda Rotary-
hrevfingarinnar, Poul Harris. —
Sjóðurinn er orðinn all öflugur,
og veitir á næsta háskólaári 123
mönnum víðsvegar að úr heimi
styrk til framhaldsnáms að
1 venjulegu háskólaprófi loknu.
Samtaís nema styrkirnir um
$ 300.000,oo.
Síðan sjóðurinn var stofnaður
I árið 1947, hafa 948 manns frá 61
landi hlotið stvrk úr honum. Úr
sjóðnum hafa þegar verið veittir
styrkir, sem nema yfir $ 2.250.
000,oo. ■
Rótaryfélagar kosta að jafnaði
kapps um að gera stúdentunum
námsdvölina sem ánægjulegasta,
bjóða þeim á fundi, á heimili sín,
í ferðalög o.s.frv.
Tveir Islendingar hafa til þessa
notið styrks úr sjóðnum, Jón
Bergs, lögfræðingur, sem stundaði
framhaldsnám í lögfræði við
Columbía-háskólann í New York,
skólaárið 1953—1954 og María
Sigurðardóttir, viðskiptafræðing-
ur, sem var við nám í utanríkis-
viðskiptum við háskólann í Heidel
berg skólaárið 1955—1956.
Þriðji íslendingurinn Jón G.
Tómasson, stud. jur., Reykjavík,
hefur nú hlotið styrk úr sjóðnum
til framhaldsnáms skólaárið 1957
—1958.
Tíu íslendingum boSin ókeypis skóla-
vist á sænskum verknámssk. i sumar
Mikil fjárfesting
— Það er varla ódýrt að gera
evo sannsögulega víkingamynd?
— Nei, það er það ekki. Við
reiknum með því að kvikmyndin
muni kosta þrjár milljónir dollara,
þar af verður einum þriðja varið í
Noregi. Skipin ein munu kosta um
20.000 dollara hvert. Þau verða á
að gizka 65 metra löng með 35 ár-
um á borð. Það er ekki auðvelt að
gera víkingaskip nú á dögum en
til allrar hamingju getum við
Etuðzt við fyrri reynslu, m. a. á
reynslunni, sem fékkst 1896 af
víkingaskipinu, sem þá var siglt
til heimssýningarinnar í Chicago.
Þannig vitum við t. d., að við neyð-
umst til að hafa lengra rúm á milli
þóftanna en er á skipunum, sem
Fyrir milligöngu Norræna fé
lagsins mun íslenzku æskufólki
verða veitt ókeypis skólavist á
0=by Lantmannaskola í sumar.
Osby er kauptún norðarlega í
Skáne í Suður-Svíþjóð við járn
brautarlínuna Hassleholm —
Nassjö. Alls mun skólinn veita
tíu íslendingum ókeypis skóla-
vist.
Hér er um tvennt að ræða:
1) Sex mánaða garðyrkjunám
, skeið, sem hefst í aprílbyrjun.
Dvölin (kennsla, fæði og hús-
næði) er ókeypis og auk þess
greiðir skólinn kr. 50,00 sænsk-
ar á mánuði í vasapeninga. Nem
i endur vinna eða stunda verklegt
nám hálfan daginn.
2) Fimm mánaða verklegt og
bóklegt námskeið, sem hefst í
apríllok. Veitt verða sömu hlunn
indi og áður voru nefnd. Nám-
skeið þetta er fyrst og fremst
ætlað unglingum á aldrinum 15—-
18 ára. Nemendur þessa námskeiðs
vinna einnig hálfan daginn að
landbúnaðarstörfum.
3) Fimm mánaða bóklegur
sumarskóli, sem hefst í lok apríl
mánaðar. Á þessu námskeiði eru
kenndar ýmsar bóklegar greinar,
en ekki krafist vinnu af nemend
um. Dvölin er ókeypis, en engir
vasapeningar látnir í té.
Umsóknir ásamt meðmælum
skulu sendar Norræna félaginu í
Reykjavík (Box 912).
Þýzkur tækniháskóli
býður námsstyrk
Tækniháskólinn í Aachen (Rein
isch-Westfálische Technische Hoch
schule Aachen) hefur boðizt til
að veita íslendingi námsstyrk
skólaárið 1957—1958.
Styrkurinn er að fjárhæð 250
þýzk mörk á mánuði um 9 mán-
aða skeið, fr ál. nóvemeb rl957
að telja til 31. júlí 1958. Umsækj-
endur verða að hafa stundað tækni
nám við háskóla að minnsta kosti
í tvö ár eða nýlokið fullnaðar-
prófi frá háskóla. Nægileg þýzku
kunnátta er áskilin. Eftirfarandi
tæknigreinar er hægt að nema
við skólann: húsagerðarlist, bygg
ingarverkfræði, vélaverkfræði, raf
magnsverkfræði, namaverkfræði
og málmnámafræði.
Ekki verða teknar til greina
umsóknir frá stúdentum, sem eru
við nám í Þýzkalándi eða hafa ver
ið við nám í því landi.
Umsóknareyðublöð og nánari
menntamálaráðuneytinu. Umsókn-
upplýsingar um styrkinn fást í
arfrestur er til 1. maí næstkom
andi.
I GÆR hitti undirritaður Klem
enz á Sámsstöðum. Hann var ný-
kominn ofan af Hvanneyri, þar
sem hann hefir kennt við fram-
haldsdeildina um tíma.
Hvaða námsgreinir kennir þú
við framhaldsdeildina?
— Kennslugreinar mínar eru
akureyrkja, grastegundir og fræ-
| rækt. Auk þess flutti ég fyrirlestra
! við framhaldsdeildina um grænfóð
■ ur og kartöflurækt og fyrirlestur
um áburð við bændaskólann.
Áburð já, vel á minnst. í sein-
asta búnaðarþætti hér í blaðinu
var ofurlítið drepið á þau mál og
í framhaldi af því væri vel viðeig-
andi að þú segir lesendum Tímans
eitthvað frá þeim áburðartilraun-
um, sem þú hefir með höndum á
Sámstöðum.
Jú, rétt er það. Langar mig þá
til þess að ræða lítillega um eitt
atriði en það er calcium-fosfór-
hlutfallið í íslenzku heyi, við notk
un tilbúins áburðar. Eðlilegt hlut-
fall milli Ca og P í fóðrinu á að
vera 1,5:1. En nú hefir komið í
i Ijós í tilraunum hjá mér, að cal-
\ cium-fosfathlutfallið í heyi breyt-
! ist við mikla notkun tilbúins á-
i burðar.
j Svo virðist sem Kjarni setji
! niður calcíuminnihald heysins þeg
ar fram líður, ef ekki er jafnframt
borið á auðleyst kalk, eða kalká-
burður. í tilraunareitum, þar sem
borið hefir verið á 180 kg N
(hreint efni), 120 kg PÍOn og 160
kg KjO á ha, verður hlutfallið ná-
lægt 1:1. Mér virðist því sem mjög
hár skammtur af þeim áburðar-
efnum, sem við nú eigum völ á,
haldi calcium-magninu ekki í því
hlutfalli við fosfórinn, sem æski-
legt verður að teljast, þótt mikið
gras fáist og fosfórmagnið hækki.
En calciummagnið þarf að hækka
jafnhliða og meira til. Við áburð-
arnotkun er margt, sem kemur til
greina og að mínum dómi er ekki
vandinn leystur, þó við fáum mík-
ið gras. En áburðarlaust land býr
enginn maður við, það búskapar-
lag er að hverfa. Áburðarlaust
land hefir það þó sér til ágætis,
að efnahlutföll eru sæmilega hag-
kvæm í flestum tilfellutn, og fóður
af áburðarlausu eða áburðarlitlu
landi hefir skilað íslenzkum bú-
peningi sæmilega góðum, ef skepn
urnar hafa fengið nægju sína af
þessu grasi. En nútíma búskapur
þarf áburð, mikinn og réttan á-
burð. Um búfjáráburðinn eða haug
áburð er það að segja, að hann er
góður og alhliða, en hann takmark
ar uppskeruna.
Ég vil í þessu sambandi geta
þess, að ég er á móti þeirri kenn-
ingu, að ekki eigi að nýta búfjár-
áburðinn. Búfjáráburður hefir
heppileg áhrif á jarðveginn og frá
þjóðhagslegu sjónarmiði er okkur
hagkvæmt að nota hann.
Fyrir hvert tonn af haug í yfir-
breiðslu fást 70—100 kg af töðu og
nær helmingi meira fyrir jafna
þyngd af þvagi. En við höfum ým-
is önnur ráð til þess að auka upp-
skeruna. Margir hafa borið á
aukaskammt af köfnunarefni jafn-
hliða búfjáráburðinum, án þess að
bera fosfórsýru og kalí á líka. Um
þetta atriði hafa í sex ár verið
gerðar tilraunir á Sámsstöðum,
þannig, að komið hefir verið í
sem svarar 20 smálestum af haug
og 41 kg af köfnunarefni (hreinu
efni) á ha. Komið hefir í Ijós, að
steinefnin í skítnum eru of lítil í
hlutfalli við áborið köfnunarefni,
og er uppskeran af tilraunareitn-
um farin að minnka. En á næsta
reit sem fær í viðbót P og K (fos-
fór og kalí) virðast efnahlutföllin
vera hagkvæmari og líkari því,
sem við eigum að hafa í heyi.
Fyrrnefndi reiturinn virðist ekki
hafa sömu efnahlutföll í heyinu og
einnig gefur minni uppskeru.
Sá háttur, sem sumir hafa við-
haft, að bera á 70 kg af köfnunar-
efni (hreint efni) annað árið og
skít + 40 kg N hitt árið, er auð-
vitað rangur, enda hefir þetta gef-
ið þá raun, að beinasýki og óheil-
brigði hefir komið fram í skepn-
um, sem fóðraðar hafa verið á
slíku fóðri.
— Viltu segja okkur eitthvað
l meira frá tilraunum þínum með til
búinn áburð og calcium-fosfothlut-
fallið í heyi?
— TILRAUNIR MED köfnunar-
efnistegundir benda til að kalk-
saltpétur viðhaldi hagstæðu cal-
cium-fosfathlutfalli í heyinu. Þess-
ar tilraunir með kalksaltpétur ná
yfir 12 ár. Til samanburðar rná
segja, að þar sem brennisteinssúrt
ammoníak er borið á. er hlutfallið
mun óhagstæðara. Ennfremur virð
ist, að Kjarni sé ekki fær um að
halda hagstæðu Ca-fosfór hlutfalli
í heyi á móts við kallcsaltpétur.
Ég vil taka það fram, segir Kle-
menz, að ég segi þetta ekki af því
að ég sé á móti framleiðslu köfn-
unarefnisáburðar þess, sem fram-
leiddur er hér innanlands, heldur
verður að segja hverja sögu eins
og hún gengur, og þær litlu rann-
sóknir, sem nú eru í gangi, hníga
í þá átt, að Kjarni sýrir jarðveg-
ínn smám saman, sé hann notaður
með þeim tegundum steinefna,
sem nú eru á markaðinum. Muni
því ekki þær áburðartegundir, sem
nú eru almennt notaðar hér, við-
halda því calcium-fosfór-hlutfalli,
sem venjulega er í náttúrlegu óá-
bornu grasi. Annars má segja,
hélt tilraunastjórinn áfram, að
rannsóknir á þeim atriðum, sem
ég hefi hér minnst á, um notkun
tilbúins áburðar og áhrifa þeirra,
er gætir á heygæðin við misjafn-
lega skynsamlega notlcun hans,
séu enn á byrjunarstigi. Hins veg-
ar má telja, að þær fáu athuganir,
sem stefnt hefir verið að um notk-
un tilbúinna áburðarefna hnigi í
þá átt, að hér sé um það mikilvægt
málefni að ræða, við heyfram-
leiðslu í landinu, að þörf sé auk-
inna rannsókna, jafnhliða því, sem
notkun Kjarna á hverja flatarein-
inga lands verður meiri.
ÞANNIG FÓRUST Klemenz á
Sámsstöðum orð. Hann er elzti til-
raunastjóri okkar og ástæða til
þess að veita athygli því, er hann
segir um ræktunarmál. — J. J. D.
ísl. stúlkur á
danskan verk-
námsskóla
Fyrir atbeina Norræna félags-
ins býður Store Restrup Hus-
mandsskole fjóruin íslenzkum
stúlkum skólavist fyrir helniing
dvalarkostnaðar á sumarnám-
skeiði skólans, sem hefst 3. maí
og stendur til 30. águst.
Store Restrup er í Hhnmerland
á Norður-Jótlandi, um 12 km frá
Álaborg, við þjóðveginn Álaborg-
Nibe.
Umsóknir ásamt afriti af próf-
skírteinum og meðmælum skóla-
' stjóra, kennara eða vinnuveit-
i enda skulu sendar Norræna félag
inu í Reykjavík (Box 912) fyrir
10. apríl n. k.
George Kennan fær bók-
menntavertSlaun fyrir bók
sína, „Russia leaves
the war“
NEW YORK, 13. marz. — George
Kennan, fyrrum sendiherra Banda
ríkjanna i Moskva, hefir fengið
ein helzlu bókmenntaverðlaun
Bandaríkjanna fyrir bók sína
„Russia leaves the war“, sem fjall-
ar um rússnesk-bandarísk sam-
skipti á árunum 1917—1920. Kenn-
an var þekktur stjórnmálamaður
unz hann dró sig í hlé árið 1953.
Hann dvelst nú við Princeton-há-
skóla í New Jersey. Meðal bóka,
er hann hefir ritað, má nefna:
American Diplomacy, 1900—1950,
og „Realities of American For-
eign Policy*. Kennan er nú 53 ára
að aldri.