Tíminn - 10.05.1957, Blaðsíða 6

Tíminn - 10.05.1957, Blaðsíða 6
B T f M13SI.N, löstudaginn 10. maí 1957. LWgefandi: Framsóknarflokkurlu Ritstjórar: Haukur Snorrason, Þórarinn Þórarinsso* (áfc). Skrifstofur í Edduhúsinu viö Lindargötu Símar: 81300, 81301, 81302 (ritstj. og blaðamenn). Auglýsingar 82523, afgreiðsla 2323. Prentsmiðjan Edda hf. Ólíkir stjórnarandstæðingar EISENHOWER forseti á nú í örðugri deilu við þingið en nokkru sinni áður í for- setatíð sinni. Hann hefur lagt fram hærra fjárlaga- frumvarp en nokkru sinni áð ur hefur verið lagt fyrir þing íð. Hann telur útgjöld þau, sem frumvarpið gerir ráð fyrir, nauðsynleg til þess að hægt sé að halda uppi þýð- ingarmiklum framkvæmd- um og framförum innan- lands og standa við skuld- bindingar Bandaríkjanna út á við. Afturhaldsamir menn í flokki hans telja þessi útgjöld hinsvegar of- há og eru með miklar ráða- gerðir um að lækka þau. Stjórnarandstæðingar á þingi telja sér óhægt undir þeim kringumstæðum að standa með forsetanum og ráðgera sumir hverjir að ganga lengra en hinir íhalds sömu stjórnarsinnar í því bera fram lækkunartillögu. Fjárlagafrumvarp Eisenhow ers er því talið í mikilli hættu vegna þessarar væntanlegu samkeppni þingflokkanna. ÞAÐ gerðist svo í þessu jnáli um seinustu helgi, að ýmsir helztu menn demó- krata komu saman til ráð- stefnu í Washington. Við það tækifæri héldu þeir Steven- son og Truman báðir ræður. Þeir gagnrýndu stjórn Eisen howers fyrir margt og þó einkum fyrir hvarflandahátt 1 utanríkismálum. Hinsveg- ar vöruðu báðir við að hrófl að yrði að ráði við fjárlaga- frumvarpi Eisenhowers. Tru man sagðist álíta, að Banda- ríkjamenn hefðu fulla fjár- hagslega getu til að rísa und ir frumvarpinu. Stevenson sagðist að vísu ekki hafa kynnt sér frumvarpið, en hann áliti að það þyrfti að vera eitthvað svipað því, sem það væri frá hendi for- setans, ef Bandar. ættu að fullnægja skyldum sínum við sig sjálf og hinn frjálsa heim. HJÁ ÞVÍ getur ekki far- ið, að menn virði þann dreng skap, sem hér kemur fram hjá þeim Truman og Stev- enson. Ef þeir beittu áhrifum sínum á þann veg, gætu þeir vafalaust látið Eisenhower bíða mikinn ósigur í þessu máli. En þeir gera sér jafn framt ljóst, að slíkur ósig- ur yrði einnig ósigur Banda ríkjanna. Þessvegna skipa þeir sér við hlið hans í þessu máli, þrátt fyrir það sem á milli ber um önnur mál og þrátfc^fyrir persónulega ó- vild, sem er á milli hans ög þeirra. Þannig er það, sem drenglyndir og þjóðhollir stjórnarandstæðingar eiga að haga sér. Þeir eiga vissu- lega að gagnrýna það, sem þeir álíta miður fara. En þeir verða jafnframt að gera sér þess grein að ganga ekki svo langt í gagnrýninni og andófinu, að það skaði þjóð- ina og hagsmuni hennar. ÞEGAR hérlendir menn virða fyrir sér umrædda framkomu þeirra Trumans og Stevensons, hlýtur þeim að blöskra það enn meira en ella, hvernig forkólfar Sjálf- stæðisflokksins haga sér um þessar mundir. Þeim er það mæta vel ljóst, að það er rétt stefna hjá stjórninni — hvað, sem þeim finnst um hana að öðru leyti, — að reyna að stöðva verðbólguna, og að það er sömuleiðis rétt stefna hjá forustumönnum verka- lýðshreyfingarinnar undir þeim kringumstæðum, sem nú eru, að vara við uppsögn kaupsamninga og kaupkröf- um. Ef Ólafur Thors, Bjarni Benediktsson og Gunnar Thoroddsen höguðu sér likt og Truman og Stevenson, ættu þeir að segja: Við mæl um með þessari stefnu stjórn arinnar og verkalýðshreyf- inginnar, þótt við séum þeim ósammála um margt annað. Við vörum eindregið við upp sögn kaupsamninga og kaup hækkunum, eins og nú er á statt, því að við vitum, að það gerir aðeins illt verra. En Ólafur, Bjarni og Gunn ar fara ekki þannig að, held- ur þveröfugt. Þeir láta mál- gögn sín og áróðursmenn vinna að uppsögn kaupsamn inga og kaupkröfum allsstað ar, þar sem þeir geta. Mbl. segir frá hverri samningsupp sögn eða kaupkröfu eins og um gleðitíðindi væri að ræða. Viðleitnin til að torvelda starf ríkisstjórnarinnar má sín miklu meira en tillits- semin við þjóðarhagsmuni. Þjóðin mun gera sér ljóst, að slík stjórnarandstaða er á algerum refilstigum. Svar hennar verður að fylkja bet ur liði um ríkisstjórnina og stefnu hennar og halda þeim mönnum sem þannig haga sér, sem lengst frá öll- um áhrifum á stjórn lands- ins. Játningar Morgunblaðsins í FORUSTUGREIN Mbl. í gær, er það játað, að upp- sagnir kaupsamninga og verkföll muni spilla „starfs- friði“ stjórnarinnar. Á þriðju daginn var játað á sama Stað, að kauphækkanir nú, myndu ekki leiða til kjara- bóta. Þannig liggur fyrir játning á því í forustugrein sjálfs Mbl., að barátta Sjálf stæðisflokksins fyrir verk- föllum og kauphækkunum sé ekki sprottin af umhyggju fyrir launþegum, heldur sé einungis viðleitni til að spilla „starfsfriði“ stjórn- arinnar. ERLENT YFIRLIT: Bráðabirgðaiausn Súezdeilunnar Hún getur þó reynzt varanleg, ef Egyptar haga framkvæmdinni skynsamlega SIGLINGAR um Súezskurð- inn eru nú að komast í sitt fyrra horf, en vafasamt er þó, að deil unni um hann sé að öllu lokið. Það fer mest eftir því, hvernig Egyptar haga framkvæmd þeirrar skipunar, sem nú er á. Af hálfu flestra þeirra ríkja, sem eiga flest t skip, er fara um skurðinn, er því yfirleitt lýst yfir, að þau viður- kenni hina nýju skipan aðeins til! bráðabirgða. Þessi skipan, sem þannig ríkir í til bráðabirgða, byggist á yfirlýs- j ingu, sem stjórn Egyptalands ] sendi Öryggisráði S. þ. fyrir skömmu. Sum atriði yfirlýsingar- innar eru óljós og virðist mega túlka þau á tvo vegu. Það fer vafa laust mest eftir því, hvernig Egypt ar túlka yfirlýsinguna í fram- kvæmd, hvort friður helzt um þessa nýju skipun eða ekki. TI ÞESS að gera sér fulla grein fyrir, hvernig þessi nýja skip un er, er gott að rifja upp áður forsögu málsins í stórum dráttum: Bandaríkjastjórn hafði lofað stjórn Egyptalands ákveðnu byrj-: unarframlagi til að hefjast handa 1 um Aswanstífluna. Egypzka stjórn in dró að svara þessu tilboði, held ur tók að leita eftir betra tilboði frá Rússum. Þegar Rússar svöruðu neitandi, snéri stjórn Egyptalands sér fyrst til stjórnar Bandaríkj-. anna og tók tilboði hennar. Stjórn ! Bandaríkjanna svaraði þá óvænt,' að tilboð hennar stæði ekki leng j ur, og bar við, að Egyptar væru i ekki fjárhagslega færir um að koma stíflunni upp. Enn er ekki upplýst, hvað réði mestu um þessa óvæntu afturköllun. Sumir telja, að hún hafi einkum stafað af því, að stjórn Egyptalands hafði rétt áður viðurkennt kommúnista- stjórnina í Kína og eftir það, hafi Dulles ekki talið gerlegt að fá lánið til Aswanstíflunnar sam- þykkt í öldungadeildinni, a. m. k. ekki strax á eftir. VIÐBRÖGÐ Nasser við þess- ari afturköllun Bandaríkjastjórn- ar urðu þau að þjóðnýta Súez skurðinn. Vel má vera, að hann hafi ætlað sér að gera það hvort eð er, en gripið þetta tækifæri, þar sem hann stóð höllum fæti heima fyrir eftir að bæði Rússar og Bandaríkjamenn höfðu neitað um lán til stíflunnar. Mönnum var líka ljóst, að til þess hlyti fyrr en síðar að koma, að Egyptar tækju við rekstri skurðarins, þar sem ekki voru eftir nema 12 ár af leyfistíma Súezfélagsins. Vel má því ætla, að Nasser hefði getað fengið skurðinn yfirtekinn fyrir þann tíma, ef hann hefði undir- búið það mál eftir diplomatiskum leiðum. Sú aðferð hans að yfir- taka skurðinn með fyrirvaralausu valdboði, olli hins vegar mik- illi gremju og ótta þeirra ríkja, sem mest notuðu skurðinn, þar sem Nasser lét því líka fylgja, að hann myndi nota tekjur af skurð- inum til Aswanstíflunnar. Af því mátti m. a. ráða, að hann ætlaði að hækka skipagjöldin og fá þann ig auknar tekjur af honum. Að vísu lýsti Nasser því strax yfir, j að hann myndi halda ákvæði i Konstantínópels-samningsins frá 1888, sem gerður var milli Egypta og nokkurra notendaríkja um sigl ingar um skurðinn. Þar lofa Egypt ar að forðast sérhverja misbeit- ingu á aðstöðu sinni. AF FYRSTU viðbrögðum Breta og Frakka mátti ráða, að þeir hefðu í huga að svara Nasser með því að hertaka skurðinn. Af því varð þó aldrei vegna mótstöðu Bandaríkjastjórnar, sem tók verkn aði Nassers furðu hóflega. Niður- staðan varð sú, að haldin var ráð- stefna ríkja, sem mest notuðu skurðinn, og ákváðu þau að stofna sérstök notendasamtök. Þessi not- endasamtök kröfðust þess, að skurðurinn yrði settur undir al- þjóðlega stjórn og fengju þau hlutdeild í henni. Þau töldu þetta skipulag einu tryggingu fyrir því að ekki kæmi til misbeitingar af hálfu Egypta. Þetta vildi Nasser ekki faliast á og áttu smáríkin í notendasamtökunum, einkum þó Norðurlönd, þá mestan þátt í því, að málinu var skotið til öryggis- ráðs S.þ. Þar kom Hammarskjöld, framkvæmdarstjóri S.þ. því til leiðar, að utanríkisráðherra Breta Frakka og Egypta ræddust við leynilega og náðu þeir samkomu- lagi um sex meginatriði, sem lögð skyldu til grundvallar við stjórn skurðarins í framtíðinni. Þessi at- riði voru: Skurðurinn skal vera opin öll- um til umferðar. Yfirráð Egypta skulu virt og viðurkennd. Stjórn skurðarins má ekki háð neinum pólitískum sjónarmið- um. Ákvörðun um skipagjöld skulu j ákveðin af Egyptum og not- j endum skurðarins. Hæfilega mikið af tekjum skurðarins skal leggja fyrir til endurnýjunar og stækkunar. | Fyrri eigendum skurðarins skulu greiddar skaðabætur eft t ir mati. Þótt þetta samkomulag næði yfir helztu deiluatriðin, var eftir. að semja um framkvæmdina og þá j m.a. hvort yfirstjórnin yrði í hönd í um Egypta einna eða yrði aiþjóð- ( leg með einhverjum hætti. » I TIL ÞESS kom ekki að frekar yrði samið um þetta, því að inn- rás Breta og Frakka kom til sög- unnar í millitíðinni. Vegna íhlut- í unar Sameinuðu þjóðanna og á- I hrifa Bandaríkjanna, hættu þó Bretar og Frakkar við hana og drógu heri sína til baka. Á meðan neitaði Nasser að semja nokkuð um framtíðarstjórn skurðarins. — Samningaumleitanir hófust að nýju, þegar innrásarsveit- irnar höfðu verið fluttar burtu, og önnuðust S.þ. alla milligöngu. Niðurstaðan varð sú, að ráði Krishna Menon hins indverska, að ekki var ráðist í það að gera nýjan samning um skurðinn, sem kæmi k í stað Konstantínópels-samnings- ins frá 1888, heldur gæfu Egyptar út yfirlýsingu, er þeir sendu Ör- yggisráðinu, um það, hvernig stjórn sjóðsins skyldi háttar. Þessa yfirlýsingu sendu Egyptar Öryggis ráðinu rétt fyrir síðustu mánaða- mót. Aðalefni hennar eru þessi: Lofað er að leyfa frjálsar sigl- ingar um skurðinn í samræmi við ákv. Konstantínópel-samn. Því er heitið, að rísi ágreiningur um þetta atriði, muni Egyptar sætta sig við málskot til alþjóðadómstóls- ins í Haag. Þetta er þó þannig orð- að, að tvísýnt er, hvort ísrael hef- ur slíkan málskotsrétt. Egyptar haf nefnilega haldið því fram, að samkvæmt Konstantínópel-samn- ingnum megi þeir hindra siglingar Israelsskipa um skurðinn, þar sem ófriðarástand sé milli ísraels og Egyptalands. . Öll stjórn skurðarins er í hönd- um Egyptalands. Allur ágreiningur, sem rís út af stjórn Egypta á skurðinum, skal leystur af gerðardómi, ef þess er óskað. Lofað er að hækka ekki skipa- gjöld frá því, sem nú er, um meira en 1%, nema með samningum. Lofað er að leggja 25% af tekj- um skurðarins fyrir, til endur- nýjunar og stækkunar á honum. Lofað er að greiða skaðabætur til fyrri eigenda skurðarins eftir mati. ÞAÐ ER við þessa yfirlýsingu Egypta, sem notendaríkin hafa ákveðið að sætta sig að sinni. Það fer að sjálfsögðu eftir framkvæmd Egypta, hvort deilur rísa út af þessari skipun eða ekki. Segja má, að með þessari skipan tapi báðir nokkru. Egyptar fá alveg stjórn- ina og notendurnir verða að sætta sig við að eiga enga hlutdeild í henni. Hinsvegar verður skurður- inn ekki slík tekjulind fyrir Asw- anstífluna og Nasser mun hafa gert sér vonir um í upphafi. Óvíst er því að hann græði mikið á þjóðnýtingunni pólitískt, þegar frá líður. Það mun veita Nasser ekki lítið aðhald, að haldið er stöðugt áfram undirbúningi til að gera notenda- samtökin óháð skurðinum, m. a. með smíði stórra olíuskipa og nýj- um olíuleiðslum. Nasser verður að haga sér gætilega, ef hann vill (Framhald á 8. síðu.) Íslandsglíman er í kvöld f kvöld kl. 8,30 fer 47. Islands- glíman fram í íþróttahúsi ÍBR við Hálogaland. Keppendur eru 16 frá Glímufélaginu Ármann og Ung- mennafélagi Reykjavíkur. Meðal keppenda eru Ármann J. Lárusson, núverandi beltishafi frá UMFR og Trausti Ólafsson (Á), sem vann Ármann J. Lárusson á Skjaldar- glímu Ármanns nú í vetur og er búist við spennandi keppni. Enn- fremur eru margir ,,gamlir“ þekkt- ir glímumenn og einnig nokkrir ungir, sem ekki hafa áður keppt í Íslandsglímunni. Keppendur eru: Ármann J. Lárusson UMFR Benedikt Benediktsson Á Erlendur Björnsson UMFR Gunnar Ólafsson — Hafsteinn Steindórsson — Hannes Þorkelsson — Hilmar Bjarnason — Hreinn Bjamason — Ólafur Eyjólfsson — Karl Stefánsson Kristján H. Lárusson Kristján Andrésson Kristján Tryggvason Reynir Bjarnason Trausti Ólafsson Þórður Kristjánsson UMFR Á UMFR Glímustjóri er Guðmundur Á- gústsson og yfirdómari íngimund- ur Guðmundsson, aðrir dómarar eru Gunnlaugur J. 'Briem og Á- gúst Kristjánsson. Grettisbeltið var gefið 1906 af Glímufélaginú Gretti, Akureyri, og má fullyrða að það sé eftirsóknarverðasti verð launagripur í ísl. íþróttum. Ferðir' að Hálogalandi verða með strætis-' vögnum Reykjavíkur og er fólk áminnt um að koma tímanlega til að forðast þrengsli. Aðgöngumið- ar eru seldir við innganginn. Glímufélagið Ármann sér um glím una.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.