Tíminn - 07.02.1958, Blaðsíða 6

Tíminn - 07.02.1958, Blaðsíða 6
6 T í MIN N, föstudagínn 7: feforúar 195f Útgefandl: FramjOknarflokkiirtóh Rítstjórar: Haukur Snorrason, Þórarinn Þdruu.. Skrifstofur í Edduhúsinu við Llndarjfttj Súnar: 18300, 18301, 18302, 18303, UB» (ritstjórn og blaðamenn). Auglýsingasími 19523. Afgreiðslustmi > »> Prentsmiðjan Edda hJ Tvær ólíkar stefnur í húsnæðismálunum FYRSTA stóra sporið til stuðnings við almenning í húsnæðismáiunum, var stig- ið með lögimum um bygginga sjóð sveitanna, sem sett voru strax eftir valdatöku Fram- sóknarflokksins 1927. Með þeim var lagður grundvöll- ur að því að íbúar sveitanna gætu fengið mannsæmandi húsaikynni. Gegn þessum lög um börðust foringjar Sjálf- stæðisflokksins mjög hat- ramtega og sögðu m.a., að með þeim væri stefnt að því að gera bændrn- að ölmusu- lýð! Næsta skrefið var svo stig- ið mieð setningu laganna um verJkamannabústaði. Það sætti einnig hörðustu and- spyravu Sjál'fstæðisflokksins. Eirni af þingmönnum flokks- ins, sem Reykvíkingar höfðu kosið á þing, komst svo að orði, að það bezta, sem hið opimbera gæti gert í hús- næðismálunum væri að gera ekki neitt, og láta einstakl- ingana alveg afskiptalausa! Þá var lögunum um bygg- ingaisamvinnufélög, sem sett voru nokkru siðar að tilhlut an Framsóknarmanna, mjög fáiega tekið af Sjálfstæðis- mönnum. í SAMBANDI við öll þessi þrjú mál, kom fram hin ólka stefna Framsóknar- manna og Sj áifstæð ismanna í húsnæðismálunum. Stefna Frantsóknarflokksins var sú, að hjálpa ætti sem allra fiest um tii að eignast mannsæm- andi húsnæði fyrir sig og sína. Hið opinbera ætti að hjáipa þeim til sjálfsbjarg- ar í þessum efnum, er ekki gætu það af eigin ramleik. Stefna Sjálfstæðisflokksins var sú, að hið opinbera ætti að láta þessi mál afskipta- laus og láta einstaklingunum sjálfum eftir að fást við þau. í sveitunum hefði þetta þýtt það, að allir hinir efnaminni hefðu ekki getað fengið bætt an húsakost. í kaupstöðum hefði þetta þýtt það, að hús- eignir hefðu aðallega lent í höndum nokkurra fiár- sterkra einstaklinga en fjöid inn allur orðið að leigja hjá þeim, eða svipað því og á sér stað í flestum stórborg- um erlendis. Þótt Siáifstæðisflokkurinn treysti sér nú ekki til ann- ars en að íátast hlyntur verka'm ann abústöð um, sam- vinnubyggingum og öðrum Fær Bjarni ÞAÐ ER eitt helzta á- róðursefni kommúnista um víða veröld, að Bandaríkin veiti ekki öðrum þjóðum lán eða efnahagsaðstoð, nema sem mútur. Hér á landi er þessum áróðri nú sérstaklega haldið uppi af Mbl., er næst- um daglega reynir að stimpla lánin til Sogsvirkjunarinn- ráðstöfunum, sem ganga í þessa átt, er framangreind stefna hans óbreytt enn. Það sézt á lánunum til Þorleifs H., sem Sparisjóður Reykja- víkur veitti honum nýiega fyrir frumkvæði varafor- manns Sj álf stæðisflokksins til þess að eignast 24 íbúðir. ÞEGAR Framsóknar- menn tóku við stjórn félags- málaráðimeytisins 1950, hóf- ust þeir handa um nýtt, stór fellt átak til að stuðla að þvi að sem allra flestir kaup- staðabúar gætu eignast eig- in ibúðir. Árangurinn er sá, að meira en 4000 einstakling ar hafa fengið aðstoð til að eignast eigin íbúð á grund- velli laganna um smáíbúða- deildina og veðlánakerfið. Það er að þakka þessari stefnu, sem Framsóknar- menn hafa haldið uppi í þess um málum, að hlutfallslega miklu fleiri heimrlisfeður í Revkjavík eiga sínar eigin íbúðir en í nokkrum öðrum hliðstæðum bæ. Aldrei hefir þó þróunin verið örari í þessa átt en eftir 1950, er Fram- sóknarflokkurinn tók við stjórn félagsmálanna. SJÁLFSTÆÐISMÖNNUM er það áreiðanlega ljóst, að meðal þess fólks, sem á eigin íbúðir eða stefnir að því tak- marki, þolir stefna hans illa samanborið við stefnu Fram sóknarflokksins í þessum efn um sem fleirum. Það er m.a. af þeim ástæðum, sem þeir hafa fundið upp gulu sög- urnar um að Framsóknar- menn vilji svipta húseigend- ur frelsi og umráðarétt. Gulu sögurnar eru notaðar sem vonn, þegar heiðarlegur mál fl/utningur dugir ekki. Framsóknarmenn haifia vissulega ekki stefnt að því, að sem allra flestir yrðu hús- eigendur til þess að svipta þá frelsi, heldur til þess að auka efnalegt sjálfstæði þeirra. Bezta tryggingin gegn því, að ekki sé gripið til réttar- skeröingar í þessum efnum, er einmitt sú, að sem allra flestir séu íbúðarleigendur. Stefna Sjálfstæðisfl., sem miðar að því að hafa marga leigendur, bíður hinsvegar slíkri hættu heim. Stefna Framsóknarflokks- ins er því húseigendum miklu farsælli og öruggari en stefna Sjálístæðisflokksins. Leninorðuna? ar sem mútufé. Menn eru því farnir að stinga saman nefj- um um það, hvort Bjarni Ben. sé aó reyna að vinna tii þess að fá Lenin-orðuna, en vissulega verðskuldar hann hana ekki orðið síður en verðlaun Móðurmálssjóðs ins. ERLENT YFIRLP Nýja arabiska sarabandsríkið Hva8a áhrif hefir sameining Egyptalands og Sýrlands? SÁ ATBURÐUR gerðist í sein- ustu viku, að stjórnir Egyptalands og Sýrlands gengu frá endanlegu samkomulagi um það að samein- eina þessi tvö ríki í eitt sambands ríki. Samkvæmt sáttmála þeim, er þær hifa gert, mun hið nýja ríki hafa sameiginlega ríkisstíórn og þing og öll höfuðmál verða sam- eiginleg, þótt nokkur sérstjórn haldist áfram. Sáttmáli þessi ver>j ur borinn undir þjóðaratkvæði í báðum löndunum innan skamms tíma og mun ekki þurfa að efa, að hann verður samþykktur með yfirgnæfandi meirihluta. I Ætlunin er, þrátt fyrir sam eininguna, að Sýrland og Egypta- . land haldi áfram hvort um sig sæti sínu i S.Þ., en það getur orð- ið deilumál, þar sem sáttmáli S. Þ. er ekki talinn nægilega ljós um jþetta atriði. Nafn hins nýja ríkis verður: Hið arabíska sambandsríki. Það mun fylgja hlutleysisstefnu í ut- anríkismálum, sem verður þó vin- veittari Rússum en vesturveldun- um. Nasser verður fyrsti forseti þess. ÞAÐ ER ljóst mál, að Egypt- ar koma til með að ráða mestu í hinu nýja ríki, þar sem þeir eru 24 millj., en Sýrlendingar 4 millj. Sýrlendingar gera sér þetta vel Ijóst, en þó munu þeir vafalaust samþykkja sameininguna fúslega. Meðal þeirra hefir hugmyndin um sameiningu allra Arabaríkjanna í eitt sambandsríki, jafnan átt öfl- ugt fylgi, en með umræddri sam- einingu Egyptalands og Sýrlands er fyrsta sporið stigið í þá átt. Mjög er að sjálfsögðu um það rætt, hvaða þýðingu þessi samein- ing muni hafa. Að -sjálfsögðu er erfitt að spá um allt slíkt á þessu stigi. Efnahagslega er hið nýja ríki ekki sterkt, því að það ræður ekki yfir sérstökum auðlindum og býr við óþroskaða atvinnuvegi. Það gafur því hinsvegar vissan Styrkleika, að það ræffur yfir 90% af olíuflutningunum frá hinum ná- lægari Austurlöndum, en þar er um að ræða það magn, sem ílutt er um Súezskurðinn og í olíuleiðsl um, sem liggja um Sýrland. Hið nýja ríki getur hinsvegar orðið miklu sterkara pólitískl út á við, en efnahagur þess bendir til. Þetta fer þó eftir því, hve vel forráðamönnum þess tekst að telja sig aðalfulltrúa arabísku þjóð ernisstefnunnar. FYRST í stað mun hið nýja ríki ekki verða til að stuðla að sam einingu Araba, heldur miklu frem ur til að torvelda lnna. Fyrsta afleiðingin verður senni lega sú, að arabísku konungsríkin reyna að fýlkja sér saman, en þau eru Saudi-Arabu, írak og Jórdan ía. Konungarnir þar telja sér stafa auigljósa hættu af þessu nýja ríki því að sameining við það hefði m. a. í för með sér, að þeirra væri ■ekki þönf lengur. Hitt er hinsveg ar óvíst, hvort þeim tekst að sam eina riki sitt í eitt bandalag, eins og fyrir þeim mun vaka. Þar er m. a. s'á þrándur í götu, að írak er aðili að Bagdad-bandalaginu, sem bæði Saudi-Arahía og Jórdanía eru andsnúinn. Ef slíkt bandalag kæmist hins- vegar á, hefði það mikinn styrk af hinu miklu olíuauðæfum Saudi Arabíu og íraks. Önnur afleiðing er svo senni- lega sú, að Arabaríkin á norðvest urströnd Afriku, þ. e. Tunis og Maro'kko, munu kappkcsta að auka samheldni sína, og reyna að fá Liibyu í þann hóp. Þau kæra sig ekki um að lúta yfirstjórn í Kairo eða Damatkus. Vel má vera, að Lebanon leiti einkum samstarfs við þes'si ríjri. Fyrst í stað mun því mjcg skorita á, að samcining Sýrlands og Egypta lands auki sarhheldni Araba. Jem en er eina Arabaríkið, sem er lík legt til að bætast í þennan hóp í náinni framtíð. En þetta getur tm'ít '-.f.. t."JV/-Syí Nasser og arabiskir prinsar. fljótt breyzt ef hinu nýja sambands riki tékst að verða öílugur fuliltrúi arabísku þjóffernisstefnunnar. FYRIR ísrael getur sameining Sýrlands og Egyptalands vel boð að ótíðindi. ísrael verður nú eins og innikróað í þessu nýja ríki. Þetta veldur ísrael að vísu ekki verulegri hættu fyrst um sinn, en getur gert það eftir að því hefir vaxið fiskur um hrygg. ísraels- mienn hafa jafnan litið á Egypta cg Sýitendinga sem þá andstæð inga sína, er væru staðráðnastir í því að kollvarpa ísrael- MJÖG er deilt um það, hvort stcifnun þessa nýja rí'kis er ávinn inngur fyrir Rússa eða ekki. Fljótt á litið virðast Sovétríkin heidur tapa við þessa ríkisstofnun, þvi að þeim verður erfiðar eftir en áður að ná yfirráðuim í Sýrlandi. Það þyikir líka víst, að það hafi mjög flý.tt fyrir þessari rikisstofnun, að ýmsir gætnari stjórnmálaforingj ar í Sýrlandi, eins og Kuvatiy for- seti, hafi óttast vaxandi áhrit Rússa í Sýrlandi og talið samein ingu við Egyptaland vænlipgasta úrræðið til að vega gegn þeim. Þrátt fyrir þetta, látast Rússar þó taka þessari ríkisstoifniun vel. Von þeirra er vafalaust sú, að hið nýja ríki muni með tíð og tíma ná forustu rneðal Araba og lama hin vestrænu áhrif'í hinum Arabalöndunum. Fyrir Rússa er það ávinningur, að Arabalöndin verði hJutiaus og þó einkum, ef það gerist á þann veg, að það virðist gert með stuðningi þeirra. Fyrir vestui-veldin er það hins- vegar óhagstætt, ef sú þróun ger ist með slíkum hætti, ÞÓTT mönnum sýnist nokkuð sitt hvað um hina nýju rikisstofn un, kemur flestúm blöðuim saiman um það í vestrænum löndum, að hér sé lun atburð að ræða, sem ríkisstjórnir vesturveldanna verði að gefa fuMan gaum og haga stefnu sinni hór eftir samkvæmt því viðhorfi, sem hann muni skapa. Stefna þeirra sé nú mjög losaraleg í öllu því, sem varðar Araba, og kimni það ekki góðri lukku að stýra. Þ.Þ. Fullyrt að ný sambandsstjórn verði sett til höfuðs Sukarno forseta Uppreisnarmenn á Súmötru segja atí gefin verði út tilkynning um þetta næstu daga NTB—Diakarta, 5. febr. — Floti sambandsstjórnarinnar í Indónesíu hefir sett hafnbann á Riouw-eyjarnar, sem eru rétt fyrir sunnan Singapore. Samtímis hefir herafli í kring- um aðalstöóvar landhers og flota í Djakarta, höfuðborg Indó- nesíu, verið aukinn verulega. Er þetta sagt stafa af þrálát- um orðrómi, sem gengur um að uppreisnarmenn á Súmötru séu í þann veginn að setja upp sambandsstjórn fyrir eyríkið. Eigi rjikiastjórn þesisi að keppa isráðherra landisins og > áður fyrr við rí'kisisitjórnina í Djakarta, sem samstnrfsmaður Sukarno. Er þess skipuð er af Súkarno forseta lands krafizt, að Sitkarno breyiti um ,ns, en hann er nú á ferðalagi um stefnu og byrji á því að retka alla Ashi-ríiki. Fór í hyrjun janúar til kommúnista úr ríikisstjlórn sinni, Ind'lands og þaðan ti’l Kairó en en þeir em taldir þar áhrifamikl- er nú staddur í Tokió. Settir úrslitkostir? Me-tur hluti Súimötru og nokkr ar aðrar eyjar hafa slitið sam- bandi við aðalríkið og neitað að hlýða skipunum sambndsstjórnar innar í Djakarta. Greiða þessir landshlutar ekki lengur skatt og er það mjög baigalegt, því að frá Súm’ötru, sem er ríkasta eyjan, kemur mi'kill hluti af ríkistekjun uim. Er landsvæðum þessum stjórn að af hershöfðingjum og er s-tjórn þeirra all vin'sæl. Nú er fullyrit, að Súkarno hafi borizt úrslitakostir frá þessum hershöfðingjum og samtökum and stöðuf'lckkanna. en foringi þeirra er IVfohammed Hatta fyrrv- forsæt ír. Sukarno sagði í Karió í dag, að hann hefði ekki fengið neiua úr- slitakosti. Hann sagðiist samt myndi fara hieim fyrr en ráðgert var. Ástæðan væri sú að konan sín ætti von á barni. Hins vegar fuilyrti einn af hershöfðingjim um á Súmatra, að vænta maetti til kynningar um stofnun nýrrar sam bandsstjórnar næstu daga. Orsök in til þess að sett hefir verið hafn bann á R.iouw-eyjar er sú, að þaðan fá upprei'snarmenn á Súm ctru bæði vepn og vistir frá Singa pore. Það er áiit fréttaritara, að vænta megi nokkurra tíðinda fr'á Indó nesíu næstu daga.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.