Tíminn - 14.02.1958, Qupperneq 6

Tíminn - 14.02.1958, Qupperneq 6
6 T í MIN N, fostuilaginn 14; febrúas: 1955» Útgefandi: Fram«íknarfl*kk>rÍ9B Rltstjórar: Haukur Snorrason, Þórartnn Skrifstofur f Edduhúslnu við Llndargðtx. Simar: 18300, 18301, 18302, 1830«, ÍSSM. (ritstjórn og blaðamenn). Auglýsingasími 19523. Afgreiðslnalpi) 11«SI. Prentsmiðjan Edda hX m. Sveinsstykki aðalritstjórans 'HVÉRNIG ætla menn að yrði upplitið á íhaldsmönn- um í Bretlandi eða Svíþjóð, ef flokksstjórnin þar tæki upp á þvi, að gefa út „verka mannáblað“, sérstaklega helgað pólitískum átökum í stéttarfélögunum, hefði út- sendara í kjöri í stærstu verkalýðsfélögum, hvetti til óábyrgrar kaupgjaldsbar- á/ttu; birbu síðan hvatning- argreinar í aðaiflokksmál- gagninu þar sem allur verka lýður væri magnaður til að brjóta niöur efnahagsmála- ráðstafanir ríkisstjórnarinn ar? I>að þarf ekki að svara þessum spumingum. Slíkt gæti aldrei komið fyrir i Bret landi eða Svíþjóð. Flokks- menn þar mundu aldrei standa frammi fyrir slíkum vanda. Ef menn lita þannig á málið, sjá þeir í einu vet- fangi, hver himinhrópandi munur er á stefnu íhalds- flokkanna í nágrannalönd- unum, sem reka ábyrga og fastmótaða pólitík, og valda- pólitík þeirri, sem foringjar Sjálfstæðisflokksins reka hér á landi. Því að allt þetta sem upp er talið ,er dagleg iðja Bjarna Benediktssonar og sáluf-élaga hans í flokks- stjórninni og við Morgun- bláðið. Slík íhaldspólitík þekkist hvergi á byggðu bóli lýðræðisþjóða í Evrópu eða Norður-Ameriku. En eins og rakiö var í blaöinu í gær, á hún hliöstæöu í Suður-Ame ríku. Þar eru þess mörg dæmi að valdabaráttan ein hafi mótað stefnuna. Undir slík- um flokkum er enginn mál- efnagrundvöllur. í rauninni er stefnuskrá þeirra hin sama og Ólafur Thors lýsti í landsfundarræðunni um árið: Hagsmunir okkar, hags munir flokksins, hagsmunir þjóðarinnar. Þetta er sú röð, sem Ólafur hafði á hlutun- um af einskærri eðlishvöt. Þessi einkunnarorð eru líka letruð á fána Perons í Argen tínu og Batista á Kúbu. m ■ ÞAÐ ER nauðsynlegt að lita allmörg ár til baka til þess að skilja, hvernig Sjálf stæðlisflokkurinn hér hefir komizt út á þessa braut og hvaða öfl ráða því, að þessi suðurameríska giæfrastefna er i'ekin í efnahagsmálum og verkalýðsmálum. Upphaf þessara óheillaverka í þjóð- félaginu er að rekja til þess, er SiáTfstæðismenn geröu bandaTag við kommúnista fyrir striðið til þess að brióta niður vöid og áhrif Albvðu- flokficsins í verkalýðshreyf- ingunni. Um bær mundir var Bjarni Benediktsson að ger- ast áhrifamaður í Sjátfstæö isflokknum. Hann þekkti til þoirrn starfsaðferða nazista, að nota kommúnista til að b-’jöta niöur borgaralega mót spyrnu gegn yfirdrottnun eins flokks. Þaö varö hans stóra mál í stiórnmálunum að evðileggia Albýðuflokk- inn. Hann taldi hann helzta þröskuldinn á vegi Sjálf- stæðisflokksins í bæjunum. Það var því sveinsstykki Bjarna á prófi stjórnmál- anna, að gera bandalag við kommúnista um að efla þá til valda í nokkrum verka- lýðsfélögum og bola Alþýðu- flokknum burtu. Með þess- um aðgerðum hófst uppgang ur kommúnista í verkalýðs- hreyfingunni. í mörg ár var Morgunblaöið svo notaö til að rægja og svívirða leiðtoga Alþýðuflokksins og trúnaðar menn hans innan verkalýös hreyfingarinnar. Undirróð- ursstarfsemin gegn Alþýðu- flokknum var rekin með ofur kappi eins og títt er um mál, sem aðalritstjóri Morgun- blaðsins hefir sérlegan á- huga á. Það má því með sanni segja, að það hafi verið eitt höfuðstefnumál þeirrar klíku, sem helzt hlítir leiö- sögu Bjarna Benediktsson- ar í Sjálfstæðisflokknum, aö vinna Alþýðuflokknum sem mest tjón og helzt brjóta hann alveg í mola. Síðasta tilraunin í þá átt var haust- ið 1956, er þessi klíka fór hamförum til þess að fá kommúnista i lið með sér við að svipta Alþýðuflokkinn 4 lögmætum þingsætum aö af- loknum kosningunum þá um sumarið. Og þessi starfsemi er enn í fullum gangi, þótt ekki sé ætíð sami blærinn á hemaöartækninni. Nú er það bersýnilega von íhalds- ins, að uppskeran úr akrin- um verði að lokum að Al- þýðuflokkurinn molni sund- ur og hætti að veröa áhrifa- mikill aðili í stjórnmálum landsins. Að því er nú reynt að hlynna með talsverðri slægð. ÞESSI SAGA minnir á, að undirróðursstarfsemi Sj álfstæðisforingj anna inn- an pólitískra og stéttarlega samtaka verkafólks, er ekki ný af nálinni. Þessi bardaga- aðferð var upphaflega val- in að útlendri fyrirmynd. Sú staðreynd, að hún hefir verið mögnuö á ný nú sið- ustu tvö árin, sýnir betur en flest annað, hvaöa öfl eru oröin áhrifamest í Sj álfstæð isflokknum. Þessi öfl eru gj örólík forustuliði íhalds- flokkanna á Norðurlöndum. En þau minna á valdastreitu menn 1 nokkrum Suður-Ame ríkuríkjum, sem líka sátu á pólitískum skólabekk i Þýzka landi um það leyti, sem Bjarni Benediktsson var þar við nám. Að þessu' leyti er Sjálfstæðisflokkurinn á ís- landi því alveg sérstakt fyrir bæri meðal íhaldsflokka á Vesturlöndum. í þessum starfsháttum flokksins er líka fólgin skýringin á at- buröum eins og þeim, sem gerðust á Alþingi í vikunni, er varaformaöur Sjálfstæðis flokksins sannaöi, aö flokkur inn hefir ekki einu sinni mót aða stefnu í utanríkismálum. Völdin, og ekkert nema völd- in, er leiðarljósiö. Ríkisstjórakjörið í New York Fá republikanar Nelson Rockefeller til frambot&s á móti Harriman? NÆSTA HAUST fara fram þing- kosningar í Bandaríkjunum, ásamt rikisstjórakosningum í allmörgum rikjum. Þegar er farið að ræða mikið um framboð og væntanleg lirslit, og er yfirleitt búizt við sigri demokrata. í sambandi við ríkisstjórakosn- ingarnar beinist atliyglin einkum að tveimur ríkjum, Kaliforníu og New York, enda eru þau stærst og lóð þeirra því þyngst á metunum. í Kaliforníu verður Knowland, sem nú er foringi republikana í öld- ungadeildinni, ríkisstjóraefni þeirra og mái liann kosningu, mun það mjög styrkja aðstöðu hans sem forsetaefnis þeirra, en það er takmark hans, en sennilega þó j ekki fyrr en 1964 eða 1968. I New York sækir Averell Harriman um endurkjör, en liann er nú sá íoringi demokrata, er skeleggast (heldur uppi merki hinnar vinstri sinnuðu stefnu þeirra Trumans og Roosevelts, enda þótt hann sé sjálfur margfaldur milljónamær- ingur. Truman foeitti sér lika fyrir því, að Harriman yrði foi'setaefni demokrata 1956, en fékk því ekki -ráðið. Harriman kemur varla til greina sem forsetaefni 1960 vegna aldurs, en verði hann þá ríkisstjóri í New York, getur hann hins veg- ar ráðið miklu um val forsetaefn- isins. Vafalaust þykir, að Harriman muni beita sér fyrir því, að for- setaefnið verði úr vinstra armi ílokksins. AF HÁLFU repúblikana er nú hafin mikil leit að manni, er sé sigurvænlegur keppinautur Ilarrimans við ríkisstjórakjörið. Margir hafa verði tilnefndir, en þó langoftast maður, sem enn hefir ekki gefið kost á sér og vafasamt er talið að fáanlegur sé til framhoðs. Meðal þeirra, sem opinberlega liafa nýlega bent á hann sem ríkissljóraeíni, er Nix- on varaforseti og er ósennilegt, að hann hefði gert það, nema í samráði við Eisenhower. í skoð- anakönnun hcfir þessi maður hlot- ið mun fleiri atkvæði en önnur hugsanleg ríkisstjóraefni repúblik- ana, að Dewey fyrrv. rikisstjóra einum undanskildum. Einkum hefir hann reynzt öðrum ríkis- stjóraefnum republikana fylgis- sterkari meðal svokallaðra óháðra kjósenda. Sá rnaður, sem hér um ræðir, er Nelson Aldrich Rockefeller, sonarsonur Rockefellers gamla. Ef Nelson Rockefeller yrði frain- bjóðandi repúblikana, yrði margt áþekkt með þeim mönnum, er kepplu um ríkisstjóraembættið í New York að þessu Binnr. Báðir eru margfaldir miljónamæringar að erfðum og báðir þó langt til1 vinstri í flokknum sínum. Báðir hafa um langt skeið hafnað tekju- háurn störfum til þess að vinna í þágu ríkisins fyrir miklu Iægri laun. Báðir eru hugsjónamenn, sem gera sér ljóst, að hið kapí- talíska kerfi fær því aðeins stað- izt, að einkahagsmunum sé ekki þjónað í blindni, heldur sé einka- framtakið heint og óbeint beizlað í þágu heildarinmar. VAFALÍTIÐ eru Rockefell- arnir merkilegasta auðmannaælt Bandaríkjanna. Þar hafa farið saman fjármálaleg hyggindi og hugsjónamenuska. Rockefellarnir hafa látið mikið af auði sínum renna til stofnana, er stýrkja vís- indi og mannúðarslarfsemi um víða veröld. Nelson Itockefeller er nú framkvæmdastjóri við eina af þessum stofnunum ættarinnar, Rockefeller Brothers Fund. Aðr- ar slíkar stofnanir á vegum ætt- arinnar eru Rockefeller Founda- tion, er gamli Rockcfeller stofn- aði, og Rockefeller Instilute for Medical Research. Nelson Rockefeller verður fimmtugur í júlí næst komandi. Hann er sonur John D., elzta son- ar Rockefeller gamla, er lagði grundvöllinn að auði ættarinnar. Móðurafi Nelsons var Nelson W. Aldrich, sem var um nokkurt skeið talinn mesti áhrifamaðurinn í öld- ungadeild Bandaríkjaþings. Upp- eldl Nelsons og systkina beindist mjög að því að innræta þeim reglusemi og góða siðu. Þau fengu fljótlega cinskonar laun, en 10% af þeim urðu þau að verja til hjálparstarfsemi og 10% urðu þau að leggja fyrir. Þeim var dyggi- lega iniu'ætt það heilræði Rocke- fellers gamla, að sparnaður væri auðveldasta og öruggasta leið til að eignast fjármuni. Á skólaár- um sinum varð Nelson líka að láta sér nægja að notast við reiðhjól imeðan margir félagar hans áttu híla. Á ;skólaárum sínum stundaði hann tálsvert íþróttir, einkum þó knattspyrnu og skíðaferðir. Hann var góður námsmaður og tók háar einkunnir. Um lí'kt leyti og Nelson lauk námi, giftist hann_ Mary Clark, sem er náfrænka Clarks, sem er nú eitt álitlegasta foringjaefni demokrata í öldungadeildinni. Hún var um skeið í flokki frjálslyndra í New York. Þau hjón hafa eign- azt íimm börn. AÐ' NÁMI loknu vai'ð Nelson einn af; framkvæmdastjórum þess fyrirtækis ættarinnar, sem rekur stórbyggingarnar Rockefeller Cent er í New York. Síðar gerðist hann framkvæmdastjóri vlð eitt af olíu- fyrirtækjum ættarinnar, og dvaldi að mestu leyti _ í Suður-Ameríku árin 1937—40. Á þeim árum fékk hann mikrnn áhuga fyrii’ að vinna að bættum efnahag almiennings þar og stofnaði tvö fyrirtæki í því skyni, er þegar hafa komið mörgu góðu til leiðar. Á þessum árum kynntist Nél- son einnig vaxandi áhrifum naz- ista í Suður-Ameríku og stóð hoh- um svo stuggur af þeim, að hann 'gekk á fund Harry Hopkins, sem þá var aðalfulltrúi Roosevelts for- seta, og skýrði honum frá áliti sínu. Hopkins bað hann um skrif- lega skýrslu og varð hún til þess, að Roosevelt stofnaði sérstaka deild í utanríkisráðuneytinu og gerði Rockefeller að yfirmanni hennar, enda þótt haun væri þá ekki nema 32 ára gamalil. Nelson hlaut síðar titil aðstoðarráðherra. í stríðslokin fór hann úr þjónustu stjórnarinnar, en 1950 kvaddi Tru- man hann aftur til opinlberra starfa, er hann gerði Nelson að formanni nefndar til að ganga frá tillögum um hið mikla áhugainál Trumans, sem er kennt við Point Four og snýst um það; hvemig Bandaríkin geta bezt síutt að efnalegri viðreisn efnaMtiHa þjóða. Eftir að Eisenhower varð forseíi, fól hann Nelson ýmis opinber trún- aðarstörf á sviði skipulagismála og félagsmála. í árslok 1955 gekk Nelson úr þjónustu stjórnarinnar og hefir síðan verið framkvæmda- stjóri við Roekefeller Bhothérs Fund, sem m.a. fæst við ýmsar athuganir á sviði efnahags- og fé- lagsmála utanlands og innan og heldur uppi s'tyrkjastarfsemi í því sambandi. LÍKLEGT þykir, að Nelson Rockefeller sé ósamþýkRur núvi utanríkisstefnu Bandarikjanna og þó einkum að því leyti, áð efnalitl- um þjóðum sé ekki veitt nægileg aðstoð. Stefnu sína hefir hann m. a. orðað þannig: Á síðustu öld var fjármagninu veitt þangað, sem það skapaði mestan gi'óða. Á okk- ar öld á að veita því þangað, sem það gerir mest gagn. Nelson Rockefeller er lýst þannig, að hann sé vel meðalmað- ur á vöxt, frekar unglegur miðað við aldur, venjulega heldur alvar- (Framh. á 8. síðu) "BAVSrOFAAI Strætisvagnarnir og börnin. EIRÍKUR Ásgeirsson forstjóri Strætisvagna Reykja'yíkur sendir eftirfarandi bréf: „í Baðstofu- dálkum Tímans 5. þ. m. er vikið að einum þætti í starfsemi Stræt isvagna Reykjavíkur. Ritsmið þessi, er fjallar um peningaskipti í 'Vögnunum, er ósmekkleg í rneira lagi og því tæplega svara- verð. Vegna) þeirra, sem ekki þekkja tifo tel ég þó rétt að i'ara nokkrum orðum um málið. Nú eru liðin tíu ár síðan horfið var að því fyrirkomulagi í hrað- ferðavögnum að skipta ekki pen- ingum fyrir farþega. í stað þess eru þeim, sem óska, seld farmiða- kort, er veita nokkurn afslátt frá almennu fargjaldi. Árið 1951 var allt inheimtufyrir komulag hjá SVR endurskoðað og samræmt því, sem þá var feng in nokkur reynsla fyrir á hrað- ferðaleiðum. Peningaskipti fyrir börn voru nú afnumin, einnig á almennum leiðum. Aliur þorri farþega tók þessari nýbreytni mjög vel. Enda þótt á- rekstrar yrðu af þessum sökum í einstökum tilfellU'm, eru þó kostir þessa fyrirkomulaig'S svo miklir, að nær allir eru sammáta um þá. Það liggur í B'Ugum uppi, hversu miklu greiðlegar ferðir vagnanna ganga en ella mundi. SMkt er auð vitað megin hagsmunamál farþeg anna. EF HORFIÐ yrði að því að taka ahnennt upp að nýju peninga- skipti í 'Vögnunum, yrði vænlan- lega annað tveggja að gera, að ráða til slikra starfa sérstaka starfsmenn, ef ekki ættiu að hljót- ast af stóri’eRdar tafir, eða ætla vögnunum iengri tíma í ferðirn- ar. Þetta. hlyti aftur að . auka mjög rekstrarkostnað vagnanna og þar með hækka fargjöldin, er með núverandi fyriikomul'agi hef ir tekizt að halda niðri ílestu ööl'u fremur. Ekki verður séð, að nein gild rök séu til þess, að annar háttur sé hafður gagnvart börnum í strætisvögnum almennt en full- orðnum farþegum á hraðferða- leiðum, þegar tillit er tekið til þess, að börnum eru seld farmiða kort, með 12 farmiðum, við rnjög lágu verði í senn, eða 5 kr. hvert. Mjög er algengt að börn koini í hópnm í vaignana og mundu þá peningaskipti valda miklum töf- um og óánægju annarra farþcga, svo sem reynslan hefir sýnt. AÐ FLESTRA hyggju er fremur ástæða til að láta böm kaupa fnr miðakort en aðra. í sMku er fól'g- ið nokkurt aðhald fyrir börnin um me'ðferð fjármuna, og er á- reiðanlega æskilegra fyrir for- eldra að láta þau kaupa farmiða- kort en láta þau daglíega fá pen- inga til greiðslu fargjalda, og.þá e. t. v. stundum meira en nauð- syn krefur. Með þökk fyrir birtinguna. Strætisvagnar Reykjavikur Eiríkur Ásgeireson.'*

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.