Tíminn - 22.02.1958, Blaðsíða 9

Tíminn - 22.02.1958, Blaðsíða 9
TÍMINN, laugardaginn 22. febriiar 1958. é^chtli lyjnnei'itcicl: m-f | j J^iíáannci Framhaldssaga — Ottó og Caro telja, að þessi málverk séu einskis virði, hafði Súsanna sagt. — Og ég sem hélt, að mér hefði tekizt að krækja í merkilega hluti. Viltu nú ekki vera svo góður að skera úr þeirri deilu, því að þú heftur bezt vit á þessu. Og svo fór Hinrik að skoða málverkin. Hann brosti og ræksti sig við og við, en sagði ekkert lengi vel, skoðaði þau aftur og aftur. — Hvaða fálfci er nú þetta? Hvar ‘hefurðu grafið hann upp? sagði hann loksins, og Súsanna sagði honum alla sög una um það. Og Hinrik sagði, að eftir því sem hann sæi bezt, væri töluvert í þennan strák spunnið. Hann tók frá fjögur málverk, og þar á með- al var myndin af hálföpunum mínum. Svo sagði hann: — Strákurinn er snjail ,hann er efni í snilling — svona tök hafa ekki aðrir, og litameð- ferðin — lítið á, sá hefur auga fyrir samstillingu. Hér er dá- l'ítið nýtt á ferðinni. En Ottó stóð þungbúlinn hjá, sagði Súsanna, og Caro virtist aldrei þessu vant í stök ustu vandræðum. En hún átt- aði si'g brátt, skellti upp úr og sagði: — Jæja, hefur nú Caro gömliu skjátlazt enn einu sinni. Það verður að hafa það. Já, nýtt hlýtur það að teljast, og það er vafalítið nýjabragðið, sem villir fyrir manni, maður er ætíð nokfc- urn tíma að átta sig á nýjum dásemdum. Svo hengdi hún hálfapana upp á vesrg, settist á stól á miðju gólfi og horfði lengi á þá. Að langri stund liðinni sasrði hún: — Já, þetta er rétt, málverkið vinnur á, þegar maður skoðar það lengi. Komdu hingað Ottó og sjáðu það héðan. Þetta er hreint ekki svo lélegt. — Þá hefur það kannske ekfci verið svo heimsfculegt af mér að sinna Villman svo- lítið, sagði Súsanna við Hin- rik, og hann svaraði því til, að hún hefði veriö í meira lagi fundvís í þetta sinn. Hann kvaðst vilja efna til sýn ingar þegar í stað því að þá tæfcist kannske að selja eitt- hvað af myndunum fyrir jólin. En myndjna, sem Sús- anna kallaði Öfund, eða eitt hvað þess háttar, kvaðst hann vilja eignast sjálfur. Og þá hafði Súsanna vafið hand leggjunum um háls hans og sagt, að þetta hefði hann ein mitt la-ngað mest í sjálfa. Og svo höfðu þau öll skoðaö myndirnar aftur og spjallaö um þær fram og aftur. Þar sem Pelle Villman hafði ekki sítna, urðu þau að fara út í Eriskede og taia við piltinn, og þar hafði Hinrifc fundið fleiri málverk, sem hann vildi setja á sýninguna. Lofcs höfðu þau þegiö kaffi hjá móður Villmans. — En Caro er eins og kött- urinn, hún kemur ætíð niður á fæturna eins og þú veizt, Bagði Súsanna. — Það er aldrei hægt að vita hvort hún talar af einlægni eða er að- eins að villa mönnum sýn. Nú segist hún kunna betur við 35 myndir Villmans með hverj- um deginum, sem líði og kveðst óttast að hún fari að dá hann. — Já, kúvending, hún er leikin í þeirri list, sagði ég. — En hún gerir það af mik- illi leifcni, sagði Súsanna og beit á vörina. Hið eina, sem ég hafði upp úr þessu, var það, að Hinrik var heima í gærkveldi og hjálpaði mér við að koma nýja málverkinu sem bezt fyrir í stofunni. Og svo hef ég af náð fengið að hafa hönd í bagga með fyrirkomu lagi sýningarinnar. — Jæja, þér miðar nofckuð fram á leið, sagði ég. Ég sá það út um gluggann minn, er þau voru að koma myndunum fyrir. Hjá þeim var smiður í bláum vinnuföt- um og amstraði með lista, skrúfur og sög. Hinrik og Sús anna klifu upp í stiga, og ungur maður, sem ég bjóst við að væri listamaðurinn sjálfur, stóð ráðvilltur á miðju gólfi. Úti var hræðilegt veður. Um morguninn steyptist regnið úr loftinu, og þegar á dag-inn leið fór að snjóa. Ég varð þó að fara út, því að ég átti ekkert ætilegt heima. Ég verzla ætíð í Östermalms- hallen, þvi að þar er vöru- valið mest. Ég fór þvi í regn- kápu og bjó mig að öðru leyti sem bezt, en síðan þrammaði ég út í óveðrið með tösku mína. Ég staðnæmdist sem snöggv ast. utan við Barrmans-verzl- unina. í tíð Pontusar höfðu gluggarnir út að götimni jafn an verið fullir af alls kyns sýningarmunum. En synirnir höfðu breytt þessu, ég held að Hinrik hafi átt mestan hlut að því. í einum glugg- anum stóðu nú kínverskar leirkrukkur. í öðrum var að- eins eitt gamalt og máð olíu- málverk í hinum þriðja var grísk höggmynd og í hinum fjórða hafði Ottó komið fyrir stórri silfurkönnu á silfur- fati. Eg iézt vera að horfa á silf- urkönnuna og hallaði regn- hlifinni minni í veðrið. Hefði Caro komið auga á mig, mundi ég auðvitað hafa geng ið inn. En nú hafði ég gam- an af því að standa þarna án þess að eftir mér væri tek ið og sjá, hvernig Súsanna henjtist fram og aftur um sýn ingarsalinn eins og í-korni, og Hinrik var oftast á hælum hennar með málverk í hönd- um. Caro sat við skrifborð inn af salnum en hafði þó ekki hugann við vinnuna, heldur horfði út undan sér á hjónin. Listamaðurinn un-gi, sem snerist þarria á' gólfinu, hafði eldrauðan hárlubba á höfði, en mér þótti það þó bót í máli, að hann var klipptur í hnakk ann. í mfnu ungdæmi voru listamennirnir ungu venju- lega síðhærðir eins o-g stúlk- ur, og mér hefur aldrei virzt það fara karlmanni vel. Eg sá ekki framan í unga mann- inn, því að hann sneri við mér baki. Málver-kin, sem bú- ið var að hengja upp á vegg- ina, voru ekki nærri eins af- skræmisleg og þau, sem Sús- anna hafði sýnt mér. Að minnsta kosti voru drættir þeirra mildari, og alls ekki verri en nútíma list upp og ofan. En nú var regnhlífin mín orðin þung af snjó, svo að ég varð að hri-sta hana og halda ferð minni áfram. Þegar ég nálgaðist verzlun- ina aftur stundu síðar á heim leið, sá ég Súsönnu og mál- arann unga ko-ma á móti sér. Eg hafði sjaldan séð Súsönnu svona geislandi káta. Það var sem hún dansaði eftir gang- stéttinni, og hún hló eins og bam. Pilturinn við hlið henn- ar hló einnig við henni. Hún tók ekki eftir mér fyrr en þau voru komin alveg til mín. — Nei, ert þú hér á ferð, Bricken, kallaði hún glöð eins og barn, sem mætir jólasveini. Þá glaönaði líka yfir mér. Pilturinn tók ofan og hneigði sig virðulega. Hann roðnaði og bláberjaau-gun •hans urðu skær og kringlótt. Hann líktist Klas, hugsaði ég, Klas eins og .hann varð, þegar hann átti von á góðgæti. Piit- urinn var óvenjulega feiminn, því að þannig er rauðhært fólk ekki venjulega. Ennið var breitt og fallegt, og festu svipur um hökuna. Hann var hár og vel vaxinn, en bar ekki hcfuðið nógu vel, svo að hann virtist hálflotinn, Súsanna sa-gði honum, að það hefði verið ég, sem líkti myndinni han-s við hálfapa, og þá svar aði hann hægt: — Mamma sagði hér um bil það sama. Hún sagðist ekki leyfa mér að hafa þessi greppi trýni innan húss, því að þá gæti hún ekki sofið rólega á nóttunni. Súsanna sagði, að þau hefðu skroppið út til þess að fá sér að borða. Hinrik ogj Ottó þurftu að fara á eitt- hvert uppboð úti á Östermalm En einmitt þegar þau voru að skilja við mig, sá ég hvarj Hinrik kom hlaupandi út úr ! verzluninni og stefndi til þeirra. — Ottó bjargar sér einn fyrst í stað, sagði hann og ég ætla því að koma með ykkur og fá mér bita. Sæl, Bricken Maður sér þig sjaldan nú orð- ið. Þú ættir nú að líta inn til okkar bráðlega og sjá, hvað Lilla er orðin stór. — Ég kom til ykkar hér um kvöldið og horfði á, þegar ver- ið var að baða hana, sagði ég, en þá varst þú ekki heima fremur en fyrri daginn. Það var á laugardaginn var. En hún var svo falleg, að mig langar til að sjá hana brátt aftur. Láttu mig vita þegar þú verður heima næst að kvöldi til', Hinrik. Hann horfði á mig, og ég sá að hann skildi sneiðina. Mér fannst votta fyrir sneypu í augnaráði hans. — Það skal ég gera, sagði hann. Minntu mig á það, Súsanna. Og svo kvaddi ég þau. Síðar um daginn sá ég, að Rising safnvörður var í sýn- ingarsalnum ásamt Villman og Súsönnu. En þegar ég stóð við eldhúsgluggann og horfði á þau, hringdi síminn. miiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiniiimm = = = s ( Eigendur | | jeppabifreiða Tökum að okkur alls konar viðgerðir á jeppa- 1 | húsum, körfum og aurhlífum. Smíðum nýjar I | körfur ef með þarf. — Hagstætt verð. BIFREIÐAVERKSTÆÐIÐ M Ú L I Suðurlandsbraut 121 — sími 32131. liiimiimmmmiiiiimiimiimmiiiiiiimmiimiiiuiiiiimiiiiiiimimiiiiiiiiiimimiimiiiimimmmiiimimiiiÍ iimmmiiiiimiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiimmmiiimiimmmmiiiimmmiimiiiimMmiiii ( Bæjarstjórastaðan | á Seyðisfirði er laus til umsóknar. Umsóknir um 1 stöðuna sendist bæjarstjórn Seyðisfjarðar fyrir 1 15. marz næst komandi. f / ■ 1 | Seyðisfirði, 17. febrúar 1958. | I Bæjarstjórn Seyðisfjarðar. = i § iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmimmi iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmmiimmmiiiiiiimmimmmmmmmmmmmmmmmmiimmmmmimiiiua citifr SlaihUsi {/bOUSÍS • ■■■niiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiimmiiiiiimiimimmmimimimiiniiiimimimiflB . .. vanir veiðimenn Námsstyrkir (Framhald af 7. síðu). spurnir. Vænti ég þess, að oddvit- ar ög foæjarstjórar Iáti ekki und- ir ihöfuð leg-gjast að s-vara þessu-m bréfum á þann há-bt, sem óskað var eftir. Su-m þeirra foréfa, sem mér hafa þegar borizt í hendur, hafa á en-gan hátt -gefið ful-lnaegjanidi svör. Að -lcfcum vil ég heita á menn að vera samta-ka og sýna skitnin-g á fyrirhu-guðum að-gerð- um í þessum málum. Góð sam- vinna er -höf-uðsiki-lyrði þess að til- ætilaður árangur háis-t“. Um leið og undirritaður vi-11 þafcka Sveini fyrir góð og greið svör, er ástæða ti-1 að óska honum góðs gengis í starfinu. Barátía mannsins við refinn er ek-ki ný og foún foefir á öd-lum tímum verið ákaflega örðug í jafn dreifbýlu landi og íslandi. Samræmdar að- gerðir undir yfirstjórn eins manns geta áreiðanlega fengið miklu á- orkað. I.G.Þ. Á víðavangi (Framhald af 7. síðu). aðferðir, einkum í staksteinum, þar sem höfundi verður ðaglega fótaskortur á braut heiðarleikans. En haim og hans líka nefndi presturinn „stjórnmálaskussa". Þrátt fyrir umvöndun, heldur staksteinahöfundur áfram þessr um skussaverkum, og hefir nú fengið þægan lærisvein. f Mbl. í gær er vitnað í ummæli Dags í Akureyrarbréfi og skussa-aðferð- inni óspart beitt, setningar slitn- ar úr samhengi og flestu öfugt snúið. Væri ekki vanþörf, að fleiri kennimenn létu þessi vinnubrögð Mbl. til sín taka. flllUlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllimillllllllllllllllllD HJÖRTUR PJETURSSON °9 BJARNI BJARNASON viðskiptafræðingar löggiltir endurskoðendur Austurstræti 7 Símar okkar eru 1 30 28 og 2 42 03 flflniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiHiiini (Framhald af 3. síðu). venjule-ga efsta bekk. Nemendur eru hvattir til þess að ieggja sér- sta-k-lega stund á ‘ameríska sögu, bólkmenn-tir og Btjórnfræði, enda þótt endamlegt námsvai sé í hönd- um nemendans s-j'áilfs og kennara hans. Þá er æblazt til að nemand- i-nn taki f-u-l-lan þá-t-t í allri almennri starfsemi nemanda og skólans. Gert -er ráð fyrir að a. m. k. tíu niámsmenn hlj-óti styrkinn skóla- árið 1958—1959. Uimsðknareyðublöð verða afhent I skrifstofu Íslenzk-ameríska fé* lagsins, Hafnarstræti 19, Reykja- vík, daglega fel. 2—6 e. h. næsbu da-ga. Umsókn-unu-m sé skilað á sama stað fyrir 25. þ. m. Einnig mun-u uimsófenareyðublöð verða fyrirli-ggjandi hjá íslenzfe- amerísfea fédagin-u, Akureyri. iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinmimHtM Simanúmer okkar er J 2 3 4 2 9 Hárgreiðslusíofan Snyrting, Frakkastíg 6 A„ Miiiinininmnmninmnmmiiinnmmmmininiimi Kaupum hretnar < ullartuskur Baldursgötu 30. Sími 12292 ammmmmmmnmimmnimniii Hminn bóndl trysdr dréttarvéi sína

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.