Tíminn - 21.09.1957, Blaðsíða 4
TÍMINN, laugardaginn 21. september 1957,
* I
Bnill, Grieg og Hoel verja Mykle - far-|
ið eftir 70 ára lagagrem - Mykle segist
i
ekki vera aðalpersóna - saksóknari
spyr um lausaleiksbörn Mykle - GuS-
fræðingar óttast vaxandi spillingu -
NTB—Ósló, 19. sept. — í
dag beindust hugir manna í
Noregi og reyndar í mörgum
löndum að móiaferlunum út
af bókinni „Sangen om den
röde Rubin". Mykle sjálfur
og Harold Grieg forstjóri
norska Gyldendals fluttu
vörn sína í málinu og svör-
uðu spurningum. Francis
Buil prófessor í bókmennta-
sögu flutti þrumandi ræðu
um rétt rithöíunda til að
hlýða eingöngu bókmennta-
legum og iistrænum smekk
sínum við samningu verka
■sinna. Sigurd Hoel rithöfund-
ur tók í sama streng.
Málflutningurinn í dag einkennd
ist af skeleggri vörn bessara
manna f.vrir óskoruðu frelsi á sviði
fagurra bókmonnta og rétt höfund-
ar til bess að hafa listræna sam-
visku sína eina að leiðarljósi, ber.i-
ast gegn „puritanisma“. vekja
menn af doðasvefni með bví að
hneyksla og vekja gremju. Einnig
var harðlega gagnrí'nd sérhver til-
raun til að koma ritskoðun á verlc
.rithöfunda.
Sjálfsævisaga eða ekki
Saksóknari spurði M.vkle margra
spurninga um einkalíf hans og
sumra nærgöngulla. f fyrsta lagi
spurði hann hvort bókin væri
sjálfsævisaga. Mykle svaraði hví
til, að Ask Borlefot væri ekki
hann sjálfur, hans líf væri ckki
sitt líf og hans konur ekki sínar
konur. Mykle neitaði bví, að í bók
hans væru ósiðlegar lýsingar. Hins
vegar væru lýsingar sínar á kyn-
lífi nákvæmar og hví lýst í einsiök
um atriðum. Slíkar einstakar lýs-
ingar á sm'áatriðum væru snor
háttur í skáldsagnagerð sinni, og
hann teldi bær nauðsynlegar frá
listrænu sjónarmiði.
í bessari bók setti ég fram,
sagði Mykle, tvö sjónarmið. ann-
ars vegar holdlega ást og hins
vegar hinn sanna kærleika og til
bess að ná andstæðunum var
nauðsvnlegt að ganga nákvæm-
lega til verks. Mér datt ekki í
liug. sagði Mykle, hegar ég var
að skrifa betta, að bað myndi
lineyksla neinn, bví síður að þaðl
bryti í bága við hegningarlögin. |
Það er skoðun mín, að ég hafi!
ekki gert annað og meira en
margir á undan mér.
Saksóknari spurði inargra spurn
inga um einkalíf Mykles og svar-
aði hann beim flestum, unz liann
var spurður, hvort hann ætti
nokkur börn utan hjónabands. Þá !
neitaði hann að svara. Verjandi
hans spurði hvað slíkar spurning-
ar ættu að þýða og mótmælti
þeim.
Ekks beitt í 70 ár
Harold Grieg kvaðst hafa gert
sér ljóst, að bókin væri nokkuð
djörf á köflum, en ekki komið til
hugar að hún yrði talin brjóta í
bága við lögin. Þar við bættist, að
viðkömandi lagagreinum hefði
aldrei verið beitt síðastliðin 70 ár,
né hefði núverandi saksóknari í
10 ára starfsferli nokkurn tímann
séð ástæðu til að nota þau. Þeíta
hirðuleysi ákæruvaldsins um á-
kvæði laganna hefði komið sér til
að álita, að landar sínir væru
komnir jafnlangt í þessum málum
og nágrapnalöndin. Málsókr þessi
sýndi að svo væri ekki og puritan-
isminn lifði sjáanlega góðu lífi í
landinu.
Buíl varSi Mykle
Hinn kunni bókmenntafræðing-
ur, Bull, varði Mykle og bók hans.
Seinustu síðurnar í Ruhinen væru
skáldskapur, sem væri elnhver sá
íágaðasti og nærfærnislégasti, sem
unnt væri að finna í óbundnu máli j
norsku. Þær sýndu að hér væri að |
verki rithöfundur, sem héfði boð-
skap,að flytja til mannanna. Höf-
undur á borð við Mykle verður
sjálfur að ákveða hvar liann setur
takmörk sín. Bull sagði um Harold
Grieg, að hann væri einn af helztu
frömuðum í norsku menningarlífi
og það væri hneisa og skömm fyrir
landið, að hann skyldi dreginn á
ákærubekk.
GuSfræðingarnir ákærðu
J. G. Hygen prófessor í trúarsið-
fræði og trúarheimspeki taldi, að
kynlífslýsingarnar í bókinni væru
þannig, að telja yrðu ósæmilegar
og gætu leitt óþroskaða unglinga
á villustig. Sama sagði Arne Fjell-
berg rektor við guðfræðiskóla.
Báðir þessir menn lögðu siðgæðis-
legan mælikvarða á bók Mykles og
ræddu um þau áhrif, sem hún gæti
haft á ómótað æskufólk. Töldu
þeir að þau gætu verið mikil og
siðspillandi.
200 þúsund lesið bókina
Sigurd Hoel sagðist ekki sjá
favaða gagn gæti orðið a£ þessum
réttarhöldum, jafnvel þótt Mykle
yrði sakfelldur. Yfir 200 þús.
rnanns hefði lesið bókina. I)ómur-
inn myndi ekki gefa neina örugga
línu til að fara eftir. Þar að auki
væru bækur margra heimskunnra
sígildra rithöfunda mjög „djarfar"
í þessum efnum og það myndi þá
ekki hægt að gefa þær út í Noregi.
Hann sagði, að sér finndist bók
Mykle ekki ósiðleg né klámfengin.
Hún væri lieldur ekki skaðleg.
Bændum bent á að bólusetja
búféð sem fyrst
Nokkmr aívörunarorí frá Páli Zóphóníassyni
VIÐ GÖMLU karlarnir mun-
um eftir bráðafárinu, sem líka var
kallað „bráði“ eða „bráðapest" eða
bara „pest“. Við munum hvaða
skarð það hjó í fjárstofninn, það
var oft stórt, og jafnaðist á við
ýmsar aðrar „pestir" síðari tíma.
Við munum, þegar Magnús sál.
Einarsson fór að kenna mönnum
að búa til bóluefni úr nýrum úr
pestarkindum, munum, þegar
„danska“ bóluefnið kom, og þegar
Níels Dungal fór að búa til „inn-
lenda“ bóluefnið. Og nú er það
oröið fátt, sem ferst úr pestinni
árlega. Við munum líka, að hún
drap mismargt á bæjunum. Sums-
staðar lá hún í landi, og gerir enn,
svo menn verða að bólusetja lömb-
in að vorinu, eigi þeir ekki að eiga
víst að missa þau fyrir réttir að
haustinu. Við munum líka að það
var misjafnt hve mikið drapst úr
pestinni eftir árum. Sum árin voru
kölluð pestarár, og drapst þá miklu
fleira en önnur.
SUMARIÐ í sumar hefir í
mörgu verið líkt þeim sumrum í
ungdæmi mínu, sem á eftir fylgdi
haust sem margt drapst af fé úr
pestinni. Ég fór fyrir nokkru aust-
ur að Stöng, að sjá fornu bæjar-
rústirnar þar, og þá minnti jörðin
mig mjög á haustin, þegar mest
drapst úr pestinni á yngri árum
mínum. Ég er því hræddur um að
í haust verði pestarhætt. Nú bólu-
setja menn fé sitt við pestinni, og
því mætti virðást að óþarfi væri
að vera að segja frá þessum grun
mínum, að pestarhættara verði í
haust en venjulega. Ég geri það
nú samt. Og ég geri það af því að
ég hef orðið var við það að margir
hugsa ekki um það að eiga bráða-
pestarbóluefni, svo þeir geti bólu-
sett hvenær sem er að haustinu,
og þora oft ekki að hugsa um að
ná sér í það fyrri en pestin gerir
vart við sig hjá þeim eða næsta
nágranna.
Þetta skulu þeir ekki gera í
haust. Menn ættu að reyna að bólu
setja búféð sem bólusetja á
(lömb og veturgamalt) sem fyrst
að hægt er 1 haust og ekki bíða
eftir að pestin byrji að drepa.
17. sept. 1957.
Páll Zóphóníassou
Alltaf fjölgar gerfibráðunum,
sem notaðir eru í vefnað og prjón-
les. Fyrrum þekkti hver og einn
eiginleika þeirra efna, sem notuð
voru í slíkar vörur: baðmull, silki
og'ull. Hin nýju efni hafa ekki
öll samskonar eiginleika, en mörg
þeirra taka fram hinum gamal-
kunnu efnum, eru sterkari, auð-
veldari í þvotti og halda betur lög-
un sinni og þó að þau séu oft
dýrari í innkaupi, er samt hag-
kvæmara að kaupa þau. Skal nú
telja upp nokkur hinna ágætu
gerfiefna, sem skynsamlegt er að
kaupa, sé þess kostur.
Nælon þykir enn bezt í þunn
efni, sem notuð eru í undirföt,
blússur og samkvæmiskjóla.
Einnig er. farið að búa til næl-
onþráð, sem er mjúkur og góð-
ur í þykkari ílíkur.
Ban-Lon er nælontegund, létt
og hlýtt, teygist dálítið, en
hleypur aldrei. Sérlega gott í
prjónavörur, svo sem nærföt og
sokka.
Taslan er enn ein gerð af
næloni. Það hrukkast ekki né
teygist, er létt í sér.
Agilon er mjög tevgjanlegt
og því sérlega gott í sokka og
barnaföt.
Fluflon er einnig nælonefni,
mjúkt og teygjanlegt.
Terrylene er skylt næloni.
Það er auðvelt að þvo, þornar
fljótt, breytir aldrei lögun, er
endingargott og er notað í fleiri
og fleiri gerðir af álnavöru.
Það reynist mjög vel að blanda
það með ull og t.d. felld pils
úr slíku efni halda fellingunum,
þrátt fyrir marga þvotta. Einn-
ig er farið að nota slík efni í
karlmannaíöt og bráðlega eiga
þunnir regnfrakkar úr terrylene
að koma á markaðinn.
Acrilan-efni eru sterk, létt
og áferðarfalleg. Úr því má
bæði vefa og prjóna efni með
margskonar áferð og sé það
blandað öðrum efnum, breytir
það ekki lögun, heldur í sér
fellingum, er auðvelt að þvo
og þarf lítið að strauja.
Orlon hefir marga sömu eig-
inleika og aerilan og hvítt or-
lon gulnar ekki, eins og nælon.
Ardil er oft blandað með
baðmull og mikið notað í sport-
skyrtur og náttföt. Blandað með
ull er það hlýtt og endingargott.
Tricel 'hvorki tosnar né hlep-
ur, hrindir vel frá sér óhrein-
indum, hrukkast ekki, þornar
fljótt og þarf lítið að strauja
það. Fellingar fara heldur ekki
úr því við bvott.
Enn er einn kostur, sem fylg-
ir þessum gerfiefnum. Skordýr,
svo sem mölflugur, skemma þau
aldrei og fúablettir koma held-
ur ekki í þau.
Sjötugur: Markús Guðmundsson
f dag verður sjötugur að aldri,
Markús Guðmundsson, verkstjóri
hjá Vegagerð Ríkisins, búsettur
að Klapparstíg 9 hér í bæ. Markús
er Rangæingur að uppruna, fædd-
ur að Önnu-Parti í Þykkvabæ. For-
eldrar hans voru þau Guðmundur
Þórðarson og Guðlaug Guðlaugs-
dóttir. Bjuggu þau allan sinn bú-
skap í Önnu-Parti. Snemma fór
Markús að vinna fyrir sér. Níu ára
gamall fluttist hann austur í Odda
hverfi og réðist þá til vinnu að
Vindási. Á fermingaraldri kom
Markús aftur í Þykkvabæinn, en
viðstaðan í heimahúsum varð ekki
löng; ári síðar fór hann til vinnu
að Stokkseyri til Jóns Jónasson-
ar kaupmanns, sem þar bjó. Kaup-1
maðurinn sendi Markús í vega-1
vinnu til Reykjavíkur og hófst þá
undirbúningurinn að því starfi,
sem síðar varð atvinna Markúsar.
Aðbúnaður vegavinnumann var
þá ólíkur því sem nú er orðið.
Lágu menn í tjöldum og átu skrínu
kost, brauð og harðan fisk, sem
þeir hengdu upp í tjaldsúlurnar.
Sumir höfðu smjör til viðbits, en
það var undantekning. Tjöldin
láku í rigningum og vætan drap
upp úr jörðinni. Unnið var frá sex
á morgnana til sex á kvöldin og
etið tvisvar á dag. Það var á þeim
tíma, þegar hestvagnar voru not-
aðir í vegavinnu á íslandi. Markús
gætti hesta og flutti þá á vinnu-
stað á morgnana. Fór hann á fætur
löngu áður en aðrir tóku til starfa,
sótti hestana og fékk þá 25 aura
fyrir þessa þjónustu. Markús vann
hjá Tómasi Petersen verkstjóra,
en varð síðar flokksstjóri í sama
vinnuflokki. Gengdi hann því
starfi í sex ár, en var gerður verk
stjóri, þegar Tómas féll frá. Því
starfi hefir hann nú gegnt í 20—
30 ár.
o'terr/soóTU 8
Oft lenti Markús og vinnuflokk
ur hans í illviðrum við snjó-
mokstur á Hellisheiði. Voru þá
fyrst notaðar skóflur við mokst-
urinn, en síðar kom snjóplógur-
inn og var eitthvað notaður þótt
hann yrði að litlu gagni. Stundum
fennti í slóðina og varð þá flokk-
urinn að moka sig til baka. Oft
komu vegamenn hraktir að Kol-
viða'rhóli og fengu þá góðar við-
tökur og hressingu.
Bezt liðaður var Markús við
vinnuna í Svínahrauni. Það var á
dögum atvinnubótavinnunnar.
Voru þá 30—40 manns í liði Mark-
úsar. Markús hefir unnið að við-
haldi Suðurlandsbrautar, austur
á Kambabrún, við Krisuvíkurveg-
inn að nokkru leyti og sér einnig
um viðhald á Álftanesvegi og Víf-
ilsstaðavegi. Nú sem stendur er
hann að vinna að Austurveginum.
Aðbúnaður vegamanna er nú ó-
líkur því sem áður var. Er nú ieg-
ið í upphituðum skúrum og ráðs-
konur elda matinn handa verka-
mönnum. Framfarir í verktækni
hafa líka orðið stórstígar, bílar
ámokstursvélar og ýtur eru nú
komnar í stað gömlu verkfærar.na,
en vandamál vegagerðar á íslandi
eru þó langt frá því að vera full-
leyst; ofaníburðurinn rýkur úr veg
unuin.
Kvæntur er Markús Sigurbjörgu
Jónsdóttur frá Stokkseyri. Eiga
þau tvær dætur, Ingveldi og Guð-
laugu. Eru báðar giftar en búa í
foreldrahúsum.