Tíminn - 10.05.1957, Blaðsíða 4

Tíminn - 10.05.1957, Blaðsíða 4
^4* Nýr heimsmeistari Nú hefir sú spáin rætzt, sem flestir spáðu, að Botvinnik mundi ■ekki standast hinum yngri landa sínum, Smyslov, snúning. Eftir að hafa setið einvaldur að æðsta íign ■armerki skáklistarinnar í níu ár hefir )>essi skákjöfur loksins orðið að lúta í lægra haldi og við sæti hans tekur áskorandinn, tauga- sterkur, ungur maður, sem áreið- anlega lítur framtíðina björtum augum, og hugsar hverjum þeim þegjandi þörfina, sem hyggst velta honum úr sessi. Smyslov er vafa- laust öruggasti skákmaður, sem nú er uppi og það er með ólíkind- um, aS nokkrum takist að sigra hann næstu árin. Þetta er einungis niin skoðun, en ég býst við að fleiri séu sammála mér í því efni. Annars er framþróun þessara mála að sjálfsögðu sem annars staðar; einn kemur öðrum meiri, um það þarf onginn að efast. Úrslitin í einvíginu urðu annars þau, að Smyslov hafði 12V2 vinn- ing gegn 9V2. Eftir þessu að dæma hefir Botvinnik ekki talið það svara kostnaði að tefla tvær síð- ustu .skákirnar og gefið einvígið vegna vonlausrar aðstöðu sinnar. Við skulum nú athuga eina skák úr einvígi þessu. Hún sýnir Ijós- lcga, að Botvinnik getur ennþá bitið hraustlega írá sér. 4. skákin. Hv: ^myslov Sv: Botvinnik Sikileyjarvörn. 1. e4—c5 2. Rf3—Rc6 3. d4—cxd 4. Rxd4—Rf6 5. Rc3—d6 6. Bg5— eG 7. Dd2—a6 8. 0—0—0, h6 9. Bc3 (Þessi staða kom einnig upp í skákum nr. 2 og 8. í þeirri fyrri lék Botvinnik 9.—Rg4, en sá leik- ur reyndist honum illa, svo hann •Tcynir aðra leið.) 9—Bd7 10. f3 (Of hægfara Ieikur. í 8. skákinni :Jék Smyslov 10. f4 og vann þá með glæsibrag.) 10.—b5 11. Rxc6—Bx- cO 12. Df2—Dc7 13. Bd3—Be7 14. Dg3 (Leikið til að framkalla veik- •ingu á kóngsvængnum.) 14,—g6 lh. Kbl—0—0—0 (Dirfskufull á- kvörðun, en svartur verður með einhverjum ráðum að koma á sam- starfi milli hróka sinna. Kostur- inn cr líka sá, að hvítur er ekki viðbúinn íil sóknar á drottningar- væng.) 16. Df2—Kb7 17. Re2—e5 (Nuuðsynlegt til að hindra Rd4.) 18. Rcl (Traustur leikur einkenn- andi fyrir Smyslov. Hins vegar er hann einum of traustur, ef svo mætti að orði komast, því að hann átti hér völ á allhættulegri leik- flétlu: 18. c4—bxc 19. Bxc4—Bxd- 3f 20. Bd3— og vegna þess hve taflið hefir opnazt mikið er svarta kóngsstaðan I mikilli hættu.) 18.— d5 19. exd —Rxd5 20. Hhel—f5 21. Rb3—R>:e3 22. Dxe3—Bd6 23. c4 (Ennþá góður leikur, en ekki eins áhrifamikill og áður). 23.—bxc 24. Bxc4—Db8 25. De2 (Það er ólíkt Smyslov að forðast drottningar- kaup sé honum nokkur hagur uf þcim .Hér átti hann um tvær góð- ar laiðir að velja. a) 25. Hcl—Dx- D 28. HkD og hótar bæði Ra5f og BxaOf. b) 25. Bd5.) 25,—Ka7 26. Hel—Bb7 27. Hedl—e4 (Botvinnik sagði eftir skákina að þessi leik- ur væri rlæmur. Rétt hefði verið 27.—Bb3.) 28. Bd5—Bf4 29. Bxc6 (Þi' :si sl iptamunsfórn Smyslovs er árc;ðati)oga byggð á misskilningi, og homtm hefir ereinilega sézt yfir hinn sterka 30. leik svarts. Rétt var 29. Hc5—Bd6 30. Ilc2.) 29,— Bxcl 39. Bd5—Be3 31. fxe—fxe 32. Df4 (Betri möguleiki virðist 32 Ra5 —Dxa5 33. Dxe3f.) 32,— Hh7 33. Dxe4—Hhd7 34. Hd3— Bg5 35. Df3 (Nú er hvítur dauða- dæmdur ci.ns og Botvinnik sýnir fram á í nokkrum leikjum.) 35.— Hxd5 36. Hxd5—Dglf 37. Kc2— Hc8f 33 Kd3—Dblf 39. Kd4—Dx- b2t 40. Ke4—He8f 41. Kd3 og gafst upp um leið. Staðan er von- laus eftir 41.—He3f 42. DxH— BxD 43. KxB—Dxa2. Góð frammistaða Ingvars Ásmundssonar. Fréttir hafa borizt frá Svíþjóð þess efnis, að Ingvar Ásmundsson, sem þar dvelst við nám um þessar mundir, hafi unnið allsterkt mót í Stokkhólmi og orðið annar á al- þjóðamóti í Þrándheimi. Hið íyrr- nefnda mótið mun hafa verið æf- ingarmót hjá Södra-skákklúbbnum í Stokkhólmi, og tóku þar þátt auk Ingvars fimm-sterkir sænskir skák menn, þar á meðal fjórir landsliðs menn. Er ekki að orðlengja, að Ingvar vann mót þetta með miki- um yfirburðum, sigraði alla and- stæðinga sína og hlaut 5 vinninga. Röðin var annars þessi: 1. Ingvar með 5 vinninga. 2. Z. Nilsson 4 vinninga (Nilsson hefir yfirleitt verið talinn einn af beztu skák- mönnum Svía.) 3.—4. Skjöld og Coliett 2 vinninga. 5. Joffe IV2 vinning. 6. IJörberg V2 vinning. Hér birtist svo úrslita-skákin úr mótinu. Hv: Z. Nilsson Sv: Ingvar Frönsk vörn. 1. e4—e6 2. d4—d5 3. Rc3—Bb4 (Liðlegra afbrigði en 3.—Rf6.) 4. a3 (Nilsson, sem er mikill ieóríu- maður, hyggst koma andstæðingi sínum á óvart þegar í byrjun, en Ingvar sýnir að hann er vandan- um vaxinn og meira en bað.) 4.— Bxc3 5. bxc3—dxe4 6. Dg4—Rf6 (Eðlilegasti og bezti leikurinn.) 7. Dxg7—Hg8 8. Dh6—Hg6 9. De3— Bd7 (Ingvar fer sér að engu óðs- lega. Hann hyggst styrkja e-peð sitt með biskupnum og koma síð- an drottningarriddara sínum í spilið.) 10. Re2—Bc6 11. Rg3 (11. Rf4 virðist í alla staði eðlilegri RITSTJORI: FRIÐRIK OLAFSSON leikur. Á g3 á riddarinn enga íram tíð fyrir sér.) 11.—Rbd7 12. c4 (Kemur að vísu í veg fyrir —Rd5, en veikir í stærra mæli miðborðs- peðastöðuna, Bezt var 12. Be2) 12. —Rg4! (Tngvar hefir hernaðar- aðgerðir sínar.) 13. Df4—e5 14. dxe—Rdxe5 15. Bb2 (Hvað nnn- að?) 15.—Dd6! (Óhugnanlega sterkur leikur. Aðalhótunin er — Rd3t og vinnur hvítu 'lrottning- una.) 16. Bxe5—Rxe5. 17. De3— Rg4 (Ekkert lát or á ofsóknun- um!) 18. Dc3—Df4 (Nú sru góð ráð dýr.) 19. Dh8f—Ke7 20. Dd4 'm. * M1 ii WM....® I H k 8 i if %11 m 'WB Wé ÍM wm- mrn. 20,—Hd6 21. Re2—DÍ5 22. Rg3— Da5f og livítur gafst upp. Mjög sannfærandi vinningur. Frá hinu mótinu, sem Ingvar tók þátt í hafa litlar sem engar fréttir borizt. Hið eina, sem vitað er um það mót, er að Svíinn Stern- er varð nr. 1, en Ingvar nr. 2. Því er ekki hægt að dæma neitt út frá því. Ingvar mun tefla í íslenzku stúd entasveitinni hér í Reykjavík nú í sumar og er ekki að efa, að henni verður mikill styrkur að honum. « & m tM t Doktor Knock Þjóðleikhús helztu menningar- landa eru stundum talin nokkuð íhaldssöm með efnisval. Venjulega eru ekki sýnd á sviðum þeirra nema svokölluð sígild — klassisk — verk, þ. e. a. s. leikrit, sem staðið hafa af sér öll óveður og hnútuköst og vandlátustu leikhús- |gestir vilja sjá. Þannig er þessu og farið í vöggu leiklistarinnar, París- arborg. Þennan hátt er að vonum ekki hægt að hafa án undantekningar í litlum höfuðstað, svo sem Reykja- vík. Þar verður Þjóðleikhúsið að synda á milli skers og báru, sýna sígild leikrit og jafnframt önnur, sem eru í deiglunni, og gegna þar með hlutverki einkaleikhúsa stór- þjóðanna, að ryðja brautina. Frá því að Þjóðleikhúsið íók til starfa hefir það skilið réttilega þetta tví- þætta hlutverk sitt. Og enda þótt ; um sígild leikrit sé að ræða, eru þau þó oft og tíðum lítt þekkt hér á landi, sem vonlegt er. En þegar þannig stendur á, er einmitt skylda Þjóðleikhússins að láta þau ganga fyrir hinum, ef hægt er við að koma. Franski gamanleikurinn Doktor Knock, sem Þjóðleikhúsið sýnir nú, er komið í tölu sígildra verka í heimalandi sínu. Það er nú sýnt við og við í þjóðleikhúsinu í París og raunar um alla álfuna og víðar. Hötundur þess, Jules Romains, er með mikilvirkustu rithöfundum samtíðar sinnar og meðlimur frönsku akademíunnar. I Doktor Knock er ádeila, efnis- mikið leikrit og prýðilega samið. Það er skemmtilegt og fyndið, svo ' að áhorfendur veltast um í hlátri. Aðalpersónan, doktor Knock, er í raun og veru ofstækið í manns- mynd. Ilann sér aðeins eitt, læknis- listina. Um annað varðar hann ekki. Ilann getur helzt ekki hugað til að neinn lifandi maður komist : af án hennar, þ. e. a. s. komizt hjá ' að verða veikur og láta hjúkra sér. |jafnvel menn, sem ekki hafa efni á að borga fyrir læknishjálp, skulu j ekki sleppa, hinir eru að vísu látn- jir borga þeim mun ríflegar. Hann ‘ sér á hverjum manni einhver sjúk- dómseinkenni. Að lokum þorir hann tæplega að skoða sjálfan sig í spegli. Eins og fleiri ofstækismenn hefir hann nokkuð til síns máls. Til að mynda það, að alls staðar eru sótt- kveikjur, bæði í drykkjarvatni og annars staðar. Hinu stingur hann undir stól, að líkami mannsins er svo dásamlega úr garði gerður að sóttkveikjur vinna að jafnaði ekki á honum, ef menn lifa heilbrigðu lífi og líða ekki skort, b- e. a. s., ef ekki er um skæðar pestir að ræða eða landfarsóttir. Á hinn bóg- inn geta víst flestir orðið veikir, ef menn ímynda sér, að um alvar- lega sjúkdóma sé að ræða, er menn finna til þreytu eða gigtar- stings. Ef menn leggjast þá í rúm- ið, draga fyrir gluggann og hætta að borða, þá er vísast, að ekki líði á löngu, áður en vitja þurfi læknis. Þetta leikrit lúrir á ýmsu, sem sumir áhorfendur koma kannske ekki auga á í fljótu bragði. Þar er ekki eingöngu verið að deila á lækna eða vissa tegund beirra, né það fólk, sem gjarnan vill trúa því, að það sé heilsuveilla en það er í raun og veru. Þar er verið að deila á hvers konar ofstæki og alla þá, sem ekki sjá nema eina hlið á hverju máli, alla þá, sem láta hamslausan áróður teyma sig á asnaeyrum. Þessi franski gamanleikur hefir alls staðar vakið athygli, þar sem hann hefir verið sýndur og notið almennra vinsælda. Með því að gefa mönnum kost á að sjá hann, hefir Þjóðleikhúsið verið trútt köll- un sinni og rækt skyldu sína: að kynna sígild verk, góð og skemmti- leg leikrit. _____________Björn L. Jónsson. Allir farfuglar komnir nema ófönshaninn AKUREYRI í gær. — Hér hefur verið undanfarið bezta veður — sól og hiti. — Miklar leysingar eru í ám. Allir farfugiar eru nú hingað komnir nema óðinshan- inn, sem alltaf kemur með síðustu skipunum. TÍMINN, föstudaginn 10, maí 1957. Nýr bátur í Sandgerði Þessi rjiiegi bátur heltir Hrönn og er elgendi samnefnds hlutafélags i Sandgerði. Smíði hans var lokið eftir áramót í vetur hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur. Báturinn er 55 lestir að stærð búinn beztu tækjum og hefir reynzt ve! frá því að hann hóf róðra seint í febrúar. Myndin er fekin af bátnum í Raykjavíkurhöfn fyrir nokkru. (Ljósm.: G. Ásg.). FyrirhugaS aS stofna nýja handa- vinnudeild við Lönguinýrarskóla N&sta ár veríur lagt heitt vatn í skólann úr uppsprettunum í Reykjarhólnum Frá fréttaritara Tímans á Sauðárkróki. Utn þessar mundir er í smíðum viðbygging við kvenna- skólahúsið á Löngumýri, en næsta haust á ný deild að taka til starfa við skólann, sem verður til húsa í viðbyggingunni. Þá eru iyrirhugaðar ýmsar fleiri framkvæmdir á næstunni á Löngumvri, svo sem lagning á heitu vatni í skólann. Eins og kunnugt er, þá hefir Ingibjörg Jóhannsdóttir rekið Kvennaskólann á Löngumýri með miklum myndarbrag í rúman ára- tug. Hefir skólastýran alltaf unnið að því eftir fremsta megni, að skól inn væri hinn vistlegasti og vel búinn að öllu leyti. Hefir Ingi- björg hlotið virðingu og þökk fjöl- margra fyrir ágætt starf í þágu skólans. Handavinnudeild. Á síðastliðnu ári vrar byggður frystiklefi og kælir fyrir skólann og nú stendur yfir bygging viðbót- arhúsnæðis. Ný deild, handavinnu deild, verður starfrækt í þossu húsnæði, sem verður á íveímur hæðum og sextíu ferm. að stærð. Þá verður lögð ný vatnsleiðsla í skólann um fimmtán hundruð m. leið, en rafmagn var lagt þangað fyrir einu og hálfu ári. Heitt vatn úr Reykjarhóli. Að ári er fvrirhugað að leggja heitavatnsleiðslu úr uppsprettun- um austan í Reykjarhólnum til Lönvumýrar. Þetta er fjárfrekt fyr irtæki og sýnir mikið framtak. Eins og kunnugt er. verður að leggia leiðsluna yfir Húseyjar- kvísl. Austan í Revkjarhólnum eru miklar heitavatnsuppsprettur og nýtur Varmahlíð góðs af og nokkur íbúðarhús þar í kring. Aft- ur á móti mun Löngumýrarleiðsl- an verða sú lengsta, sem enn hef- ir verið lögð frá Reykjarhóli. GÓ. Gangskör gerð aS rannsókn á úraní- um og bóríumnámum í Grænl. í sumar Síðusíu grænlenzk blöð, sem hingað hafa borizt, segja frá því, að í Grænlandi sjálfu verði brátt reist úraníum- rannsóknarstofnun til þess að greiða fyrir rannsókn á þessu dýrmæta efni í jörðu þar. Niels Bohr, prófessor ráðgerir að fara um úraníumsvæðið við Skógarfjörð nú í sumar. Hann hefir tilkynnt Grænlandsmálaráðuneytinu danska, að hann hafi ekki aðeins áhuga á að koma þangað heldur hafi hann einnig hug á að ferðast til margra annarra staða á Grænlandi. Ráðgert er, segja blöðin, að brjóta nú í sumar heilan skips- farm af sýnishornum af úraníum- málmgrýti við Skógarfjörð. Sýnis- horn þessi verða flutt til Kaup- mannahafnar og rannsökuð þar. Er þá gert ráð fyrir, að jarðfræð ingar og námufræðingarnir hafi fengið í hendur nægilegt efni til að fá úr því skorið, hvort það mui borga sig að vinna úraníum og Þóríum við Skógarfjörð. En þótt árangur þessarar rann sóknar kynni að verða neikvæður er talið víst, að ekki muni það binda endi á leitina að úraníum á Grænlandi. Þvért á móti gera menn ráð fyrir, að þetta sé aðeins upphaf þessa rannsóknarstarfs á Grænlandi og að möguleikarnir séu ófyrirsjáanlegir. Úraníum og þóríum hafa fund- ist víða á Grænlandi og er þar að því að virðist mikið af þessum dýrmætu efnum. Ein þessara náma er við Skógarfjörð skammt frá Júlíönuvon. Skógarfjörð kalla Dan ir sundið milli I.angeyrar og Dýr- ness (norðan eða austan við Eiríks fjörð) hét Fossasund áður fyrr. Norður og austur úr Langeyrar- sundi gengur Eiríksfjörður, en hann kalla Danir og Eskimóar nú Tunuediarfik. 1

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.