Tíminn - 05.02.1958, Blaðsíða 9

Tíminn - 05.02.1958, Blaðsíða 9
T f MIN N, miðviktidaginn 5. febrúar 1958. hún. En við vorum víst a3 tala um Caro. Hve lengi var hún með ykkur í nótt? — Ég' kvaddi hana við hús- dyrnar þar sem hún býr klukkan fjögur í nótt. Hún rýkur aldrei heim á undan öðrum. j — Jafnvel þótt hún eigi barn heima, gat ég ekki stillt mig um að segja. — O, stúlkan er nú orðin svo stór, fjórtán eða fimmtán ára. Og þær búa heldur ekki einar í íbúðinni. — Það verður gaman að kynnast Caro og dóttur hennar nánar, sagði Súsanna, og nú var nýr hljómur kom- inn í rödd hennar. Ég skildi ekki fulkomlega, hvað undir honum bjó. — Ég hef lesið margt og mikið urn hinn svo- kallaða rétt ógiftra kvenna til að eignast börn og allar þær mörgu konur, sem láta barna sig viljandi, þótt þær viti, að þær baki sér fyrirlitningu og andúö fólks. , — Góða Súsanna, sagði Hinrik. Hvað er nú aö þér? Þú gætir nú stillt þig um að tala svona dónalega hryss- ingslega, að minnsta. kosti þegar Bricken er nærstödd. — Hún má tala eins og hana langar til mín vegna, sagði ég brosandi, því að mér var skemmt að heyra eitthvað annað um Caro en lof og dýrð — Ég er nú ékki orðin svo skinheilög piparkerling enp, að ég þoli ekki að heyra frjálsíega tekið til orða, þótt ég sé búin að vera ekkja ali- lengi. Haitu áfram, Súsanna. — Ja, ég verð að viður- kenna,, að ég hef raunar aldrei tekið slíkar fullyrðingar alvarlega, heldur hugsað sem svo: O, hiin hefir aðeins snúið slysinu í dvggð af illri nauð- syn. Þær segia oft: — Ég vildi eiga barn, og þó vita allir, að þetta var slys og barnsfaðir- inn hljóp frá henni. Já, Ericken, þú veizt kannske, að faðir minn er sérfræðingur í kvensjúkdómum og fæðingar- hjálp, svo aö ég veit sitt af hverju um þessi efni. Og hvernig sem þessu er varið, er konan hvorki verð hróss eða ávirðingar. Hinrik stundi við, en Súsanna héit ótrauö áfram. — En að þínum dómi er Caro svo heilsteypt persóna, að það er auðvitað goðgá að efast um orð hennar. Þess vegna er mér forvitni á að vita, hvernig henni hefur tekizt .að gera þennan draum sinn að veruieika. Fyrst stelpan er orðin svona gömul, ætti að sjást til fulls, livernig þetta hefur tekizt. Ég hef jafnan gert mér'í hugarlund, að þær konur, sem i raun og veru hafa viljað eiga barn í lausaleik, hljóti að vera eigingjarnar og hugsunar- lausar um örlög barnsins, sem þó ætti fyrst og fremst að hugsa um. — Sammála, sagði ég, því að mér fannst þetta skyn- samlega ályktaö og mælt hjá Súsönnu. r— Mér hefði satt að segja lundizt nærtækara fyrir þessar stúlkur, sem þykjast vilja eiga börn, að taka í fóstur eitthvert vanhirt og íoreldralaust barn og veita HtScinnct Ffámhaldssaga 21 því umhvggju og gott uppeldi HinriK:,j;:.yá4 orðinn hálf vandræðálégur. — Við sjáum nú til, hvort Caro tekst -:að sannfæra mig um að hún hafi í raun og veru viljað eignast þetta barn, sagði Sús£y?na. En eitt skil ég ekki. Þótt henni fyndist maðuriiih' ekki þess verðugur að fá að skjpta um bleyjur á barninu. fja; skil ég ekki hvers vegna iiún. gif|ist honum ekki til málamynd£\ og lét hjóna- bandið vara mokkrar vikur svo að barnið væri fætt í hjónabandi og eignaðist lög- verndáð föðurnafn. Fyrst faðirnn átti aðeins að vera verkfæri í þjónustu barnsins, hefði hún át’t að hugsa um að hann gæfi því líka nafn, áður er hún rak hann brott. — Kannske hann hafi verið kvæntur fyrir, skaut ég að. — Jæja, en hann var aðeins verkfæri í sérstöku augna- miði, og því þurfti hún þá endilega að velja sér kvæntan mann, sem var miklu síður til ætlunarverksins fallinn. Hún gat valið sér einhleypan mann í hlutverkið. Hér var ekki um að ræða ást eða til- viljum, skilst mér, heldur framkvæmd að yfirlögðu ráði. Og hún er nú svo skynsöm, að hún hlýtur að hafa hugleitt þessa hlið'ríiálsins. Súsaima virtist sakleysis- leg, en þó duldist ekki háðið bak við orðin,; 1 — Súsanna mín, sagði Hinrik og hleypti brúnum. Ég held, að þú dæmir eins og blindur maður um liti. Sá, sem ekki hefur sjálfur lifað hið sama, á hvorki að sýkna né fordæma. Þú ert of ung enn og hefur ekki kynnzt lífinu nógu vel til þess að bera skyn á þetta. Og ef við þurfum. endilega ao ræða meira. um þetta, þá leyfi ég mér aö segja, að þá skiptir löglegt föðurnafn ekki svo miklu máli nú á tímum. Ég veit að vísu, að- Caro hefur orðið að þola ýmis óþægindi vegna þessa, en svo víðsýnt er fólk þó vonandi nú á dögum, að það lætur ekki blessað barnið gjalda þess, að það á engan löglegan eða viður- kenndan föðirr. I — Segðu þetta ekki. Þú veizt vel, að börn veroa þrá- faldlega áð líða fyrir misgerðir foreldranna. Og barnið getur ekki gengið um með spjald á bakinu, þar sem á er Letrað: Mamma vildi endilega eignast mig, en hún vildi ekki eiga nein frekari skipti við pabba minn, ég er ekkert slvsabarn. | Hér skiptir engu máli, hvort þetta er sannleikanum sam- kvæmt eða ekki. — Vafalaust er því þó þannig varið að því er Caro snertir, það segir hún að minnsta kosti. — Einmitt þess vegna .leikur mér töluverð forvitni á að kynnast henni og barn- inu nánar, og ekki sízt sam- bandi móður og barns. — Ég hef aldrei skeytt um að athuga það, sagði Hinrik, en þær virðast vera góðir félagar, mæðgurnar. Og þótt öðruvísi hefði farið væri það hryggilegt, því að henni hefur vafalaust aðeins gengiö gott til. Súsanna breytti svip sínum | í engu, en lét þessa síðustu| = athugasemd kyrra liggja. Hún' | gekk til mín og sagði: — Gerðu svo vel að fá þér § glóaldin, Brirken. Þau eru svo: | góð. 11. Ég hugsaöi mikið um Sús- önnu eftir þessa heimsókn. Ef sagan frá Hangö væri sönn gaf hún nokkra skýringu á lífsviðhorfi hennar og áliti á kvenþjóðinni. En þar var þó ekki að ieita orsaka að sál- rænum hömlum hennar, hugsaði ég. Hún varð að berj- ast við andúð gegn mörgu, andúð, sem átti sér djúpvar rætur í huga hennar. Hún hafði verið bráðþroska ung- ingur og snemma orðið að iíta á lífið raunsæjum augum. Þar af stafaði vantrú henn- ar á sjálfa sig og aðra. Hún _ efaðist lika um framtíðina — j I svartsýniskona á ungum aldri = hugsaði ég. j | Auðvitað er það gctt að I vera laus við allar gyllingar. j | Þá sleppur maður við mörg 11 vonbrigðin. En æskufólk er fátækt í anda án lífsgyllinga. Bezt er ungu fólki að eiga nægar birgðir slíkrar vöru og láta lífið síðan tína þær brott harðri hendi smátt og smát-t, það er eðlilegur gangur lífs- ins. Vafalaust var henni mikils verðast að efla sjálfstraust sitt. Ef hún væri ætið eins örugg um sjálfa sig og þegar hún stóð í nýtízkulegu sund- fötunum sínum um rneðal kvennanna á ströndinni i Hangö, væri mikill sigur unn inn. Ef hún hefir þá verið eins örugg og aðrir héldu í það sinn. Hún þurfti að eiga að hóp kunningja, sem gerðu henni lj óst, að þeir mætu hana mik- ils. Þessi fundur við málar- ana hafði orðið henni hörð raun. Þar hefði hún þurft að hafa við hlið sér öflugt vam arlið. En líkra stuðnings- manna var líklega vart að leita hjá tengdafólkinu. Það leit með nokkurri gagnrýni á hana. Auðvitað átti hún mig og Hinrik að. Og þar sem hún fann, að Hinrik var mjög ást- fanginn af henni, hlaut það að auka sjálfsálit hennar. Þó virtist, sem þð nægði ekki. Hann gerði sér kannske of ljósa annmarka hennar. Og minn hlutur var líklega ekki heldur nógu þungur á meta skálum. En auðvitað gat ég reynt að sýna henni enn ljós ar, að ég mæti hana mikils og félli vel við hana. Hinrik hafði þegar tekizt að skapa hjá henni háar hug- mundir um gáfur og dugnað Caro, hvernig sem álit henn ar á Caro var að öðru leyti. Það mundi auka sjálfstraust hennar, ef hún yrði þess vör, að slík kona virti hana. En hve.rnig mundi Caro taka á máJlinu? Það var rík spurning. En káifsandlit hafði Sús- anna þó ekki, svo mikið var alveg víst, og heimsk var hún ekki heldur. Hvað gat maður ímyndað sér að kona eins og Caro mundi finna að Sús- önnu? Kajnnsfce æsfcu hennar 9 miiiiitiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiHiiHiiiiiiiiiiiiimfiiiiiimt ÚTSALA I i*—. i Kvenkápum ] Telpukápum ] | Ulpum | og margt fleira. | ] Klæðaverzhm ] | Andrésar Andréssonar ] | Laugavegi 3 I iiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinminiiiiiimiiiiimiiiimiiiimigiiiiuiimmimiiiiiiiiumiinmmi 3 .3 3 ÚTSALAN er í fuilum gangi Selt verður lítiS gallaí og eldri gerSir af herranærfatnatSi Karlmannasokkar Unglingaúlpur, vatteraðar kr. 260,00 Dömuúlpur — 350,00 Regnkápur kvenn — 395,00 Sjóstakkar karlm. gallaðir — 100,00 V erzlunin GARÐASTRÆTI 6 miiuiiiuuuiiuuuiiuiiiuiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiimmiiiiimmumiiuiiimiiuiuuiumuiimiuiimmmmumimra WUV^^VAVVV.V.VAW.V.'.WASV.W.’AVVAVAVW Gerist áskrifendur að T í M A N U M 1 Áskriftasími 1-23-23 I .V.V.V.V.V.'.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.W.W.'.V.V.V.V.V 3 í % Þeim sem mundu mig á fimmtugsafmæli mínu þann ;! 1. þessa mánaðar, sendi ég mínar alúðarfyllstu þakkir. 5» Lifið heil. Kristinn Jónsson, Framnesveg 8a. v.v.v.vv.v.v.v.v.v.v.v.v.vw.v.vw.v.vww.v í 5 ■M Vi3 þökkum Hjarfanlega öllum, er sýndu V Ólafi Guðlaugssyni i* "■ •* ■« vinsemd cg hlýju á meðan hann dvaldi blindur og heyrnarlítill á ,« / heimili okkar. SömuieiSis kærar þakkir til lækna og hjúkrunar- |! ■■ kvenna, er hlynntu að honum á Sjúkrahúsi Akraness, og þeirra, er ■" J. heimsóttu hann þar. •“ *: > J« Ennfremur þökkum vi3 innilega hjálp vi3 útför hans. Kristín Vigfúsdóttir, >■ Þorsteinn Kristleífsson. ■ÍV.V.VWJV.VVW.V.V.W.VVVVVV.V.VVVV.V.VW.V.W Sveinbjörn Guðmundsson, Laugavegi 34B verSur jarðsunginn föstudaginn 7. þ. m. kl. 13.30. Frá Fossvogs* kapellunni. Blóm afþökkuð. JarSarförinni verSur útvarpað. Aðstandendur,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.