Tíminn - 15.10.1957, Blaðsíða 6

Tíminn - 15.10.1957, Blaðsíða 6
T í MIN N, þriðjudaginn 13. október 1957i Útgefandl: PramsóknarflakkBrlatt. fUtat}ðrar: Haukur Snorrason, Þórarimn Þóraituwín (flk) Skrifstofur í Edduháfllnu vlB LtadwgSts Simar: 18300, 18301, 18302, 18M8, IMM. (rltst)órn og blaSamenn). ▲uglýsingasiml 19523, afgrelSalasimi 1SS*»- Prentsmiðjan EDDA hi. Straumur fjármagnsins EINN helzti hagfræðing- ur Frakklands, André Philip, ritar athyglisverða grein um efnahagsmálaþróunina í Evrópu í Verkamálatíðindi, sem alþjóða vinnumálastoín unin í Genf gefur út. í grein inni ræðir hann meðal ann ars aðstöðu þeirra lands- svæða innan hvers ríkis, sem hafa dregizt aftur úr í efna hagsþróuninni og um leiöir til úrbóta. Hann bendir á, að misvæmi er oft beinlinis skapað með stjórnarathöfnum og pólitísk um ákvörðunum, utan og of- an við eðlilega aðstöðu, og rekur dæmi þess t. d. í Frakk landi. Nú er alls staða.r fyr- ir hendi mikil nauðsyn að þjóðirnar nýti sem bezt mögu leika, hvar í landi sem er, og þá er spurningin, hvernig bezt verði að því unnið. Ýmsir telja þá, segir Phil- ip, að óhindraður straumur fjármagns um löndin leysi málið af sjálfu sér á nokkr- um tíma. En hann er á ann arri skoðun. Hann segir m. a. í greininni: — Það er tilhneiging fjár magns, að leita þangað, sem peningar eru þegar fyrir, streyma til landssvæða, þar sem iðnþróun er þegar á allháu stigi og ný íyrirtæki geta notfært sér aðstöðu, sem búið er að skapa, bæði þjónustu og hæft starfslið. Það verður því nauðsyn- legt að vernda möguleika til efnahagslegra framfara á vissum svæðum með því að hvetja sérstaklega til þess að þar verði stofnsettar nýj ar iðngreinar, sem síðan fái tækifæri til að eflasc með skjótum hætti. Öil lönd í Evrópu, sem nú ræða um sameiginlegan markað og aukna framför, ættu að framfylgja ákveðinni og þrauthugsaðri stefnu um efnahagslega framför á þeim svæðum, sem dregizt hafa aftur úr, en gæta þarf þess, að einn fari ekki inn á svið annars. Segja má því að skipuleg áætlun á þessu sviði ætti að vera undan- fari áætlunar um aukna efnahagslega samvinnu. Evrópulanda. GREIN ÞESSI er rituð um stórt vandamál, sem snertir margar þjóðir. Þó geta ýmsir vafalaust fundið í röksemdum hagfræðingsins nokkur atriði, sem snerta beinlínis þróunina heima fyrir. Og þaö fer ekki hjá því, að íslendingar, sem lesa hug leiðingar sem þessar, staldri við og reyni að gera sér ljóst, hvert stefnir að þessu leyti hér hjá okkur. Við þekkjum það mæta vel, að það er til- hneiging fjármagnsins að leita þangað, sem peningar eru þegar fyrir. Og við þekkj um líka þau rök, að nýjar iðngreinar beri að stofnsetja þar sem unnt er að hagnýta þá aðstöðu og þjónustu, sem fjármagniö og pólitísk að- staða hefur þegar skapað. Þegar þróun í þjóðfélagi er orðin eins og hér hjá okkur síðustu áratugina, er raun- ar ætíð hægt að rökstyðja, að svo til hvaða fyrirtæki sem er, sé bezt sett þar sem fjár magnið er einkum fyrir. Út frá þrengsta rekstrar- sjónarmiði verður það oftast ekki véfengt. •— Þéttbýlið verkar þá eins og sogdæla og dregur að sér fólk og fjármagn með ómót- stæöilegum krafti. En þá er það sú hlið málsms, sem hinn franski hagfræðingur bendir á. Það geta samt ver- iö þjóðfélagleg rök fyrir því, að spyrna beri gegn þessari þróun með skipulegum hætti, stöðva frjálsan straum fjár- magns, sem hann kallar, og beina honum að yfirlögðu ráði i aðrar áttir. Þá gerir hann ráð fyr-ir, að þjóðin eigi landssvæði, sem ekki eru hag nýtt af annarlegum ástæö- um, en ekki vegna þess, að þau búi ekki yfir náttúru- auðlindum og tækifærum til. jafns við þau svæði, sem hafa verið sólarmegin í efna hagsþróuninni. ÞEGAR þessi mál eru hugleidd, blasir við nauðsyn þess hér í okkar þjóðlífi, að efla mótvægi í einhverjum landshluta gegn aðdráttar- afli Faxaflóasvæðisins. Það verður ekki gert nema með þvl að beina fjármagni til dreifbýlisins með einhverj- um hætti, og þá helzt með skipulegri áætlun, sem ekki færðist of mikið i fang í senn. í umræðum þeim, sem framundan eru, um stóriðju og orkumál, er nauðsynlegt að menn átti sig á þessu þj óð félagsvandamáli og taki til- lit til þess. Þess vegna er vakin athygli á grein André Philip hér að þessu sinni. Gamla geSvonzkan ÁTTI að kjósa þing- forseta fyrsta þingdaginn, eða átti ekki að kjósa hann? Stjórnarandstaðan gat haft þann háttinn á, sem henni sýndist. Ekki hafði endilega verið gert ráð fyrir að kosn- ingin færi fram, þótt úr yrði, og þegar foringi stjórnavand stöðunnar hreyfði athuga- semdum, svaraði forsætisráð herra þegar, að ef ósk kæmi fram frá honum, eða hvaða þingmanni sem væri, væri sjálfsagt að fresta kosning- unni. Þá var í hvoruga löpp- ina hægt að stíga, hvorki þiggja né hafna. Sannaðist á því, að það var ekki mál- efnið, sem stóð fyrir bring- spölunum á flokksformann- inum, heldur aðeins gamla skapvonzkan yfir því, að vera utangarðs í stjórnarráðinu. Atvikið varpar ljósi á brjóst heilsuna í upphafi þings, og Gunnar Leistikow skrifar frá New York: Bandarikjamenn búa sig undir að taka vel og virðulega móti Bretadrottningu Skrifstofa siðameistara í utanríkisrátiuneytinu á annasama daga um þessar mundir Sú stjórnarskrifstofa Bandaríkjanna, sem nú á í mestum önnum er óefað skrifstofa siðameistara utanríkisráðuneyt- isins, sem skipuleggur í einu og öllu heimsókn Elisabetar Englandsdrottningar til USA. Þetta er með afbrigðum erfitt starf sem er miklu flóknara en bara að kenna amerískum hefðarmeyjum að hneigja sig Til þessa hefir slíks ekki verið krafist af heldri konum Banda- rikjanna, þeim sem ekki hafa þeg- ar lært það af eigin konungholl- ustu. Aðalvandamálið í augum siða- meis^tarans og starfsliðs hans, er það, að hér er um að ræða þjóð- höfðingja, sem einlægt skiptir ham. Þetta getur orsakað margs konar vandræði og allt er undir því komið, að vera klár á því allan tímann, hver hún er í það og það skiptið. a réttan hátt. mó'ti send'iherrum samveldisland- anna, þá er hún aftur forstöðumað- ur samveldisins í heild. EIGINMAÐUR DSOTTNINGAR. Eiginmaður hennar og ferðafé lagar hans; þurfa ekki að hafa ein miklar áhyggjui af sinni heimsókn. Hvar sem hann fer og hvar sem hann stendur, verður hann aldrei annað en eiginmaður hennar há- tignar, bara brezkur prins og hei- togi af Edinborg. Elisabeth Englandsdrottning DROTTNING KANADA. Þegar Elísabet stígur út úr fiug- vélinni í fyrsta sinn í Norður-Ame- ríku, kemur hún ekki sem fram- andi drottning Stóra-Bretlands og Norður-írlands. Hún stigur á land í Ottawa og þar er hún heima hjá sér sem drottning Kanada Það verður lýðum ljóst m. a. á þann hátt, að brezki utanríkisráðherr- ann Selwyn Lloyd dregur sig í hlé en lætur John Diefenbaker etfir að leika . hlutverk kavalérsins. Hann er forsætisráöherra drottn- ingar. En jafnskjótt og Elísabet treð- ur yfir landamærin til USA hætt- ir hún að vera Kanadadrottning fyrsí og fremst. Hún verður þó ekki drottning brezka heimsveldis- ins, eins og heima í London. Nei, ihún kemur til USA sem forstöðu- maður samveldislandanna brezku. Samveldislöndin þrjú, sem tekið hafa upp lýðveldisform, Indland, Pakistan og Ceylon, viðurkenna hana nefnilega ekki sem drottn- ingu og í Bandaríkjunum er hún fulltrúi alls liins viðáttumikla sam veldis. Nú eiga iðnaðarpróf enn einu sinni að fara fram hér í Reykja vík. Er það í öllum þeim iðngrein um er hafa nemendur sem lokið hafa lögskipuðum tima. Ég kynnti mér próffyrirkomulagið við sveina próf á Norðurlöndum og sérstak- lega í Noregi og er allkunnugur því hér heim. Fullyrði ég að próf um prófsveina hér heima, er sízt lakara en á hinum Norðurlönd unum. Fyrirkomulag allt nema að einu undanskildu og það er af- hending sveinsbréfa. Ég var við afhendingu sveins bréfa í Osló Ráðhúsi 7. maí s. 1. og var 345 sveinsbréfum úthultað með mikilli viðhöfn og hátíðabrag. Var þar sman momið margt stór menni og hélt Tryggve Lei þar ræðu til hinna nýju iðnsveina. Sama dag voru einnig afhent sveinsbréf í fleiri bæjum í Noregi t. d. í Drammen voru afhent sveinsbréf 443 prófsveina og var það í fyrsta skipti að sveinsbréf voru afhent þar með hátíðlegri athöfn. Söfnuðust prófsveinar og boðsgestir saman og gengu fylktu liði með fánum og hljófæraslætli að lögreglustöð bæjarins og sóttu lögreglustjórann og fóru með hann í skúðgöngu að iðnaðarhús inu „Handværken" svo hann gæti afhent sveinsbréfin, þar. Ég vildi óska að þeir sem fara með þessi mál hér heima og þeir sem hafa áhuga á iðnaði þcssa alnds vildu taka upp þennan sið því að iðnaður vor hefir ekki svo lítið að segja i dag og í náinni framtíð. Mér fyndist að, Iðnaðarmanna félagið ætti að hafa forgöngu í þessu máli og þó ekki væri farið í skrúðgöngit með hornablæstri og lögreglustjórinn sóttur þá mætti koma á sameiginlegri af- hendingu sveinsbréfa. Ég legg til að Iðnfræðsluráð innkalli öll sveinsbréf er prófum er lokið og afhendi þau lögreglu skjóra. Boðið sé til hátíðarinnar, auk nýsveinanna öllum meistur um þeirra er próf hafa tekið, for (Framhald á 11. síðu./ FJÓRÐA HLUTVERKIÐ. En áður en sól er setzt er hún farin að leika fjórða hlutverkið. Strax eftir komuna til William- burgh í Virginia ferðast hún í bíl til Jamestown, elztu borgar í USA, sem í ár á 350 ára afmæli. Það voru enskir iandnemar, sem settu á stofn þessa borg og í samræmi við það kemur hún þangað sem drottning Englands og Skotlands. Hvort faún verður þar einnig talin drottning Norður-írlands er mjög vafasamt, þvi írland var sannar- lega hernumið af Englendingum árið 1607 og skozkir innflytjendur höfðu setzt að í Ulster, en það var fyrst í kringum árið 1800, sem ír- land var opinberlega innlimað í konungsríki Stóra-Bretlands. Það sem eftir er heimsóknarinn- ar verður Elisabet yfirleitt for- stöðumaður samveldislandanna, en þó ekki alltaf. Meðan hún dvelur í Washington á hún m. a. að leggja blómsveig við kanadíska krossinn í hermannakirkjugarðinum í Arl- ington og það gerir hún sem drottn ing Kanada.-Við opinberan hádeg- isverð í ástralska sendiráðinu er hún vitaskuld drottning Ástralíu. Aftur á móti er hún drottning brezka heimsveldisins, þegar hún býður til veizlu í brezka sendiráð- inu þar í borg. Með einni undan- tekningu þó, þegar hún tekur á þó eru skrif Mbl. einkum j lærdómsrík. Meö þessu at- j viki hófst þingfréttamennska þess á haustinu. Það hefur j ekkert lært á sumrinu. Upp- hafið er ekki endirnum , skárra. Miskunnarverk í sjoppu. Ferðalangur skrifar á þessa leið: Hér sé guð.— Sjoppumenning hefir blómgast ört í Reykjavík síðustu ár og hefir mörgum þótt nóg um þegar orðnar eru 3 sjoppur á hverja mjólkurbúð. Ég kem stundum á eina svokallaða sjoppu nálægt miðbænum og drekk þar kaffi þegar svo stend- ur á. Þar raða menn sér við langt borð sitjandi á ofurháum stólum og nevta matar og drykkj ar eins og kindur á garða. Um daginn kom ég á þennan stað og pantaði mér kaffi og rúnn- stykki sem svo er nefnt, er það brauðhleifur með smjöri og osti. Smjör sagði ég að visu en þaö reyndist nú ekki svo í þetta sinn, heldur var mér boðið upp á gráskitulegt smjörlíki. Ég velti þessu fyrir mér nokkra stund og kvartaði við fram- reiðslustúlkuna en liún hrlsti höfuðið og sagði að svona væri þetta nú hér. Ég sat með sárt ennið og horfði á smjörlíkisstykk- ið sem mér var ætlað að smyrja með brauðið, sársvangur var ég og hafði hlakkað til að fá eitt- hvað í magann, en hversu hungr- aður sem ég væri, vissi ég að aldrei mundi ég geta innbyrt smjorlíki. Stúlkan hefir víst séð á mér eymdarsvipinn, þvi hún leit í kringum sig laumulega, opnaði því næst ísskáp og skauzt til mín með ósvikið islenzkt smjör á hnífsoddi og handlang- aði á diskinn til mfn. Kvaðst hún eiga þetta sjálf i pokahorn- inu og miðla af miskunn og náð þeim, sem hún sæi að mest væru þurfandi. Hins vegar hefði eigandi sjoppunnar harðbannað henni að liafa smjör á boðstól- um handa gestum. Ég tók smjör inu fegins hendi og hámaði í mig brauðið. Ég heyrði að stú!k- an sagði kunningjakonu sinni er þarna var stödd að iðulega fleygðu gestirnir brauðinu í sig aftur, þegar þeir sæu hvernig væri í pottinn búið. A llt þótti mér þetta kyndugt athæfi í meira lagi. Ljóhir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.