Tíminn - 07.01.1958, Síða 12

Tíminn - 07.01.1958, Síða 12
SA kaldi á morgun, él, en bjart á milli. Hitastig Id. 18. Reykjavík —3 st., Akiweyri —5 Kaupm.li. 0 st., Hamborg 4 st., París 12 st., London 9 st. NY S. 1‘i'iðjudagiiin 7. janúar 1958. íhaldið dregur stórfé úr hafnar- sjóði inn í eyðslu bæjarrekstrarins Þao eru áhyggjufull, Gróa Pétursdóttir og Jóhann Hafsteiu. Sjálfstæðismenn efna til skýjaborga- sýningar til þess að leiða tinga manna frá óstjórninni í bænum Bæjaryfirvöldin opnuðu sýningu í bogasal Þjóðniinjasafns- íns í gær. Það. sem þau langar að sýna bæjarbúum að þessu .fiinni, eru líkön og uppdrættir að byggingum í Reykjavík. tyggðum og óbyggðum, ítem noklcrar götur, sem eftir er að leggja, svo og það skipulag, sem ekki er búið að festa á lands- lagið. Er sýningin öll hin glæsilegasta og vantar þar ekkert, nema ef vera skvldi Skáldu þá hina bláu, sem venjulega kem- ur út fyrir kosningar. Bougarstjóri var viðstaddur opn tin sýningarinnar ,en ekki hélt hann ræðu að því sinni. Var hann leng.st af hljóður og hélt sig hið næsta dyrunum og hvarf hann Æijótlega af sýningunni. Jóhann Haifstein gekk um 'kring og spjall- aði við gestina, benti þeim á upp- dræfti og líkön og leysti úr spurn- in'gum þeirra eftir föngum. Sér- staka athygli vakti gatið á sýn- itlgunni, en það er innan í stórum hring, sem bæjaryfirvöldin létu henigja upp í loftið til minningar urn starfsemi sína. Innan í hringn <um eru nokkrar ljósmyndir teknar frá turni Sjómannaskólans, og vaknar sú spitrning, livort þær muni nú villa um fyrir kjósend- urna líkt og þegar Jhave villti um tungur mannanna við Babelsturn- inn forðum. Sýningin mun væntan lega verða opin frarn að kjördegi, Það er vafalaust fróðlegt að skoða þessa skýjaborgasýningu, en enn fróðlegra er þó fyrir borgar- ana að ganga um bæinn og sjá, hvernig hann er í raun og veru. og kveða upp dóminn eftir því, en ekki eftir pappirsskrauti þvi, sem bæjarstjórnarmeirihlutinn hefir hengt upp. Stjórnmálanámskeið FUF í Keflavík Fyrsti fundur stjórnmála- námskeiðsins verður í Tjarn- arlundi á miðvikudagskvöld- ið 8. þ. m. og hefst kl. 8,30 e, h. — Fundarefni: Eysteinn Jónsson, f jármálaráðherra, flytur erindi um stjórnmála- sfefnur. — Leiðbeinendur á námskeiðinu verða erindrek- arnir Þráinn Valdimarsson og Guttormur Sigurbjörns- son. Ungir Framsóknarmenn, mætið vel og stundvíslega. Kosningaskrifstofa B-listans í Kópavogi Kosningaskrifstofa stuðn- ingsmanna B-listans í Kópa- vogi verður opnuð í kvöld að Álfhólsvegi 32. Skrifstofan verður fyrst um sinn opin frá kl. 8,30— 10.00 e. h. alla virka daga, nema laugardaga, en þá verð ur hún opin frá kl. 1,30— 7.00 e. h. og á sunnudögum I á sama tíma. Sími skrifstofunnar verður i auglýstur síðar. I Skrifstofan gefur allar 1 upplýsingar um kjörskrá í j Kópavogi. | Stuðningsmenn B-lisfans í Kópavogi eru hvattir til að hafa samband við kosninga- j skrifstofuna, og athuga hvort ! þeir séu á kjörskrá og gefa upplýsingar um þá, er kunna 1 að verða fjarstaddir á kjör- I degi svo og annað er að gagni mætti koma við undirbúning kosninganna. Kosninganefndin. Tillögur þess í hafnarmálum óraunhæft flaust- ursfálm í blóra viÖ hafnarstjórn. Ætlar enn aö hrúga mannvirkjum í gömlu höfnina, en vanrækja gerÖ nýrrar hafnar Eitt mesta skrautnúmer íhaldsins nú fyrir bæjarstjórnar- kosningarnar eru tillögur 1 hafnarmálum, sem nú liggja fyrir bæjarstjórn. Eru þær allstórbrotnar á mælikvarða þeii’ra framkvæmda, sem íhaldið hefir haft með höndum í hafnar- málum. en heldur óbjörgulega virðist að undirbúningi uaanið, þar sem allgildúr sjóður af fé hafnarinnar hefir síðustu árin verið tekinn til evðslu í bæjarrekstrinum í stað þess að leggja féð fvrir til framkvæmda, og nemur það fé nú a. m. k. tveim milljónum króna. Á árinu 1956 gerðist það, að bæj arsjóður var látiftíl talra að láni úr hafnarsjóði 2 millj. kr. Ekki er vitað, hvcr skuldin við hafnar- sjóð var orðin um síðustu áramót.! Fé þetta var i>ó ekki tekið til ákveðinna íramkvæmda, heldur að- eins gert að eyðslufé í bæjarrekstr inum. Er þetta hliðstætt því, sem gerzt hefir um ýmsa aðra sjóði og önnur fyrirtæki a vegum bæjar- sjóðs, svo sem ,um sætagjald frá bíóunum og lánin miklu úr sjóðum hitaveitunnar o. fl. Haldlausar yfirboðstillögur Tillögur þær, sem íhaldið hefir borið fram í hafnarmálunum, eru aðeins haldlausar yfirboðstillögur, gerðar í flaustri, án alls samráðs við hafnarstjórn, af einhverjum einkafulltrúum borgarstjóra. Tillögur þessar fela í sér allmild ar nýbyggingar inni i gömlu höfn- inni, byggingu a. m. k. átta bryggja, þar af tvær stórar hafskipabryggj- ur, en auk þess fela þær í sér eins konar stefnuyfirlýsingu í ó- Ijósri framtíð um byggingu stórrar hafnar með garði út í Engey. An samráðs við hafnarstjóm Tillögum þesswn var vísaö til hafnarstjómar, og í umsögit henn ar kemur í ljós, að ekkert sam- ráð hefir verið haft við hana um þessar tillögur eða þær fram- kvæmdir, sem þær fela í sér í gömlu höfninni. Koma þær xneira að segja að verulegu leytl i bága við framkvæmdir þær, sem liafn- arstjóm hefir þegar ákveðiö eða er að láta gera. Ágreiningur er um tillögurnar og ber andstaða gegn sumuin liðum þeirra. 20 ára íhaldsverk Mannvirki þau, sem tiIFögttr þess ar gera ráð fyrir í gömlu höíbinni, eru að minnsta kosti 20 ára rerk miðað við þann hraða, sem, íhaldið hefir haft á hafnarframkvæaMluni síoustu tvo áratugijia. Á þeim tíma verður vart hafizt handa nm fram tíöarhöfnina, fái ihaídið að ráða Keykjavík, og má því segja. að luin sé að minnsta kosti 200 ára úætlun. Þar við bætist svo, að allii: vita og viðurkcnna, áð gámla höfnin er orðin allt of lítil fyrír; nýjar og stórar bryggjur, og eru tiúögur ' Framhaid á 2. *iðu). Keflvíkingar háfa ufsann beint úr nótunum við bryggjuna í böfninni Tveir bátar öfluÖu þar 60—80 lestir síÖdegis í gær Frá fréttaritara Tímans í Keflavík. Uppgripa ufsaafli er nú við bryggjurnar í Keflavík, svo að tveh bátar seiu sinntu þessuin veiðum síðdegis í gær voru bún- ir að afla 30—40 lestir livor í gærkveldi. Hillary ráðleggur dr. Fuchs að gef- ast upp, ella hljóti hann hneisu af NTB-Lundúnum, 6. jan. — Viðskipíi þeirra Sir Edmund Hillarvs oq dr. Vivian Fuchs verða stöðugt sögulegri. í dag sendi Sir Edmund, sem komst á Suðurskautið fyrir helgina, dr. Fuchs símskeyti og ráðlagði honum að hætta við þá fyrir- ætlun að fara þvert vfir Suðurskautslandið. Senn færi vetur í hönd og ef seirrt hefði gengið hingað til; mundi enn verr ganga hér eftir. Dr. Fuchs hefir vísað þessum ráðleggingum á bug og segist muni halda áfram til Scott-stöðvarinnarð við McMur- do-sund. Gatið á sýningunni Vinningsnúmer í Happdrætti S U F verða birt 15. janúar næstkomandi Vegna þess hve dregizt hefir að full lokauppgjör baarust utan af landinu hefir dráttur orðið á birtingu vinn- ingsnúmeranna. Nú er sýnt, að full skil verði komin í hendur happdrættisnefndar fyrir 15. þ. m. og verður þá innsiglið á vinningsnúmerum rofið. Vinningsnúmerin verða auglýst í dagblöðun- um, Lögbirtingi og útvarp- inu. Dr. Fuchs er enn 500 km. frá Suðurskautinu. Sir Edmund segir, að bezt sé fyrir hann að fara með flugvél til bækistöðva sinna, þegar hann hafi komizt til pólsins og leggja upp næsta sumar í ferðina þvert yfir heimskautslandið. Til að bjarga áliti dr. Fuclis. í svarskeyti sínu segist Fuchs algerlega ósammála Hillary um að ekki megi enn tafeast að komast á þ'essu sumri yfir heimskautslándið. Hann taki þá með í reikninginn, að veður muni nokkuð versna, ef ferðin dregst enn mjög á langinn. Hann segist líka ósammála þeirri skoðun, sem Hiltóry hafi eitii' véla- mönnum sínum, að ef frost herði ndkkuð að ráði frá því sem nú er, þá verði ómögulegt að nota vél- knúin farartæki. Sir Edmund sendi einnig skeyti til Sir Jöhn Siessors hersliöfðingja, sem er formaður nefndar þeirrar í Breílandi, sem sér um Suðurskauts- leiðangurinn, þar sem hann segir, að það eina, sem geti bjargað áliti dr. Fuchs sé að senda honurn skip- un um að hætta við förina. En Sir Jöhn sendi þegar skeyti til dr. Fuchs og segist bera fullt traust til hans og láta hann ein- ráðan um að dærna hvað hyggilegt sé að gera í sambandi við áfram- hald fanarinnar. Mikið magii af smáufsn lejtar oft fast upp að landinu uui þetta leyti árs og rauuar pft;„fyrr að veírinum og giípa Keflvíkingai’ þá oft tækifærið og afja vel. — Ufsinn er nú eingöngu látinn í bræðslu en áður fyrr var það stærsta úr aflanum saltaö til matar. Bátarnir tveir, séní SÍíáðti að þessum veiðurn í gær, erfi um 20 smálestir að stærðí og höfðu skipverjar þann iiátt á í gær. að háfa ailann beint upp úr nót- unum upp á bíla á bryggjiinni, svo að fiskurinn kemur aldrei um borð í sjálf veiðiskipán. Venjulega stendur aflalirota þessi ekki nema fáa daga, en sýr.’t þykir að um talsvcrt magn er að ræða af ufsa og þykkastar eru torfurnar að sjá urtdir bát- imum, sent liggja bundnir, > við brygg'jurnar. Skemmtisamkoma Framsóknarmanna 15. janúar Aðal skenuntisamkonia Fram- sóknarmanna á þessum vetri verður að Hótel Borg 15. þ. m. Ilefst hún með Framsókuarvist kl. 8,30 e. li. Síðan verður eiusöngur, „kvart- ett“ syngur og almennur söngur, tvö stutt ávörp snjallra ræðu- manna, dans. o. s. frv. Aðgöngumiðar pantist í síma 16066.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.