Tíminn - 15.10.1957, Síða 8

Tíminn - 15.10.1957, Síða 8
8 TÍMINN, þriðjudaginn 15. október 19S& MINNINGARORÐ: Steínimn Eiríksdóttir Stephensen Víðar en í siklingssölum svanna fas er prýði glæst. Mörg í vorum djúpu dölum drottning hefur bónda fæðst. Matth. Jochumsson. LÍÍ'I MANNA hefir löngum verið líkt við blóm og gróður jarðar, sem lifnar á vori, blómgast, sölnar og fölnar, er svifur að hausti. Sú saga endurtekur sig í sífellu, að einum flutt er árdagskveðja, öðrum sung- ið dánarlag. STEINUNN Eiríksdóttir frá Karls- skála var fædd 1. febrúar 1870 á Karlsskála við Reyðarfjörð og dó 21. marz 1957 á Breiðabliki, Sel- tjarnarnesi, fullra 87 ára að aldri. Faðir hennar var Eiríkur bóndi Karlsskála í 30 ár Bjarnason bónda Kirkjubóli Vöðlavík Jónssonar bónda Teigagerði 1816 og síðast Stóru-Breiðuvík, Ásmundarsonar bónda Gunnarsstöðum Skógum 1748 Péturssonar. Kona Jóns og móðir Bjarnar var Þórdís Bjarnar- dóttir bónda Rangá Árnasonar og Guðbjargar Sigurðardó-ttur „tuggu“ bónda Hauksstöðum Jökuldal 1762 Sveinssonar. Móðir Sigurðar „tuggu“ var Arnleif Bessadóttir bónda Brekku Tungu 1703 Eiríks- sonar bónda Hallfreðarstöðum Árnasonar prests Skorrastað á önd verðri 17. öld Sigurðarsonar prests þar Árnasonar. Móðir Árna prests var Þórdís Árnadóttir sýslumanns á Bustarfelli Brandssonar prests Hofi Vopnafirði Hrafnssonar eldra lögmanns Brandssonar og Úlfheið- ar Þorsteinsdóttur sýslumanns Hafrafellstungu Finnbogasonar lögm. Jónssonar prests Grenjaðar- stöðum „Maríuskálds" Pálssonar. Er sú ættkvísl auðrakin til forn ætta og landnámsmanna. Kona Bjarnar á Kirkjubóli og móðir Ei- ríks á Karlssk’ála var Guðlaug Pét- ursdóttir bónda Karlsskála 1816 Péturssonar bónda Svínaskála Bessasonar bónda þar Magnússon- ar og Meehínar Bjarnadóttur ibónda Sandvík Guðmundssonar rika Jónssonar. Móðir Steinunnar Eiríksdóttur, kona Eiríks á Karlsskála, var Sig- ríður Pálsdóttir bónda Karlsskála Jónssonar bónda Víðilæk síðast Sig mundarsonar Jónssonar. Kona Jóns og móðir Páls var Sigríður Gunnlaugsdóttir bónda Þorgríms- stöðum Breiðdal Ögmundarsonar b. Streiti (Sfræti) Eiríkssonar. Kona Ögmundar var Guðný Eiríks dóttir bónda Krossi Berufjarðar- strönd Halldórssonar prests Hey- dölum Eiríkssonar lögréttum. Bú- landi Skaftártungu af Langalífs- ætt og Skarðverja. Kona Eiríks lög réttum. og móðir Halldórs prests var Þórunn eldri Sigurðardóttir prófasts Breiðabólstað Fljótshlíð Einarssonar prófasts og skálds Hey dölum Sigurðarsonar (Heydala- ætt). Kona Páls á Karlsskála og móðir Sigríðar var Helga Árna- dóttir bónda Gvendarnesi Jónsson- ar og Steinunnar Guðnadóttur Daðasonar prests til Reynisþinga Guðmundarsonar. En móðir Daða prests var Ingibjörg Daðadóttir prests Steinsholti, þess er rataði í ástarraunir með Ragnheiði Bryn- úlfsdóttur biskups, Halldórssonar prófasts Hruna Daðasonar. í þessa ættkvísl var Steinunn Eiríksdóttir 14. ættliður frá Ólöfu ríku á Skarði, 26. frá Þorkatli Ey- úlfssyni á Helgafelli og Guðrúnu Ósvífursdóttur og 31. frá Ólafi hvíta herkonungi og Auði (Unni) djúpúðgu landnámskonu Hvammi í Dölum vestur. Nú hefir verið gefið stutt yfir- lit um föður- og móðurætt Stein- unnar Eiríksdóttur. Af þessu er Ijóst, að forfeður hennar á 17., 18. og 19. öld voru allir að kalla bænd ur og búþegnar góðir og undu glaðir við sitt. Niðjar Sigurðar „tuggu" voru margir atgervismenn í bændastétt og svipmikill ættbogi, svo sem Bustfellingar og Möðru- dælir. Margir voru þeir frændur miklir af sjálfum sér, afreksmenn um afl og vöxt og alla karlmennsku Þessu til sönnunar nægir að nefna þá Metúsalem sterka og Sigurð í Möðrudal Jónssonu, sonarsonu Sig urðar „tuggu“. STEINUNN Eiríksdóttir var fóstr- uð i föðurgarði. Eiríkur Björnsson var mikill búsýslumaður og merk- ismaður héraðskunnur. Karlsskáli var og er enn mikil kostajörð. Ei- ríkur stundaði þar bæði lands og sjávargagn og rak umsvifamikmn búskap í 30 ár. Jafnan var þar margt manna í heimili. Systkinin voru átta. Þegar mest var sóttur sjórinn, voru heimilismenn óft 30 að tölu. Þau Eiríkur og Sigríður á Karlsskála voru vinsæl og mikils metin. Sem sönnun þess má nefna, að einn af mágum Eiríks kom í fjarlægt byggðarlag og kynnti sig þannig: Ég er mágur Eiríks á Karls skála, þess kunna og nafntogaða dugnaðar- og ágætismanns. Svo hefir sagt mér kona, sem um skeið var vinnukona á Karlsskála, að Sig ríður húsfreyja hafi verið sérstæð mannkostakona, mild og hlýlynd og svo nærgætin og umhyggjusöm, eins og hún hefði verið fóstruð við þá sálarfræði, að aðgát skal höfð í nærveru sálar. Fyrir þessar sak- ir var Sigríður svo vinsæl og naut slíkrar virðingar, að allir vildu sitja og standa eins og hún óskaði. Heimilisbragur var góður á Karlsskála. Heimilishættir þar ein- kenndust mjög af alvöru og önn, reglusemi og stjórnsemi, mildi og nærgætni. Hjónin áttu miklu barnaláni að fagna. Börn þeirra voru 8 eins og áður segir, 5 dæt- ur og 3 synir. Tveir synir, Björn og Guðni (höfu búskap á Karlsskála eftir föður sinn en Helgi gjörðist bakari í Reykjavík. Allir nýtir menn og merkir. En heimasæturn- ar 5 báru mjög af öðrum heimasæt um austur þar sakir æskuþokka og glæsibrags. Þegar þessi systkini komust á legg, settu þau sinn æsiku brag á heimilið. Niðjar þessarra Karlsskála-systkina eru fjölmenn- ir mjög og kallast Karlsskála-kyn- slóð. Steinunn naut mikils ástríkis af hálfu móður sinnar, enda þóttu þær skaplíkar. Hún undi sér vel í glöðum hópi systkina og við það þróttmikla og fjölbreytta líf, sem dagsins önn skapar, á fjölmennu heimili, þar sem sjómennska er stunduð og landbúnaður jöfnum höndum. Náttúrufegurðin í Reyð- arfirði og fjörðunum austur þar hafði og varanleg áhrif á við- kvæma og auðhrifna unglingssál- ina. ÞEGAR STEINUNN var 13 ára fór hún úr föðurgarði til Reykjavíkur. Þar dvaldi hún á heimili Helgu systur sinnar, er þá var fyrir 5 ár- um gift Jóni ritstjóra Ölafssyni. Gekk hún þar í barnaskóla og síð- an Kvennaskóla Þóru Melsteðs. í þessari Reykjavíkurdvöl voru ör- lög Steinunnar ráðin. Þar kynntist hún Ólafi Magnússyni Stephensen af inni^ landskunnu ætt Stefán- unga. Ólafur var prestlærður og hafði verið veitt Mosfell í Mosfells sveit 29. maí 1890. Þau giftu sig í Viðeyjarkirkju 29. ágúst sama ár, en í Viðey var síra Ólafur fæddur 1863. Hann var prestur. Mosfelli í 14 ár og sat á Lágafelli, en síðast prestur og prófastur Bjarnanesi Hornafirði. Þeim hjónum Steinunni og Ólafi Stephensen, varð 11 barna auðið. Eitt. barn, Helgu, misstu þau í bernsku og Sigríður dóttir þeirra dó 32 ára ógift og niðjalaus. Hin 9 giftust og gátu börn og buru. Þau eru: Áslaug gift Jóni Pálssyni dýra lækni Hlöðum Selfossi. Eiga 4 sonu. Elín gift Pétri Jónssyni bónda Egilsstöðum Völlum. Eign- uðust 2 sonu og 2 dætur. Annar sonurinn er dáinn. Helga gift Ste- fáni Árnasyni forstjóra Akureyri. Eiga 1 son og eina dóttur. Ingi- björg g. Birni Jónssyni vélstjóra til heimilis Breiðabliki Seltjarnar- nesi. Eiga 3 sonu. Ragnheiður g. Þorsteini rafvirkjameistara kjör- syni Guðmundar prests Mosfelli Einarssonar. Eru börn hennar 4, 2 synir og 2 dætur. Björn járn- smiður Reykjavík kvongaður Sig- unborgu Sigjónsdóttur bónda Fornustekkum Péturssonar. Eiga 3 dætur. Eiríkur forstjóri Reykjavík kvæntur Gyðu <Finnsdóttur Thord- arsens. Eiga 2 sonu og 2 dætur. Magnús skrifstofumaður Reykja- vík kvongaður Sigurborgu Björns- dóttur bóndaKarlsskála - systkina- börn -. Eiga 3 dætur. Stephan verzlunarstjóri Reykjavík kvæntur Ingibjörgu Guðmundsdóttur Böðv- arssonar og Kristínar Magnúsdótt- ur Stephensens — systkinabörn. Eiga 1 son. — Nú við andlát frú Steinunnar Stephensen er ætt- kvísl hennar af Karlsskála-kynslóð- inni 54 að tölu á lífi og skiptist þannig: 1. ættliður 9, 2. ættliður ('barnabörn) 27 og 3ji ættliður 18. Auk barna sinna fóstruðu þau frú Steinunn og Ólafur Stephen- sen 2 drengi, þá Hörð Gestsson bíl- stjóra Reykjavík og Magnús Þor- leifsson viðskiptafræðing Reykja vík. Nutu þeir í hvívetna sömu um hyggju og börnin, enda bera þeir sama hug til fósturforeldra sinna og góð börn til ástríkra foreldra. Ævistarf góðrar húsfreyju og mjúklyndrar móður hefir ekki æ- tíð verið metið að verðleikum. Verkefni móður á barnmörgu heim ili er mikið og vandasamt. Ann- ríki miikið og óþrotlegt. Reynir þá jafnan til þráutar á manndóm og mannkosti. Uppeldisstörfin eru mikilvægust. Þau varða heill ein-1 staklings og alþjóðar. Takist þau vel, verða þau aldrei fullþökkuð og aldrei metin til fjár. Sú kona, sem hefir auðnast að rækja upp- eldisstörfin með ágætum að vitni beztu manna, hefir í raun og veru unnið afreksverk í sínum verka- hring. Börn slíkrar konu og aðrir, sem notið hafa mannkosta hennar og göfgandi áhrifa, munu ætíð varð veita ljúfar minningar um slíka f óstru. Ég er þess f ullviss, að börn j og fósturbörn frú Steinunnar Step- hensen, svo og raunar allir, sem ■ kynntust henni til hlítar, muni ’ geyma góðar endurminningar umj þau kynni. Þeir hinir sömu munu, og hafa fundið sannindin í þessum vísuorðum Mattlhíasar Jochums- sonar: „hvað er ástar- og hróðrardfs, hvað er engill úr Paradís ihjá góðri og göfugri móður“. ÉG, SEM ÞETTA greinarkorn rita, kynntist ekki frú Steinunni Step- hensen fyrr en hún var hnigin að aldri og orðin ekkja, og að því er ætla má fótsár nokkuð af ævinnar eyðimörk. En í fasi hennar og framkomu var mildi og tíginborin ró. Létt var hún í máli og gaman- söm. Eigi var hún dómgjörn eða dómhörð. Engin beiskja eða lífs- leiði, ekkert, sem benti á að hún kæmi kalin á hjarta úr harðviðrum lífsins. Mótlæti hefir hún hlotið að þola en það hafði ekki beygt j hana, heldur gjört hana sterka ogj milda. Matthías Jochumsson hefir orkt mörg erfiljóð, að vísu misjöfn að gæðum. Eftirmæli hans um Krist-j ínu Ingvarsdóttur, seinni konu Ei-j ríks sýslumanns Sverrissonar, hafa j vakið athygli rnína sakir kvenlýs- ingarinnar. Þar eru þessi erindi: „Fríð í sjón og horsk í hjarta, höfðingslund af enni skein, svipur, athöfn — allt nam skarta, af því sálin var svo hrein. mBmniminminmimiiimriiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinninanitniiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiniininiiimiBtauiai 'UeILNÆMOfí OSTUt? • • 41QAU5T BÓUN GRÁDAOSTUR rjómaostur SMUROSTUR MYSUOSTUR GÓDOSTUR mysingur « 45% ostur • 40% ostur • 30% ostur ‘irfuréasalan V ^ SÍMAB 7080 & 267* iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiii iroiú' VbCMStS. iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiifiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiriiiiiiiiiiiiiii!iiiii(iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiHi Innilegustu þakkir færum við öllum þeim, sem auðsýndu samúð og veittu margvíslega hjálp, við andlát og jarðarför frænku okkar, Guðrúnar Árnadóttur, frá Ölvisholtshjáleigu í Holtum. Guð blessi ykkur og launi ríkulega. — Fyrir hönd ættingja: Margrét Árnadóttir, Laugavegi 99. Víðar en í siklingssölum svanna fas er prýði glæst. Mörg í vorum djúpu dölum drottning hefir b'ónda fæðst. Þessi erindi virðast mér viðeig- andi að heimfæra til Steinunnar Eiríksdóttur. Fleiri konum var þannig farið í ætt hennar en he.nni og systrum hennar. Má þar til nefna Möðrudals-systur, dætur Sig urðar bónda Möðrudal Jónssonar Sigurðssonar „tuggu“. Björn bóndi Kirkjubóli, afi Steinunnar, var þremenningur við börn Sigurðar í Möðrudal. NIÐJAR ÞEIRRA Eiríks og Sigríð- ar á Karlsskála, Karlsskála-kyn- slóðin, tóku upp þann hátt 1942 að stefna saman sem flestum niðjum og skylduliði þeirra hjóna til þess að efla og varðveita gömul og ný kynni. Mun frú Steinunn hafa ver- ið þessa mjög fýsandi. Þessar sam komur kölluðu niðjarnir Karls- skála-mót. Munu þau hafa verið haldin síSan ár hvert að kalla og löngum mjög fjölmenn. Þessi fé- lagsskapur ber vott um ættrækni, tryggð og virðingu fyrir forfeðrun- um og er mjög til fyrirmyndar. í upphafi greinar þessarar er þess getið, að Steinunn Eiríksdóttir væri 31. ættliður frá A.uði djúp- úðgu, landnámskonu í Hvammi. Auður var drottning landnem- anna og ættmóðir, mild og mjúk- lynd móðir, þróttmikil og tígin höfðingskona. Umhyggjan fyrir fylgdarliðinu og skylduliðinu var , rík í fari hennar. Þannig var stein i unni Eiriksdóttur farið. Er geð- : fellt að hugleiða, hversu þessum j konum svipar saman. Steinunn er j ættmóðir fjölmennasta þáttarins af Karlsskála-kynslóðinni að svo komnu. Á Karlsskálamótum sýndi hún, ’hversu umhyggjan fyrir skylduliðinu var henni hjartfólgin. Karlsskála-mótið 1957 var háð fá- um dögum áður en frú Steinunn dó. Hún var þar heiðursgestur, glöð og geðfelld sem jafnan áður. Þá ítrekaði hún þá ósk, sem hún hafði oftlega áður borið þar fram, að Karlsskála-mótin yrðu ekki lát- i in niður falla, þó að hún færi til feðra sinna. Svo myndi Auðar mælt hafa við sMkt tækifæri. í Laxdælu er Auði lýst þannig, að hún hafi verið bæði há og þrek- leg. Þegar hún gekk í hinzta sinni út úr veizluskálanum í Hvammi, þá „fundusk mönnum orð um at konan var enn virðulig“. Svo mun veizlugestum á síðasta Karlsskála- móti hafa fundist, er frú Steinunn Stephensen gekk frá því móti í hinzta sinn. Steinunn Eiriksdóttir var ein þeirra kvenna íslenzkra, sem sam- eina á geðfeíldan hátt yndisþokka, þíðleik og þrótt. í eðli hennar fór saman hlýleikur og unaður vordag- anna í skjólsælum og skrúðgræn- um brekkum vio Reyðarfjörð og reisn sviptíginna fjalla, er lykja um spegilskyggðan fjörðinn. Hún var kona glæsileg og höfðingleg bæði í sjón og raun. Þeim brag hélt hún til aldurtilastundar. Björn Sigurbjarnarson.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.