Tíminn - 17.03.1957, Page 4

Tíminn - 17.03.1957, Page 4
4 T í M I N N, sunnudaginn 17. mara 1957. Jónas Þorbergsson: Á fornum slóðum i. ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON ritstjóri heí'ir fariö þess á leit, að ég, sem fyrrum ritandi maður við blöð Framsóknar- flokksins og um stutt skeið ritstjóri Tímans, legði nokkur orð í belg á 40 ára afmæli; blaðsins. Af þessu tilefni hvarflar! frugur minn um 37 ár aftur í tímann til atviks, er gerðist árið 1920 öndverðlega, að Bergsteinn Kolbeinsson bóndi í Kaupangi í Eyjafirði gerði| sér ferð að Halldórsstöðum í1 Laxárdal í Þingeyjarsýslu,! þar sem eg þá dvaldist, og fór! þess á leit við mig, að eg tæki j að mér ritstjórn Dags á Akur- eyri þá þegar næsta vor. — Náðum við Bergsteinn sam- komulagi og setti eg það skil- yrði, að Dagur yrði stækkaður að formi í þá stærð, sem hann hafði lengi síðan, og kæmi út vikulega fjögurra síðna blað. II. Fyrsta tbl. Dags undir minni stjórn kom út 27. apríl þá um vorið. — Eg hafði raunar litla hugmynd um, hverskonar vanda eg tókst á hendur; því síður, til hvers myndi leiða. — Eg var lítt ritæfður; hafði ritað nokkrar dreifðar grein- ar í blöð og eina grein í tíma- rit Valtýs Guðmundssonar, Eimreiðina: „Ásmundar sögu fótalausa“, árið 1917. — En byggja mín hafði snemma mótazt af þingeyskri sam- vinnu og ungmennafélags- hreyfingunni. — Auk þess hafði eg verið ákafur lesandi Skinfaxa undir ritstjórn Jón- asar Jónssonar frá Hriflu. Og haustið 1916, er eg kom heim eftir sex ára dvöl vestan hafs, hreyfst eg strax með þeirri öldu nýrrar landsmálahreyf- ingar, er ungir menn í Reykjavík höfðu um þær mundir vakið, undir forustu Jónasar Jónssonar og sem leiddi til stofnunar blaðanna Tímans og Dags og stofnun- ar Framsóknarflokksins. — Stefna Dags í þjóðmálum varð því frá öndverðu í öll- um höfuðgreinum samkvæm þeirri stefnuskrá, er Fram- sóknarflokkurinn hafði mark- að og birt í Tímanum. Framsóknarflokkurinn reis á legg, að langflestar sakir margra alda hnignunar lágu óbættar hjá garði og innan- landsmálin vanrækt í mörg- um efnum. — Stjórnmála- þjarkið út af viðureigninni árum urðu mér bæði kærir og hugstæðir: Jónas Jónsson frá Hriflu var frá öndverðu sannnefnd- ur eldstólpi þessarar herfar- ar. Hann var óviðjafnanlega hugfrjór og baráttuharður; við Dani um heimastjórn og ótæmandi brunnur nýrra Ilafnarstjórn, Valtýzkuna.i hugmynda og verkefna, allra grútinn og bræðinginn, langs- j manna vökulastur og afkasta- um og þversum, varð ungumjmestur til ftarfa. — Hug- mönnum leiðigjarnt og til lít- sjónaorka hans, eldmóður og illar fullnægju, einkum eftir i málflutningur var á þeim ár- að ungmennafélögin komu til um allt til samans magnað sögunnar stuttu eftir alda- í þvílíkri kyngi, að áhrif henn- mótin. Vakningaraldan og.ar fóru sem snarpur gustur hugsjónaorkan brauzt um fast1 um hugi manna út á hvert í hugardjúpum æskunnar í(landshorn og ungir menn landinu og leitaði til yfir- j spruttu upp til fylgdar við borðsins í raunhæfum at-1 hann hvarvetna við götu höfnum. — Örlagarikasta út-! hans. — Viö Jónas Jónsson! fyrir landsverzlun. Jafnframt Akureyrarbær. „Yngri bræð-1 ur“ voru þeir Sigvaldi og Jó- hannes Þorsteinssynir. Á ár- um fyrra stríðsins neitaði Magnús að hækka verð búð- arvara sinna i blóra við hækkandi verðlag stríðsár- anna, sem mun þó hafa verið algild regla kaupmanna um þær mundir. — Almennt skoð- að má reyndar segja, að margt fé fjarstæðara, með því að við lækkandi verðlag eru kaup- menn oft neyddir til að selja eldri og dýrari vörubirgðir sínar undir réttu verði. — En Magnús mun hafa litið svo á, að ekki væru fyrir hendi lík- ur til söínunar vörubirgða á þeim árum, enda voru að- flutningar til landsins um þær mundir háðir miklum örðug- leikum. — En Magnús var til annars og meira fallinn en smákaupmennsku. Hann gekk í þjónustu landsins, þegar örðugleikarnir kröfðust úr- valsmanna, til þess að standa rás þeirrar orku fyrir land og vorum aldrei með öllu sam- þjóð var stofnun Framsóknar- mála um baráttutækni. Eigi flokksins og málgagna hans. ■ i t i k j-i.. ’» IV. Framsóknarflokkurinn og blöð hans hófu þegar harða sókn við mikla fátækt en af því hugrekki, sem ósíngjörn hugsjónabarátta blæs mönn-j um í brjóst. — Skorti frá upphafi hvorki málefni né andstæðinga. — Kaupmanna-1 valdið var um þær mundir að fullu tekið við af embættis- mannavaldinu um forustu bæði í samkvæmislífinu og í þjóðmálum. — Verzlunar- ágóða sínum vörðu kaup- menn að vanda meðal annarsj til þess að kosta útgáfu margra blaða til varnar hags- munaaðstöðu sinni og til árása á samvinnufélögin í landinu. — Vörn fyrir málstað sam- vinnustefnunnar í landinu og almennra félagsmálasamtaka varð þegar sjálfsagt vérkefnij blaða Framsóknarflokksins, með því að flokkurinn og blöð hans voru risin af grunni samvinnustefnunnar og ung- mennafélagshreyfingarinnar. — Bakgrunnur flokksstefn- unnar mátti í öndverðu telj- ast vera víðsýn og djúpstæð félagsmálahyggja með þaö byrjunarverkefni framundan, að orka sterkri vakningu al- mennings í landinu til sam- taka og samstarfs um úr- lausnir vandamála og er fram liði stundir til landsmála- samtaka á Alþingi um þjóö- viðreisn og allsherjarframfar- að siður var samstarf okkar náið og ánægjulegt alla mína ritstjórnartíð við blöðin, til ársloka 1929. gekk hann í hina ungu sveit framsóknarmanna. — Magn- ús var harður og óvæginn bar- áttumaður fyrir hvern þann málstað, er hann taldi réttan vera og þjóðheillavænlegan. Jónas Þorbergsson, ritstjóri Tímans 1927—1930. III. Hugarorka íslendinga hafði um undangengna marga tugi á;ra eyðst í átökunum við Dani Úm endurheimt sjálfsforræð- ís og niðurbrot verzlunar- þrælkunar Dana. Þjóðskör- ungum 19. aldar hafði raunar orðið mikið ágengt. Fyrsti áfangi sj álfstæðisbaráttunn- ar vannst 1874, annar 1904 með stofnun ráðuneytis í Reykjavík og skamt var um þær mundir að bíða hins þriðja árið 1918. — Á vett- vangi landsviðreisnar höfðu nokkur stórvirki þegar unnizt. Fyrsta kaupfélagið var stofn- að í Þingeyjarsýslu 1882, Samband íslenzkra sam- vinnufélaga 1902 í Yztafelli, Ræktunarfélag Norðurlands stofnað 1903 og Búnaðarfé- lag íslands litlu síðar, samn- ingur gerður við Stóra Nor- ræna ritsímafélagið um rit- símasamband við útlönd og landsíminn lagður 1906, Eim- skipafélag íslands stofnað 1914 svo nokkuð sé talið. — Samt sem áður var því svo háttað um þær mundir, er ir í landinu. Byrjunarár þjóðvakningar- innar, sem Framsóknarflokk- urinn orkaði, hafa orðið hug- stæð öllum þeim mönnum, sem nutu þeirra og lögðu þar hönd að verki. — Það var því líkast, að vakna upp á vor- degi, undir sólarupprás, ung- ur, lífsþyrstur, djarfhuga og verkfús með langan vinnudag framundan. — Uppvaxtarár Framsóknarflokksins urðu á- nægjulegasta skeið starfsæfi minnar. Vitundin um þátt- töku í víðtækri samfylking ungra hugsjónamanna, er sóttu fram til nýrrar aldar viðreinsar og þjóðframfara, veitti mér starfsgleði og hvatningu, til þess að gera mitt ýtrasta. — Eg var 7 yz ár þessa skeiðs ritstjóri Dags á Akureyri og átti því ekki kost mikilla kynna né samneytis við höfuðforustumenn flokks- ins í Reykjavík. — Það er ekki ætlun mín, að fjölyrða í þessu máli ýkjamikið um einstaka höfuðforustumenn þessara ára né samherja. Þó óska eg að minnast hér sérstaklega þriggja manna, sem á þeim Hallgrímur Kristinsson var einstakt glæsimenni og sú manngerð, sem vakti aödáun og hlýhug’ allra manna, er hann átti við að skifta, mót- herja jafnt og samherja. — í honum brann þvílíkur eldur hugsjóna og framsóknar, sem hlaut að eyða upphafsorku sinni skjótar en hún yrði endurnýjuð. — Hann féll frá á blómaskeiði starfsæfi sinn- ar og varð hverjum manni harmdauði. — Hallgrímur Kristinsson var þessháttar maður, sem viö brottför lætur eftir sig Ijúfsáran trega og þakklátssemi vina sinna og samherja. — Fráfall hans varð mér þungbært. — Hann einn allra forustumanna sam- takanna hafði einlæglega við- urkennt viðleitni mína. Og hann hafði óumbeðinn og ótilkvaddur sýnt mér dreng- skaparbragö, sem ekki fyrn- ist. Magnús Kristjánsson var sérstök manngerð og fágæt. Hann var annar „eldri bræðra“ svonefndra, sem ráku fyrr meir verzlun innarlega í Réttsýni hans og drengskap- ur var hvorttveggja óbrigðult og vakti virðingu og traust hvers þess manns, sem hafði af honum náin kynni. Enda þótt eg í þessu máli láti mér nægja, að neína þessa þrjá menn í upphaflegu forustuliði flokksins, er þess ekki að dyljast, að fleiri menn í hópi samherjanna voru mér andlega nákomnir, og að eg, meðal þeirra, átti persónulega vini, sem veittu mér styrk og hvatningu. V. Eg hefi látið til leiðast, að reika aftur um þessar fornu slóðir, enda þótt mér sé ljóst, að þeir menn, er síðar komu inn á ruddan veg og sem nú starfa við gjörbreyttar þjóð- félagsástæður, leiði sér sjald- an í hug og eigi torvelt með að skilja þá örðugleika, sem frumherjarnir áttu við að etja. Örðugust var fátæktin, sem á upphafsárum samtak- anna 'og lengi síðan var svo almenn í landinu. Framgang- ur málstaðarins, vöxtur sam- takanna og útgáfa nýrra blaða, hlaut frá öndverðu að verða háð fórnarlund ogþjón- ustusemi margra hugsjóna- manna. Engir sjóðir voru fyr- ir hendi; engar fjáröflunar- leiðir aðrar en sams.kot fá- tækra manna. — Félagsstarf- ið allt hlaut í fyrstu að verða ólaunuð sjálfboðavinna. Liðs kvaðningin hlaut að liggja þyngst á höfuðforustumanni samtakanna, Jónasi Jónssyni og nánustu samverkamönn- um hans og mun enginn nokkru sinni vita né meta það sjálfboðastarf, er þeir i upp- hafi inntu af höndum. Vera má, að einhverjum, sem les þessar frásagnir mín- ar, renni sá grunur í hug, að eg vilji með þeim gera upp- hafsmenn Framsóknarflokks- ins, sem unnu mikil sjálfboða- störf og rituou blöð flokksins við lítil eða engin laun, að p'slarvottum. — Við þessu óska eg að s!á ákveðinn var- nagla. Stofnun og upphafs- starf Framsóknarflokksins var aðeins einn þáttur hins óhemjumikla, víðtæka og margháttaða fórnarstarfs,sem íslendingar á 19. öld og fyrstu áratugum hinnar tuttugustu hafa unnið til viðreisnar landi og þjóð: — þeirra, sem end- urheimtu sjálfsforræði þjóð- arinnar, slitu af henni verzl- unarhelsi Dana, þeirra, sem fylktu liði samvinnubænda og brutu selstöðuverzlanir Dana á bak aftur, þeirra, sem reistu úr rústum atvinnuvegi lands- ins til sjávar og sveita, þeirra, sem hófu málstað verka- manna til vegs og viðurlcenn- ingar, svo fátt eitt sé talið. — Þeir menn, sem muna þessa tíma og áttu spor ,í þessari fórnargöngu, búa nú í nýju landi og með nýrri þjóö. Milli elztu kynslóðarinnar í land- inu og hinnar yngstu éi' stað- fest óvenju stórfellt djúp mikilla og snöggra þjóðfélags- umbyltinga. — Mælt ef að elztu og yngstu kynslóðum sérhvers tímaskeiðs veitist örðugt að skilja hvor aðra. — Árgæzkan hefir leikið við land og þjóð nú um hálfrar aldar bil og þjóðin búið við vaxandi velmegun og jafn- framt vaxandi óhófsemi. — Elztu menn, núlifandi, áttu uppvöxt sinn bg fyrstu þroska- ár á harðindatímum síðustu áratuga 19. aldar; tímum vesturflutninganna, þegar ná- lega ekkert var til í landinu, gert af mannahöndum, utan moldarkofar í sveitum lands- ins, en við sjóinn verbúðir byggðar á sama hátt og opnir róðrarbátar til sjósóknar. — Þessir menn eiga djúpstæðar minningar og bera í vitund sinni leyndan ugg um það, að svipult er veðurfár við norð- urheimsska'utsbaug,- að enn frjósa höf við Norðurpól og að enn búa íslenzk eldfjöíl yfir leyndum ógnum. — Efalaust myndi það álítast vafasöm þjóðhollusta, að óska íslend- ingum þess, að þeir ættu enn og síðar fyrir höndum það hlutverk, að reisa land sitt úr rústum; að þeir ættu enn ó- lifaða hamingjudaga þjóðar- sársaukans og fórnarstarfsins þvílíka, sem fyrri kynslóðir áttu. — Svo fjarri fer því, að frumherjarnir í öllum grein- um viðreisnarmálanna hafi litið á sig sem píslarvotta, að enginn þeirra hefði getað kosið sér annað og betra hlut- skipti. VI. Ýtarlegar frásagnir af þjóð- málaágreiningi í landjnu og vopnaviðskiftum blaðanna á uppvaxtarskeiði Framsóknar- flokksins falla utan þeirrar umgerðar, sem eg hefi.rnark-

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.