Tíminn - 05.11.1957, Blaðsíða 4
4
Hún amma mín var ótæmandi sjór sagna
Þegar ég þýddi fréttaskeytiS
— Þýddu þetta skeyti fyrir
mig snöggvast, sagði ritstjórinn
við mig.
— Þýði ég! Ertu alveg íromp-
aður? Ég kann varla stakt orð
í ensku. Þetta verður engin
fyrirmyndarþýðing.
— Nei, en taktu samt ekki
þýðinguna á „Hægláta ameríku-
manninum“ þér til fyrirmyndar.
— Jæja, skíttolaggo með það.
— Og vertu nú fljótur að
þessu, ég þarf að koma blaðinu
út fyrir íólf.
— Eru þau nú ekki orðin
fleiri en tólf, sem lesa blaðið?
— Ég meinti klukkan tólf.
— Nú, svoleiðis. Og svo tók
ég til við skeytið.
★
Frá fréttaritara blaðsins
í New York.
Hér í borginni eru nú stödd tvö
mestu stórmenni Evrópu, sem sé
Elísabet Bretadrottning og Kiljan.
Þess ber þó að geta, að þau eru
ekki saman. Filippus er með Elísa
bctu og einn stærsti sorpritainn-
flytjandi íslands með Kiljani.
Tíðindamaður blaðsins lagði leið
sína á Waldorf Astoría hótelið,
þar sem þessir aðilar búa og hugð
ist ná blaðaviðtali. Fyrst var barið
að dyrum hjá skáldinu og var
það fúst til svara.
★
— f hvaða erindum komuð
þér til Bandaríkjanna?
— Ja, hvað skal segja. Menn
eiga bæði mörg erindi og mis-
jöfn til staða. Ég átti ekki mörg
erindi hingað, miklu fremur mis
jöfn.
— Hlutuð þér ekki styrk til
fararinnar?
— Jú, það var þarna fólk,
skiljið þér. Ákaflega elskulegt
fólk, sem veitti mér styrk.
— Þér eruð ekki einn á ferð,
er það?
— Nei, hann er með mér,
hérna hvað heitir hann, maður-
inn. sem gefur út bækurnar mín-
ar. Einstaklega elskulegur mað-
ur.
★
— Er þetta jafnframt skemmti-
ferð hjá honum?
— Nei, hann hefir eitthvað með
músík að gera þarna heima, skilj-
ið þér. Og hann er að reyna að
ráða Elvis Presley til að syngja
í Þjóðleikhúsinu, næst þegar Rós-
inkrans ræður Stefanó í fimm
daga.
— Eruð þér með nýja bók á
prjónunum?
— Haldið þér að ég sé einhver
prjónakona, maður minn?
— Nei, maður tekur nú svona
til orða.
— Já, ég þetkki ekki þetta al-
þýðumál, enda aldrei haft neitt
af alþýðunni að segja.
★
■ — i’wqftrsaíWiiœaBsBg.
— Mér skilst nú samt, að þér
sækið flest yrkisefni til alþýðunn-
ar.
— Bölvuð þvæla, blessaðir
verið þér. Þeir fundu þetta upp
í Þjóðviljanum. Þetta eru allt
sögur, sem hún amma mín sagði
mér. Hún var þessi ótæmandi
sjór sagna. Maður þurfti bókstaf
lega að taka inn sjóveikispillur
þegar maður talaði við liana. Á-
kaflega merkileg kona, hún
anima mín.
— Og einlivers staðar sögðuð
þér, að þér hefðuð orðið fyrir
áhrifum frá höfundum íslend-
ingasagnanna?
— Nei-nei, ég hefi aldrei lesið
íslendingasögurnar. Það þykir
bara fínt að segja þetta, skiljið
þér. Það væri miklu réttara að
segja, að liöfundar íslendinga-
sagnanna hefðu orðið f.vrir álirif-
um frá mér.
★
— Hefir yður borizt nokkurt
tilboð frá bandarískum bókaforlög
um?
— Þeir þarna landhreinsunar-
menn, Ku-Klux-KIan, einskonar
Fegrunarfélag þeirra Bandaríkja-
manna, hafa beðið mig að snara
yfir á ensku íslenzku þýðingunni
á „Hægláta ameríkumanninum“.
En það er hálfgerður skítabiss-
ness þessar-þýðingar.
Ár
— Hvað teljið þér merkasta
bókmenntaviðburð íslands á
þessu ári?
— Alveg tvímælalaust Síma-
skrána. Góður stíll, skemmtileg
og skýr framsetning — það eina,
sem að bókinni mætti finna er,
að höfundurinn notar fullmikið
af tölustöfum.
— Og að lokum, hefir frægð-
arljóminn af ferð yðar ekki
minnkað við það, að Elísabet
Bretadrottning er á ferð hér um
svipað leyti og þér?
— Nei, nei, það samdist svo
um milli okkar Elísabetar, þetta
eru ákaflega elskuleg hjón, ég
borða með þeim hérna niðri í
matsalnum. Það samdist svo um,
að ég drægi mig í hlé fyrir há-
degi en hún eftir hádegi. Ég
þekkti hann Georg pabba hennar,
sáluga. Ákaflega viðfelldinn mað
ur, stamaði gífurlega, en las því
meira. Hann hafði ákaflega gam-
an af Sölku Völku.
— Þakka yður fyrir.
— Ekkert að þakka. Ákaflega
ánægjulegt. Sælir.
ir
-—"■^^rninnir
Síðan hringdi ég é undan mér
til Elísabetar. en það var ekki við
það komandi ai' fá samtai. En í
lyftunni á leiðinni niður, komu
hún og Filippus inn á 48. hæð,
svo ég var ekki lengi að láta
standa á mér og notaði sömu að-
ferð og hann Matti á Mogganum
við hann Grómýkó á Keflavíkur-
flugvelli um daginn: Ég hóf sem
sé samtalið án leyfis.
— Sælar yðar hátign. Kannist
þér við Kiljan?
— Kiljan, hvað er ]>að? Ein
af þessum nýju ostategundum frá
Flóabúinu?
— Nei, nei, drottning góð. Ki'lj-
an er skáld. Frægasti karlmaður-
inn á íslandi.
— Karlmaður, því sögðuð þér
það ekki strax. Kannske get ég
krækt í hann handa henni Mar-
gréti systur minni. Er hann af
aðalsættum?
— Ég held bara ekki, það er í
það minnsta exki -*Mað um hann
í íslenzka aðlinum haj-s Þor-
bergs. Og svo er hano giftur.
— Það hefir ekkert að segja,
því það er útséð um, að hún
Margrét nær sér aldrei í ógift-
an mann, svo liún verður víst
bara að láta sér nægja giftan.
— Nú fannst Filippusi nóg
um, því hann gaf henni rokna
olnbogaskot. Og áður en ég vissi
af, voru þau komin í liár sam-
an, þó Filippus hafi nú reyndar
sáralítið hár. Ég rifjaði upp orð
skáldsins úr samtalinu rétt áður.
Ákaflega elskuleg hjón.
(Lauslega þýtt.)
Spói.
Orðið er frjálst: Hannes J. Magnússon, skólastjóri
- Eru þéranir að leggjast niður? -
Útdráttur úr
Einhverjum, sem kann að lesa
þessa fyrirsögn, mun verða að
orði: — Já, þær mega nú missa
sig! En áður en við tökum undir
það afdráttarlaust, skulum við
hugleiða þetta lítið eitt.
Þetta mál hefir oft verið rætt,
og þá stundum af töluverðum
hita og kappi, einkum fyrir 20—
30 árum, en þá höfðu Ungmenna-
félögin það á dagskrá, og vildu yf-
irleitt afnema allar þéranir. En í
seinni tíð hefir verið hljótt um
þetta mál, sem hefir þó verulega
þýðingu í sambúð rnanna, og virð-
ist nú rikja algjört tómlæti og
skeytingarleysi i þessum efnum.
Án þess að ræða kosti og galla
þérana, má segja, að þær séu ekki
aðeins málfræðilegt atriði, ef svo
væri, skipti ekki miklu, hvernig
um þær færi, nei, þær eiga sér
miklu dýpri rætur. Þær eru hluti
cru eins konar lífsstíll. Þær eru
af erfðavenjum liðinna alda. Þær
viss afstaða, er við tökum til
þe'rra, er við umgöngumst, eða
svo var það. Upphaflega voru þær
yfirstéttarfyrirbrigði, en eru það
ekki lengur, heldur eru þær nú
þáttur í almennri kurteisi.
Á 19. öld, og raunar fram á 20.
öld, var á þessu fastur stíll eða
Rótaryerindi
hefð. Allur þorri alþýðunnar þú-
aðist, en það voru einkum tvær
stéttir manna, sem heiguðu sér
þessa siðvenju: Embættismanna-
stéttin, sem var þá mjög fámenn,
og kaupmennirnir eða verzlunar-
stéttin. Embættismenn þéruðu al-
þýðu manna undantekningarlítið,
svo og kaupmennirnir, — einkum
þeir dönsku. Hinir íslenzku tóku
venjuna svo að einhverju leyti í
arf. í heilum sýslum voru því
kannske ekki nema örfáir menn,
sem þéruðu, prestar, læknir og
sýslumaður, svo og eitthvað af
verzlunarfólki. Það má því segja,
að þéranir hafi verið innan mjög
þröngra takmarka í þá tíð. Þetta
var erfðavenja, en stafaði að
mjög litlu leyti af gikkshætti.
Kaupmaðurinn þúaði kannske
nokkra stórbændur til þess að ná
betri samningum við þá. Eftir
fyrri heimsstyrjöldina hefst svo
hin ,,demókratiska“ öld. Þá gerist
margt í senn. Öllu hinu gamla er
sópað burt smátt og smátt, göml-
um siðvenjum og erfðavenjum er
kastað. Með fiutningi fólksins úr
sveitinni í þéttbýlið eykst kynn-
ing. Tvær sterkustu og elztu fé-
lagshreyfingarnar, sem mótuðu
alla félagsmenningu á þessum tím
um. Góðtemplarareglan og Ung-
mennafélögin, voru yfirleitt á
móti þérunum, einkum Ungmenna
félögin. Það var loks á öllum svið-
um. Jafnframt þessu óx yfirbygg-
ing þjóðfélagsins með sífjölgandi
embættismönnum og opinberum
starfsmönnum, og því hefðu þér-
anir átt að færa út kvíarnar, en
svo var þó ekki, eins og efni stóðu
til. Mikill fjöldi embættismanna
og opinberra starfsmanna tók ekki
þéranirnar upp nema að litlu
leyti. og þannig komst ringulreið-
in inn í raðir þéranamannanna. Nú
tóku it. d. prestar að þúa safnað-
arfólk sitt, og línurnar urðu æ ó-
skýrari með hverju ári, sem leið.
Helztu vígi þérananna voru nú
framhaldsskólarnir, og jafnvel
barnaskólar. En nú eru þessi vígi
einnig að hrynja hvert af öðru.
Jafnvel menntaskólarnir eru þarna
á hröðu undanhaldi með tilkomu
yngri kennara í skólana. Og það,
sem þarna er að gerast er, að
kennararnir eru að láta undan
þegjandi kröfu nemendanna um
að hafna þérunum. Og það er nú
svo komið, að börn og unglingar
kunna ekki að þéra. Af þeim á-
stæðum er reynt eftir megni að
koma sér hjá því. Jafnvel ungt
fólk í efri bekkjum menntaskóla
finnur þarna til eins konar van-
máttar og reynir því að komast
(Framhald á 9. síða)
T í MIN N, þriðjudaginn 5. nóvember 195%
-----------------------------
Bœkur 09 hofunbar*
Sjálfsævisaga Sveins Björnssonar
forseta kemnr ót í fsessnm mánnði
Siguríur Nordal próíessor hefir sé'ð um út-
gáfuna, en Isafold gefur út
INNAN SKAMMS er væntanleg heim og tekur við embætti ríkis*
á markaðinn ein hin merkasta stjóra.
ævisaga, sem hér hefir lengi kom-1
ið út, sjálfsævisaga Sveins Björns- BÓKIN VERÐUR um 20 arkir a3
;onar forseta, er hann ritaði á stærð, og prýða hana margar
úðustu æviárum sínum. Það er myndir úr einkaljósmyndasafni
tsafoldarprentsmiðja, sem gefur Sveins Björnssonar, og hafa ýms*
Sveinn Björnsson forseti gerSi sér far um að kynnast landinu sem bezf
eftir að hann var orðinn forseti og fór víða um landið og kynntist fólkl
af ölium sféttum. Myndin er frá einni af ferðurn hans, Sveinn forseti
heilsar séra Sigtryggi Guðlaugssyni á Núpi í Dýrafirði.
verkið út, en prófessor Sigurður
Nordal hefir séð um útgáfuna og
ritar eftirmála. Pétur Ólafsson,
forstjóri ísafoldarprentsmiðju, og
Nordal prófessor, skýrðu blaða-
mönnum frá þessum tíðindum nú
fyrir helgina. Sögðu bókina vænt-
anlega á markað 20. nóv. n. k.
SVEINN Björnsson lifði eitt
mesta umbrotatímabil í sögu
landsins og kom mjög við þá sögu
á ýmsum tímum. Hann gerðist
einn helzti frumkvöðull í athafna-
og félagsmálum hér heima á yngri
árum, svo sem þátttaka hans í
stofnun Eimskipafélagsins og
Brunabótafélagsins vitnar gleggs-t
um. Hann rak hér málaflutnings-
skrifstofu- í mörg ár og var ná-
kunnugur mönnum og málefnum
á þeim tíma, og gætir þess mjög í
bókinni. Loks mótaði hann hin
fyrstu ^ sjálfstæðu utanríkissam-
skipti íslands og varð fyrsti sendi-
herra landsins á erlendri grund.
En ævisagan nær ekki til síðasta
kafla ævi hans, er hann varð rík-
isstjóri og síðan fyrsti forseti lýð-
veldisins. Lýkur sögunni á árinu
1941, er Sveinn Björnsson kemur
ar þeirra aldrei verið prertaðar
fyrr. Bókin skiptist í allmarga
kafia. Fjalla beir um bern;kuár
höfundar, skólaár og háskólanám,
málflutningsstörfin í Reykjavík og
forgöngu í félagsmálum. um síð-
ustu æviár Björns ritstjóra Jóns-
sonar, föður höfundar, Kaupmanna
hafnarárin og ýmis samskirtamál
fslendinga og annarra þjóða, er
bá fóru miög um skrifstofu Sveins
Björnssonar. Sveinn Björnsson
hafði sjálfur ritað formála að bók-
inni, þó mun hann ekki hafa lagfi
síðustu hönd á hana, er hann and
aðist. Munu nokkrir kaflar hafa
verið frumgerð og ætlun hans a5
endurskrifa há. Prófessor Sigurð-
ur Nordal tók að sér að sjá um út-
gáfuna og yfirfara handritið, og
ritar hann eftirmála þar sem ger3
er grein fyrir útgáfunni.
Þessarar bókar mun beðið með
mikilli eftirvæntingu. Sveinn
Björnsson forseti kom á svo löngu
tímabili við líf og sögu þjóðar
sinnar, að sjálfsævisaga hans hlýt-
ur að vera þióðarsaga að öðrum
þræði, um leið og hún varpar U'ósl
á glæsilegan og ástsælan persónu-
leika hins látna forseta.
Helgafell gefur ut margar bækur
eftir yngri og eldri höfunda í ár
Framhald eítir Þórberg, sem nefnist um lönd og lýtSi
Nýlega ræddu blaðamenn við Ragnar Jónsson um útgáfu
Helgafeils' á þessu hausti. Af nýju kynslóðinni má nefna Thor
Vilhjálrnsson, með söguþætti, Andlit í spegli dropans, Jón
Óskar kvæðasafn, myndskreytt af Kristjáni Davíðssyni, ný
ljóðabók eftir Matthías Jóhannessen, og er það fyrsta bók
höfundar. Skáldsagan Fjallið eftir Jökul Jakobsson, Undan
straumnum, leikrit eftir Einar Frey, og loks hiá M.F.A. og
Helgafelh ný stór skáldsaga eftir Stefán Júlíusson. Þá kemur
skáldsagan Skálholt eftir Guðmund Kamban og ljóðasafn
eftir Magnús Ásgeirsson, er það fyrra bindi, öll frumsamin
ljóð Magnúsar, þar á meðal öll ljóðin úr ljóðabók hans, Síð-
kveld, er út kom fyrir þriðjungi aldar og mun vera á fárra
manna höndum, og um helmingur þýddra ljóða hans. Tómas
sér um útgáfuna og ritar formála.
Ný heildarútgáfa er að koma út|sumri og Landið gleymda sem nú
af verkum Davíðs, fjögurra bindaikcmur í fyrsta sinn, og er örlítið
útgáfan sem var alveg uppseld og af því selt sérstaklega. Þá kemur
fimmta bindið Ljóð frá liðnu! (Framhald á 8. síðu.)