Tíminn - 21.09.1957, Blaðsíða 5

Tíminn - 21.09.1957, Blaðsíða 5
TÍMINN, laugardaginn 21. september 1957, Greinaflokkor Páls Zópkéníassoiiar: Búskapurinn fyrr og nú Er fietta lýírætJisstjórn, sem Reykvíkingar æskja? iir 1 Ves Byggðu jarðirnar voru 189 í sýsl i- unni en eru nú aðeins 103 og hafa (| því fækkað um 86. Meðaltúnið var 3,2 ha. en hafir stækkað bæði raunverulega vegna túnauka en líka af þvi að minnstu túnin voru á jörðunum, sem komnar eru í eyði og gerðu meðaltúnið minna 1920, en það hefði verið væri það reiknað af sömu jörðum og nú eru í byggð. Meðalheyskapur á jörð í sýslunni var 127 hestar en er nú 367 eða nálægt % meiri. Meðalbú á byggðri jörð 1920 var 2,7 naut- gripir, 50 fjár og 2,1 hross. Nú er iþað 5,7 nautgripir, 103 fjár og 1,5 hi’oss og má því segja að það hafi sem næst tvöfaldast og því tæp- lega fylgt heyaukanum, enda nú gefið meira, til þess að fá meiri arð af búfénu en áður. Hér hefir því orðið heilbrigð þróun, þó fram farirnar hafi ekki orðið örar, og umbæturnar á jörðunum ekki kom ið svo fljótt, að þær gætu varnað því að ýmsar jarðir serai minnst höfðu heyskaparskilyrðin, legðust í eyði eða væru lagðar undir aðrar jarðir, eða nýttar frá þeim. Auftkúluhreppur Þar hafir byggðu jörðunum fækkað um meira en helming. Um hreppinn hefir ekki verið komizt með stærri jarðyrkju- tæki en þó hefir meðaltún byggðu jarðanna stækkað um helming og heyskapur aukizt úr 85+62=147 hestum í 357+21 =378 hesta. Jafnframt þessu hefir fólkinu fækkað um meira en %, og hafa því afköstin við heyskapinn stóraukizt enda út- heyskapur horfinn að kalla, og sjósóknin sem áður var stund- uð jafnhliða landbúskapnum, og líka kostaði vinnu, hætt. Meðalbúið hefir þá líka stækkað, en ekki örara en hey- skapurinn hefir aukizt, og er það eins og vera ber. Túnstæði eru misjöfn, sum mjög grýtt og þó stundum jafnframt bláut, meðan önnur eru sæmileg. Sauð . land er gott og surns staðar á- gætt og vaxtarmoguleiki í sauð- búunum, meðan markaður er enginn fyrir mjólk, og því ekki um stækkun kúabúanna að ræða. Á öllum byggðum jörðum . hefir túnið stækkað, en á engri þeirra nær það enn 10 ha. Stærst íjárbú er á Hrafnabjörg- um, en þar er 300 fjár. Páll Zóphóníasson. Þingeyrarhreppur Þar var 41 sérmetin byggð jörð 1920, en nú eru þær að- eins 25. Meðaltún byggðu jarð- anna þá var 3,1 ha. og af því fangust 77 hestar. Nú er það vel helmingi stærra og gefur af sér 329 hesta en hvorki túna- stærðin né heymagnið gefur rétta hugmynd um nýræktina á jörð, eða uppskera af hektara og hefir áður verið getið or- saka þass, t. d. þegar rætt var um sama efni í nokkrum hrepp- um Snæfellssýslu. Heymagnið á meðaljörð byggðri var 77+59=136 hestar en er nú 329+15=344 eða rösk um 200 hestum meira. Meðalbúið hefir stækkað, það voru 2,8 nautgripir, 54 kindur og 2 hross, en er nú 3,2 nautgr., 102 kindur og 0,8 hross. Þótt imeðalbúið hafi stækkað, hefir heymagnið á meðalbýli vaxið meira og er það vel. Sex jarðir í hreppnum hafa enn undir 5 ha. tún. Ein jörð í hreppnum hefir yfir 10 ha. tún. . Er það Kirkjuból, sem hefir 15,4 ha. tún, 4 kýr, 154 fjár og 1 hross. Frá sárafáum jörðum er seld mjólk til Þingeyrar, en Þingeyr- ingar sjálfir hafa ræktun og eiga skepnur, en með vaxandi atvinnulífi þar, sná búast við því, að kúm í þorpinu fækki og •eítirspurn eftir mjólk úr sveit- inni aukizt. Sveitin er vel fall- in bæði til sauðfjárbúskapar og nautgriparæktar, en ræktunin þarf að aukast samhliða fjölg- un búfjárins, eins og hún hefir gert til þessa. Og þótt út- græðslumöguleikar séu mis- jafnir, nná alls stáðar auka tún- in, og þar með skapa mögu- leika fyrir stækkun búanna og auk þess má víða bæta rækt þeirra og fá meiri tööu af hverj . um ha. Mýralireppur Byggðar jarðir voru þar 53 en eru nú 30. Hefir þeim fækk- að, jörðunum, sem í byggð eru af sc'mu ástæðu og nefndar eru í hinum hreppunum tveimur, því að ábúendur þeirra lögðu niður sjósókn, og þá reyndist landbúskapurinn ekki geta veitt þeim þær tekjur, er fjölskyld- an þurfti, þar sem ekki var þeg- ar hafizt handa um að skapa möguleika til meiri heyöflunar með stækkun túnanna. Meðal- túnið var 3 ha., en er nú 6,9. Allur heyskapur á meðaljörð- inni var 80+61=141 hestar, en er nú 319+21=340. Búið hefir lí'ka stækkað, það voru 2,3 naut gripir, 41 kind og 2 hross á með aljörðinni um 1920, en eru nú 3,4 nautgripir, 109 kindur og 1,9 hross. Hér hefir haldizt í hend ur fjölgun kvikfjárins og aukn- ing heyjanna. Átta jarðir eru enn með minni tún en 5 ha. Sveitin er klofin með fjallgarði í tvo hluta, þann s'em liggur norðan með Dýrafirði endilöng- um og Ingjaldssand, sem ligg- ur við austanverðan Önundar- fjörð, en er aðskilinn frá byggð inni þar með strandbergi er gengur í sjó fram. Bændur á Ingjaldssandi hafa verzlað á Flateyri og dregið allt að sér sjóveg. Nú er kominn vegur á Ingjaldssand frá Dýrafirði, sem tengir þá við sinn hrepp, og er farið að fara hann með bíla. Við það breytist aðstaða til þess að vinna með öðrum lireppsbúum að framfaramálum og eins að verzla á Þingeyri í stað Flateyr- ar. Möguleikar til túnauka eru misjafnir á ’jörðum Mýrahrepps, en alls staðar eru þeir til stað- ar, svo tún geta stækkað. Og alls staðar er nóg beitiland, svo búin geta stækkað með aukinni ræktun. í Mýrahrepp er gert tiltölu- lega mest vothey á landinu og fer það þó nokkuð eftir tíðar- farinu, en kemst í óþurrkasumr- um upp í 86% af öllum hey- skapnum, og meira hjá ein- staka bændum, sem verka svo til allt sitt hey sem vothey. Stærst bú er í Innri-Lambadal I en bóndi þar notar líka Innri- Lambadal II, þar er tún 10 ha. að stærð, nautgripir 6, sauðfé 204 og hross 1. Mosvallarhreppur Þar er nú búið á 25 sérmetn- um jörðum, en þær voru 34 ár- ið 1920. Meðaltúnið var 4,2 ha. og það stærsta í hreppum sýsl- unnar, og enn er það stærst, virðir samþykkiir Iieoear aS vettugi Bæjarstjórnaríhaldið í Iteykja-j vík hefir fundið sér upp ýmis ráð til þess að komast hjá ó- þægilegum áminningum, ávítum og tillögum minniihlutaflokk- anna í bæjarstjórn. Algengustu ráðin eru að vísn óþægilegum málum til bæjarráðs eða ann- arra nefnda og láta þau -sofna þar svefninum langa. Mál þessi komast oftast aldrei á dagskrá í nefndum þessum, og vilji flutningsmenn ekki sæíta sig við slík málalok, eiga þeir ekki annars úrkostar en flytja þau sem nýjar tillögur í bæjarstjórn en sömu tillögur má þó ekki flytja þar með skömmu milli- bili. Nú virðist bæjarstjórnar- •meirihlutinn hafa fundið nýtt hefir tvöfaldast og er nú 8,3 ha. Meðalheyskapur var 108 + 160= 268 hestar, en er nú 438+14= 452, og hefir þó ekki aukist •eins mikið að tiltölu og í hin- um hreppum sýslunnar. Engjar eru sæmilega góðar í hreppn- um, og er mér ekki skiljanlegt hvers vegna útheyskapurinn hefir minnkað svo sem raun er á. Meðalbúið liefir stækkað. Það voru 3,4 nautgripir, 55 kind ur og 3 hross á meðalbýli, en er nú 9,1 nautgripir, 77 kind- ur og 2,2 liross. Það eru naut- griþirnir, sem fyrst og fremst heíir fjölgað, og stendur það í sarnbandi við, að seld er mjólk til ísafjarðar, þótt langt sé og erfitt að koma henni þangað sjóveg eða landveg eftir árstíð- um. Hér eins og í hinum hrepp unum í sýslunni, hefir haldizt í hendur stækkun búanna og aukning aflaðs fóðurs á jörðun- urn, enda aldrei komið fyrir al- mennt heyleysi í sýslunni um langt árabil eða síðan 1910. Möguleikar til að stækka tún- in og auka heymagnið eru góð- ir og eiga bæði sauðfjárbú og nautgripabú fyrir sér mikla •vaxtarmöguleika, og meiri en víðast annars staðar á Vest- fjörðum. Hins vegar þarf þá að leggjast niður að jarðirnar séu hafðar sem hjálcndur kauptúna búa, sem skemmti sér þar að sumrinu, flytja lieýin burt frá jörðunum og leggja þær í eyði, •eins og á sér stað i Önundar- firði; 2 jarðir í hreppnum hafa minni tún en 5 ha. Stærst bú er á Kirkjubóli, 13 nautgripir, 136 kindur og 3 hross. Flateyrarhreppur Þar voru 16 byggðar jarðir en eru 5 eftir. I-Iinar allar not- aðar af nnönnum á Flateyri. Ein hverjir mundu telja þær byggð ar, því enn standa á sumum þeirra íbúðarhús, sem fólk er í tíma á árinu, en svo tel ég ekki vera, því hey er flutt frá þeim og gefið skepnum á Flateyrí, og jarðirnar rýrna enda lítið bætt- ar. Slíkur búskapur á að leggj- ast niður, enda aldrei aö honum gengið nema sem tómstunda- iðju eða dægradvöl, en ekki með þeim alhug og einbeitni og starfsgleði, sem ávallt þarf að vera drífíjöðrin í öllum athöfn- um mannanna barna eigi þau að blessast og gefa arð og ár- angur. Séu menn ekki óskiptir við starfið, hvað sem það er, gangi menn ekki að því með (Framhaid á 8. síðu). Samanburður á meðaljörðum hreppa í Vestur-ísafjaiðarsýslu Byggðar jarðir Meðal jörð ár ð 1920 Íbúatala Meðaláhöfn og hús á jörð 1955 Tún HREPPU R: 1920 1955 Túnst. Taða Úthcy Nautgr. Sauðjé Ilross 1920 1953 Túnst. Tala Ú they Nautgr. Sauðjé Hross undir ha. hestar héstar tala tala tala ka. hcstar hcstar tala lala tala 5 ha. 1. Auðkúluhr. . .... 27 12 3,2 85 62 2,8 62 2,5 253 80 6,5 357 21 4,0 130 1 3 2. Þingeyrarhr. .... 41 25 3,1 77 59 2,8 54 2,0 790 491 6,6 329 15 3,2 102 0,8 6 3. Mýrahreppur .. 53 30 3,0 80 61 2,3 41 2,0 389 208 6,9 319 21 3,4 109 1,9 8 4. Mosvallahr. . .... 34 25 4,2 108 160 3,4 55 3,0 305 175 8,3 438 14 9,1 77 2,2 2 5. Flateyrarhr. .... 16 4 1,6 35 44 2,2 33 1,2 400 492 5,9 246 20 7,0 57 2,0 1 6. Suðureyrahr. .... 18 7 2,3 . . 77 77 2,3 56 1,4 444 401 3,4 269 49 4,1 76 1,4 5 Alls 189 103 2581 1847 25 Meðaltal 3,2 7,9 50 2,7 50 2,1 6,8 348 19 5,0 103 1,5 ráð til að ráða niðuríögum ó- þægilegra tillagna, en það er að samþykkja tvær umræöur um málin en láta það síðan dragast von úr viti að taka mál-in á dag skrá aö nýju, helzt að gera það aldrei. Þórður Björnsson, bæjarfull- trúi Framsóknarflokksins ræddi þettá mál nokkuð á síðasta bæj- arstjórnarfundi í fyrradag, og fulltrúar hinna minnihluta- flókkarina tóku undir það og víttu harðlega þessi vinnubrögð íhaldsmeirihlutans og lítilsvirð- ingu hans á rétti minnihlutans og viðteknum, lýðræðislegum fundarreglum. Bar Þórður fram till., þar sem þessi vinnubrögð voru vítt. Minnti hann á fjölda mála, er hann eða aðrir fulltrú- ar minnihlutaflokkanna hafa borið fram síðustu misserin, meiriihlutinn vísað þeim til bæj arráðs eða annarra nefnda, en þau síðan aldrei komið þar fram eða fengið þá aígreiðslu. sem bæjarstjórn ákvað. Af þessu gefna tilefni bar hann fram til- lögu um að bæjarstjórn legði á- herzlu á, að starfsmenn bæjar- ins og bæjarnefndir eða fyrir- tæki, sem fá tillögur bæjar- stjórnar til umsagnar, hraði því að skila itmsögn sinni um þær. Þau ntál, sem íhaldið hefir svæft með þessum hæt-ti, eru mörg hin merkustu og mjög brýn. í sumum tillögunum er komið nokkuð við kaun íhalds- ins, og því talið heppilegast að stinga þeim svefr.þorn með þess um hætti. Má í þvi sambandi t. d. nefna tilíögu um að bærinn hætt.i þátttöku sinni í sameign- arfélaginu Faxa og krefði auk þess Kveldúlf um gildar trygg- ingar fyrir fjárskuldbindingum Faxa að sínum hluta meðan sameignin varir! Þessari tiilögu vísaði íhaldsmeirihlutinn til umsagnar stjórnar Faxa 7. febr. s. 1. en síðan hefir ekkert til til- lögunnar frétzt og umsögnin ó- komin. Slíkar tillögur skipta tugum, og svipaðri meðferð er beitt við tillögur annarra minnihluta- fulltrúa. Nú síðustu mánuðina hefir bæjarstjórn samþykkt tvær umræður um ýmsar tillög- ur minnihlutaflokkanna, en fundur eftir fund er haldinn án þess að þær séu teknar á dag skrá að nýju. Hér er að sjálfsögðu um að ræða hina vítaverðustu fram- komu, þar sem réttur minnihlut ans er algerlega fyrir borð bor- inn og traðkað á gildutn og íýð- ræðislegum fundarreglum og venjum um meðferð mála. Bæj arstjórninni er og sýnd opinber lítilsvirðing, þar sem samþykkt ir hennar eru að engu hafðar. Meirihlutinn samþykkir t. d. að vísa einhverju máli til bæjar- ráðs. Málið er aldrei lagt þar fram. Þar með hefir meirihlut- inn haft að engu sína eigin fundarsamþykkt. Öðru máli er vísað með fullgildri atkvæða- greiðslu í bæjarstjórn til ann- arrar umræðu og athugunar einhverrar nefndar í miilitíð. Málið kemur aldrei fyrir nefnd þá, sem ákveðið er og er ekki tekið til síðari umræðu Fund- arsamþykkt bæjarstjórnar og fundarsköp eru enn svívirt. Meirihlutinn svívirðir sínar eig in gerðir með því að hafa að engu eigin samþykktir. Hér er enn eitt dæmið um þaö, að Reykjavík er ekki stjórnað á lýðræðislegan hátt, heldur af einráðu íhaldi, sem deilir og drottnar og þykist jafnt. hafa vald til að virða bæjarstjórnar- samþykktir að vettugi og leggja á útsvör og gjöld utan og ofan við lög og rétt. Borgarstjóri lét meirihluta sinn vísa tillögu Þórðar til bæj- arráðs og svívirti þannig bæj- arstjórn enn einu sinni msð því að vísa til bæjarráðs tillögu um svo sjálfsagðan hlut, að gengið sé eftir því, að samiþykktir bæj arstjórnar séu virtar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.