Tíminn - 26.09.1957, Qupperneq 7
T í MIN N, fimintudagiim 26. september 1957.
2
Reykvíkingar f jölmenntu í
rétfirnar í fyrradag. Enda
þóít tilvera réttanna séu
mörgum Reykjavíkurbörnum
afteins óljós þjóðsaga, gefst
þeim þó mörgum tækifæri tií
að fara í réttir, þegar réttað
er í Hafravatnsrétt í Mosfells
sveit. Þær eru stærstu rétt-
irnar í nágrenni Reykjavík-
ur og eru því öðrum réttum
fremur réttir Reykvíkinga,
að minnsta kosti Reykjavík-
urbarna, sem ekki komast í!
sveit. En sá hópur fer stækk-
andi með hverju árinu sem
líður og borgin vex.
Snennna morguns var orðið mik-
ið anm'íki í Hafravatnsrétt. Frá
Reykiavík komu bílar í löngum
lestum með fullorðna og börn, og
tveir lögregluþjónai- höfðu ærinn
starfa við að stjórna umferð mann-
fólksins fyrir utan réttarveggina,
og á flötunum niður með vatninu,
þar sem ökutækjum var fundinn
staður.
Engir rekstrar en margir
f járbilar
Margir komu líka ríðandi í rétt-
irnar. Leitarmenn höfðu flestir
komið daginn áður, enda var vak-
áð yfir saíninu við réttina í fyrri-
nótt, þar til réttarstörfin hófust
með birtingu að kalla. Flestir báend
anna lögðu flutningabílum að út-
vegg réttar hjá dilk sínum og
fluttu féð jafnóðum heim á bílun-
um.
Ónæðisamt er að vera á ferð
með fjárrekstra á þjóðvegunum í
næsta rrágrenni Reykjavikur. Fæst-
ir bændanna, sem sækjg fé sitt til
Hafravatnsréttar-, eru líka stór-
bændur á sauðfjárræktarsviðinu,
enda búskapur þeirra rekinn í hef-
uðsveitum mjólkurframleiðslunn-
ar. Engu að síður er fjáreign
bænda í nágrenni Reykjavíkur
nokkuð almenn og fer heldur vax-
andi. Sauðfjárræktarbændurnir
eru samt ekki fleiri en svo, að erf-
itt er fyrir þá eina að standa að
smölun á öllum afréttarlöndum.
Þau eru ótrúlega viðáttumikil og
erfið til smölunar. Féð gengur
saman allt austur í Grafning og
heiðarnar eru stórar og margar
hæðir og lautir, þar sem kindur
géta leynzt vökulum augum leitar-
manna.
HaþaíatHAfétt -
— rétt éZeijkjœJíkufltatHa
Börnin ekki færri en lömbin
Réttarstjórinn í Hafravatnsrétt
er Kristinn bóndi á Mosfelli,
skörulegur og geðgóður réttar-
stjóri, sem oft þarf að taka á þol-
inmæðinni allri, þegar börnin í
almenningum eru orðin fleiri en
kindurnar, einmitt þegar rétta-
annríkið stendur sem hæst. Þá
kemur stundum fyrir að réttar-
stjórinn stigur upp á réttarvegg-
inn, gætilega svo að grjót hrynji
ekki úr hleðslunni og heldur hóf-
lega orðaða ræðu iil háttvh-tra'
réttargesta. Hann biður þá með
góðum orðum og fögrum að sýna
sveitamönnum miskunnsemi og
rýma til í réttinni sjálfri, í al-
menningnum, þar sem skilamenn
þurfa að finna sitt fé og draga
það í dilka.
— Nú er fjórum slnnum fleira
fólk í almenningnum en þar á að
vera og má vera, segir Kristinn af
mikilli hógværð og veit að börnin
eru tíu sinnum fleiri en hæfilcgt
getur talizt í almenningnum. Ifann
tekur svona til orða vegna þess að
í raun og veru skilur hann Reykja-
Grein og myndir:
Guðni Þórðarson.
víkurbörnin svo vel, og vill ekki
viðurkenna að of mikið sé af þeim ;
í réttinni. — Og réttarstjórinn held
ur áfram ræðunni á réttarveggn-
um og óskar þess að fólk sýni
skilning á störfum réttarmanna og
gefi þeim ráðrúm til að draga féð
í dilka. Að langri ræðu lokinni er
. gripið til þess ráðs að reka menn
og kindur út úr almenningnum og
hleypa aftur fé inn úr safninu.
Fyrst í stað gengur allt að ósk-
um og fleira er af kindum en börn-
um í almenningnum, en börnunum
fjölgar meir en kindunum fækkar,
og þá þarf réttarstjórinn aftur að
stíga í stólinn og gera ráðstafanir
til þess að hægt sé að halda áfram
störfum í réttum Reykjavíkurbarn-
anna.
Sveitin tæmist, er
fóikið fer í réttir
En það eru fleiri en börnin, sem
fjölmenna í Hafravatnsrétt, þang-
að koma svo til allir vopnfærir
menn og konur úr Mosfellssveit og
dvelja lengi dags, svo að símstöð-
in á Brúarlandi nær varla í nokk-
urn mann, þegar kvaðning kemur
frá Iandssímanum. Óvíða er svarað
hringingu, því að allir ungir og
gamlir eru í Hafravatnsrétt.
Réttin stendur skarnmt frá vatn-
inu undir hlíðinni, þar sem margir
sitja og fylgjast með réttarstörfum.
Þegar líður á réttardaginn, fara
menn að gera nestinu einhver skil,
en kvenfélagið sér fyrir góðum veit
Reykjavikorbörn eiga þess ekki kost á hverjum degi aö komast í lifandi ingum, heitu kaffi, pönnukökum og
samband við kindurnar, enda er réttardagurinn við Hafravatnsrétt ógleym- smáréttum. Börnin gleyma því al-
anlegt aevintýri fyrir mörg þeirra, sem þangað komast. Þar sjá mörg stálp- VC®’ SOsdiykkii 0o sælgæti er
ævintýri að komast þarna í lifandi
samband við kindurnar, að því £á
engin orð lýst.
Fjögurra ára Reykjavíkurtelpa
stóð við hliðina á átta ára bróður
sínum fast við hliðgrindina og
horfðu heilluð á fallegt lamb, sem
stóð skorðað með höfuðið upp að
grindinni. Þau höfðu aldrei séð
lifandi kind fyrr. — Verst, að við
skyldum ekki hafa með okkur
brauðmola, sagði telpan við bróður
sinn. Hann svaraði fáu, en horfði
fast á lambið og sagðist hugsa að
þvi þætti ekki góður sami matur
og öndunum á tjörninni. Þú ert
kjáni, — meira að segja kríurnar
vilja ekki andabrauð, og heldurðu
þá, að kindurnar Iíti við -slíku.
Þannig gerðust fjölmörg ævin-
týri í lifi Reykjavíkurbarna við
■ Hafravatnsrétt í gær. Fyrsti réttar-
1 j dagurinn verður flestum ógleyman-
legur, ekki sízt kaupstaðarbörnum,
sem vaxið hafa upp í faðmi borg-'
arinnar, þar sem fá tækifæri gef-
ast til náinna kynna við lifandi
dýr. Og einhvern veginn er það
svo, að lömbin eru í meira nppá-
haldi hjá börnunum en flest önn-
ur húsdýr, þó að oft séu kynnin.
stutt. Þau hverfa til fjalla, þegar
þau eru fallegust á vorin qg koma
svo ekki aftur fyrr en í rél'tirnar
á haustin. En ef til vill er það þessi
langa eftirvænting sumarsins um
samfundi í réttum að hausti, sem
heillar hugi barnanna.
Og Reykjavíkurbörnin mörgu,
sem í fyrsta sinn konuist í lifandi
snertingu við kindur í Hafravatns
rétt í fyrradag, munu lieldur ekkl
gleyma því strax, að fundum bar
þar saman. Þau hafa fengið í
blóðið þann óróleika, sem verð-
ur þess valdandi að réttirnar
gleymast ekki, þegar að þeim
'kemur á haustin. Vafalaust liafa
mörg börn og jafnvel fullorðnir,
sofnað út frá kindajarmi að lokn-
um löngum og viðburðaríkum
réttardcgi, dreymt uin fangbrögð
við frískar kindur, draumar, sem
verða að veruleika, þegar aftur
verður enn á ný farið í réttir.
mm
■■ ■■
,mm
uð börn kindur í fyrsta sinn.
til sölu. Réttarlífið er þeim meira
virði. Mörgum er það svo mikið
Kristinn j Mosfelli er góður réttarstjóri, enda vandasamt verk að stjórna
réttarhald: i Hafravatnsrétt, þar sem börn og fullorðnir fylla réttina, svo
erfitt er að draga safnið í dilka. Hann verður þá stundum að stíga upp
á réttarvegginn og fara bónarveg að réttargestum, svo að heimamenn
komist aö tjl að draga í almenningnum. . ,