Tíminn - 07.02.1958, Blaðsíða 12

Tíminn - 07.02.1958, Blaðsíða 12
VeSrið í dag: Norð-austan kaldi, skýjað. víðast létt lurt** Hitinn ki. 18. Reykjavík -5 Akureyri -12 Kaup xnannahöfn -7 Sto'kkhólmur -10. Föstudagur 7. febrúar 1958. Leikmenn Manchester United. Efri röð talið frá vinstri: Colman, vVneian, ... _ ... Fremri röð: Berry, Byrne, fyrirliði, Viollet, Taylor og Pegg. Litla myndin: Doherty. Af þekktari mönnum liðs- ins, sem vantar á myndina, má nefna Gregg, Blanchflower, Foulkes og Charlton. Sjö enskir knattspyrnumenn og átta blaðamenn fórust í flugslysi í gær Ensk flugvél fórst í flugtaki í Munchen, og fór- ust meí henni 22 menn. — Metial farþega von?. leikmenn kunnasta knattspyrnufélags Eitglands NTB—Munchen, 6. febrúar. — Hryllilegt flugslys varS í dag við flugvöllinn í Munchen, er brezk farþegaflugvél :crá flugfélaginu BEA fórst, og með henni 24 menn. Með vélinni var knattspvrnuflokkur Manchester United, sem var bezta knattspyrnulið Englands. í vélinni voru alls 44 menn. Plugvéilin var á leið til Eng- lands frá Belgracl, þar sem Manc hester United hafði leikið við sterkasta lið Júgóslava. Endaði Ká leikur meg jafntefli, og sfcyJdi féilagið nú taka þátt í undanúr- slitakeppni um Evrópumeistaratit ilinn. í vélinni voru 'einnig 11 brezkir íþróttafréttaritarar. Snjó qnugga var á flugveliinum, er flug vélin hótf sig til flugs. í fyrstu atrennu hætti (flugstjórinn við ftugtak, en í annarri hóf vólin sig é loft. Er hún var komin í ium áO metra hæð frá jörðu, hrapaði hún, og er það sögn sjónarvotta, að hún hafi þá rekizt á nokfcur fré, rutt uim tveggja hæða húsi. Brotnaði þá stél véiarinnar af, cg gaus upp eldur í brot þess. Eviknaði út frá þessu í nokfcrum íbúðarhúsum. Ekki kviknaði í fremri hluta vélarinnar. Sunium þeirra, sem ekki létust þegar í ^tað, tökst að skreiðast frá eldin um, þótf særðir væru. Flestir þeirra, sem af komust eru alvar íeg.a særðir, öitfáir hafa sloppið við meiri hiáttar meiðsli. Áður en vél in gerði seinni tilraunina til flug taks ,ranníSökuðu vélvirkjar vél i'na, því að flugmenn þóttust finna að ekki væri einleikið, hve erfitt vélin átti með að komast á lof-t. Sjö af leikmönnum Manch. Utd. fórust í slysinu, og þar á meðal eru þekktustu menn liðs ins Roger Byrne, fyrirliði, sem leikið hefir yfir 30 landsleiki í enska landsliðinu og Tonnny Taylor, miðherji enska landsliðs ins. Aðrir knattspyrnumenn, sem létust, voru Eddie Colman, Dav- id Pegg, Billy lViietan, Ocoff Bent og Mark Jones. Þá fórust og ritari félagsins, þjálfarinn Curry, og Satinoff, einn úr fram kvæmdastjórn þess. Meðal þeirra, sem liafa vcrið lagðir á sjúkrahús særðir er framkvæmda stjórinn Matt Busby, sem fyrrum var skozkur landsliðsmaður. Á sama sjúkrahúsi og hann liggja einnig John Berry, Denis Violet og Albert Scanlon. Meðal blaðamanna, sem fórust var hinn kunni markmaður enska landsliðsins um árabil, Frank Swift. Þá var júgóslavneski sendi herrann í London meðal farþega og fórst hann. . - :'i - i ' i"':7?:í"rMjL; Keppni í Eyrópublkaniuin. Mancli. Utd- var að korna frá Júgóslafíu, þegar slysið vildi til. Liðið hefir f vö undanfarin ár tekið þátt í Evrópubikarkeppninni sem enskir meistarar. í fyrra koinst liðið í undanúrslit, en tapaði þá fyrir sigurvegurunum, Real Mad rid. Liðið hafði einnig staðið sig mjög vel nú í þessari útsiátíar keppni milli beztu liða Evrópu. Júgóslafnesku meistararnir, Rauða stjarnan voru mótherjar Mancli. Utd. í þessari umferð. Manch. sigr aði þá í keppni á lieiinaveili ný lega með 3-1, og í leiknum í fyrra- dag í Belgrad varð jafntefli 3-3, Fjölmenn skemmtun stuðningsmanna B-listans í Köpavogi Framsóknarfélag Kópavogs hélt iskemmtun fyrir starfsfólk og istuðningsmenn B-listans í Kópa- vogi s.l. miðvikiidagskvöld. Hófst skemmtunin kl. 8,30 e.h. með sam eiginlegri kaffidrykkju. Ólafur Sverrisson, form. Eram- isóknarfélagís Kópavogs, setti iskemmtunina og stjórnaði hcnni af miklum skörungsskap. Jón Sbaftason, bæjarfulltrúi Framsóknarmanna í Kópavogi flutti ræðu við góðar undirtektir samkomugesta. Auk þess skemmli Karl Guð- mundsson leikari og kvikmynd var sýnd. Loks var dansað af miklu fjöri fram eftir nóttu. Matt Busby framkvæmdastjóri Manch. Utd. þannig að Mancliester liafði unn ið sér áframhaldandi rétt í keppn inni. Hlant liðið frábæra dóma í Júgóslalín. í háifleik stóð 3-0 fyr ir Manshester, en í síðari liálficik sóttu Slafarnir sig og tókst að jafna á síðustu mínútunni. Knattspyrnuliðið. Manch. Utd. hefir verið hezta knattspyrnulið Er.glands undan- farin ár, og jafnvel allt frá lokurn síðustu styrjaldar. 1948 vann liðið bikarkeppnina, 1952 deildakeppn ina, eftir að hafa verig í öðru sæti í henni, í þrjú ár í röð. Fram- kvæmdastjóri' liðsins Matt Busby fór þá að gera róttækar breytmg ar á liði sinu, og leikmennirnir urðu sífellt yn-gri. — Var hent gam an að þessu í Engiandi cg liðið kallað ..Busby Babies“, cg annað slíkt. En þetta bar rikulegan a- vöxt. Þegar hinir ungu leikmenn hpfðu öffilast leikreynslu urðu þeir næistium ósigrandi í heimalandi sínu, cg síðustu tvö árin hafa þeir unnið ensku deiidakeppnina. Auk þess komst liðið í fyrravor í úr- slit í bikarkeppninni. en tapaði fyrir Atson Villa, eftir að mark maðurinn Wood hafði slasast, er nokkrar mínútur voru af leik. 10 landsliðsmenn. Á síðustu árum hafa leikmenn frá Manch. Utd. myndað uppi- stöðu enska landsliðsins í knatt spyrnu. E-kki færri en 10 leikmenn sem lentu í s'lysinu hafa leikið í enska cg írska landsliðinu. Þrír þeirra, Byrne, fyrirliði Manch. Utd- á leikvelli, Taylor, og Ed- wards, sem er yngsti maður, sem nokkru sinni hefir leikið í enska iandsliðinu, en hann var valinn í það fyrir tveimur árum, þá 17 ára, hafa leikið flesta landsleiki Eng lands undanfarin ár. Auk þess < Framh. a 2 tíðuj Trá umræSum á Alþingi í gær: >jálfstæðismenn óánægðir með þann hátt á afgreiðslu efnahagsmála, sem þeir sjáifir tóku upp Forsstisráífherra telur æskilegt atJ ný visnu- brögð verði tekin upp í því efni, þegar á- kvaríJanir hafa verih teknar í samráSi vi(J stéttarfélögin Störf Alþingis og lausn efna- hagsvandamála urðu lítilsliáttar rædd á Alþingi í gær í sambandi við frumvarpið um samkomudag reglulegs Alþingis á þessu ári. Hermann Jónasson hafði stutta framsögu um málið, en afgreiðsla þess og efni er nánast orðin reglubundin afgreiðsla á Alþingi og venjulega án sérstakra um- ræðna. Sjálfstæðismönnum hefir hins vegar þótt sem ekki mætti leng- ur dragast að þeir tækju að marki þátt í umræðum hins ný- byrjaða framhaldsþings og fundu sér því tækifæri til að varpa fram ásökunum í garð ríkisstjórn arinnar. Tók Bjarni Benedikts- son fyrstur þeirra til máls á eft- ir forsætisráðherra. Kvartaði Bjarni undan því að stuttur tími gæfist á Alþingi til afgreiðslu á stórniálum, en þingið væri oft aðgerðalítið meðan bið stæði. Hermann Jónasson, forsætis- ráðlicrra tók næstur til máls og sagði, að Bjarni liefði réttilega tekið það fram, að afgreiðslu stórmála, svo sem efnaliagsmál- anna liefði oft verið liraðað um of á Alþingi. Sagðist ráðherra telja, að æskilegt væri að á þessu yrði breyting. Forsætisráð- herra sagði, að þannig liefði öll undangeugin ár verið urn af- greiðslu efnahagsmálanna og stundum verið að því fundið. Þannig liefði þetta til dæmis ver ið árið 1946, þegar ríkið tók í fyrsta sinn ábyrgð á sjávarút- veginum. Þá hefði löggjöf um þetta verið hespuð af í gegnuin þingið, án þess að menn vissu gjörla liversu víðtækar þær skuldbindingar voru, sem verið vai- að undirgangast. Varðandi afgreiðslu efnaliags- málanna lagði forsætisráðherra álierzlu á að þau mál yrðu leyst í samráði við stéttasamtökin og’ í samræmi við rannsókn sérfræð- inga, sem unnið hefðu að þeini málum síðan í haust. Stæðu von- ir til að þeim athugunum lyki og tillögur lægju fyrir um næstu mánaðamót og myndi þá koma til kasta Alþingis varðanái lausn efnahagsmálanna. Sem dæmi um það, hvað lausn efnahagsmálaiina hafa oflast ver- ið seint á ferðiuni, gat forsætis* ráðherra þess, að í tíð fyrrver- andi stjórna hefði þeim máluin stundum ekki verið ráððð til lykta fyrr en komið var langt fram á vetur og eitt sinn hefði þiugmaður, sem fylgist vel með þingmálum, Bernharð Stefáns- son, verið kominn heim í jóla- frí, er hann frétti um ráðstaf- anirnar í útvarpi. Af Sjálfstæðismönnum tóku til máls auk Bjarna Jóhana Haf- stein, prófessor Björn og Ingólf- ur Jónsson, sem liélt að átt hefði verið við sig, er forsætisráðlierra nefndi í ræðu þingmanB, er fylgdist vel með málum! Aðal- lega var þó Ingólfur óánægður við Skúla Guðmundsson, sem sagði skemmtilega sögu frá liraðri afgreiðslu efnahagsmáia sjávaiútvegsmála í stjórnartíð Sjálfstæðismanna. Þá hefði eitt siim staðið svo á, sem fyrr, að úrlausn efnahags- mála liefði verið á seinni skipun- um á Alþingi og þurft hefði að afgreiða þau mál í skyndi. Þá liefði Ingólfur verið austur á Hellu og hifreið verið send éftir honum austur, en beðið með af- greiðslu á Alþingi fram eftir nóttu, þar til Ingólfur kóm í þingsalinn og þar með fóngínn incirihlutinn, sem ekki var tal- inn nógu öruggur án hans'. Geta má þess, að í þessu sám- bandi varð síðan til kveðsiííipui', sem ekki skal birtur hér ÁÍS sinni. Hin nýju húsakynni bæjarstjóraar Reykjavíkur eru hin vistlegustB i.! ■ ■■' í ■ Hin nýju húsakynni bæjarstjórnar Reykjavíkur eru ú 5. og 6. hæð í Skúlatúni 2. Auk bæjarstjórnarsalar, er nær í gegnum tvær hæðir, eru á 5. hæð fundarherbergi, skáfl; fata- geymslur o. fl„ en á 6. hæð eru sæti fyrir 37 áheyrehdur og 8 blaðamenn, blaðamannaherbergi, fatageymslur ©.' fl. Frá bæjarstjórnarsalnum er m-jcig víðsýnt cg hið fegursta út- sýni til Esju, Afcrafjalls og yfir sundin. Austur og suðurveggur bæjar stjórnarsalar eru klæddir með tefckþiiljum, en vesturveggur msð ,,iravertin“-lfÍGguim, sem er kalk steinstegund, líkt og marmari. Húsigögh em úr tekki, áklæði og glugigatj'öl'd oífin úr ísll'enz'ku úl'larbandi. Ei'karparikett á gólifi. Hljóðeinangrunarplötum hefir verið komig fyrir á nöbkrum hluta lofts í salnum, sem er að öðru leyti múrliúðaður og olíumálaður. Tvö fált gler er í gluggum. „Ruboleum“— gólfdúkiur, með koiikþynnum undir, er á áheyrenda pöllum og sæti klædd með ,.plasit“- dúk- Auk venjulegra rafmagnspera, er salurinn lýstur upp með sér- stakri gerð ljósapera, með inn- byggðum speglum, er bcina ijósi vel á borð bæjarful'Ltrúa. Auk venjulegrar miðstöðvarhit unar, er salurinn hitaður upp með heitu lofti frá loftræsikerfinu. Skemmtisamkoníá BorgfirðingaféíagS" insíkvöíd Borgfirðingafélagið efnir til skemmtisamkomu í Góðtemplara- liúsinu í kvöld og verður þar margt til skemmtunar. Er þessi skemmtun meðal annars haldin til að kyima starfsemi félagsins, sem stendur með mikluin blóma. Heldur félagið mánaðarlega spila kvöld, sem eru fjölsóttar sani- koinur og vinsælar, en auk þess aðrar skeinmtisainkomur öðru ilVOl'U. Á skeiiimtisainkomunni í kvöld, verða sýndir þættir úr Borgarfjarðarkvikniynd félags- ins. Ennfreimu' verður til skenimtunai' stuttur leikþáttur, söngur og dans. Er ekki að efa að þessi samkonia félagsins verð- ur íjölsótt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.