Tíminn - 31.03.1957, Qupperneq 2

Tíminn - 31.03.1957, Qupperneq 2
2 T í M I N N, suuuudagiun 31. marz 1957, Siédeiiar kynna rit dr. Helga Péinrss í hátíSasal Háskólans kl 3 \ dag Stúdentaráð Háskóla íslands gengst fyrir bókmennta- kynningu í hátíðasal háskólans sunnudaginn 31. marz n. k. kl. 3 e. h. Það er altítt um þá menn, sem styrr hefir staðið um í lifanda lífi, að þögn rílcir um þá fyrstu árin eða jafnvel áratugina eftir lát þeirra. Stúdentaráði þykir óhæfi- leg þögn hafa ríkt um minningu dr. Helga Pjeturss. Að vísu hefir félag verið stofnað um lieimspeki- kenningar hans, en Stúdentaráði þykir samt ástæða til að minnast hans nokkuð. Því hefir stúdentaráð ákveðið að minnast dr. Helga Pjeturss á 85 ára afmælisdegi hans 31. marz mcð því að halda kynningu á heim- spekikenningum hans og vísinda- störfum. Hefir Jóhannes Áskels- son jarðfræðingur tekið að sér að tala um vísindamennslcu dr. Helga á sviði náttúrufr. og einkum jarð- fræði, en Gunnar Ragnarsson mag- ister í heimspeki mun gera grein fyrir heimspekikenningum hans. Þá munu stúdentar lesa upp úr “ Verkum dr. Helga. Bókmenntakynning þessi, sem verður á sunnudaginn kl. 3 e. h., ■er öllum opin og er aðgangur ó- keypis. Gulina hliðið í síð- ! asta skipti Gullna hliðið hefur nú verið sýnl sex siunum á Akranesi við mjög góða aðsókn og undirtektir. Leikdórarar blaðanna hafa ein- róma lofað sýninguna og dáðst að hvílíkum árangri hópur lítt reyndra áhugamanna hefur náð þar, undirstjórn hins þrautreynda leikstjóra, Lárusar Pálssonar. Síð- asta sýning leiksins verður í dag og hefst hún kl. 4. Telpao fannst eftir fimm daga útiSegu Samkvæmt upplýsingum, sem blaðið fékk í gær frá Erlu Guð- jónsdóttur, kvenlögregluþjóni, er telpan, sem lýst var eftir, komin fram. Hún hvarf að heiman síðast- liðinn þriðjudag, en fannst í gær. Hafði ekkert orðið að henni í úti- legunni. Siðan parið lagðist út í vetur, virðist sem útilega sé í nokk urri tízku hjá unglingum. Munu þeir í sumum tilfellum vera að afla sér frægðar meðal kunningj- anna, svo geðsleg sem sú frægð er. „Jafnvel ráðhermm skylt að fylgja sann- færingu sinniu LONDON, 30. marz. — Selwyn Lloyd, utanríkisráðherra Breta, sagði í London í dag, að hann harmaði mjög, að Salisbury lávarð ur hefði ákveðið að hverfa úr ríkisstjórninni, vegna deilunnar um að leysa Makaríos erkibiskup úr haldi. Lloyd sagði, að lávarð- urinn væri hinn mesti hæfileika- maður, sem slcaði væri að missa úr stjórninni. Hins vegar ættu allir, og jafnvel ráðherrar að fylgja sannfæringu sinni, og það hefði verið ástæðan fyrir hvarfi ráðherrans úr stjórninni. Lloyd sagði, að barátta öryggissveitanna á Kýpur gegn hermdarverkamönn um EOKA liefði gefið svo góða raun, að fært þætti að leysa erki- biskupinn úr haldi. Sextugur: Guðmundur Matthíasson á Óspaksstöðum Bc?aS tíl fundar um launamál kvenna sem vinna hjá ríki eða bæjarfélögum Á morgun, mánudaginn 1. apríl, heldur Starfsmannafé- lag ríkirA-tofnana sérstakan fund um launamál kvenna í Al- þýðuhúsinu kl. 8,30 síðdegis. Yfirlýsing frá samn- ingasiefnd verka- lýðsfélaganna 1955 Blaðinu barst eftirfarandi athugasemd í gær: Að gefnu tilefni vegna blaða- skrifa undanfarna daga um til- gang kaupgjaldsbaráttunnar 1955, viljum við undirritaðir, sem þá skipuðum samninganefnd verka- lýðsfélaganna, taka fram eftirfar- andi: Af hálfu verkaiýðsfélaganna var lagt út í kaupgjaldsbaráttuna vet- urinn 1955 vegna þess að kjör verkafólks höfðu rýrnað á undan- förnum árum, kaupmáttur tíma- kaupsins hafði minnkað. Þessu til sönnunar lögðu verkalýðsfélögin m. a. fram álitsgerð þeirra hag- fræðinganna Torfa Ásgeirssonar og Haralds Jóhannssonar, en sam- kvæmt niðurstöðum þeirra þurfti tímakaupið í febrúar 1955 að hækka um 20 % til þess að kaup- máttur þess væri hinn sami og á miðju ári 1947. Þessar niðurstöð- ur hagfræðinganna voru aldrei vé- fengdar af neinum. 14 verkalýðs- félög stóðu í upphafi sameiginlega að uppsögninni, kröfugerðum og verkfallsákvörðun. Fulltrúar þess- ara verkalýðsfélaga kusu samninga nefndina. Þrátt fyrir mismunandi stjórnmálaskoðanir forustumanna þeirra verkalýðsfélaga, sem hér áttu hlut að máli kom aldrei til ágreinings þeirra á milli um nauð- syn kaupgjaldsbaráttunnar, kröfu- gerðina, rekstur verkfallsins eða endanlega samningagerð. Annað en það sem ,hér er sagt um tilgang verkalýðsfélaganna með kaupgjaldsbaráttunni og verk- fallinu mikla 1955 er ekki sann- leikanum samkvæmt. Reykjavík, 30. marz 1957 Eðvarð Sigurðsson (sign) Eggert G. Þorsteinsson (sign) Snorri Jónsson (sign) Björn Bjarnason (sign) Hermann Guðmundsson (sign) Benedikt Davíðsson (sign) Á þennan fund er boðið öllum konum, sem taka laun hjá ríki eða bæjarfélögum, þó að þær séu ekki félagar í Starfsmannafélaginu. Nefnd félagskvenna hefir undir búið þennan fund. Framsögu- menn verða af hálfU félagsins Val- borg Bentsdóttir og Petrína Ja- kobsson og gestir félagsins Anna Slvs á Soður- « V Það slys varð um hádegið í gær á Suðurlandsbraut á móts við Múla, að fimm ára gömul telpa varð fyrir bifreið og meiddist illa. Bifreiðin, sem var olíubifreið, ók vestur Suðurlandsbraut, en barnið virðist hafa komið frá hægri veg- arbrún og hlaupið á hægri hlið vagnsins. Telpan heitir Margrét i Gunnarsdóttir, Suðurlandsbraut 40. Hún var flutt í sjúkrahús og kom í ljós, að hún hafði höfuðkúpubrotn- að og rifbeinsbrotnað. Um önnur meiðsl var ekki kunnugt í gær- kvöldi, en þá hafði Margrét ekki komið til meðvitundar. Rannsókn- arlögreglan óskar eftir vitnum að þessu slysi. Peter Freuchen kem- ur hingað á miðv.dag Hinn frægi danski landkönn- u'ður, Peter Frauchen, er væntan legur hingað til lands 3. apríl, I boði Stúdentafélags Reykjavíkur. Mun hann halda hér tvo fyrir- lestra um Grænland. Peter Freuc hen verður kynntur fyrir stúd- entum á kvöldvöku félagsins, sem haldin verður í Sjálfstæðishús- inu föstudaginn 5. apríl. I Loftsdóttir hjúkrunarkona og Inga I Jóhannesdóttir skrásetjari hjá j Landsíma íslands. I Hér er um mikilsvert mál að ' ræða, og er full ástæða til að hvetja þær konur, er hér eiga hlut að máli, til þess að sækja fund- inn og ræða það frá ýmsum hlið- um. Fermingarskeyti K.F.U.M. ! í dag fer fram ferming í þjóð- kirkjunni í Hafnarfirði. Eins og undanfarin ár mun KFUM og K hafa fermingarskeyti til sölu. Skeyti þessi eru mjög smekkleg og getur fólk valið um tvær teg- undir, annað hvort fallega litprent aða rós eða litmynd af sr. Friðriki Friðrikssyni. Til að gera fólki auð- veldara fyrir verða skeytin til sölu á þremur stöðum í bænum. f húsi félagsins, Hverfisgötu 15, og í tveimur bifreiðum sem verða stað- settar á horni Norðurbrautar og yesturbrautar og á torginu hjá Álfafelli. Hvert skeyti kostar tíu krónur og sér félagið um að út- búa þau að öllu leyti og koma þeim til viðtakanda ef óskað er. Lá í svefndái (Framhald af 1. síðu). Ekki vaknaður í gærkveldi. Maðurinn var ekki vaknaður í gærkveldi, þegar blaðið frétti síð- ast, en hins vegar mun hann ekki vera í neinni lífshættu, þrátt fyrir þungan svefn. Er líklegt að mað- urinn hafi ætlað að stytta sér aldur vegna þess sem honum hafði orðið á fyrir austan. Mun það harla fátítt hér og heyrir til ný- lundu, að hérlendir menn taki svo nærri sér smávægilegar yfirsjón- ir. Sýslumaðurinn í Árnessýslu mun hafa rannsókn málsins á hendi og verður maðurinn að lík indum fluttur austur til yfir- heyrslu þegar hann vaknau og hefir náð sér eftir deyfilyfin. Öðrum kjarnorkukaíkáti Bandaríkja manna hleypt af stokkimum í gær Á morgun, 1. apríl, er Guðmund ur Matthíasson, bóndi á Óspaks- stöðuin í Hrútafirði 60 ára. — Hann er fæddur á Auðshaugi á Barðaströnd, sonur Matthíasar Ebenesarsonar, síðar í Gjarðey á Breiðafirði ,og konu hans, Katrín ar Guðmundsdóttur frá Nýjubúð í Rifi, Bjarnasonar. Guðmundur var sjómaður á yngri árum. Hann kvæntist 6. júlí 1926, Jóhönnu Guðrúnu Guðna- dóttur frá Óspaksstöðum, Einars- sonar. Þau byrjuðu búskap að Straumi á Skógarströnd og bjuggu þar til ársius 1936, en þá fluttust þau að Óspaksstöðum í Hrútafirði, sem er vestasta jörðin í Norðlend ingafjórðungj, og hafa búið þar K: siðan. Áður bjuggu á Óspaksstöð um, frá því um aldamót til ársins 1934, Jngþór Björnsson og Hall- bera Þórðardóttir kona hans, og áttu þau mörg börn. Ingþór kom anjög við sögu í málefnum sveitar og sýslu. Hann lézt 1934, aðeins 56 ára gamall. Guð.mundur á Óspaksstöðum er dugnaðármaður að hverju sem hann gengur. Hugur hans mun hafa stefnt bæði að sveitalífi og sjómennsku. Eins og áður segir stundaði hann sjóinn á yngri ár- um, "bæði á togurum og smærri skipum. Búskapurinn hefur verið áðalviðfangsefni hans síðustu 30 árin. ,og hann hefur unnið að umbótum á ábýlisjörð sinni. En til skamms tíma hefur hann stund um skroppið suður á land á vetrar vertíðum til starfa um hríð í ver stöðvuin þar. Á þennan hátt hefur hann haldið nokkru sambandi við athafnalífið við sjóinn á þeim tíina, þcgar mest umsvif eru þar og afnnir í sambandi við fiskveiðar og fiskverkun. Mun Guðmundur ekki eingöngu hafa farið þessar ferðir til þess að afla sér tekna, heldur jafnframt vegna löngunar til þess að halda við kynnum sín- um af sjávarútveginum og taka þátt í verkum á því sviði, eins og hann gerði þegar hann var ungur. Á undanförnum árum hefur Guð mundur verið verkstjóri á haustin hjá Kaupfélagi Hrútfirðinga á Borðeyri. Börn Guðmundar og Jóhönnu konu hans eru fjögur, nú öll upp- komin, tvær dætur og tveir synir. Eldri dóttir þeirra, Mattea Katrín er búsett í Reykjavík, gift Ingimar Einarssyni bifreiðastjóra. Hin syst kinin, Jóhann Gunnar, Sigrún og Gísli, eiga heima á Óspaksstöðum. Guðmundur Matthíasson er vel metinn og vinsæll hjá sveitungum sínum og samstarfsmönnum. Á þessum tímamótum í ævi Guð mundar, vil ég flytja honum og fjölskyldu hans beztu árnaðarósk- ir. Sk. G. LONDON, 30. marz. — Öðrum kjarnorkukafbát Bandaríkjanna var hleypt af stokkunum í fylk- inu Connecticut í dag. Hlaut hann nafnið Seawolf (Sæúlfurinn). — Kafbáturinn, sem er 3200 smá- lestir, er rúmlega 300 feta lang- ur. Fyrsti kjarnorkukafbátur Bandaríkjanna, Nautilus, er nú Asahláka í Eyjafir'ði AKUREYRI í gær. — Hér er hlý- viðri, komst hitinn í dag í 12 stig. Er því asahláka og tekur snjó ört. Mikill vöxtur er í ám og lækjum. Starfsmenn vegagerðarinnar voru önnum kafnir í dag úti á þjóð- vegum að veita vatni í ræsin og forða skemmdum á veginum. Enn er alhvítt í Eyjafirði, nema þegar kemur fram í sveitina, þar er jörð mjög komin upp úr. Kartöflurnar settar til spírunar ÞYKKVABÆ í gær. — Hér er sumarblíða, 10 stiga hiti og snjór inn alveg farinn. Hér var þó all- mikill áfreri og haglaust lengi. — Kartöfluforðinn úr jarðhúsunum er nú að mestu farinn á markað. Menn eru farnir að setja kartöflur til spírunar, og byrja vonandi að undirbúa garðana síðari hluta apríl, ef tíð leyfir. Mun kartöflu- ræktin ekki verða minnkuð hér, enda er hún annar aðalatvinnuveg- ur sveitarinnar. SG í höfn í Bandaríkjunum eftir að liafa siglt um það bil 60.000 sjó- mílur, eða rúmlcga 2Vi sinnum kring uni jörðina, án þess að taka eldsncyti. Eyddi kafbátur- inn í þessari tveggja ára ferð ekki meira eldsneyti en litlum úrauíummola á stærð við raf- magnsperu. LokiÖ tveggja mánaÖa innistööu ÁSGARÐI í Grímsnesi í gær. — Mjög hefir snjórinn minnkað síð- ustu daga, en þó er enn allmikill snjór um miðhluta sveitarinnar, einkum við Svínavatn. Jörðin kem ur klakalaus undan snjónum og með grænum blæ. Vatnselgur er ekki mikill í þessum ieysingTTm, enda gleypir jörðin leysingarvatn- ið þar sem hún er þíð. ÁE. Alltaf flugsamgöngur við Þórshöfn ÞÓRSHÖFN í gær. — Hér er nú góðviðri, en lítið hefir þó tekið enn, enda var snjórinn geysimik- ill, og hefir verið hér samfelld innigjöf í sjö vikur. Jörð er nú að koma á stöku stað, helzt úti við sjóinn. Flugvöllurinn hefir þó alltaf verið fær, enda er hann á sjávarbökkum, þar sem af skefur, og hafa flugsamgöngur verið öðru hverju í allan vetur. Ekkert er unnið á Heiðarfjalli, en þar dvelja um 50 Bandaríkjamenn í radar- stöðinni. JJ Strandið (Framhald af 1. síðu). í gær með dælum, enda gekk sjór lítið yfir það. Stóð svo í gærkveldi, að þeir voru enn um borð og ekki vitað, hvað þeir hyggðust fyrir, en þeir höfðu skeytasamband við eig- endur skipsins. Vií erum sem leystir úr álögum HJARÐARFELLI í gær. — Mikil breyting hefir orðið hér síðustu dagana. í hlákunni hefir snjóinn mjög tekið, og er víða komin góð jörð. Bílar eru farnir að hreyfa sig innsveitis, og verið er að ryðja veginn til Borgarness og vonir til að hann opnist í kvöld. Ófært er enn yfir Kerlingaskarð en ekki mjög mikill snjór á því. Við erum sem leystir úr álögum eftir hinn langa snjókafla. GG Brattabrekka rudd LAUGUM í gær. — Hér er nú komin ágæt beitarjörð og leiðir að opnast eftir langa lokun. Verið er að ryðja vegina um Dali, og er gert ráð fyrir, að vegurinn yfir Bröttubrekku verði ruddur næstu daga. Geysimikill snjór var í SuðUrdölum, meiri en hér vest- ar í sýslunni. Hinn nýi ráðunautur Búnaðarsambands Dalamanna Bjarni Finnbogason, er að hefja starf hér og boðar til funda með bændum. EK

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.