Tíminn - 21.09.1957, Blaðsíða 6

Tíminn - 21.09.1957, Blaðsíða 6
6 T í M I N N, laugardaginn 21. september 1951» Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Ritstjórar: Haukur Snorrason, Þórarinn Þórarln*coa (ák) Skrifstofur i Edduhúsinu við Lindargötu Símar: 18300, 18301, 18302, 18303, 18304, (ritstjórn og blaðamenn). Auglýsingasími 19523, afgreiðslusíml 1232S. Prentsmiðjan EDDA hf. Útlilutun 7 ÞAÐ LIGGUR nú ljóst fyrir að niðurjöfnunarnefnd Reykjavíkur hefur úthlutað 7 millj. króna til nokkurs hluta útsvarsgjaldendanna, eftír að kærumálin út af út- svörunum hófust, en allir hinir verða að greiða meira en þeim ber. Samkvæmt bók un þeirri, er andstæðingar íhaldsins létu gera á síðasta bæjarstjórnarfundi, hefur út hlutunin farið fram með þeim hætti, að niðurjöfn- unarnefnd hefur skipt 7 millj. króna í milli 3800 manna; allir aðrir borgarar sitja uppi með gömlu álagn- inguna, sem er 3,7% of há. Augljóst er, að ýmsir hinna útvöldu hafa fengið miklu meiri lækkun en 3,7%, og í bréfi, sem Tíminn birti í gær, frá borgara í bænum, kem- ur fram, að úthlutunin hef- ur á stundum verið ærið handahófskennd. MYNDIN, sem við blasir eftir þessar upplýsingar, vlrð ist í stuttu máli þessi: Nokkr ir trúnaöarmenn bæjarstjórn armeirihlutans sitja á skrif- stofu með útsvarsseðla- bunkann fyrir framan sig og vita, að þeir eiga að veita 7 millj. króna afslátt. Það er lagt á þeirra vald, hvern- ig npphæðinni er skipt nið- ur; þessi fær 5 þús., hinn 10 þús. Sumir minna, einhverj- ir ef til vill meira. Þetta er sem sagt sú starfsaðferð, sem bæ j arst j órnarmeirihlutinn milljónanna velur til að koma heildar- upphæð útsvara sinna inn fyrir löglegan ramma. En þetta er hvorki réttlát aðferð né sæmileg. í henni er fólg- in aðstaðan til að mismuna einstaklingum. Og í öllu falli fær aðeins hluti gjald endanna afsláttinn. Hinir sitja uppi með hærri upp- hæð en leyfilegt var að leggja á þá samkvæmt út- svarsstiganum. ÞAÐ VIRÐIST liggja í augum uppi, að leiðrétt- inguna átti að gera með þeim hætti, að lækka útsvör allra borgaranna um 3,7%, og taka svo kærur til með- fei'ðar að venjulegum hætti. En ef sú leiö var valin, komu 7 milljónirnar ekki til út- hlutunar til einhvers hóps manna. Þá var leiðvéttinghi einfalt bókhaldsatriði og allir sátu við sama borð. í þess stað er misrétti bætt ofan á iögleysu og ranglæti. Töldu bæjarfulltrúar minni- hlutans að vafasamt væri að svona lagaðar starfsaðferðir mundu standast úrskurð dómstólanna. Þannig teflir meirihlutinn samt á tæpt vað um innheimtuna, frem ur en sleppa haldinu á þeirri aðstöðu, að geta úthlutað 7 milljónum króna nokkrum mánuðum fyrir kosningar. Ekki batnar siðfræðin í út- svarsmálinu við þessar upp- lýsingar. Sagan endurtekur sig FÁAR bækur hafa vak- ið aðra eins athygli í frjáls- um löndum um langt skeið og bók júgóslavneska stjórn málamannsins Diljasar um hina „nýju stétt“. Hún er lesin í þýðingum í mörgum löndum, hún er umræðuefni ritdómara og stjórnmálarit- stjóra, hún er deiluefni á mannfundum. Hér heima er mikil eftirspurn eftir ensku útgáfunni í bókabúðum. Fjöidi manns mun innan tíð ar kynnast efni hennar af eigin raun. Höfundurinn er lokaður inni í fangaklefum kommúnista í heimalandi sínu. En rödd hans nær samt til milljóna manna. Það sann ast enn einu sinni, að það er erfitt verk að kæfa frjálsa hugsun. Hún brýtur öll bönd, að lokum. ÞEGAR neyðaróp ung- versku þjóðarinnar bergmál- uðu um veröldina, skrifaði Djilas grein, og sagði, að það væri ekki stalinisminn einn, sem væri dæmdur, helöur væri kommúnisminn sjálfur að leysast upp. Kenningin sjálf er afskræmd í fram- kvæmdinni, af því aö hún er í rauninni óframkvæmanleg og byggð á fölskum íorsend- 'um. f bókinni um hina „nýju stétt‘ kemst Djilas m.a. að þeirri iðurstöðu, að kommún- isminn í dag og hin nýja yfir stétt, sé mesta hindtunin á vegi mannkynsins til auk- ins samstarfs, meiri fram- fara og raunhæfs frelsis. — Aðall kommúnistanna hefur ekki lengur neina hugmynd um tilfinningar og hugsan- ir þjóðardjúpsins, segir Djilas. Valdhafarnir finna óánægju og hatur brenna á sér, og girða sig með öílug- um her og drápstækjum í LÖNDUM kommúnis- mans er sagan að endur- taka sig. Áður fyrr lutu þessi lönd einveldi keisara og voru þrælkuð af aðlinum. Stjórnarfarið fæddi af sér uppreisnarmenn gegn kúgun inni. Þeim hlotnaðist stund- um liðsemd frá meðlimum yfrstéttarinnar sjálfrar. í þá daga voru það menn eins og Kropotkin fursti og Tolsty. í dag fá uppreisnarmenn- irnir frá Búdapest og Poznan liðveizlu frá Milovan Djilas, sem er einn úr hinni nýju kommúnistísku yfirstétt, um skeið einn af æðstu mönn- um lands sins og í innsta ráði kommúnistaflokksins. Nú gerir hann uppreisn á móti sinni stétt af því að hann er sannfærður um að hún er að leiða ógæfu yfir þj óðirnar. Bók Djilasar er líkleg til að opna augu þúsimdanna fyrir innsta eðli kommúnis- Smáflokkarnir og öfgamennirnir eru nú horfnir úr þýzka ríkisþinginu Úrslit þýzku þingkosning- anna í s. I. viku hafa aukið bjartsýni, en líka vakið at- hygli á því, að í ásrandinu í Þýzkalandi kunni að felast nokkur hætta. Þetta er niður- staða ameríska blaðamanns- ins og stjórnmálaritarans Roscoe Drummond, en hann ritar um þessi mál frá Bonn nú fyrir fáum dögum, en grein hans er birt í New York Herald Tribune s. I. miðvikudag. Það er ástæða til bjartsýni, segir hann, því að í þessum kosn ingum gengu kjósendur af 7 klofn ings- og öfgaflokkum dauðum. — Eftir það eru línurnar í milli höfuð flokkanna skýrari, dregur nær því marki, að tvær aðalfylkingar eig- ist við. En starfsemi öfga- og klofningsflokkanna var um skeið nokkur ógnun við hið endurreista lýðræðisstjórnarfar í landinu. Endurvakning einsflokks- stjórnar En menn koma eigi að síður auga á að nokkur hætta felst í núverandi ástandi. Margir Þjóð- verjar telja til dæmis, að hinn mikli sigur Aden- auers og flokks hans, muni leiða til tillitslausrar flokksstjórnar og endurvakningar einsflokkskerfis, sem reyndist Þjóð verjum örlagaríkt á árum áður. Aðrir telja meiri hættu felast í þeirri staðreynd, að jafnaðarmanna flokkurinn, sem fylgt hefir mjög hægfara stefnu, muni nú, eftir þriðja ósigurinn í þingkosn- ingum, sveigjast til mun róttækari stefnu, og þar með muni harðna mjög stjórnarandstaðan og póli- tískur ágreiningur jafnaðarmanna og dr. Adenauers. Smáflokkarnir úr sögunni Áhorfendum, sem líta yfir svið- ið nú, að loknum kosningunum, mun þó finnast að þessi atriði fyrir þýzkt lýðræðisstjórnarfyrir- komulag miðað við það ástand, er smáflokkar og öfgamenn gátu vaðið uppi og gert stjórnarfarið reikult. Það var sundurskipting- in og flokkalýöldinn, sem reið Weimarlýðveldinu að fullu eftir fyrra heimsstríðið. Á þeirri tíð tókst engri þýzkri ríkisstjórn að skapa festu í stjórnarfarinu. Það er fróðlegt að líta til baka til kosninga á þeim tíma og sjá, hvernig þá var umhorfs. Þá sést betur en áður, hver stórbreyting er nú á orðin. Lítum til ársins 1924. Þá voru 9 stjórnmálaflokk- ar í ríkisþinginu, og aðeins einn þeirra hafði 20% af kjörfylgi?iu, hinir höfðu minna, margir miklu minna. Þessi sundurskipting gerði stjórnarfarið máttlaust og stefnuna reikula. IVlesta kjörfylgi í sögunni í dag er allt öðru vísi um- horfs, og raunar öðru vísi en nokkurn tíman áður síðan frjálsar kosningar voru fyrst upp teknar í Þýzkalandi. f dag hefur einn flokkur meirihluta og í fyrsta sinn meirihluta kjósenda á bak við sig. Jafnvel þótt miðað sé viö kosn íil tareylmg er á ortfin. Sá ótti gerir vart vitS sig a$ dr. Adenauer freistist til acS stjórna me5 harðri hendi eftir sigurinn ingarnar 1933, sem ekki voru þó frjálsar nema að nafninu til, cn þá fékk Hitler aldrei nema 44% atkv. Þegar jafnaðarmannafiokk- urinn var sterkastur í Þýzkalandi árið 1919, hlaut hann þó ekki nema 45% greiddra alkv. Bismarck hlaut aldrei mcira en 33r’í, alkv. Árið 1953 haföi dr. Adenauer 13 atkvæða meirihluta á Sam- bandsþinginu, nú hefur hann 43 atkvæða meirihluta. Margir flokks menn dr. Adenauers eru dnlitlð hræddir við það stóra stökk, sem flokkurinn tók í þessum kosning- um. Hættuna sjá þeir í tilhneig- ingu flokksstjórnarinnar til að stjórna með sterkri hendi og sýna andstæðingum litla tillitssemi, — sumir óttast jafnvel, að hinn sterki meirihluti freistist til þess að breyta kosningalögunum til að treysta aðstöðuna enn betur í frarn tíðinni. Sumir þessara manna hugsa sem svo, að sundurslupt þing og fremur velk ríkisstjórn sé forsenda þess, að lýðræði fái að þróast í Þýzkalandi. Hér má það vera huggun að líta til engilsaxnesku lýðræðis- ríkjanna, þar sem allmikill meiri- hluti á kjörtímabili, hefur ekki fyrirbyggt sigur stjórnarandstöð- unnar að því loknu. AðsiaSa jafnaðarmanna Útlendir áhorfendur, sem óska þess að lýðræði skjóti föstum rót- um í Þýzkalandi, munu óska þess, að dr. Adenauer sýni mildi og hófsemi í stjórnarháttum og gagn vart sigruðum andstæðingi. Siálf- ur telur Drummond, að jafnaðar- menn muni ekki eiga sér upp- reisnarvon við kjörborðið nema þeir láti af harðvitugri andspyrnu sinni við þátttöku Þýzkalands í varnarsamstarfi hinna frjálsu þjóða. Öll utanríkisstefna þeirra þurfi endvirskoðunar við. Ífjróttakeimarar boðaðsr til fundar í Reykjavsk 27. og 28. sept. n. k. Með samþvkki menntamálaráðuneytisins, en að tilhlutan Fræðsluskrifstofunnar og íþróttakennaraskóla íslands hafa íþróttakennarar verið boðaðir til fundar, sem fara á fram í Reykjavík dagana 27. og 28. sept. n. k. Drummond Fundarstaður verður Gagnfræða skólinn við Vonarstræti. Mennta- málaráðherra setur fundinn föstu- daginn 27. sept. kl. 9,30. Fyrir fundinum liggja þessi mál: 1) Endurskoðaðar reglugerðir um íþróttaiðkanir í skólum. 2) Endurskoðuð námsskrá um skólaíþróttir. 3) Menntun íþróttakennara og starfræksla íslands. Iþróttakennaraskóla 4) Einkunnargjöf í íþróttum og Ieikfimipróf. 5) Skólaíþróttamerki. Skólayfirlæknir, Benedikt Tóm- asson, mun ræða við íþróttakenn- arana um heilsugæzlu í skólum, sjúkraleikfimi og skólaíþróttir. Sigríður Valgeirsdóttir mun skýra frá því, sem gerðist á al- þjóðlegu þingi kveníþróttakennara sem á s. 1. sumri var háð í London. Aðalsteinn Hallsson mun ræða um íþróttaiðkanir úti við og notk- un ýmissa íþróttatækja á skólaleik- völlum og barnaleikvöllum. Benedikt Jakobsson mun ræða um athuganir á þolprófun íþrótta- manna á Norðurlöndum. Þá mun íþróttakennarafélag ís- lands og deild kveníþróttakennara halda aðalfundi sína í sambandi við þingið. Þetta þing er 4. íþróttakennara- þingið, sem haldið er. Hið fyrsta var haldið að Laugarvatni 1941, en hin tvö síðari í Reykjavík 1946 og 1951. (Frá fræðslumálaskrifstofunni). mans. En upplausn komm- únfstahreyfingarfnnar tekur langan tíma. Myrkraöfl ein ræðisins bíða að lokum ósig ur alls staðar. í þeirri vissu er fólgin von mannkynsins um friðsamlegri og betri heim fyrir komandi kynslóð ir. Vísur frá liðnu sumri. HÉR KEMUR niðurlag bréfs Refs bónda, þar sem skráðar eru vís- ur frá liðnu sumri. Fyrst segir frá viðskiptum við sjóliða ríkisins: Kunningi minn einn, sem ég nafngreini þó ekki, var um tíma í sumar á varðskipum ríkisins, Þór og Ægi. Hafði hann frá ýmsu að segja, þegar fundum okkar bar saman, því eins og þar stend- ur: „Margt skeður á sæ“. Við hann kastaði ég fram eftirfarandi stöku í gamni, sem fremur ber þó að skoða sem lof en last: Kosti marga kappinn á, kvenna sinnir bónum. Verið hefir vinur sá varðhundur á sjónum. ! Svínadal. ÉG KOM FYRIR fáum vikum á j bæ einn í Svínadal til kunningja- fólks míns. Var mér þar boðið að borða, sem ekki er í frásögur færandi. Á borðum var nýr lax, sem veiddur hafði verið af manni í Reykjavik, en hann hafði orðið fengsæll og gefið fólkinu laxinn. Þá kvað ég eftirfarandi stöku: Stangaveiði virðist mér, vera hálfgerð mæða. Þegar laxinn aðeins er orðinn refa fæða. Var dátt að þessu hlegið. Vinabæjamót. Á AKRANESI var nú í sumar „vinabæjamót“. Því miður gafst mér ekki tækifæri til að sjá neitt af þeirri dýrð, en að sjálfsögðu var bærinn prýddur eftir föngum fyrir „mót“ þetta. Þá kvað ég þessa stöku: Nú er prýddur yzt sem innst orðinn Skaginn kunnur. Merkilegast mér þar finnst málaðar vökutunnur. Annars mun „mót“ þetta haía farið fram með prýði og sóma.' Vestur á nes. NÚ ÞEGAR ég skrifa línur þess- ar, er ég á förum vestur a Snæ- fellsnes, en þar er mitt lögheim- ili og hygg ég gött til að konia og vera um tíma á mínum foriiu slóðum. Mun svo síðar leggja land undir fót og halda til norð- urs. Að lokum vil ég svo þakka vinnuíélögum mínum og öllum, sem greiddu götu mína í sumar, samveruna og gott samstarf. Bið þeim og öilum íslendingum allrar farsældar. Dottar Refur, dregur ýsur, dvínar bóndans raust. Fyrirheit um fleiri vísur fáið þið i haust. I guðs friði. Refur bóndl.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.