Tíminn - 15.12.1957, Qupperneq 10

Tíminn - 15.12.1957, Qupperneq 10
1° T f M I N N, sunnudaginn 15. desember 1957. Bækur og höfundar Minningarbók Magnúsar Friðriks- sonar frá Staðarfelli Minningarbók Magnúsar Frið- rikssonar, Staðarfelli, Hlað- búð. Það hefir verið mjög í tízku á undanförnum árum, að menn rit- uðu æviminnmgar sínar. Hefir talsvert komið út af slíkum bók- um. Eru þær misjafnar fyrir marg- ár sakir. Enda eðlilegt, bæði sök- um þess, að menn eru misjafnlegia ritfærir, og hitt að menn hafa lif- að misjafnlega viðburðaríka ævi. Bændastéttin á nokkra fulltrúa á þessu sviði, er hafa ritað ævisögu. Eru þær flestar vel skrifaðar og iiínihalda mikinn fróðleik snert- 'andi sögu byggðarinnar, þar sem höfundurinn starfaði. Minningar- bók Magnúsar á Staðarfelli er bændasaga, innihaldandi mikinn kjörvið til ritunar sögu héraðsins, þar sem hann lifði og starfaði. Minningarbók Magnúsar á Stað- arfelli er raunverulega meira en ævisaga. Hún er aldarfarslýsing heils héraðs. Hann virðist hafa sett sér það að marki með þess- afi ritun að lýsa sem bezt öllu er snerti búnaðarhætti og breyt- ingar þær, sem urðu um hans dága er þá snerti. Honum tekst þétta mjög vel. Hann lýsir mjög vel hvernig líf og störf bændanna í Dölum breyttist um hans daga. Erásögn hans er látlaus og stíl- hrein. Honum tekst afbragðsvel að færa í stilinn, það sem hann þarf lað segja og ætlar að komi fram, áp þess að vera með neina óþarfa tnælgi. Hann siglir óvenjulega rétt framhjá því skeri, að lenda um of í bollaleggingum um aukaatriði. í»að kemur allsstaðar fram í allri frásögn hans, að það er bóndi með bóndaskap, er ritar. Hógværð bóndans leynir sér hvergi. Rétt- sýni hans og glöggskyggni í mál- um og á málefnum. Þetta er höfuð- ikostur og er hann mikill. Minningar Magnúsar á Staðar- felli eru mótaðar af hinni rót- grónu sveitamenningu, er hafði að leiðarsteini þjóðlegar erfðir byggð- ar á reynslu undangenginna kyn- slóða. Það var það, sem var nýti- legt og hagrænt sem varð undir- staðan að því sem fróðleikur fólks- ins varð. Því varð til alþýðleg veð- urfræði. Bóndinn varð að vera veðurglöggur, skyggn á allt er laut að veðri. Bók Magnúsar ber þessa vitni. Veðurfarslýsingar hans eru glöggar og er gaman að lesa þær. Magnús fór ungur í Ólafsdal til Torfa. Vera hans þar hefir eflaust ráðið mestu um lífsstefnu hans. Sú stefna varð góð og dugur hans og þróttur varð nægur til þess, að hann varð með fremstu bændum samtíðar sinnar í héraðinu. Hann byrjaði eins og fleiri íslenzkir bændur með tvær hendur tómar. En með dugnaði og ráðdeild tókst honum að verða bæði framfara og framkvæmdar bóndi. Lýsing Magn úsar á fyrstu búskaparárunum hans í Arnarbæli er mjög skýr og skemmtileg. Hann bregður. þar upp skýrri mynd af þeim örðug- leikum, sem frumbýlingur átti við glíma, sem byrjaði með tvær hend- ur tómar. En Magnús var ákveð- inn í því að sigra. Hann óttaðist ekki þótt menn spáðu honum ekki góðu að búa á þessari jörð vegna álaga, ■ er hvildu á henni. Hann bauð þeim byrginn. Hann trúði á það, að gæfa sín yrði yfirsterkari gömlum álögum. Og hans varð sig- urinn. Lýsingar hans á búskapi sínum á Staðarfelli, hinu forna og mikla breiðfirzka höfuðbóli, inniheldur líka mikinn kjörvið til héraðssögu byggðar hans. Baráttusaga hans sögð af honum sjálfum við óblíð yfirvöld, banka og erfiða emb- ættismenn er skilríklega sögð. Hann var ekki að hika þótt þeir stóru væru á móti honum. Hann hélt öruggur fram veginn. Sótti hærra og til sigurs. Þetta á að vera aðalsmerki íslenzkra bænda. Slíkt er arfur þeirra frá forfeðrum þeirra, er fyrstir numu þetta land. Slíkan arf á bændastéttin að varð- Magnús FriSriksson veita á Iíkan hátt og Staðarfells- bóndinn gerði. j í Minningarbók Magnúsar á Stað arfelli er talsvert af minningum frá fyrri tímum, sem snerta bein- línis aldarfarslýsingar og eru 1 snjallar í gerð sinni allri. Má þar til nefna kaflana: Sveitarstörfin, Förumenn og Sjóróðrar. Allir þessir kaflar eru skilmerkilega Isagðir og hinir skemmtilegustu af- lestrar. I Magnús lýsir verzlunarmálum Dalamanna og uppbyggingu félags- i verzlunar þar í sveitum. Er lýs- ing hans á þessum málum mjög fróðleg. Tel ég alveg víst, að hann skýri hér rétt og skilmerkilega frá þessum málum, enda var hann sjálfur þátttakandi. Erfiðleikarnir sem brautryðjendurnir í Dölum í verzlunarmálunum urðu við að glíma eru að vísu líkir þeim sömu og annarsstaðar, en þó með nokkr- um hætti frábrugðnir. Er því mik- | ill lærdómur þeim í frásögn Magn- 'úsar bónda, sem sækja fram til aukinnar félagshyggju og félags- lyndis. I Mágnús lýsir vel framförunum í héraði sínu. Hefir hann sérstak- lega næmi fyrir því að skýra frá þessum málum, þannig að hægt er að draga af frásögn hans ályktanir um menningu í þessum efnum í héraði hans. Sá er þetta ritar vill geta þess Dalamönnum til hróss, að ég bjóst ekki við að þeir hefðu verið á undan Sunnlendingum í neinu, en eftir lestur bókar Magn- ,úsar er ég gagnstæðrar skoðunar. | Magnús á Staðarfelli gaf jörð sína ríkinu til minningar um son sinn, er drukknaði með sviplegum hætti við bústörf á Staðarfelli. Þessi gjöf hans mun lengi halda nafni hans á lofti, sem mennta- frömuðar og framfaramanns. Hann tengdi þessa gjöf sína við sjóð, er áður hafði verið stofnað- ur til þess, að kvennaskóla yrði komið á stofn við Breiðafjörð. Gaf jörðina með því skilyrði að kvenna- skólinn yrði stofnaður þar. Ég hef Iengi verið þeirrar skoð- unar, að breiðfirzk héruð væru einna ríkust af sögum og sögnum héraða á landinu. Þetta hefir ver- i ið frá upphafi þjóðarsögunnar. Þessi skoðun mín hefir styrkzt við lestur Minningarbókar Staðarfells- bóndans. Ég veit, að ég á eftir á komandi árum að lesa margar fleiri sögur úr breiðfirzkum byggð um og þar er von mín öll, að þær verði í anda þessarar og að allri gerð líkar henni. Gestur Magnússon, dóttursonur Magnúsar á Staðarfelli, hefir búið bókina undir prentun og tekizt það með prýði. Bókin er að öllu leyti vel gerð, hvort heldur litið er á prentun eða frágang allan. Myndir eru margar og eru þær vel prentaðar. Þorsteinn Þorsteinsson, fyrrv. sýslumaður Dalamanna, skrifar inn gang. Er hann hinn skilmerkileg- asti og að honum mikil bókarbót. Hlaðbúð hefir gefið út Minning- arbókina. Hún hefir annazt útgáf- una af miklum myndarbrag. Er bókin vel gerð og hin vandaðasta að öllum frágangi frá hendi útgef- anda. ijiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiinimp í Suður-Ameríku er stærsta ókartnaða svæði jarðarinnar, þar sem menn búa. Þar er heimkynni furðudýra af mörgu tagi, og bókin „í furðuveröid" birtir ýmsar frásagnir af þeim, enda hafði enginn eins náin kynni af furðuveröld Suður-Ameríku og höfundurinn — P. H. Fawcett. = Fawcett hvarf fyrir um það bil 30 árum og =§ margir álíta, að hann muni vera enn á lífi. FerdabÓkaÚtgáfan |j liiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiimiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiil miiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimimmmmmmmmmmmimmmmmmmmmmimmmmmmimmmmmmmiimmiimmmmimmmmmmmmimmimmmiim | Arnesingar! | Nýkomið fjölbreytt | úrval af skóm | DRENGJA- og TELPULAKKSKÓR, a!!ar stærðir. | KVEN- og KARLMANNASKÓR. i FLÓKAINNISKÓR. Margar gerðir, á aila fjöl- j§ skylduna. E Einnig fjölbreytt úrval af herra CREPE og SPUN I NÆLONSOKKUM. ÖIL Selfossi * S' Verzlunin uód Sínti 117 iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiii Ég ráðlegg öllum, sem hafa yndi af íslenzku sveitalífi og sveita- störfum að lesa þessa bók. í henni eru margar frásagnir og lýsingar, sem gaman er að kynnast og fróð- leikur mikill. Og ég er viss, að enginn verður leiður meðan hann les bók Magnúsar bónda á Staðar- felli. Hún sameinar það, sem góð bók á að gera, að vera bæði skemmtileg og fróðleg. Jón Gíslason Orator (Framh. af 6. síðu.) vinnur eingöngu að hagsmunamál um laganema í heild. — Hvað eru laganemair margir? — Tæplega 130. Allir eru þeir eo ipso félagar í Orator. Námið tekur 4—6 ár og skiptfet í 3 hluta. Prófessorar em 4. Námsáhugi er yfirleitt mi'kili í deildinni. Nýlega var haldið námskeið í skattarétti og skattaskilum og komust færri að en vildu til að hlýða á það. En það er kannski dálítið sérstakt umræðuefni. Hverjir skipa stjórn Orators nú? — Magnús Thoroddsen formað- ur, ritstjóri Úlfljóts, og varafor- maður Jónas Aðalsteinsson, með- stjórnendur Gunnar Háfsteinsson. gjaldkeri Bragi Björnsson, Gauk- ur Jörundsson ritari. —jj. Bækur og höfundar (Framhald af 7. síðu). rétti, og öá veik héðan alfarinn af landi burt, er bæði yfirvaldinu og öllum góðum mönnum þótti óþarfastur“. Hér nmn átt við fisieif seka frá Breiðavaði. En þessi litla athugasemd hagg ar hvergi þeirri staðreynd, að Menkir íslendingar er rni'kil bók, notaleg til igripalesturs og stór- fróðleg. Jón Eyþörsson. - Auglýsmgasími TÍMANS er 19523 -

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.