Tíminn - 15.10.1957, Side 9

Tíminn - 15.10.1957, Side 9
TÍMINN, þriðjudaginn 15. október 1957. 9 ...tf * f * ■ SAGA EFTIR ARTHUR OMRE • V.V/.V.V.' | ki ■iiiiiiiiiiuuiiiiiiiiiiiiiiijiiirnn!iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiii!iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiii!iiiiin í brjóstinu. — Jú, allt í lagi hrópaði hann, — hún er mín. i Hann starði eftir veginum. Á- ( hyggubrún settist á enni | hans, meðan hann var að, velta því fyrir sér hvað gæti eiginlega truflað hamingju hans. í leiftursýn birtist hon- um ánægja margra ungra manna, sem hafa atvinnu. Þessir piltar mættu ungri stúlku, urðu að ná henni og tóku hana. Búið klappað og klárt. Margrét varð hann að fá. Já, en hvað gat líka ekki breytst og farið forgörðum á fjórum, fimm, ef til vill tíu árum, þar til hann fékk at- vinnu. Hann fór nú að hugsa um þetta. Maður í smáVagni ók fram á hann og lét hann setjast hjá sér. Maðurinn kom af skemmtun og var í góðu skapi, söng og trallaði. Hver ert þú? spurði hann. Svo þú ert sonur Antons Strand? Pabbi þinn er röskur náungi, en dálítið drembinn. Hann er ekki beint aðlaðandi Svo að það ert þú, sem geng ur á skólann þarna innfrá? Þá verðurðu víst mjög framaður. Já, þið eigið gott, sem gangið á skóla. | Bárður fékk að sitja í nær því klukkustund, og þá ók maðurinn heim að böndabæ.; Fuglarnir voru komnir á kreik og sungu dátt þegar ( hann þrammaði niður götuna á sunnudagsmorguninn. Sólin speglaðist í hafflet- inum og heggurinn stóð með drifhvítum blómklösum og sendi frá sér þægilegan ilm. Bárður drakk mjólk í eldhús inu og gekk hægt upp stigann með skóna í hendinni. Hann féll í svefn með augun á mynd inni yfir rúminu, og allt var gott. Bárður vaknaði um hádegis bilið við að pabM hans spurði hvort hann ætlaði að sofa all an sólarhringinn. Hann rétti makindaléga úr sér í rúminu og hafði það á tilfinningunni að nú vaknaði hann til nýs og betra lífs. Þegar niður í eldhúsið kom, sátu þau Berta og faðir hans þar við matborð ið. Borðið var þakið af alls kojrar góðgæti. Berta hellti í kaffibollann hans og var spaugsöm að vanda. Hún ljóm aði af hreysti, skipti vel litum með roða í kinnum, hárið ljós rautt og hvellfd brjóstin virt ust helzt ætla að sprengja hvítu blússuna. Hann var allt af forviða á því, að hún skyldi ekki eldri en hann sjálíur. Faðir hans hallaði sér aftur á bak í stólnum með bros á vör. Og þegar Bert skaut fram nokkuð grófgerðum athugun um, þá hló hann ekki, en að eins gretti sig svo að sá í sterk legar tennurnar, brúnar af tó- baki. undir litlu dökkleitu skeggi og sat rólegur eftir sem áður. Bárður hafði einmitt hug- leitt, hvort nokkuð gæti kom ið föður hans úr jafnvægi. Þegar komast þurfti á sjóinn í skyndi sem oft henti, tók hann það ávallt með mikilli ró. Gráu augun hans urðu i kannske ögn skarpari og allt gekk eins og vel smurð vél.' Þeir, sem höfðu til siðs að hrópa og kalla, urðu kannske stundum gramir, en þeir virtu hann þó meira, en þeir vildu viðurkenna. Berta þurfti bráðlega að skreppa upp að Steini. Bárð ur ákvað að láta teiknivinnu sína bíða en tók að sjóða lím á ofninum blandaði svo gulu með dálitlu af rauðu sarnan. Svo byrjaði hann á bakhlið hússins og eftir tvær klukku! stundir hafði húshliðin feng ið nýjan lit. Síðan málaði hann gaflinn á skúrnum ogi á veiðarfæraskúrnum. Allt í einu birtist Hummarinn við steingirðinguna. Hann skim aðist um, rauður í andliti og hrópaði — það var gott aö þið skylduð taka ykkur saman. Þetta lífgar strákurinn þinn. Faðir Bárðar kom til þeirra og Bárður heyrði hann segja| — Lýkur Knarren við veðlán- ið? | — Hann lauk við það með sóma, svaraði Hummarinn. — Halmen bauð honum þrjú þúsund út í hönd fyrir spilduna sunnan við húsið. Ég kom í veg fyrir það. Halm en getur haldið sig við skák- ina sína. Það vantaði nú að við fengjum hann hingað nið ur eftir. Fjandinn fjarri mér. — En veðlánið. — Ég lána honum pening ana með þremur prósentum.1 — Eins og maður hafi ann að en óþægindi af náungum sínum. Ég hefi afstýrt þarna ( mikilli óhamingju. Það væri' nú ekki annaö eftir, en að við . fengjum þennan skratta hing að. En haldi hann, þessi litli, einfaldi Knarren að hann geti svikið mig um þessar 90 kr. í vexti þá skal hann kenna á því. Ég skal flá hann, segi ég, flá hann, ha, ha. Bárður sat stundarkorn við borðið í garðinum með bækur og hefti fyrir framan sig. Adda birtist í nýjum, hvítuni kjól. Hún ætlaði ekki að trufla. — Ég var á dansleik í gærkvöld, mælti hún. Hvers- vegna kemirðu þangað aldrei núna. Bárður hafði ekki tíma til að sækja dansleiki fyrr en að prófi loknu. Hún vildi ekki tefja hann og hélt heim aftur. Ég dans aöi raunar ekki, hrópaði hún og stökk fyrir steingirðing una, hljóp gegn um greniskóg inn, grönn og fjaðurmögnuð í hreyfingum, eins og ungt dýr. Hann sá hvíta kjólinn hverfa milli trjástofnanna. Honum kom nú í hug að langt væri síðan hann hefði heimsótt Gustav Englesen, hann gekk því upp þjóðveg inn er hann hafði lokið við dæmin. Þegar hann lauk upp hliðinu og kom að dyrunum á húsinu, heyrði hann Gustav leika á slaghörpuna. Honum fannst nærri óskiljanlegt að Gustav skyldi endast svona við hljóðfæraleikinn. Frú Engelsen, lág vexti en gild í svörtum kjól, opnaði hurðina og varð mjög giöð. Nú, það var gott að þú skyldir rata hingað, mælti hún. Reyndu nú að fá hann í göngutúr, Bárður. Ég get ekki með nokkru móti nuddað honum út, og hann megrast dag frá degi þegar hann ekki er í skrifstofunni situr hann við slaghörpuna. Já, og á kvöldin í söngfélaginu, en þar fær hann nú ekki mikið ferskt loft. Hann borðar næstum ekkert. — Ert það þú, langi sláni, hrópaði Gústav ánægjulega, með mjórri röddu. — Fáðu þér sæti hún kem ur strax með kaffi. Gústaf, strauk löngum, dökkum hár lokk frá hvítu enninu. og skók höfðinu aö venju. Marg ir brostu að listamannslokk unum hans. Dökk augu, nærri því hransvört, störöu á Bárð full af velvild og sakleysi. Hann náði Bárð í öxl. Seg irðu nokkuð í fréttum, spurði hann kátur. Þú verður að koma með eitthvað, sem ég get sett lag við. Maður getur nú búist við ýmsu frá þér. Bárður lék á slaghörpuna með einum fingri. Nú þetta er lag. Ég vildi gjarna fá það á nót ur. Það er liklega mikil fyrir höfn? Þetta þætti mér gam an að ná í. Hann lék aftur og raulaði hægt. Gustaf settist við slaghörp una. — Svona raulaðu nú dá lítið reglulega. Svona. Ekki þetta. Langir fingur liðu fim lega yfir nóturnar. Hann lék það aftur og fylgdi vel eftir með vinstri hendinni, brosti um leið og leit á Bárð. Brátt varð þetta heilt sönglag, hratt og hrynjandi. Er það ekki svona? Það er ekki afleitt. Þú samdir þetta í morgun, hálf gert í svefnrofunum, segirðu? Þetta er ekki leiðinlegt, alls ekki, kannske dálítið væmið, en frumlegt. Hver sem er, get ur nú ekki samið þetta. Mig skyldi ekki undra þótt þeir þarna inn frá tækju þetta. — Þetta hefi ég bara sett saman handa sjálfum mér. Mér þætti nú samt vænt um, ef ég gæti fengið það á nótur. — Auðvitað, það skal ég gera á morgun. — Hvað eig um við að nefna lagið? — Stúlkurödd, svaraði Bárður. — Einmitt, ágætt. Það er —Stúlkurödd. — Ég vildi óska að ég gæti sett saman annað eins. Ég get það ekki. Það er eitthvað ferskt við lagið. — Stúlkurödd, náttúrlegt, frumlegt. Ég hefi þetta ekki í mér. Ég get bara leikið nokk urnveginn á hljóðfærið. — Nei, veiztu nú hvað? — Þú spilar ágætlega. — Já, já, ég spila auðvitað töfrandi en þó ekki nógu vel. Ég hefði eiginlega átt að vera listiðkandi. En ég byrj- aði nú í fyrsta lagi of seint, — það gæti samt lagast ennþá niiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuii | Gamlar bækur ffgóðu verði = Við viljum gefa fróðleiksfúsum lesendum kost á að eignast | neðantaldar bækur meðan þær eru enn fáanlegar á gömlu, góðu | verði. Afsláttur frá neðangreindu verði verður ekki gefinn, 1 en nemi pöntun kr. 300,00 eða þar yfir verða bækurnar sendar s kaupanda burðargjaldsfrítt. H Jón Sigurðsson, hið merka verk Páls Eggerts Ólasonar, 1.—5. bindi. Ób. kr. 100.00. Á þrotum. - Menn og menntir, eftir sama, 3. og 4. bindi. Kr. 60.00. Síðustu = eintökin í örkum. Ath.: í 4. bindi er hið merka rithöfundataL E Almanök Þjóðvinafélagsins 1920—1940 ób. kr. 100,00. = Rímnasafn, 1. og 2. Átta rímur eftir þjóðkunn rímnaskáld m. a. 1 Sig. Breiðfjörð 592 bls. ób. kr. 40,00. = Riddarasögur. Þrjár skemmtilegar sögur 230 bls. ób. kr. 15.00. H Saga alþýðufræðslunnar á íslandi, stórfróðleg bók e. Gunnar M. Magnúss. ób. 320 bls. kr. 25,00. = Gyðjan og uxinn, e. Kristmann Guðmundsson, ib. 220 bls. | kr. 25,00. E Hinn bersyndugi, hin forðum umdeilda skáldsaga Jóns Björns- sonar, ritstj., ób. 304 bls. kr. 15,00. j§ Skipið sekkur, leikrit e. Indriða Einarsson ób. 280 bls. kr. 10,00 i Jón Arason, leikrit e. Matth. Jochumsson ób. 228 bls. kr. 10,00. T Sex þjóðsögur, skráðar af Birni R. Stefánssyni ób. 132 bls. kr. | 10,00. 1 Tónlistin, sígild bók um tónlist og tónskáld þýdd af Guðm. Finn H bogasyni, ób. 190 bls. kr. 15,00. H Darvinskenningin, þýdd af dr. Helga Pjeturss ób. 84 bls. kr. 5,00 j| Germanía e. Tactius, þýdd af Páli Sveinssyni 88 bls. ób. kr. 5,00. §É Um framfarir íslands, verðlaunaritgerð Einars Ásmundssonar í Nesi, útg. 1871 ób. 82 bls. kr. 25.00. H Fernir fomisíenzkir rímnaflokkar, útg. af Finni Jónssyni. 60 1 bls. ób. kr. 15,00. 5 I.jóðmæli e. Ben. Þ. Gröndal. ób. 288 bls. kr. 10,00. E Um frelsið, e. J. Stuart Mill, þýdd af Jóni Ólafssyni ritstj. útg. j§ 1886, 240 bls. kr. 15,00. = f Norðurveg e. Vilhjálm Stefánsson ób. 224 bls. kr. 20,00. Mannfræði e. R. R. Merritt, þýdd af Guðm. Finnbogasyni, ób. 192 bls. kr. 10,00. Ljóðmál, kvæði eftir Richard Beck, ób. 100 bls. kr. 10,00. Býflugur, e. M. Materlinck, þýdd af Boga Ólafssyni, ób. 222 bls. kr. 10,00. Andvari, tímarit Þjóðvinafélagsins 1920—1940 (vantar 1925). Aðeins fá eint. af sumum árunum. Kr. 200.00. Dulrúnir. Þjóðsagnir og þjóðleg fræði, skráð af Hermanni Jðn- assyni á Þingeyrum. Ób. 218 bls. Kr. 20.00. Af sumum ofantöldum bókum eru nú aðeins fáein eintök. Verða þau afgreidd til þeirra er fyrst senda pantanir. Klippið auglýsinguna úr blaðinu og merkið með x við þær bækur, sem þér óskið að eignast. Undirrit.... óskar að fá þær bækur sem merkt er við í auglýsingu þessari sendar gegn póstkröfu. Nafn Heimili ....................................................................... ■■iiiiiiiiaMiiiiiimiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiic ódýra bókasalan' Box 196, Reykjavík. ——— giiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii'i'iiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiwiBiÐnnmniiiimiiiniuiinBiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHniuunuwHnnnuwuiuuunniiuinumuniiniiiHniinnninnHiHHHunnnuuiimniumuuuumimiHunimnnuiuuunmmumuumnmuiB

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.