Tíminn - 15.10.1957, Page 7

Tíminn - 15.10.1957, Page 7
’ í MIN N, þriSjudaginn 15. októbcr 1957. Sextugur í gær Dr. Kristinn Guðmimdsson sendiherra sO Fingralangi flokkurinn SKOLABJALLAN glymúr, kennslustundin er úti. Það er mannkyn-ssögutími í I. bekk. Kennslubókin er opin við pún- versku stríðin, en kennarinn er að tala um orrustuna við Marengo, Honum kemur það vist ekki :-íður á óvart en nemendunum, að tím- inn er búinn. Þó er Hannibal dauð- ur og Ivarþagó brennd, Kristur og Múhammeð liðnir urn sviðið, Serk- ir komnir norður á Spán. og Napó- leon búinn að þræða slóð fílanna í Bernharðsskurði. Nú svigna fylk- ingar hans fyrir sveitum Austur- ríkismanna, er Desaix þeysir með riddara sína íil bjargar. — Við verðum vist að líta yfir púnversku stríðin aftur í næsta tíma, segir kennarinn, og 1. bekk- ingar eru síðastir allra út á gang í frímínútunum. Þessa litiu minningu á ég úr Menntasbólanum á Akureyri frá því cg var nemandi dr. Kristins Guðmundssonar þar fyrir m-örg- um árum. Allir nemendur hans munu eiga einhverjar slíkar minn- ingar. Kennsla hans var frjálsleg, sprengdi óðara af sér þröngan ramma kennslubókarinnar. Bók- haldstími gat endað með skemniti- legri frásögn af hruni gjaldmiðiis í Þýzkalandi eftir heimsstrið; í sögu var stundum ekki nema snerti spölur í milli Sókratesar og Schop- enhauers. í fyrsta bekk var margt spjallað, sem ekki stóð í kennslu- bókuni í'yrir busa. Samt stóðust allir sitt próf að lokum, vissu nokk urn veginn það, sem um var spurt. í veganesti að auki áttu þeir svo nasasjón af hinu og þessu, því að kennarinn var hinn mesti fróðleiks sjór. Og nú þegar bókstafslærdóm- urinn er að mestu gleymdur, lifir sumt af því enn í endurminning- unni. EINHVERS STAÐAR er skrif að, að menntun sé það, sem eftir situr, þegar skólabækurnar eru gleymdar. Það er víst öfgakennd lýsing, en sannarlega er það þroska vænlegt fyrir unga menn að fyrir- hitta kennara, sem opnar þeim nýjan heim, eykur víðsýni þeirra og örvar hugarflug. En slik áhrif hafði dr. Kristinn á nemendur sína. Auk þess var hann svo á- gætur félagi. Hann var jafnan glaður og hlýr í viðmóti, og tók mildum höndum á yfirsjónum. . Samt vissu það allir, að kraftar! voru í kögglum og geð heitt, ef því var að skipta. Hann var glæsi- menni í sjón, drenglundaður í raun og varð því strax ástsæll kennari, og var það alla sína skóia- tíð á Akureyri. Dr. Kristinn gerðist kennari við Menntaskólann á Akureyri ár ið 1929. Aðalkennslitgrein hans var þýzka, en margt fJeira kenndi hann, því hann er óvenjulega vel að sér um marga hluti og jafna fús að leggja fram krafta sina, hvar sem hann getur orðið að liði. Hann kom norður vestan frá Króki á Rauðasandi, með við-1 koinu hér syðra og í Þýzkalandi. Ilann varð stúdent í Reykjavík, las hagvísindi i Berlín og varð doktor í Kiel. Á þeim tíma voru eínahagsmálin hér heima víst ein- faldari í sniðum en er í dag; a. m. k. fékk lærður hagfræðingur þýzkar beygingar að fást við, í stað þjóðhagskýrslna. En fyrir Akur- eyri var það happ, a'ð eignast svo fjölkunnugan borgara, enda leið efeki á löngu unz dr. Kristinn var kallaður til að gegna ýmsum trún- aðarstörfum utan skólans. Iiann varð einn af forsjármönnum Amt- bókasafnsins og lét sér annt um það allan tímann, sem hann dvaldi á Akureyri, sat í niðurjöfnunar- nefnd og skattanefnd, varð síðan bæjarfulltrúi og trúnaðarmaður kaupstaðarins við hinn margvísleg- asta erindisrekstur. I-Iann varð á- hrifamaður í fjölmörgum fram- kvæmdamálum bæjarins, og yrði of langt upp að telja, en nefna má til dæmis, að hann var einn þeirra, er öflugast studdu upphaf togaraút.gerðar á Akureyri. Hann gerðist sncrnma ágætur liðsmaður í Framsóknarfélagi Akureyrar, var formaður þess um skeið og síðan lengi einn helzti baráttumaður :”é- lagsins í bæjarmálum og landsmál- um. Ilann var kjörinn til þess mörgum sinnum að halda merki flokksins uppi í alþingiskosning- um, á Akureyri og í Eyjafirði. Að- staða flckksins var þá ekki slík að sigur ynnist þar sem dr. Iírist- inn var í kjöri, en málflutningur hans og álit hans og vinsæjdir efldu flokkinn svo, að hann gekk með sæmd frá hverjum fundi. DR. KRISTINN Jét af kennslu við Menntaskólann árið 1947, er hann var skipaður skattstjóri á Ak- ureyri. Því embætti gegndi hann, unz hann var kallaður hingað suð- ur til ábyrgðarmeiri starfa. Það var haft á orði á Akureyri í skatt- stjóratíð dr. Kristins, að honum liefir tekizt að gegna svo starfi skattheimtumannsins að hann hefði notið meira álits og vinsæida er hann lét af því, en er hann tók við því. Varpar þetta nokkru ijósi á mannkosti hans, sanngirni og heiöarleika x starfi. ÞEGAR FRAMSÓKNARflokk urinn gekk til samstarfs við Sjálf- stæðisflokkinn að laknum kosn- ingunum 1953, ieitaði þingflokkur Framsóknarmanna til dr. Kristins um að taka að sér hið vandasama embætti utanríkisráðherra. Því fylgdi það.hlutverk, að koma nýrri og betri skipan á samskipti lands- manna og varnarliðsins og stofnun nýrrar stjórnardeildar til að ann- ast þau mál. Dr. Kristinn hafði að- eins skamnia stund setið á Alþingi, sem varamaður Bernharðs Stefáns? sonar 1. þm. Eyfirðinga og því ekki haft mikið íækifæri iil að kynnast bingmönnum :í starfi. En þessi kynni og orðstír sá, er hann átti fyrir norðan, nægði til þess að aliur þingflokkur Framsóknar- manna var sammála um að íela honum þetta mikia trúnaðarstarf. Þyí gegndi hann, unz núverandi ríkisstjórn tók við vöidum, að iokn um kosningunum 1956, en var þá um haustið skipaður sendiherra ís- iands í London, og gegnir því virðu lega embætti í dag. Saga utanríkis mála íslands á þessu tímabili er enn helzt til nærri og of samofin póiitískri baráttu samtímans til þess að hlutlaus dómur um þessi ár verði upp kveðinn. Það mun bíða síns tíma. En ég hygg að allir sanngjarnir menn, hvar í fiokki sem þeir standa, viðurkenni fúslega, að dr. Kristinn hafi leyst af Iiendi vandasamt og oft mjög vanþakklátt starf við mikla sæmd. Sú skipan, sem hann kom á í varn- armálum og mikilvægum þætti ut- anríkismála, gildir óbreytt í dag. Á þessum árum var hann iðulega fulltrúi íslands við ýmis tækifæri á erlendri grund, og varð jafnan landi sínu til sóma, sakir glæsi- mennsku og yfirgripsmikillar þekk- ingar á sögu og stjórnmálum. KALDUR GUSTUR leikur löngum um stjórnmáiamenn í há- um embættum, og ekki átti dr. Kristinn meira skjól en aðrir á þeim berangri. Þeir, sem utar standa, gera sér ekki ætíð grein fyrir þvi, að reynsla Gríms skálds Thomsen í höll Goðmundar á Glæsivöllum er lifandi saga enn í dag. Karlmennsku og æðruleysi þarf til að menn sleppi betur en skáldið, sem hvarf á braut „kal- inn á hjarta". En hvort tveggja á dr. Kristinn í ríkum mæli. Undir mildu yfirbragði býr sterkur per- sónuleiki hins góða drengs. Slíkir menn eignast aö lokum vináttu og traust langt út fyrir raðir sam- herja sinna. Þann andblæ finnur dr. Kristinn í dag, á tímamótum ævinnar. ELZTU NEMENDUR dr. Kristins að norðan eru ráðsettir borgarar á miðjum aldri; sjálfur varð hann sextugur 14. október s.l. Nemendum og kennara kemur enn á óvart, hver.su stundin líður hratt. Þegar klukkan glymur að lokum, daga menn enn uppi í miðri sögu. Það er alltaf eitthvað ósagt í góð- um vinahóp. Ég sendi dr. Kristni og frú Elsu, konu hans, einlæg- ar kveðjur á þessum tímamótum ævi hans og þakka honum órofa vináttu, sem enzt hefir alla leið- ina frá 1. bekk til þessa dags. Haukur Snorrason BÆJARstjórnaríhaldinu hefir undanfarið liðið ósköp illa út af útsvarshneykslinu. Það hefir verið staðið að því að hafa far- ið dýpra í vasa skattþegnanna en lög leyfa, og það svo milljún um skiptir. Þessir menn hafa undanfarið orðið þess varir, að skattborg- urum Reykjavíkur þótti áður nóg komið hvað útsvarsálögurn- ar snerti, þó ekki væri ólög.ega bætt á menn háum fjárhæðum. Jafnvel tryggir Sjálfstæðismenn hafa að undanförnu látið fiokks forustuna vita, að þeir gætu ekki lengur stutt til valda menn, sem þannig leyfðu sér að misnota vald sitt. Nú voru góð ráð dýr. Einhver úrræði varð að finna til þess að dreifa huga 'kjósendanna frá þessari ótætis yfirsjón með, út- svörin, og það því fremur, sem bæjarstjórnarkosningar eiga að fara fram eftir nokkra mánuði. Raupið hefir löngum verið haldreipi lítilla karla, og nú skyldi það notað. Skrökkarl Morgunblaðsins hefir því haft mikið að gera undanfarið. HÉR í BLAÐINU hefir verið bent á, hve ómerkilegt þetta raup er. Hefir verið sagt frá þeirri staðreynd, að forráða- menn Reykjavíkurbæjar hafa reynzt gersamlega ómegnugir að útvega nauðsynlegt fjármagn til þeirra framkvæmda, sem bænum eru allra nauðsynlegast ar, þ. e. a. s. nýrra raforkuvera, sem óhjákvæmiiegt hefir verið að byggja, til þess að atvinnu- líf bæjarbúa færi ekki í rúst. Þegar allt var komið á helj- arþröm í raforkumálum Reykja víkurbæjar, atvinnureksturinn í bænum gekk með hálfum krafti vegna rafmagnsskorts og íbúarnir sátu í hálfrökkri á heimilum sínum á vetrarkvöld- um, hljóp ríkisstjórnin undir bagga með bæjaryfirvöldum Reykjavíkur og útvegaði nægi- legt fjármagn til stórvirkjunar Sogsins við írafoss. Eysteinn Jónsson, fjármála- ráðherra, bar hita og þunga þess mikla starfs, sem unnið var af hálfu ríkisstjórnarinnar til þess að útvega erlent fjár- magn til virkjunar Sogsins. Þao hefir komið illa við bæj- arstjórnaríhaldið að vera trufl- að í raupinu með því að skýrt hefir verið frá þeim einföldu staðreyndum, að svo giftusam- lega hafi til tekist, að unnt var að virkja Sogið 1953 og að nú sé verið að hefja þar aðra stór- virkjun við Efra-Sog. SANNLEIKURINN um útveg- un fjármagns til írafossvirkjun- arinnar 1950—1953, er sá, að kostnaðarverð virkjunarinnar var 166,5 milljónir kr. Spenni- stöðvar og innanbæjarkerfi Reykjavíkur, sem livort tveggja var byggt á vegum Rafmagns- veitu Reykjavíkur, kostaði 29,5 miilj. kr. Ríkisstjórnin útveg- aði erlent fjármagn til þessara framkvæmda 181 milljón kr. eða talsvert nieira en sein svar- aði öllum kostnaðinum við sjálfa Sogsvirkjunina. Ríkisstjórnin útvegaði til þess ara framkvæmda: Alþjóðabankalán 33 millj. Lán úr Mótvirðissjóði 121 milij. Lán hjá Export-Import bankanum 27 milij. Samtals 181 millj. Af þessu sést, að ríkisstjórn- in útvegaði sem svaraði öllum kostnaði við sjálfa írafossvirkj unina og miklum hluta af kostn aði við innanbæjarkerfið í Reykjavík. Forráðamenn Reykjavíkurbæj- ar og Morgunblaðið, vita vel hverjar eru staðreyndir í fjár- öflunarmálum til virkjunar Sogsins. Einmitt þess vegna er gripið til verstu ósanninda til að reyna að skýla nekt sinni og það vantar ekki æfinguna á því heimili. Það er ekki lítil ó- svífni að þakka amlóðunum þau verk, sem aðrir hafa orð- ið að hjálpa þeim með, en þeir sem björguðu málinu fá ekkert nema skammir, en auðvitað hafa þeir aldrei við öðru bú- ist úr þeirri átt. ÍHALDINU er það ljóst, að öll- um iandsmönnum er ofarlega í huga, að núverandi ríkisstjórn hefir með útvegun fjármagns hleypt af stokkunum hinni glæsilegu stórvirkjun við Efra- 'Sog. Þess vegna finnst þeim hyggilegt að geyrna sér ósann- indi um þá framkvæmd til síð- ari tíma. Þegar framangreindar stað- reyndir um raforkumál Reykja- víkur eru hafðar í huga er það skemmtileg skrítla, að íhaldið skuli æfla að hafa virk.iun Þjórs ár, sem vissulega er mikið frarn tíðarmál, fyrir kosningabeitu. íslenzka þjóðin brosir, þegar hinir litlu karlar íhaldsins tylla, sér á tá og segja: „Þegar við erum orðnir stór- ir, ætlum við að virkja Þjórsá“. Skrá um vinninga í Happdrætti Háskóla íslands í 10. flokki Kr. 100000. 5201 5237 5270 5277 5338 5428 24053 5437 5492 5510 5646 5782 5791 5800 5804 5837 6038 6090 6126 Kr. 50000. 6137 6139 6148 6167 6217 6375 12965 6380 6404 6443 6462 6479 6520 6597 6627 6882 6700 6756 6892 Kr. 10000. 6803 6903 6908 6938 6973 6990 1096 3795 18590 32670 7035 7038 7100 7105 7128 7206 7249 7350 7365 7394 7496 7531 Kr. 5000. 7543 7600 7643 7652 7668 7808 6850 9932 14599 19163 38334 7813 7816 7833 7914 7917 8005 8032 8050 8035 8136 8165 8166 Aukavinningar kr. 5000. 8216 8254 8348 8350 8356 8384 24052 24054 8420 8436 8471 8493 8525 8598 8605 8635 8786 8799 8842 8845 Kr. 1000. 8906 9017 9111 9182 9195 9212 83 186 201 239 247 348 9251 9256 9285 9300 9420 9421 472 473 477 517 542 624 9422 9456 9498 9560 9562 9650 677 714 726 732 790 825 9782 9857 9978 9983 10021 10086 829 1056 1135 1144 1182 1191 10190 10223 10286 10302 10323 10351 1281 1306 1310 1359 1390 1421 10402 10410 10489 10507 10517 10679 1425 1501 1511 1540 1548 1567 10705 1072Í5 10752 10867 11089 11181 1592 1684 1784 1864 1942 1993 11189 11244 11259 11260 11262 11265 2043 2087 2147 2156 2292 2356 11269 11273 11295 11424 11529 11536 2397 2532 2538 2550 2603 2789 11537 11552 11556 11571 11582 11593 2803 2844 2867 3058 3172 3244 11601 11619 11621 11668 11703 11779 3261 3324 3364 3457 3556 3606 11831 11898 11926. 12029 12131 12140 3609 3707 3748 3824 3852 3859 12156 12165 12169 12237 12266 12366 3867 3912 4018 4135 4150 4252 12402 12439 12465 12503 12516 12528 4300 4338 4359 4371 4406 4421 !12557 12577 12608 12651 12701 12705 4477 4530 4595 4643 4683 4712 i12729 12748 12808 12812 12842 12894 4802 4817 4918 4937 4999 5030 1 (Fiamhald 6 11. siðu.»

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.