Tíminn - 10.05.1957, Blaðsíða 11

Tíminn - 10.05.1957, Blaðsíða 11
T f MI N N, föstudaginn 10. maí 1957, 11 ------------------\ DENNI DÆMALAUSI Föstudagur 10. maí — í guSanna bænum — gefiS mér einhver róandi meSul handa Denna! Skipadeild S. I. S.: Hvassafell er á Kópaskeri. Arnar- fell er í Kotka. Jökulfell fór 7. þ. m. frá Rostock áleiðis til Austfjarða- hafna. Dísarfell er í' Kotka. Litlafeil er í olíuflutningum í Faxaflóa. Helg-r fell er í Keflavík. Hamrafell fór 6. þ. m. frá Batum áleiðis til Rvíkur. Sine Boye fór 3. þ. m. frá Riga áleið- is til íslands. H. f. Eimskipafélag íslands: Brúarfoss fór frá Rostock í gær til Kaupmannahafnar. Dettifoss er í Gautaborg. Fjallfoss er í Reykjavík. Goðafoss er í Reykjavík. Gullfoss fór frá Rvík 8.5. til Thorshavn, Hamborg ar og Kaupmannahafnar. Lagarfoss fór frá Rvik 8.5. til ísafjarðar, Siglu- fjarðar, Akureyrar og Húsavíkur. Reykjafoss fer frá Akranesi í dag t.il Rvíkur. Tröllafoss er væntanlegur til Rvíkur síðdegis í dag frá N. Y. Tungufoss fór frá Keflavík 8.5. til Antwerpen, Hull og Reykjavíkur. Flugféiag íslands h. f.: Gullfaxi fer til Glasgow og Kaup- mannahafnar kl. 8.00 í dag. Væntan- iegur aftur til Rvíkur kl. 22.50 á morgun. — Sólfaxi fer til Kaupm,- hafnar og Hamborgar kl. 8,30 í fyrra málið. •— Innanlandsflug: í dag er á- ætlað að fljúga til Akureyrar, Egils- staða, Fagurhólsmýrar, Flate.vrar, Hólmavíkur, Hornafjarðar, ísafjarð- ar, Kirkjubæjarklausturs, Vest mannaeyja og Þingeyrar. Loftleiðir h.f.: Edda er væntanleg kl. 7.00—8.00 árdegis á morgun frá N. Y. Flugvél- in heldur áfram kl. 10.00 áieiðis til Gautaborgar, Kaupmannahafnar og Hamborgar. — Saga er væntanleg annað kvöld kl. 19.00 frá Stafangri og Osló. Flugvélin heldur áfram kl. 20,30 áleiðis til N. Y. Barómeterkeppni Bridgesambands íslancrs hefst laug ardaginn 11. þ. m. Þetta er árleg tví- menningskeppni, sem er þannig framkvæmd, að ailir spilararnir, sem eru 52 pör, spila á sömu spil. Spilin eru öll gefin fyrirfram og er staða spilaranna gefin upp jafnóðum á töflu. Þátttakendur í keppninni eru frá öllum Reykjavikurfélögunum, svo og Hafnarfirði, Selfossi, Akra- nesi, Borgarnesi og Siglufirði. Tvær umferðir verða spilaðar á laugardag í Sjómannaskólanum, en þriðja og síðasta umferðin verður spiluð í Skátaheimilinu á sunnudag- inn. Krunk um heimsenda-happdrætti okkar Sjáifstæðismanna. Hérna er ég nú kominn aftur. Þið hafið vafalaust tekið eftir því, að ég hvarf úr pistlinum mínum hérna í fyrradag og var aðeins eyða eftir. Svo var mál með vexti, að ég las það í Mogga mínum, að þrjár kríur hefðu sést á flugi yfir höfninni. Varð mér svo mikið um þær fréttir, að erkióvinurinn væri kominn, að ég flaug óvart út úr blaðinu. En ég ætlaði nú ekki að ræða um það í dag, enda er ég nú farinn að jafna mig. Ég ætl- aði að vekja at- hygli ykkar á merkilegu máli;. Eins og þið munið flutti Moggi minn þá merkilegu heimsfrétt ekki alls fyrir löngu, að heimsendir mundi verða tiltekinn dag. Varð mönnum að vonum mikið um, og lá við slysum, jafnvel að Helgi Sæm. i Alþýðublaðinu kristnaðist. Sem bet- ur fór varð ekki heimsendir og eng- inslys. — í Mogga í gær má gerla sjá, hve . við Sjálfstæðismenn erum framsýnir 1 og kunnum vel að bjarga okkur í hverjum vanda, jafnvel heimsendi. Við stofnuðum til heimsenda-happ- drættis og eru vinningar aðallega farmiðar með skipum og flugvélum, að sjálfsögðu geimförum. Um þetta happdrætti er nánar rætt í stórfrétt x .Mogga í gær. Þar segir, að nú sé ! „nauðsynlegt, að þeir, sem fengið hafa heimsendahappdrættismiða geri ^ skil sem allra fyrst. Auðvitað á ég ■ einn miða. Nú á að draga og notá vinninginn í næsta heimsendi Mogga Ég skal aðeins geta þess, að svolítill ágreiningur var mUli Ólafs og Bjarna um það, hvert halda skyldi, þegar heimsendir kæmi. Ólafur viidi fará I til Marz, en Bjarni til tunglsins, Taldi Bjarni sig meira í ætt við þjóð þá, sem þar býr, og ekki allsendis ó- líkan karlinum, sem þar hefir ráðið ríkjum, og mundi hann því sjálfkjör inn til ríkis eftir haxm. Útvarpið í dag: Útvarpið á morgun: 8.00 Morgunútvarp. ■10.10 Veðurfregnir. 12.00 Hádegisútvarp. 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. 15.00 Miðdegisútvarp. 16.30 Veðurfregnir. 19.00 Þingfréttir. • 19.25 Véðurfrégnir. 19.30 Létt lög. 19.40 Auglýsingar. 20.00 Fréttir. .20.30 Erindi: Hjá Lappneskri völvu (Guðmundur Einarsson frá dal). 20.50 íslenzk tónlist: Lög eftir Sig- valda Kaldalóns. 21.15 Dagskrá slysavarnadeildarinnar „Ingólfs" í Reykjavík: a) séra Óskar J. Þorláksson flytur á- varpsorð. b) Gísli Sveinsson fyrrum sendiherra flytur er- indi: Um skipsströnd í Skafta- fellssýslu. Ennfremur tónleikar 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Garðyrkjuþáttur (Frú Ólöf Ein arsdóttir). 22.25 Létt lög: a) Frank Sinatra og Jo Stafford syngja með Tommy Dorsey og hljómsveit hans. b) Sidney Torch og hljómsv. leika 23.00 Dagskrárlok. Útvarplð á morgun: 8.00 Morgunútvarp. 10.10 Veðurfregnir. 12.00 Iládegisútvarp. 12.50 Óskalög sjúklinga. 15.00 Miðdegisútvarp. 16.30 Veðurfregnir. 19.00 Tómstundaþáttur. 19.25 Veðurfregnir. 19.30 Einsöngur: John McCormack syngur. ‘ 19.40 Auglýsingar. 20.00 Fréttir. 20.30 Tónleikar: Walter Gieseking leikur tvö píanóverk eftir Mo- zart: a) Sónata í C-dúr (K545). b) Tólf tilbrigði í Es-dúr (K354) 20.50 Leikrit: „Magister Gillie“ eftir James Bridie, í þýð. Hjartar Halldórssonar. — Leikstj.: Þor- steinn Ö. Stephensen. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Danslög, þ. á. m. leikur hljómsv Björns R. Einarssonar (endur- tekið frá öðrum páskadegi). 01.00 Dagskrárlok. Gordianus. 130. dagur ársins. Tung! í suSri kl. 21,50. Ár- degisflæði kl. 2,13. SíSdegis- flæSi kl. 14,41. SLYSAVARÐSTOFA REYKJAVIKUR i nýju HeilsuvemdarstöOinni, er opin allan sólarhringinn. Nætur- læknlr Læknafélags Reykjavíkur er á sama stað klukkan 18—8. — Síml Slysavarðstofunnar er 5030. „DOCTOR KNOCK". Knock: Lútið höfði. Dragið andann. Ifóstið. Ðuttið þér aldrei úr stiga þegar þér voruð lítil? Konan: Ekki man ég til þess. Knock: Hafið þér aldrei verk hérna á kvöldin? Svona dálítinn þreytu verk? Konan: Jú, stundum. Knock: Hugsið yður vel um. Það hlýtur að hafa verið stór stigi Úr hinum skemmtilega gamanleik „Doktor Knock", sem sýndur er í þjóðleikhúsinu í kvöld. Á sunnudag- inn verður næst síðasta sýnixxg. (Dr. Knock: Rúrik Haraldsson. Konau: Anna Guðmundsdóttir). Dagskrá Rfkisútvarpsins fæst f Söluturninum vlð Amarhól. Á leikvellinum FerSafélag íslands fer tvær skemmtiferðir á sunnu- daginn. Suður með sjó og gönguferð á Hengil. Lagt af stað í báðar ferð- irnar á sunnudagsmorguninn kl. 9 frá Austurvelli. — Farmiðar seldir við bílana. Upplýsingar í skrifstofu félagsins, Túngötu 5, sími 82533. Tvær helgarferSir. Ferðaskrifstofa Páls Arasonar efn- ir til tveggja helgarferða. Ki. 2 á laugardag verður farið austur und- ir Eyjafjöll og verður gengið á Eyja- fjallajökul. Kl. 9,30 á sunnudagsmorg uninn verður farið suður um Reykja nesskaga og komið til baka um kvöld ið. Farið verður frá Ferðaskrifstofu Páls Arasonar, Hafnarstræti 8, smii 7641, á fyrrnefndum tímum. Skaftfellingafélagið í Reykjavík heldur síðasta skemmtifund sinn á þessu vori í Skátaheimilinu annað kvöld (laugard.) kl. 8,30. Fundurinn verður með líku sniði og hinir fyrri í vetur. Leiftrétting I grein um Vilborgu Jónsdóttur frá Hlemmiskeiði hér í blaðinu í gær misritaðist nafn eins barna hennar, heitir Hörður en í greininni stendur Hjörtui-. 16 ára þýzk stúlka óskar eftir pennavini á fslandi Skrifar þýzku, ensku og frönsku. - Nafn og heimilisfang hennar er: Rotrant Johanning, Schiittorf 1 Hann Salzberger Strasse 69, Þýzkalandi. ALÞINGI Dagskrá efri deildar Alþingis í dag kl. 1.30 miðdegis: 1. Innflutnings- og gjaldeyrismál, fjárfesfingarmál o. fl. 2. Gjaid af innlendum tollvöruteg- undum. 3. Söfnunarsjóður fslands. 4. Háskóli íslands. 5. Sandgræðsla og hefting sandfoks Dagskrá neðri deildar Alþingis f dag kl. 1, 30 miðdegis: 1. Fasteignaskattur. 2. Tollskrá o. fl. 3. Útflutningsgjald af sjávarafurð- um. 4. Fiskveiðasjóður íslands. 5. Iðnfræðsla. 6. Ríkisreikningurinn 1954. 7. Sala Kópavogs og Digraness o.fl. SKIPIN otFLUGVÉLARNAR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.