Tíminn - 21.09.1957, Blaðsíða 8
8
TÍMINN, laugardaginn 21. september 1957.
Seldi Reykvíkingum í soðið á mölinni
framan við Edinborg
SpjallaS vitS kjónin Guírúnu Árnadóttur og Ólaf
Grímsson, sem eiga gullbrúðkaup í dag
Ég ber að dyrum á Höfðaborg
58 og vingjarnleg gömul kona kem
ur til dyra, býður mér til stofu
þegar ég hef borið upp erindi
mitt og kallar á mann sinn sem
nú er orðinn blindur en hress og
ferðafær þrátt fyrir háan aldur.
Þetta eru hjónin Guðrún Árna-
dóttir og Ólafur Grímsson fyrrum
fisksali en þau eiga gullbrúðkaup
í dag.
— Ég er fæddur að Nýjabæ í
Garðahverfi en fluttist til Reykja-
víkur árs gamall og ólst upp hjá
móðurbróður mínum því foreldr-
ar mínir voru fátæk, segir Ólafur
er hann hefur komið sér fyrir.
— Og náttúrlega byrjað að
stunda sjóinn barnungur eins og
allir Reykvíkingar í gamla daga?
— Ég var 11 ára þegar ég fór
að róa á opnum bátum í Ólafsvík,
segir Ólafur. Þar var ég í 3 ár.
Svo fór ég aftur suður, geröist
vinnumaður í Hákonarbæ og reri
til fiskjar og lagði grásleppunet.
Seinna fór ég á skútu, það var
Valdimar frá Engey. Húsbóndi
minn hirti hlutinn eins og þá var
siður, sjálfur fékk ég fast kaup
50 krónur á ári og fern föt. Þá
var stundað hálfdrætti, húsbóndi
minn fékk annan hvern fisk sem
ég dró, en útgerðin hinn. Við
komumst stundum í hann krapp-
ann á slcútunum. Einu sinni kentr
aði undir okkur í Eyrarbakka-
bugtinni, þá misstum við tvo menn
út og sá þriðji rotaðist á dekki,
skipstjóri og stýrimaður urðu báð-
ir ófærir af meiðslum, öll gólf
spfe'ngdust upp og við komumst
ekki til lands vegna óveðurs. Þá
vorum við heila viku matarlausir
að velkjast á sjónum. í annað sinn
var ég hætt kominn þegar kola-
barkur slitnaði upp í höfninni með
tvo menn innanborðs í ofsaveðri
og ekki var ráðið við neitt. Þá
tókum við Sigurjón Pétursson og
Ólafur meistari ásamt nolckrum
öðrum jullu í slippnum og rerum
út á eftir þeim. Barkurinn strand-
aði skömmu síðar en okkur tókst
að bjarga mönnunum rétt áður en
hann liðaðist sundur og sökk. Ég
var 6 ár á skútunum, svo fór ég á
togara.
'Var það Jón forseti?
— Nei, það var áður en Jón
forseti kom til sögunnar. Þetta var
lítill togari, Kútt, sem Einar Þor-
gilsson kaupmaður í Hafnarfirði
átti. Ég var bara á honum eitt
sumar því að hann strandaði um
haustið og þá hætti ég á sjónum,
fór í land og setti á stofn fisksölu
með Steingrími í Fiskhöllinni. Þá
var Fiskhöllin ekki risin, við verzl
uðum á mölinni fyrir framan Edin-
Grein Páls
, borg, þar var sjávarbakkinn þá.
Við reistum borð yfir tvo búkka
og þar gat fólkið gengið að fisk-
inum og valið. Á hverjum morgni
kl. 5—6 rerum við út í bátana og
to.garana á höfninni og keyptum
af þeim fisk, bæði útlendum og
innlendum. Þetta draslaðist svona
áfram en oftast áttum við nógan
fisk handa fólkinu. Seinna flutt-
um við okkur og byggðum skúr
opinn í annan endann. Seinna þeg
ar Steingrímur keypti FiskhöHina
vann ég hjá honum, ég var líka
um tíma með handkerru á Óðins-
torgi. Nú er ég búinn að vera
blindur í 10 ár, og hef haft hægt
um mig. Ég man ekki eftir neinu
merkilegu sem hefir gerst um
ævina, við erum svo sem búin að
lifa lengi og sjá margt og alltaf
verið heldur róleg í tíðinni og ég
held að við hefðum ekkert á móti
því að lifa saman í önnur 50 ár.
Eiginkonan brosir samsinnandi.
Hún hristir höfuðið hæverkslega
þegar ég spyr hana um uppvöxt
hennar og ævi: _Ég hef ekki frá
neinu að segja. Ég er fædd í Búð-
arhrauni í Hafnarfirði og alin þar
upp til 15 ára aldurs. Þá fór ég
sem vinnukona á Stóruvatnsleysu
og var þar í 7 ár. Ég fékk 20 kr.
í kaup yfir árið, það þætti ekki
mikið núna en þá var hægt að
kaupa þó nokkuð fyrir þá peninga.
Svo fór ég til Reykjavíkur og þar
byrjuðum við búskap 1907, þá
mátti enginn gifta sig né hefja
búskap nema hann ætti vissa fjár
upphæð, 300 krónur minnir mig í
reiðu fé. Það var til að fyrirbyggja
að fólk færi á sveitina. Við kom
umst vel af og komum sjö börn-j
um á legg. Það er margt breytt!
frá því í gamla daga, þá fengu!
krakkarnir að fara í berjaheiðij
inn að Grænuborg og fengu nesti
og nýja skó til fararinnar. Og þá,
kostaði pundið af sykrinum 25
aura.
— Og brennivínspelinn 60 aura,
segir Ólafur og hlær við. Það er!
margt breytt frá því í gamla daga, •
lífskjörin eru ólíkt betri nú en þó,
vildi ég ekki skipta við æskuna nú
á dögum. Þetta var nú einu sinni,
manns ævi og þar við situr. |
Hjónin kveðja mig hlýlega og
innilega. Þetta er óbrotið alþýðu-
fólk sem unnið hefir hörðum hönd
um fyrir sér og sínum, oft barizt
örvæntingarfullri baráttu við ó-
blíð kjör og ill örlög en samt sem
áður lagt fullan skerf til þeirra
framfara sem orðið hafa í þjóðfé-
laginu og kynslóð nútímans hef-
ir fengið í arf. Þessi gömlu hjón
hafa lifað sólarupprás í íslenzku
þjóðlífi. — J.
(Framhald af 5. stBu).
alhug, fæst aldrei viðunandi
árangur.
SuSureyrarhreppur
18 byggðar jarðir voru í
hreppnum 1920, en nú eru þær
7. Meðaltúnið var 2,3 ha. en er
nú 3,4, það gaf af sér 77 hesta,
en nú fást af því 269 og er eng-
inn vafi, að þá er með taða af
túnum eyðijarða, sem nytjaðar
eru frá byggðu jörðunum.
Á meðaljörð var heyjað 77+
77=154 heyhestar en er nú
269+49=318 hestar. Meðalbú-
ið var 2,3 nautgripir, 56 kind-
ur og 1,4 hross en er nú 4,1
nautgripir, 76 kindur og 1,4
hross.
Stækkun meðalbúsins og
aukning heyjanna sem aflað er
á meðaljörð hefir haldist í hend
ur og er það vel. Túnstæði eru
slæm á sumum jörðum hrepps-
ins, og hafa verið með orsök
til þess að þær l'ögðust í eyði.
Á jörðunum, sem enn eru í
byggð, má þó alls staðar stækka
túnin, þótt misjafnt sé, svo
vaxtarmöguleiki búanna er alls
staðar fyrir hendi. Fimm af
þessum jörðum, sem í byggð
eru, hafa minni tún en 5 ha.,
og það stærsta er 5,5 ha. Er það
tún sjálfs prestsetursins, það
var 5,3 ha. fyrir 35 árum og er
nú 5,5, en imun ekki eiga að tak
ast sem sýnishorn af þeim vaxt-
arhraða eða vaxtarþroska, sem
prestarnir óska að eigi sér stað
bæði í hinni lifandi og dauðu
náttúru.
Búskapur í V-ísafjarðarsýslu
er að nokkru sérstæður. Þar er
öllum skepnum gefið mikið vot-
hey eða yfir sýsluna sem heild
nálægt 51% af heyfóðrinu 1955
-—56, enda sýslan þá í jaðri
hins svokallaða óþurrkasvæðis.
Þar eru skepnur yfirleitt vel
fóðraðar og menn hafa þar
nægt fóður handa fénaði. Þó
fóðra fáir með þa’ð fyrir augum
að fá margt af óm tvílembt,
enda fjárstofninn heldur ófrjór
og ekki auðvélt með fóðririu
einu að fá fjölda af ánum tví-
lem'bt. Umgengni er hvergi jafn
betri en þar. Þar fer enginn, er
að utan lcemur, inn á skítugum
skónum, heldur tekur þá ætíð
af sér í anddyri eða sérstökum
stað, sem til þess er gerður, og
mætti sá siður verða almennur
annars staðar í sveitum lands-
ins enda stingur hann víða upp
kollinum nú orðið, sem betur
fer.
Natni er áberandi, sérstaklega
við allan heyskap, enda héldust
hér við hærurnar frá söguöld,
þótt þær legðust niður almennt,
og frá Vestfjörðum breiddust þær
aftur út um aðrar byggðir lands-
ins og nú þekkja þær allir undir
nafninu yfirbreiðslur, enda þótt
hinar réttu hærur séu aðeins not-
aðar á Vestfjörðum og sérstaklega
í Vestur-ísafjarðarsýslu og við
Djúp.
Auðkúluhreppur verzlar mest á
Þingeyri, nú síðan vegur kom yfir
Auðkúluheiði, en áður sóttu þeir
yfir Arnarfjörð og verzluðu á
Bíldudal og nokkrir gera það enn.
Þingeyrarhreppur og Mýrahrepp
ur verzla á Þingeyri. Þó verzluðu
Ingjaldsbændur á Flateyri og
fluttu að sér og frá á sjó yfir Ön-
undarfjörð, en líklegt tel ég að í
framtíðinni muni verzlun þeirra
flytjast til Þingeyrar, þar sem þeir
eru búnir að fá veg til sín þaðan
og geta flutt vörur til sín á bilum
Þegar nýræktinni 1956 er bætt
Sigurfinnur Pálsson á Ljósku. Myndin er tekin að ioknum kappreiðunum,
en Sigurfinnur var knapi og ber Ljóska hann vel, þótt þungur sé.
Gammar og góðhestar á kappreiðum
Hornfirðinga á Stapasandi í Nesjum
Höfn, HornafirSi, 9. sept.
Hestamannafélag Hornfirðinga efndi nýlega til kappreiða
á Stapasandi í Nesjum. Þátttaka var ágæt og var keppt í eftir-
töldum greinum:
23,9 en hann kom ekki fram í úr-
300 m. hlaup (16 hestar). | slitum.
31. Ljóska Valþórs Sigfinss. 24,4 Að lokum fór fram góðhesta-
1. Ljóska Valþórs Sigfinnss. 24.4 sýning og tóku þátt í henni 21
2. Lingur Ingimars Bjarnas. 25.0 hross. Komu þar fram margir fall
3. Freyja Ragnars Arasonar 25.1 egir gæðingar, og að dómi gam-
alla hestamanna eru hornfirzku
250 m. sprettur (folahlaup).
gæðingarnir ekki ennþá úr sög-
1. Léttfeti Sigurðar Vilhjálms. 20.4 unni.
2. Eva Þorstein Sigurjónss. 20.9 j Veður var mjög gott og áhorf-
3. Blesa Stefáns Sigurðss. 21.0 endur margir. Mótið fór í alla
staði mjög vel fram.
Bezta tíma í undanrás hafði
Ljóska Valþórs Sigfinnssonar 23,5
og Stígandi Guðjóns Bjarnasonar
Borgarnes
(Framhald af 7. síðu).
uðina júní og júlí. Erlent verzlun-
arfélag tók þá Skallagrímsdal á
leigu, en ekki varð úr framkvæmd-
um þar, en 10 árum áður hafði
skozkur kaupmaður reist fyrstu
bygginguna í Borgarnesi, skúr,
þar sem hann sauð niður lax úr
Borgarfjarðaránum. Hann lét setja
gufuvél í teinæring og hafði í för-
um við laxaflutningana. Laxaskúr-
inn var síðar fluttur upp í héraðið
og þá var ekkert hús í Borgarnesi,
þar til 1877 að Akra-Jón reisti þar
myndarlegt íbúðarhús, sem stend-
ur enn. Voru Norðmenn viðriðnir
þær byggingar og munu hafa lagt
fé til framkvæmdanna. Þremur ár-
um síðar, eða 1880 eru sex íbúar
heimilisfastir í Borgarnesi.
Þannig er þá í stuttu máli sag-
an um það hvernig byggð varð
til í Borgarnesi. Síðan liefir fram
vinda tímans orðið til þess að
þar hefir risið einskonar höfuð-
borg fyrir Borgarf jörð og Mýrar.
Borgarnes er einn af þeim kaup-
stöðum landsins, þar sem náið
samband er milli fólksins og
landsins sjálfs og sögunnar í Iiér-
aði Egils og Snorra. Þess vegna
hafa Borgfirðingar og Mýramenn
byggt „höfuðborg“ sína á Iand-
námsjörð þeirra Borgarfeðga.
—gþ.
við túnin, verður meðaltún í
hreppunum sem hér segir:
Auðkúluhreppur 6,8
Þingeyrarhreppur 6,9
Mýrahreppur 7,7
Mosvallahreppur 8,4
Flateyrarhreppur 6,1
Suðureyrarhreppur 3,4
Meðaltún sýslunnar 7,2
-Aðalsteinn.
Yeglegar gjafir tií
bæedaskóians
að Hóium
í tilefni af 75 ára afmæli Hóla-
skóla s. 1. vor færðu margir nem-
endahópar og aðrir velunnarar
skólanum stórgjafir.
Páll Zóphóníasson og kona hans,
frú Guðrún Hannesdóttir, færðu
skólanum málverk frá Axarfirði,
svarfdælskir Hólamenn málverk
frá Svarfaðadal, nemendur burt-
skráðir 1937 ákváðu að gefa vand-
aða slaghörpu og margar fleiri
gjafir bárust skólanum.
Þá komu saman til fundar á há-
tíðinni, er haldin var á Hólum 14.
júlí s. 1., Hólamenn þeir, er þar
voru staddir þennan dag og höfðu
veriö á Búnaðarskólanum undir
skólastjórn Steingríms Steinþórs-
sonar, búnaðarmálastjóra. Ákveðið
var á fundi þessum að gefa skól-
anum málverk af þeim skólastjóra-
hjónum, Steingrími og konu hans,
frú Theódóru Sigurðardóttur.
Var Örlygi Sigurðssyni, listmál-
ara, falið að vinna verkið, sem
hann hefir nú senn lokið við, enda
hugmyndin a'ð listaverkin verði af-
hent skólanum við skólasetningu
í haust.
Ef framkvæmdaneínd þessa
máls hefir ekki tekizt að hafa sam-
band við alla þá Hólamenn, er hér
eiga hlut að máli, þá væri æski-
legt að viðkomandi hefði tal af
eða skrifaði einhverjum nefndar-
manna, en þeir eru eftirtaldir:
Gústav Sigvaldason, Haukur Jör-
undsson, Haukur Jósefsson, Sig-
steinn Pálsson og Eðvald Malm-
quist.
=llllll!lllllllllllllll|[|llllllliIlllllllllillilliillillll!llllllllllllllllilllllllllllliil!lllllllllllllillll[lilllHIIIIIIIIIIIilllIIIII!llllilllllllllllllllllllllllllllllllllllllllIllllllllHlillllllllllllllllllillillll!llillllIlllillllllllllil!l!llllll!IMI!illlllIIilillilllllll!lllllllllllllllllillllllllllllllillllilllllillillllllllllllllllilillillllll€
Haustmót meistaraflokks
í dag kfl. 5 keppa
VÍKINGUR—ÞRÓTTUR
MÚTANEFNDIH
/4
^llII!!III!III!lIIIIIIIIIIIIIIIII!IIIIIIIIIIIIIilll!!ll!ll!lllilllllllIl!!illIIIIIIIIIIIIIIII!l!IIIIil!III!II!IIII!!!lll!II!lllII!II!III!llll!IIIlinilIIIIIUII!IIIIIIIIIl!!l!!lim!IIIIIllIIIllIIIIIIIIlllllIIIIIliIlI!ilIIIIIiIIIIIlllllliI!llIIlillIIIIIIIlllIIIIIIIIIIIlllIIIIlIllllllllllllIlllillllIin!IIin!IIIIIlllllXI!lIU!llllIIIIIIIIIIIIIIIIIIllllIIIllU^