Tíminn - 10.05.1957, Blaðsíða 8

Tíminn - 10.05.1957, Blaðsíða 8
8 TÍMINN, föstudaginn 10. maí 1957, Áttræð: Vilborg húsfreyja < ar*-* í * »s <iS<i’4«asarw: Norður á Melrakkasléttu, vestan Rauðanúps, þar sem ströndin sveigir inn með Axarfjarðarflóa austanverðum, stendur bærinn Grjótnes á sjávarbakkanum reisu- lega búsaður með víðlendu túni, út sýni fögru og víðu og kurrandi æð- armúga um nóttleysur í varpinu við túnfótinn. Á þessum stað var í heiminn borin fyrir áttatíu árum kona sú, er þar hefir stýrt búi síð- ustu 50 ár og ætíð verður bundin við þann stað í minningu þeirra, sem hana þekkja. Vilborg Sigríður Guðmundsdótt- ir er fædd 10. maí 1887. Foreldrar hennar voru Guðmundur Jónsson bóndi á Grjótnesi og kona hans Jóhanna Björnsdóttir bónda á Grjótnesi, Jónssonar bónda í Leir- höfn Vigfússonar, en kona Björns bónda á Grjótnesi og amma Vil- borgar Guðmundsdóttur var Vil- borg systir sr. Sigurðar á Hallorms stað Gunnarssonar. Var Gunnar faðir þeirra sonur Skíða-Gunnars Þorsteinssonar (d. 1812) prests að Skinnastað Jónssonar lögréttu- manns að Einarsstöðum í Reykja- dal. Er sú ætt — Gunnarsættin — fjölmenn á Austurlandi og víðar. Vilborg ólst upp hjá foreldrum sínum á Grjótnesi, ásamt systkin- um sínum en þau voru: Jón Frið- rik, d. 1931; Björn Stefán, bóndi á Grjótnesi, er andaðist á síðastl. hausti; Jakobína, ekkja Jóns kaup- manns Björnssonar í Rvík og Sig- urður smiður og bóndi á Ásmund- arstöðum á Sléttu. — Hún naut menntunar meiri en þá var al- mennt um bændadætur og var m. a. í Kvennaskólanum á Laugalandi veturinn 1895—96 og síðar einn vetur í Hússtjórnarskóla Hólmfríð- ar Gísladóttur í Rvík. Hinn 8. des. 1898 giftist hún Birni Sigurðssyni bónda í Ærlækj- arseli í Axarfirði Gunnlaugssonar. Hafði hann lært húsgagnasmíði í Reykjavík. Þau Vilborg og Björn reistu bú að Ærlækjarseli er var föðurleifð hans og voru þar til ársins 1906, er þau fluttu að Grjótnesi, þar sem þau bjuggu æ síðan. Hófu þau þeg- ar að reisa tvílyft íbúðarhús úr timbri og var nokkur hluti þess smíðaverkstæði Björns, því hann stundaði jafnan smíðar á vetrum og tók unga menn til smíðanáms. Einnig var haldinn skóli á heimil- inu er fram liðu stundir og börnin komust á skólaaldur eitt af öðru, var skóli sveitarinnar þar í mörg ár, og dvöldu þar unglingar um lengri og skemmri tíma. Auk þess var heimilisfólkið oft um 20 manns Var þá í mörg horn að líta fyrir húsfreyjuna því auk barnanna, var ætíð nokkuð af vinnufólki og smíðalærlingum auk skólabarna á vetrum. Fundir og samkomur voru oft að Grjótnesi og þótti unga fólk- inu í sveitinni gott að fá að halda þar dansleiki, því húsrúm var þar meira en víðast hvar annars stað- ar og viðmót húsráðenda og ríkur skilningur á félagsþörf og skemmt- analífi æskunnar gerði sitt til að auka á vinsældir heimilisins meðal yngri kýnslóðarinnar. Vilborg ól manni sínum 11 börn, sem öll eru á lífi. Þau eru þessi: Guðmundur verzlunarm. hjá Kaup félagi N-Þingeyinga á Kópaskeri, kvæntur Þóreyju Böðvarsdóttur; Kristín, gift Einari Benediktssyni bónda í Garði í Núpasveit; Jó- hanna, gift Valdemar Helgasyni leikara í Rvík; Guðrún, hjúkrunar- kona í Bandaríkjunum; Sigurveig, er jafnan hefir dvalið heima hjá móður sinni; Sigurður, skrifstofu- maður í Rvík, kvæntur Halldóru Friðriksdóttur kennslukonu; Ste- fán, skrifstofum. í Rvík; Jakobína, gift Fred. Lange rafmagnsverkfr. í Bandaríkjunum; Björ'n bóndi á Grjótnesi, kvæntur Hildu f. Raabe, þýzkri konu; Gunnlaugur bóndi á Grjótnesi, kvæntur Jarmilu f. Ra- kebrandt, þýzkri að ætterni og Arnþrúður, kennslukona, gift Karli Guðjónssyni kennara og al- þingism. í Vestmannaeyjum. Auk þess tóku þau hjónin sonarson sinn Björn Guðmundsson á barns- aldri og dvaldi hann hjá ömnui sinni fram um tvítugsaldur, hann er flugstjóri hjá Flugfél. íslands. Ennfremur ólu þau upp að nokkru Guðmundsdóttir Grjótnesi leyti tvær stúlkur vandalausar. Eftir lát manns síns árið 1938 hélt Vilborg áfram búskap á Grjót- nesi með aðstoð barna sinna, ein dóttir hennar var alltaf heima og tveir yngstu synirnir. Þá mun henni hafa þótt heimilið fámennt á veturna hjá því, sem áður var, en á sumrin var oft margt gesta, börnin og barnabörnin og aðrir ættingjar komu í sumarleyfi og sumardvöl. Hún safnaði ungunum undir vængi sína, eins og æðurin við túnfótinn, og lagði sig þannig fram um að brúa bilið á milli kyn- slóðanna og stuðla að kynningu og góðri frændsemi fjölskyldunnar. Síðastliðið haust brá Vilborg búi og flutti til Reykjavíkur og dvelur nú hjá syni sínum á Hraun- teig 18. Þar situr hún nú við arin minn- inganna, með silfurhár yfir heiðu enni, og tiginmannlegt yfirbragð þeirrar konu, sem tvær kynslóðir eiga skuld að gjalda. S.—n. AÐ VESTAN ... (Framhald af 5. síðu). EKKI ER VERT að ganga þegjandi fram hjá því, hvernig opinber afskipti og svokölluð stjórn á efnahagsmálum þjóðar innar þyngir hlut þeirra, sem búa smátt og reyna að bjargast við sitt. Það er nú orðið viður- kennt af öllum, að árlega þurfi að endurgreiða íslenzkri fram- leiðslu 500 milljónir króna. Þetta vita þeir stjórnmálaflokk- ar, sem einkum hafa talið sig fulltrúa launamanna, engu síð- ur en aðrir, og viðurkenna það í verki með því að heimta þetta fé inn af almenningi til að skila framleiðslunni því aftur. Þó er sum framleiðsla skilin eftír, þeg ar sú endurgreiðsla fer fram. Svo er um þá framleiðslu, sem bænd ur nota sjálfir á heimilum sín- um. Þannig fá bændur ekki á neyzluvörur heimila sinna þá endurgreiðslu, sem viðurkennt er að framleiðslan þurfi. Það er eftirtektarvert, að eftir því sem ríkið greiðir meira fyrir neyt- endur af mjólkurverðinu, minnk ar mjólkurframleiðsla í þorp- um. Sömu rök eru um garðyrkju alla. Enga endurgreiðslu fá menn fyrir að framleiða hey fyrr en því er breytt í söluvörur, sem fluttar eru á markað. Hinsvegar er fluttur inn fóðurbætir og seld ur á hálfvirði miðað við almennt verðlag innfluttra vara. Þetta er allt til að raska jafnvæginu og gera þyngri hlut þeirra, sem að verulegu leyti framleiða fyrir sjálfa sig og búa að sínu. ÞAÐ ER ENGIN ein ástæða sem veldur því, að jarðir fara úr byggð. Gegn því þarf að vinna með mörgum ráðum. Það þarf að temja fólki að leggja nýtt mat á störfin og meta þau eftir gildi þeirra meðfram og þykja mest- ur sóminn að vera þar, sem hætt an er mest og þörfin brýnust. Það verður að koma á meiri sam vinnu í sveitum, svo að verka- skiptingu verði við komiö meira en nú. Komið getur til greina að hafa fólk ráðið til að „leysa af“, þegar bóndinn eða húsfreyjan þurfa að víkja sér frá- Að sjálfsögðu verður fram- 470 börn í barnaskóla Akraness Akranesi, 6. maí. — Barnaskóla Akraness var sagt upp við hátíð- lega athöfn í kirkjunni föstudag- inn 3. maí. Nemendur skólans voru 470, er skiptust í 20 deildir. Kenn- arar voru 13 auk skólastjórans, Njáls Guðmundssonar. Burtfararprófi, eða barnaprófi, luku 68 nemendur. Hæstu einkunn við barnapróf, og jafnframt hæstu einkunn við skólann, hlaut Guð- rún Sveinsdóttir, 9,35. Auk henn- ar hlutu 6 börn ágætiseinkunn, og fengu öll bókaverðlaun, er frú Ingunn Sveinsdóttir gefur þeim börnum, sem útskrifast frá skólan- um með ágætiseinkunn, þ. e. 9 og þar yfir í aðaleinkunn. Hæstu ein- kunn í íslenzku hlaut Friðrik Þór- leifsson og fékk bókaverðlaun frá Rótarýklúbb Akraness. í handa- vinnu hlulu hæstar einkunnir Hlín Daníelsdóttir og Ágúst Hjálmars- son og fengu bókaverðlaun frá bókaverzlun Andrésar Níelssonar. í vorskóla innrituðust 88 börn, 7 ára, en alls verða í vorskólanum 340 nemendur, en í maí og septem- ber ganga í skólann 7, 8, 9 og 10 ára börn, en aðalskólinn hefst svo 1. október. G. B. Ný ljóðabók „Geisla- virk tungl“ Út er komið Ijóðakver eftir Jón- as E. Svafár, gefið út í fimm hundruð eintökum, þar af tvö hundruð tölusett og árituð. Kverið ber heitið „Geislavirk tungl“, en ein tvö ljóðanna munu að líkind- um hafa komið út í fyrri ljóðabók Jónasar „Það blæðir úr morgun (sá)rinu“, en þeirrar bókar var get- ið hér í blaðinu á sínum tíma. Ljóðagerð Jónasar er hin nýstár- legasta og margt geislavirkt við þau. Skal hér birt eitt stutt Ijóð sem sýnishorn af skáldskap Jónas- ar, en Ijóðið nefnist „Sjómanna- dagur“ að fæða englana með bandaríkin fyrir augum og eignast bifreið í bæjarútgerð þorskhausar varðarfélagsins streyma eftir ægissíðunni úr alþjóðabankanum. Bókin er tileinkuð Helgu og prýdd skemmtilegum myndum eft- ir höfundinn. hald á því, sem nú er stefnt að, að beina meira fjármagni í land- búnaðinn. Þær eru orðnar marg ar jarðirnar, sem njóta þess nú fagurlega hve öruggt Framsókn- arflokkurinn hefir unnið að því að efla Byggingarsjóð og Rækt- unarsjóð Búnaðarbankans, svo sem öðru því, er helzt réttir hlut sveitanna. Hinu má ekki gleyma, að jafnvæginu hefir verið rask- að og það næst ekki aftur með því að halda óbreyttu ástandi. Jafnvægið næst ekki nema með auknu fjármagni til sveitanna. Það fjármagn kemur og myndar jafnvægi ef sveitafólk hlýtur réttlát verkalaun og leyst er sú lánsfjárkreppa, sem er fjötur um fót frumbýlinga og annarra bænda, a.m.k. meðan fjárfest- ingarþörfin er eins mikil og nú. Sennilega verður lengstum á- stæða til að hafa launahlutfall starfsstéttanna undir endurskoð un, og áreiðanlega er ástæða til að endurskoða þau hlutaskipti nú og gera þar breytingar á. FRAMTÍÐ SVEITANNA er þrotlaust umræðuefni og við- fangsefni eins og framtíð alls, sem ódauðlegt er. En málefni sveitanna eru með sérstökum hætti í deiglu í dag og því eru þessir tímar jafnvel venju frem- ur örlagaríkir fyrir sveitafólkið og þjóðlífið allt. H. Kr. Nýi djúpborinn væntanlegur í júlí, verður fyrst reyndur í Krisuvík Flytja þarf inn meí bornum 190 lestir af leir eía leíju' sem rennt er niftur í borholuna Ríkið og Reykjavíkurbær hafa nú í sameiningu fest kaup á mjög dýrum jarðbor, svonefndum djúpbor, sem getur borað allt að 750 metra djúpar holur, eða miklu dýpri en þeir jnrðborar, sem áður hafa verið notaðir hér á landi. Bor þessi er keyptur í Banda- ríkjunum og mun kosta 8—9 millj. kr. Er hann væntanlegur hingað í júlí og mun þá verða settur nið- ur í Krýsuvík og byrjað að bora. Það er hins vegar allmikið verk að koma slíkum stórbor að starfi. Leir fluttur inn. Sérstakan leir eða leðju þarf með þessum bor, og verða fluttar inn um 19 lestir af slíkri leðju með bornum, en alls er borinn og það, sem honum fylgir nú, um 220 lestir að þyngd. Læra meðferð hans. Að undanförnu hafa dvalizt í Ameríku tveir menn við að kynna sér meðferð borsins og ganga frá kaupum á honum. Eru það Þor- björn Karlsson, sem nú er að ganga frá kaupunum og sendingu hans hingað og Rögnvaldur Finn- bogason, sem verður borstjóri. Við þennan bor eru tengdar miklar vonir, og verður afarfróð- legt að vita, hver árangur verður af slíkum djúpborunum á íslenzk- um hitasvæðum. Skákmót U.M.S.E. Skákmóti UMSE er lokið. Sigur vegari varð Umf. Skriðuhrepps með 18 vinninga. Umf. Svarfdæla og félögin í Öngulstaðahreppi voru í öðru og þriðja sæti með 1614 vinning. Æskan á Svalbarðsströnd hlaut IOVz vinning. Umf. Möðru- vallasóknar 10, Dagsbrún 7 vinn inga og Umf. Öxndæla 6Í4 vinn- ing. Ungmennaf. Skriðuhrepps fékk því að þessu sinni hið vandaða skákborð, en Jón Stefánsson gaf til keppninnar o ger farandgripur. Skákstjóri var Haraldur Ólafs- son. Hraðskákmót sambandsins var háð að Hótel KEA s.l. sunnudag. Keppendur voru 36. Sigurvegar- inn varð Guðmundur Eiðsson, ann ar Steingrímur Bernharðsson og þriðji Halldór Helgason. Maður slasast við sprengingar Um fimmleytið í fyrrakvöld varð það slys inn við Sólheima, sem er nýtt íbúðahverfi við Há- logaland, að maður lenti undir kaðalmottu og laskaðist illa'í baki. Þarna er verið að sprengja í hús grunnum og notaður kranabíll við að hagræða fyrirhleðslum í sprengi holum. Þegar verið var að flytja eina kaðalmottuna til, en þær eru settar ofan á fyrirhleðslur, slitn- aði hún neðan úr kranakróknum og féll á manninn með fyrrgreind um afleiðingum. Maðurinn, sem fyrir þessu varð, heitir Sveinn Bæringsson, Suðurlandsbraut 107, og var hann fluttur í slysavarð- stofuna. Minningarsjóður próf. Jóns Jóhann- essonar Stofnaður verður sjóður við há- skólann íil minningar um prófess- or Jón Jóhannesson. Tekið verður við framlögum í sjóðinn í skrif- stofu háskólans og Bókaverzlun Sig fúsar Eymundssonar. ^ ...... Erlent vfirlit (Framhald af 6. síðu). ekki ýta undir þessa þróun. Flest bendir til, að Súez-deilan væri með öllu óleyst enn, ef íhlut un S. þ. hefði ekki komið við. Sam einuðu þjóðirnar afstýrðu fyrst, að deilan leiddi til styrjaldar, — síðan sáu þær um hreinsun skurðarins og hafa nú komið á samkomulagi, sem gert hefur fært að hefja samninga að nýju. Þ. Þ. Þing ÍSÍ haldið á Akureyri í sumar AKUREYRI í gær. — Ákveðið hefur verið að halda þing íþrótta sambands íslands hér á Akureyri í sumar, dagana 27.—28. júlí. Þing þetta er haldið annað hvert ár, var síðast haldið að Hlégarði í Mosfellssveit. í vertí ðarlok (Framhald af 7. síðu). Aáargir verfíSarmenn langt aS komnir Með byggingu þessara verbúða hefir verið unnið þarft verk fyrir sjómennina, sem sækja til fiski- veiða á vertíð frá Keflavík. Þessi framkvæmd og hin björtu og rúm- góðu húsakynni lýsa skoðun ungra manna á framtíðinni, sem trúa því enn að íslenzkur sjávarútvegur eigi framtíð fyrir sér. Vertiðarmennirnir, s em margir eru komnir langan veg fyrir annes eða vfir fjöll og heiðar til að vinna vertíðarstörfin, kunna líka að meta þessa bættu aðbúð. Þeir hafa feng- ið sinn hlut að nokkru úr réttlátri skiptingu þeirra gæða, senv nútíma tækni og menning á að geta fært íbúum þessa lands, ef menn telja það ómaksins vert að trúa á fram- tíð landsins og íslenzkra atvinnu- vega. Hyggiim bóndi tryggtr dráttarvél sina Kaupendur | Vinsamlegast tilkynnið af- | greiðslu blaðsins strax, ef van | skil verða á blaðinu. TÍMINN I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.