Tíminn - 19.07.1957, Qupperneq 8

Tíminn - 19.07.1957, Qupperneq 8
8 T í M I N N, föstudagiim 19. júlí 1957. Minning: Frú Margrét Pétursdóttir Sauðárkróki Þann 9. þ. m. andaðist á Sauð árkróki írú Hildur Margrét Pét ursdóttir, en svo hét hún fullu nafni, 85 ára að aldri. Þessi merka kona var að mörgu góðu kunn, ekki einungis á Sauðárkróki, held ur einnig um allan Skagafjörð enda hafði hún dvalið þar næst- um allan sinn langa aidur. Hún fæddist á Akureyri 27. maí 1872. Fyrstu fjögur árin dvaldi hún með móður sinni, Láru Sigfúsdóttur, að Stóra-Eyrarlandi við Akureyri. Var móðirin þá unnusta dansks skipstjóra, Peter Eriksen, en hann fórst með skipi sínu og allri áhöfn við Skotlands strendur 1873, svo að dóttirin hafði aldrei neitt af honum að segja, en hann var talinn merkur maður og dugandi skipstjóri, enda sonur Jens Eriksen, skipstjóra, er talinn var sægarpur mikill, sem sýndi sig í því, að hann var í fs- landssiglingum í 52 ár og farnaðist jafnan vel, og er mér af kunnug- um sagt, að þessir feðgar báðir hafi verið mikið umtalaðir hér á landi á þeirra tíð og mjög dáðir fyrir dugnað og karlmennsku. Móðir Margrétar, Lára, var merk iskona mikil. Hún giftist Þorvaldi Einarssyni og bjuggu þau á Sauðár króki í marga tugi ára og ólst Mar- grét upp þar, hjá móður sinni og stjúpa. Lára var dóttir Sigfúsar Pálssonar í Gilsárvallahjáleigu í Borgarfirði eystra og var hann kominn af séra Ólafi sálmaskáldi 1 Sauðanesi, Guðmundssyni. Var hann af eyfirzkum merkismanna- ættum. Lára var af öllum mjög vel látin kona, enda ákaflega hjálp söm og nærfærin við sjúka, stund- aði sem ólærð þó mikið yfirsetu hjá sængurkonum og talin við það mjög heppin og farsæl. Þær mæðgur, Lára og Margrét, fluttu, þegar Margrét var á fimmta ári, norður í Skagafjörð, að Veðra- móti í Gönguskörðum, og gifiist Lára þar Þorvaldi Einarssyni og voru þau gefin saman í Fagranes- kirkju 1877. Eitt ár munu þau hjón svo hafa verið á Mosfelli í s?.ma hreppi, en fluttu þaðan með Mar- gréti til Sauðárkróks, þar sem hún átti svo eftir að dvelja að mestu allt sitt langa og farsæla líf og starfa þar margt til gagns og bless- unar fyrir sína samtíð og fram- tíð. Árin 1910—1914 átti hún heima á Þingeyri við Dýrafjörð. Margréti Pétursdóttur brá mjög til móður sinnar um hjálpsemi við alla, er hún náði til og við þurftu hlýleika í umgengni eða samskipt- um við sína samborgara, enda mjög vinsæl og vel látin af öllu sinu samferðafólki í gegnum þetta líf. Hún var sérlega félagssinnuð og rækti mjög margvísleg félagsstörf og því virkur kraftur í mörgum félögum, svo sem Hinu skagfirzka kvenfélagi, nú Kvenfélagi Sauðár- króks, þar sem hún var um skeið formaður, ennfremur í stúkunni Gleym-mér-ei á Sauðárkróki. í báð um þessum félögum hafði hún ver- ið kjörin heiðursfélagi. f leik- starfsemi Sauðárkróks tók hún mik inn þátt; allsstaðar voru hennar kraftar vel þegnir, hvar sem hún beitti sér, því að konan var prýði- lega greind, glæsileg að vallarsýn og hin prúðasta í allri framkomu. Það var einhver höfðingssvipur eða bragur yfir henni og aðlaðandi hlý leiki og glaðlyndi í allri framkom- unni við hvern sem var. Þess vegna var alltaf glatt og bjart í kringum hana. Hún var trygglynd og vin- föst og öfluðu þessir eiginleikar hennar henni traustra vina og margra. Margrét giftist 26. október 1893 Magnúsi Guðmundssyni verzlunar- manni, mesta gæðamanni og lipur menni hinu mesta og bjuggu þau saman í farsælu hjónabandi í 46 ár. Þau eignuðust fjögur börn. Eitf. þeirra Paula dó í barnæsku, en hin eru: Lára Ingibjörg frú á ísafirði, Ludvig C. skrifstofustjóri í Reykja- vík og Kristján C. skrifstofumaður á Sauðárkróki. Auk þess ólu þau upp þrjú fósturbörn. Síðustu 17 árin dvaldi frú Margrét hjá syni sínum, Kristjáni, á Sauðárkróki og konu hans, Sigrúnu Jónsdóttur. Margrét var ástrík móðir barna sinna og skyldurækin húsmóðir á sínu stóra heimili, þrátt fyrir sín miklu félagsstörf utan þess. Nú er þessi heiðursfrú gengin til feðra sinna, eftir langan og erils- saman ævidag. Fylgja henni þakkir og hlýjar kveðjur okkar allra, sam- ferðamanna hennar og kunningja, sem aðstöðu höfðum til að fylgj- ast með lífi hennar og starfi. Fer úit'för hennar fram í dag á Sauðárkróki. Skagfirðingur. Minning: Valgerður Jónsdóttir, húsfreyja Birnustöðum Minning: Kristín Sigurðardóttir, ljósmóðir Víðar en í siklingssölum svanna fas er prýði glæst mörg í vorum djúpu dölum drottning hefir bónda fæðzt. Þessar ljóðlínur skáldsins flugu mér í hug, er ég vildi minnast með fáum orðum hinnar merku og gifturíku konu, Kristínar á Bákka, sem var ljósmóðir Austur- Landeyinga nær hálfrar aldar skeið. Kristín var fædd 1874 að Á'lf- hólahjáleigu í Vestur-Landeyjum, dóttir Ingileifar Björn'sdóttur að Bergþórshvoli og Sigurður Hall- dórssonar í Álfhólshjáleigu og voru foreldrar hennar bræðra- börn. Halldór var Þon'aldsson frá Klofa á Landi — og er ætt sú merk og traust á marga vegu, enda bar Kristín það með sér að vera af góðu bergi brotin. Hún var kempuleg að vallarsýn, og fas hennar og viðmót bar þess Ijós- an vott, að hún var mikilhæf kona, bæði að andlegu og líkam- legu atgervi. Enda var henni trú- að fyrir einu, ef til vill vanda- samasta starfi, sem ein kona kann að leysa — þar sem hún var Ijós- móðir fjölda barna bæði í sínu eig in umdæmi og í mörgum tilfellum sótt í aðra sveit, — þá yfir óbrúuð jökulvötn og ógreiða vegi. Allt leysti Kristín þetta vel af hendi — auk sinna margþættu heimilis- starfa, en hún var dugmikil í ferðalögum sem öðru, og margar fór hún svaðilfarir í náttmyrkri og hríðarveðrum uim langa vegu og var þá mikið treyst á góða hesta. Kristín átti oftast sjálf góðhesta, fallega og vel með farna. Það var öllum látið líða vel á Bakka, bæði mönnum og málleysingjum bæði í viðmóti og viðgjörðum. Kristín var gæfusöm kona bæði út á við og inn á við. Hún átti merkan myndarmann, Loft Þórð- arson á Bakka. Hann var snyrti- menni og mikill hagleiksmaður. Hús og munir báru þess ljósan vott þegar að Bakka var komið. Til þeirra hjóna var gott að koma „Eikin sterk sem stráin veik I feikist burt við feigðarleik“. En — „Hvað er að kvíða hald þó nísti Hcl. Hvað er að stríða, ef vér deyjum vel.“ Okkur setur hljóðar. Ný sorgar- ský. Að vísu er það sem alltaf er að bregða fyrir í mannlífinu, bá staldra einstaklingarnir jafnan við þegar dauðinn ber að dyrum inn- an ástvinahópsins. Öll sveitin er og hnípin yfir þeim þáttaskilum, er mæt og merk kona hefir lokið lííi sínu. Okkur finnst jafnvel allt hið sýnilega umhverfi hafi breytt um svip. Á fagurgræn túnin á Birnu- stöðum slær nú fölva og sjálf eik- in búin að fella lauf af krónum sínum, en — stofninn er þó enn óhagganlegur, rótin er enn lífs og verður enn megnug að veita frá sér angan, metta loftið og fylia nýju lífi. Minningarnar streyma nú um hugi okkar. Minningar um góðu, tígulegu og göfugu konuna, húsfreyjuna og sönnu móðurina með sína léttfleygu sál. Minningar um allt það sem fegurst er og bezt í mannlegu fari. Minningar um bjartsýni, öryggi og fórnarlund. Þannig er mynd hennar greypt með gullnu letri í hugum okkar og sú mynd verður ekki afmáð. Hún Valgerður, okkar kæra vin- kona, er því ekki dáin í þess orðs dýpstu merkingu. Hún hefir aðeins skipt um svið, þar sem hún heldur áfram að rækja sitt stóra hlutverk til enn meiri fullkomnunar. Henn- ar svifléttu hreyfingar eru nú enn auðveldari til hjálpar öllu lífi. Móðurhönd hennar er enn tilbú- in og útrétt til allra kærleiksverka og dáða, sem drýgðar eru meðal okkar. Gott var jafnan að njóta verka hennar og við munum æfinlega finna framrétta hönd hennar íil að fegra og bæta lífið. Hún taldi það hún traust og trú. Þetta fagra dæmi, er hún eftir- skilur okkur viljum við af alhug köllun sína og hverri köllun var þakka. Horfna vinkona! Við þökk- um þér hve oft þú vildir sýna okkur inn í forðabúr þess lífs sem eftirsóknarverðast er og vernda það bezta sem lífið hefir að bjóða. Hvarvetna sem leið þín lá hefir þú fagra mvnd eftir skilið, þó bezt skíni hún í lífi barna þinna og allra ástvina sem nutu ástríkis þíns og kærleiksrikrar umhyggju. Vissu lcga nnin Guð blessa þann dýra og fagra móðurarf. Huggun okkar allra er því sú að: „Þú lifir enn! Hvað væri veröld þessi, ef von- i in missti lífsins stóru trú. Þú lifir, ! lifir! Drottins dýrð þig blcssi. í 1 Drottins Ijósi vinum fagnar þú.“ Minning: Ingólfur ísfeld Einarsson, bóndi Kálfaströnd Þann 26. júní s. 1. andaðist ís- feld Einarsson bóndi á Kálfaströnd í Mývatnssveit, 78 ára gamall. Ingólfur ísfeld Einarsson, en svo hét hann fullu nafni, var fæddur 19. apríl 1879 í Svartárkoti í Bárð- dælahreppi, sonur Einars bónda Friðrikssonar, sem þaðan flutti að Reykjahlíð við Mývatn vorið 1895. Hann giftist 11. júní 1904 Elínu Helgu Halldórsdóttur á Kálfa- strönd, var hann þá ráðsmaður hjá móður hennar, Hólmfríði Þorsteins dóttur, sem þá bjó ekkja á Kálfa- strönd. Hann hóf svo búskap þar vorið 1905 á hluta af jörðinni. Hef- ir búið á Kálfaströnd síðan. Hann og synir hans hafa tvisvar byggt þar öll íbúðar- og peningshús og ræktað einna mest tún hér í sveit. Hann var hinn mesti atorku- og dugnaðarmaður til allra bústarfa, ágætur fjármaður og átti vænt og afurðagott sauðfé allan sinn bú- skap. Elín kona hans dó 2. jan. 1936. Börn þeirra eru: Hólmfríð- ur húsfreyja á Helluvaði, gift Jón- asi bónda Sigurgeirssyni, Halldór og Auður bæði ógift við bú á Kálfaströnd, og Einar bóndi á Kálfaströnd, giftur Hólmfríði Stef- ánsdóttur frá Sauðárkróki. ísfeld bóndi var til grafar fluttur að Skútustöðum hinn 5. júlí í hinu fegursta veðri sem komið getur hér að viðstöddu fjölmenni. P. J. fyrir gesti og gangandi, eins og það var orðað í þann tíð.. Bakkahjónin eignuðu-st myndai-- legan barnahóp, þrjár dætur og fimm syni. Einn dreng miisstu þau nýlega uppkominn Guðna að nafni en hinir heita Þórður sem er búsettur að Hellu, Sigurður er búsettur vestur á Kjalarnesi en Leifur og Björgvin í Reykjavík. Tvær dætranna, Kristín og Katrín sem eru tvíburar, eru báðar lærð- ar ljósmæður og búsettar í Skafa fellssýslu, en ein systirin Anna, er lærð hjúkrunarkona í Reykja- vík. Það er eins og þessum öllum mæðgum hafi verið það í blóð borið að líkna og bjarga í lífs- hættu og nauð. Öll eru börn þessi myndar- og sómafólk. Hjónaband Kristínar og Lofts var með þeim ágætum að vart þekktist betra. í fáum orðum sagt var Bakkaheimilið myndarlegt ut- an stökks og innan og góðvild í annarra garð viðurkennd af þeim er til þekktu. Kristín á Bakka var gáfuð og bókelsk, listhneigð og hög. T. d. skrifaði hún svo vel að af bar, og er það arfgeng list með öðrum hag leik í ætt hennar. Kristín var trú- kona mikil og einlæg og fylgdi því vel fram í orði og verki, vildi vinna í anda Krisfcs, og taka undir m!eð Skáldinu, Að leggja smyrsl á lífsins sár, lækna mein og þerra tár. Kristín var jarðsungin að Krossi 18. maí sl. að viðstöddu miklu fjölmenni, sem talaði sínu máli um ítök þau er Kristín átti í hug- um samferðamanna sinna frá liðn um árum. Útförin var á allan hátt hin virulegasta. Að síðustu vil ég þakka Krist- ínu á Bakka a'lla góðvild og giftu- ríka hjólpsemi sýnda mínu heimili og ég hygg að öll heimili í Land- eyjum vilji taka undir það, og biðja henni allrar blessunar Guðs á þessum _ vegamótum lífs og dauða. — í Guðs friði. Guðni Gíslason. Krossi. „Facts about Iceland“ kornið út í sex útgáfum — alls 38 þús. eintök Bókaútgáfa Menningarsjóðs hefir sent á bókamarkaðinn sjöttu íitgáfu hins vinsæla upplýsingarits Ólafs Hanssonar, menntaskólakennara, „Facts about. Iceland". Hefir ritið þá alls verið prentað 1 38 þús. eintökum og er sala þess sízt í rénun, enda er bæklingur þessi hið ágætasta kynningarrit. íslendinga, er reka erlend við- skipti eða ferðast út fyrir land- steinana. Geta þeir, með því að gefa viðskiptavinum sínum og er- lendum kunningjum þessa ódýru bæklinga, gert þeim kleift að öðl- ast margvíslegan fróðleik um ís- lenzku þjóðina, land hennar, lífs- kjör og sögu. Jafnframt hefir rit þetta nú verið þýtt á dönsku og þýzku. Er danska útgáfan þegar komin í bóka verzlanir, en hin þýzka mun koma út í byrjun ágústmánaðar. Dönsku þýðinguna hefir annazt frú Grethe Benediktsson, en hina þýzku Her- mann Höner, sendikennari. Upplýsingarit þessi eru 72 bls. að stærð, sett með mjög drjúgu letri og prý'dd fjölda mynda, á- samt íslandsuppdrætti. Margar myndanna eru nýjar, og hefir Hjálmar R. Bárðarson tekið flest- ar þeirra. Efni ritanna. , r I I bæklingunum eru upplýsingar um flest það, er máli skiptir fyrir útilendinga, eða liklegt þykir að þeir hafi áhuga fyrir. Ritin hefj- ast á þætti um landið, stærð og legu, lýsingu á jöklum, eldfjöll- um ,hverum, ám og vötnum, veðr- áttu, gróðri og dýralífi. Síðan eru kaflar um íbúana, kaupstaði og í- búafjölda þeirra, ártöl úr sögu; þjóðarinnar, stjórnartfar, upplýs- ingar um sendiráð og ræðismenn, trúarbrögð, uppeldiismál og félags mál, íþróttir, ferðalög og helztu staðir, söm eru skoðunarverðir, atvinnulíf og menningarlíf lands-| búa. Þá eru upplýsingar um ýmsa merka íslendinga, sem liðnir eru og loks nöfn og aldur ýmissa nú- lifandi íslendinga. Hörður Ágústsson, listmálari,' hefir séð um bókakápu og skipað efninu í síður. Bæklingar þessir eru einkum við það miðaðir, að erlendir menn geti fengið í hendur hóflega lang- an og ódýran en efnismikinn leið- arvísi um íslenzk málefni og ís- lenzka menn. Sú hefir og orðið reynslan af enska bæklingnum, að jafnt innlendir menn sem er- lendir hafa haft hans mikil not, því að bæklingar þessir eru ekki aðeins hentugir fyrir gesti, er ber að garði, heldur einnig fyrir Vestfirzkar konur á fundi 27. fundur Sambands Vest- firzkra kvenna, var haldinn á veg- uim kvenfélagisins „Brautin“ Bol- ungarvík, dagana 6. og 7. júlí s.l. Mættir voru 21 fuUtrúi auk stjórn- ar. — Auk venjulegra fundar- starfa voru rædd ýms mál, t. d. söfnun til Byggðasafns Vestfjarða, 'heimilisiðnaðarmól, og prýði heimilanna utanhúss og innan. Fundurinn hvatti konur mjög til ræktunar og gróðursetningar, og telur æskilegt að ráðinn væri leiðbeinandi vor hvert, við gróð- ursetningar og aðra tiihögun í þeim cfnum. Fröken Jónína Guðmundsdóttir kennari frá Reykjavík flutti mjög athyglisvert erindi um notkun Butteriek-sniða. Einnig flutti Sig- urjón Jóhannesson skólastjóri er- indi um uppeldismál. Á sunnudaginn hlýddu konur messu í Hólskirkju hjá séra Þor- bergi Kristjánssyni sóknarpresti. Að síðustu hélt frú Ásta Egg- erfcsdóttir, ísafirði, tölu, og minnt- iist Bolungarvíkur, og landnáms- konunnar Þuríðar Sundafyllis. — Fundarkonur róma mjög gest- risni og myndarbrag allan í Bol- ungarvík. Stjórn sambandsins skipa: Sig- ríður Guðmundisdóttir, form.; Unnur Gísladóttir, ri'tari; Elísabet Hjaltadóttir, gjaldkeri.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.