Tíminn - 21.09.1957, Blaðsíða 7

Tíminn - 21.09.1957, Blaðsíða 7
rÍMINN, laugardaginn 21. september 1957. 7 Sú var tíðin, að Borgarnes var í þjóðbraut flestra, sem fóru vestur og norður með áætlunarbílum, á fyrstu dög- um hinnar nýju ferðatækni. Þá komu hin gömlu og góðu farþegaskip, Suðurland og gamli Laxfoss, full af fóiki í Borgarnes og fóru þaðan aft- ur raeð bílþreytta og rykuga ferðalanga, sem oft höfðu verið tvo daga á leiðinni um | fjöll og dali eftir skörðótt- um vegum, norðan frá Akur- eyri. Greln og my/icfir: Guðni Þórðarson. Nú er þetta breytt. Borgarnes er ekki lengur sú umferðarmiðstöð, sem áður var, heldur friðsamur j kaupstaður, og er ekki lengur í þjóðbraut flestra þeirra sem leggja leið sína milli Norður- og Suður- lands. Sveitakauptún við sjó En þótt ferðamönnum hafi fækk að í bili, hefir athafnalíf í Borgar- nesi ekki staðið í stað. Þar er risið myndarlegt kauptún, verzlun- ar- og samgöngumiðstöð fyrir eitt blómlegasta landbúnaðarhérað landsins, Borgarfjörð. Vísir er þar kominn að iðnaði, sem vafalaust á eftir að verða ein helzta atvinnu- grein í þessu sérstæða kauptúni, sem telja má eina sveitakauptúnið við sjó á íslandi, frá Borgarnesi er nú engin útgerð að kalla til fiskveiða, og engin fiskverkun fer þar fram. í Borgarnesi, eða Digranesi, eins og það hét á dögum Egils, hefir frá fornu fari verið verzlunarstað- ur fyrir Borgfirðinga. Á Brákar- polli er skipalægi gott og þar voru kaupför bundin við festar, meðan kaupskapur fór fram til forna og líklegt ér talið að verzlunarskip hafi þar haft viðdvöl þegar á sögu Öld, enda þótt meiri sagnir séu um kmnu þeirra ofar við Borgar- fjörð og Hvítá. En þá var lengi einn helzti verzlunarstaður við Hvítárvelli. Þar er aðdjúpt við ár- bakka og grundir harðar og slétt- ar undir tjaldbúðir og varning. Þegar mörg kaupskip voru á Brákarpolli Löngu fyrir síðustu aldamót var orðin lífleg verzlun við kaupskip á Brákarpolli og lágu þar oft sam- tímis mörg kaupskip á vorin. Þessi elzta kaupskipahöfn í Borgarnesi er innan við Brákai-sund, en svo heitir frá fornu fari sundið, sem skilur Brákarey og meginlandið. Á Brákarpolli er dýpi gott, meira að segja um fjöru, og skjól. Þar sem vegurinn liggur yfir brúna út í Brákarey eru sögustöðv- ar frá dögum Egils. Þangað út á nesið elti hann Brák og rotaði hana með steini, er hún ætlaði að komast undan með því að synda yfir sundið, sem nú er brúað út í Brákarey. Þar i eynni er hin raunverulega höfn, eða hafskipa- bryggja Borgnesinga og þar hafa margir ferðalangar stigið fæti á land í landnámi þeirra Skallagríms . og Egils. , | Bryggja er góð í Borgarnesi og geta þar stór millilandaskip komið að, en verða að sæta sjávarföllum ' Kaupstaðarvinna við Brákarpoil. — Myndin tekin úr Brákarey. legum nýjum mannvirkjum, ým- ist fullgerðum eða í smíðum. Borgarnes er nú vettvangur mik- illa athafna og framkvæmda. Kaupfélag Borgfirðinga, sem hef- ir í hálfa öld starfað sem sam- vinnufélag neytenda og framleið- enda, hefir með höndum mikla uppbyggingu í Borgarnesi, sem er verzlunarmiðstöð héraðsins. Það hefir siðustu tuttugu og fimm ár- in verið undir stjórn Þórðar Pálmasonar kaupfélagsstjóra, sem með öryggi og framsýni hef- ir stjórnað félaginu þannig, að því er treyst. ekki sízt á erfiðum viðskiptaár- um, að iijóta starfskrafta forustu- manns, sem reynzt hefir íraustur og farsæll stjórnandi liins stóra samvinnufyrirtækis, sem ekki á lítinn þátt í því að bæta lífskör fólksins og auka atvinnulega vel- gengni i liéraði þar sein fram- farir eru meiri en víðast annars staðar. Slíkur er ávövtur sam- vinnustarfs, þegar gætni og hygg indi eru í öndvegi. j Nytjaskógur framtíSarinnar ; Þegar Kaupfélag Borgíirðinga hélL upp á hálfrar aldar afmæli silt höfuðstaður í fornri landnámsbyggð til þess að komast inn hina vand- rötuðu siglingaleið milli skerjanna á Borgarfirði. Þar eru hættur á báða bóga, en fjallið Baula, sem víða sést úr Borgarfii'ði er frá fornu fari það innsiglingarmerki, sem vísar leið í björtu, sandrif eru víða í firðinum, en ekki hættu- leg skipum, þótt niðri taki, ef lágt er í sjó. Þegar ofar kemur á nesið, sker Skallagrímsdalur klettaborgirnar í sundur. Blasir þar við á aðra hönd sýn heim til Borgar, en út á Borg- arfjörð til hinnar, þar sem Hafnar- fjall rís handan fjarðarins með rennisléttar sandskriðublíðar, sem sumir útlendingar halda að séu steyptar. í dalnum er haugur Skallagríms og undurfagur jurta- garður, sem síðar verður sagt frá. Tímar mikilla framkvæmda í Borgarnesi Þeir sem nú eiga Ieið um Borgarnes veita athygli myndar- Kirkja byggS á bjargi traustu. Stærstu verkefnin, sem félagið vinnur nú að er stórfelld stækkun og endurbygging á frystihúsi, sem rúmar fullgert Úm 30 þúsund kjöt- skrokka, auk þess sem þar verður rúm fyrir um 1000 frystigeymslu- hólf, sem félagsmenn fá til afnota. í sömu byggingu er ennfremur sláturhús, þar sem hægt er að slátra um 500 fjár á da®. Þá er búið að steypa grunn að stóru verzlunarhúsi, sem verður aðalverzlunarbygging félagsins á bezta stað í kauptninu, fyrir slíka starfsemi. Verður neðsta hæðin fyrir bil'reiðaafgreiðslu á vörum og pöntunardeild, en við götu, sem stendur hærra, önnur hæð fyrir sölubúðir og fleira. Þá er félagið að einum þriðja eigandi að bifreiðaverkstæði, á- samt Búnaðarsambandi héraðsins og Finnboga Guðlaugssyni, sem stjórnar fyrirtækinu með sérstakri reglusemi, þannig að margir sem þangað koma eiga bágt með að trúa því, að þar sé unnið að bíla- viðgerðum, vegna þess hve allt er þar hreinlegt og fágað. Kaupfélagið rekur einnig bif- reiðastöð, sem sinnir umfangsmikl- um flutningum um hið mikla land búnaðarhérað á öllu svæðinu upp til heiða, ofan Skarð&heiðar og vestur á Snæfellsnes. í Borgarnesi er mikil mjólkur- vinnsla og mjólkursamlag Kaup- félags Borgfirðinga er mikilvægur þáttur í samvinnustarfi héraðsins. Tók það við um 5 milljónum litra á síðasta ári. Mjóikurbússtjóri er Sigurður Guðbrandsson, ágætur kunnáttumaður á sviði mjólkur- iðnaðarins. Mjólkurvörurnar úr Borgarfirði eru þekkt gæðavara og hafa lengi verið. Arangursríkf samvinnustarf Starfsemi Kaupíélags Borgfirð- inga setur að sjálfsögðu mjög svip sitin á Borgarnes. Hjá félaginu starfa nú orðið um 70 manns, og er því ekki fjarri lagi að helming- ur Borgnesinga hafi atvinnulegra hagsmuna að gæta í sambandi við starfsemi þess, eða fyrirtækja, sem eru tengd starfsemi þess. í þann aldarfjóröung, sem Þórður Pálmason hefir stjórnað vandasömum rekstri fyrirtækis- ins, hefir það verið í stöðugum og öruggum vexti. Samvinnumenn í Borgarfiröi liafa verið lieppnir, '• fyrir þremur árum gerðist það með sérstökum og eftirminnilegum hætti. Þá var ekki haldin skraut- veizla með dýram veigum, heldur ákveðið að í stað veizlugleðinnar skyldi koma önnur gleði, sem stend ur Borgfirðingum nær. Félagið tók til ræktunar 100 rektara í Norð- tunguskógi og lét gróðursetja 50, þúsund trjáplöntur og síðan á j hverju ári svipað magn. Skilyrði eru einkar góð til skógræktar þar efra, og því lík- legt, að þarna rísi nytjaskógar, | seni, eftir nokkra áratugi sjá Borgfirðingum fyrir gagnviði. Sakar þá minna, ef timburskipi seinkar á BrákarpoII, ef timbur- verzlun Kaupfélags Borgfirðinga verður þá ekki orðin að útflutn- ingsverzlun eftir 100 ár. í félagslegmn málefnum Borg- nesinga er sitthvað á döfinni. Þar hefir nú starfað sérstakur sveit- arstjóri uin tveggja ára skeið. j Telja þeir Borgnesingar, sein' bezt þekkja til, það hafi verið mikið liapp að til þess starfs valdist Halldór E. Sigurðsson, er síðar varð alþingismaður Mýra- manna. Hefir hann unnið mikiö starfa á sviði opinberra mála til þess að efla liag byggðarinnar í Borgarncsi og héraðsins alls. Gamlar skuldir frá óhagstæðum útgerðarárum liafa mjög þrengt liag hins Btla hæjarfélags, sem telur um 800 íbúa, en engu að síður er reynt að þoka áfram með góðum árangri inálefnum, sem snerta sameiginlegar þarfir kaupstaðarbúa. Borgnesingar hafa lengi barizt við skort á nothæfu neyzluvatni, en nú hefir vatnsleiðslu verið kom- ið fyrir til frambúðar, bannig að vatnið er leitt í pípum yfir Borg- arfjörð og tekið úr Hafnarfjalii. Verið er að hefja byggingu sex verkamannabústaða og bessa dag- ana er verið að taka í nótkun mynd arlega nýtízku byggingú fyrir póst- og símastarfsemi. ' Gistihús, sem er til; fyrir- I mynriar Borgnesingar hafa komið sér upp gistihúsi, sem telja verður til mikillar "yrirmyndar. Hótelstjóri er ungur maður, Ingólfur Péturs- son, sem með bjarlsýni og dugn- aði hefir með hjálp góðra manna og stofnana tckizt að búa svo um, að í Borgarnesi or eitt vistlegasta gistihús á íslandi. Þar er til dæmis sérstök setustofa, teppalögð og vel- búin húsgögnum, einungis ætluð dvalargestum. Velbúið, nýtízku gistihús er sannköiluð bæjarprýði og geta Borgnesingar ófeimnir boð- ið til sín gestum frá hvaða landi veraidar sem er. •Ein er sú nýbygging ótalin, r.em setur öðrum fremur svip sinn á kauptúnið í Borgarnesii En það er hin nýja kirkja, sem þar hefir verið í smíðum undanfarin ár. Er það guðshús, sem með sanni má segja, að á bjargi sé byggt. Ber það hátt yfir alla byggðina. Kirkj- an er fullgerð að kalla hið ytra og verið að mála hana. að innan. Á hún að rúma um 200 í sæti og ráðgert að vígð verði á næsta ári. Kirkja hefir engin áður verið í Borgarnesi. Borgnesingar ált kirkjusókn að höfuðbólinu forr.a Borg á Mýrum. Ung bygað í Borgarnesi Það að Borgarnes hefir bar iil nú verið kirkjulaus staður segir líka sína sögu um unga byggð í Borgarnesi. Byggð varð heldur ekki til þajr, fyrr en seint á síð- ustu öld. Árið 1867 mun Borgar- nes hafa hlotið löggildingu sem verzlunarstaður. Fyrst í stað voru það eingöngu lausakaUpmenn, sem þangað hópuðust til viðskipta við Borgfirðinga á miðju sumri, mán- tFramhald^á 8. síðu.) Hið nýbyggða glstihús í Borgarnesi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.