Tíminn - 10.05.1957, Blaðsíða 7

Tíminn - 10.05.1957, Blaðsíða 7
T í MIN N, föstudagiim 10. maí 1957. Vertíðarstörfin hafa lengi verið ungum mönnum ævin- týri og þrekraun. Áður fyrr var það algengt að sveitirnar svo til tæmdust af ungum mönnum, sem héldu til ver- tíðarstarfa. Sunnanlands og vestan héldu menn þá í ver vestur undir Jökli og til Suð- urnesja, en þaðan var sótt á frægust fiskimið. Þá brást það aldrei, að þangað kæmi þorskurinn með vorinu. Það var eins víst og gangur sól- ar og tungls. Síðan hefir margt breytzt, en sjósókn er enn stunduð við íslands strendur og enn sækja ungir menn í verið. Stærstu verstöðvarnar á vetrarvertíð eru Vestmannaeyjar Vii fiettíi- at-lch og Keflavík. Á Suðurnesjum eru flestir aðkomubátar á vetrarvertíð og þar hafa nýlega verið teknar í notkun fullkomnustu verbúðir, sem byggðar hafa verið á fslandi. Blaðamaður frá Tímanum fór ný- lega til Keflavíkur til þess meðal annars að skoða þessar myndar- legu verbúðir, sem hýst geta 90— í heimsókn hjá verbúðar- fólki suður með sjó 100 vertíðarmenn við góða aðbúð. Auk þess er þó rúm fyrir línu- geymslu, veiðarfæri og vinnu við aðgerð og beitingu. Hlustað á dulmál skipstjóranna Verbúðirnar nýju eru til húsa í inikilli nýbyggðri byggingu, sem Stendur hátt við höfnina í Kefla- Vík. Landmennirnir geta þaðan fylgst með bátunum á leið til hafn- ar og hlustað á samtöl þeirra við land og sín á milli út á miðunum. Vegna nákomins kunnugleika við dulmál skipstjóranna skilja þeir fcorráðin svör þeirra um aflabrögð kvennaráðstefnum, nefnilega að meira sé orðið af kvenfólki en karl- mönnum í heiminum. En nóg um það, því að tekerlingar myndu ekki fá efni í margar sögur, þó að þær vektu dag og nótt yfir eldhús- inu í verbúðinni. Lífið þar á ekk- ert skylt við skugga stórborganna. Handfljótir beitingarmenn Á neðstu hæð byggingarinnar er fiskgeymsla, veiðarfæri og salur til að beita í línuna. Þar eru pilt- arnir að beita línu handa skipverj- um á Reykjaröst. Þeir eru hand- fljótir og síldarbitarnir festast á krókunum hraðar en svo að auga Grein og myndir: Giiðni Þórðarsson. Á neðstu haeð verbúðarinnar eru beitingasalir, þar sem línan er beitt í stofuhita, við útvarpshljóm og rafljós. meðan það er enn leyndardómur hvar sá guli gefur sig helzt að línu. Byggingin er byggð eftir fyrir- sögn Fiskifélags íslands og stóðu tvö félög að framkvæmdum, sem skipta húsinu á milli sín til helm- inga. Er það útgerðarfélagið. Þveræingur í Ólafsfirði og Röst í Keflavík, en aðaleigandi þess er ungur og athafnasamur útgerðar-1 maður, Margeir Jónsson. í hvorum ( húshluta er rúm fyrir 40—50 ver- búðarmenn á tveimur hæðum. Þar er ennfremur fullkomin eldhús, borðstofa, bað og snyrtiherbergi. Ekkert húsnæði er sjómönnum of gott Við hittum Margeir Jónsson út- gerðarmann í skrifstofu hans í byggingunni. Eftir að aflaleysi og duttlungar þorsksins hafa borið á góma snýst talið að verbúðabygg- ingunni. Það, sem einkennir hana er vandaður frágangur og snyrti- mennska. Nýtt sjónarmið í ver- búðabyggingu, þar sem sú skoðun bersýnilega ríkir, að ekki sé sjó- mönnum of gott að búa í vönduðu íbúðarhúsnæði á vertíð. Við sjáum líka á allri umgengni, að það er hreinlegt og snyrtimennska í um- gengni í hinu góða húsnæði, svo að ókunnugum gæti dottið það í hug að sjá landformanninn með afþurrkunarklút á næsta stíga- þrepi til að dusta rykið undan skó- sólum beitingarmanna sinna, sem raunar hafa skilið eftir vinnuskó sína utan við „stofurnar". Eyfirðingar, sem eru landmenn á bát að „heiman". Þeir eru búnir að beita línuna og hvíla sig við spil, þar til bátur þeirra kemur úr róðri. asta íbúðarhúsi. Þar er gljáfægð rafmagnseldavél, ísskápur og hræri vél, nælongluggatjöld og stálvask- ur, svo að dæmi séu nefnd. Matseljurnar þrjár eru allar frá Dalvík, eins og áður er sagt og þær kunna vistinni vel. Þeim er létt um sporið bæði kvölds og morgna, baka góðar kleinur og pönnukökur á sunnudögum og þess vegna eru þær í afhaldi hjá karl- mönnunum. Þær hafa lítið af þeim þrengingum að segja, sem mest er kvartað undan á alþjóðlegum | ið svona fallega ofan í bala meH nýskornum sildarbitum vera látin renna í hafið um miðnætti næstn fái á fest og hafna í snyrtilegri röð í bjóðinu. Maður undrast það, að svo skuli lína, sem raðað hefir ver- nótt, upp á von og óvon um það hvort nokkur þorskur bítur á. Á borði út við dyr er útvarps- tæki, sem látið er standa opið frá morgni til kvölds, ekki til þess að hlusta á hina feitu andlegu fæðu ríkisútvarpsins, eða horaðra létt- meti Keflavíkur-útvarpsins, heldur samtal bátanna úti á miðunum. Þó eru þeir alltaf allan daginn og alla daga að tala um það sama frá morgni til kvölds, veðrið, fuglinn og það að það sé hreint enginn fiskur á línunni. Verbúðabyggingin er öll, bæði húsin, 1200 fermetrar að flatarmáli og hófust byggingarframkvæmdir i ágúst 1955. Á vertíð í fyrra var neðsta hæðin tekin í notkun, en efri hæðirnar tvær, íbúðarhúsnæð- 1 ið nú eftir áramótin í vertíðarbyrj- un. Kostnaðarverð hússins mun vera röskar tvær milljónir króna, enda er frágangur allur hinn vand aðasti. ( (Framhald á 8. siðul. ‘ Búnir að beita og bíða þess að bátur komi að landi f einu herberginu er samankom- in landmannahluti áhafnar báts, sem kominn er norðan af Dalvík í verið. Ungu mennirnir eru búnir að beita fyrir næsta róður og bíða þess að bátur sinn komi af sjó. Þeir eyða tímanum á meðan við spil eða liggja upp í rúmi og láta sig dreyma um miðnætursól, eða hver veit hvað, heima í Eyjafirði. Svo er kallað í kaffi og ilmur- inn af heitum, nýbökuðum klein- um leitar úr eldhúsi og finnur leið að vitum þeirra Dalvíkinga, sem vita að leiksystur þeirra heiman frá Dalvík, sem annast búsýslu í eldhúsinu, eru búnar að hella á könnuna. Matseljurnar frá Dalvík Eldhúsið er eins og í fullkomn- Stúlkurnar frá Dalvík viS eldavélina í verbúðinnl. Margeir Jónsson i skrifstofu sinni i verbúðabyggingunni. Hin nýja og vandaða verbúðabygging í Keflavik, er hýst getur 80—90 vermenn og viðlegubúnað margra báta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.