Tíminn - 28.02.1958, Blaðsíða 7

Tíminn - 28.02.1958, Blaðsíða 7
TÍMINN, föstudaginn 28. fcbruar 1958. 7 Þróun búvísinda og æðri búnaðarmenntun: iklar tæknilegar framfarir og vísindalegar upp- götvanir stuðla sífeílt að hagfelldari framleiðslu Erindi Olafs Stefánssonar nautgriparæktarraeanauts, er hann flutti á Búnaðarþingi nú í vikunni Elzta atvinnugrein siðaöra þjóða er landbúnaður. Öld- um sarnan hefir hlutverk hans verið að fæða og klæða íbúa jarðar, og enn þann dag í dag byggist matvælafram- leiðsla að mestu leyti á hon- um. HelzUi fí-amlei'ðs'luvörurnar eru svo mátengdar frumstæðustu þörf- um manna, að fyrir þær eru ætíð not, og cnn s'kortir jafnvel mjög á, að þörfinni sé fulinægt, ef l'itið er á þjóðir heinis sem eina heild, enda þótt taláð sé um offramieiðslu í sumum löndum á einstökum vöru- floklonn. Si.ðustu tvær aldirnar hafa orðið tvær byltingar, sem haflt hafa margvísleg áhrif á land- búnað og breytt aðstöðu hans í ýnlsum löndum, en þrátt fyrir þess- ar breyt-ingar er landhúnaður enn niikilvægasta atvinnugreinin hjá flestum þjóðum heims. Bylting tækni og hugar Fyrri byltingin hefir orðið í raunvísindum og tækni. Hún nær yfir mikið svið, al'lt frá því er smá- sjáin var tekin í þágu rannsókna og til beizlunar og hagnýtingar orku í ýmsu formi. Hin byltingin hefir orðið í ríki hugans. Ifún er þjóðfélagslegs eðlis og á uppruna sinn í kenningum evrópiskra heim- spekinga, ékki hvað sízt Jean- Jacque Rousseau. Hún er fólgin í nýrri túlkun á kristilegri sið- fræði: að allir menn séu í vissum skilningi og mikilvægum jafnir og jafnréttíháir og að þjóðfélagið eigi að gegna þelm skyldum gagnvart þegnuuum, sem gera góðgerðar- starfsemi einstaMinga óþarfa. Báða rþessar byltingar, sem í eðli sínu eru svo ólíkar, hafa or- sakað stöðuga þróun hvor á sínu sviði, þróun, sem orðið hefir einna örust á síðustu tímum. Tækni og vísitndi liafa með nokkrum hætti breiðzt út til allra byggðra svæða, og isamhjálpar skilningur á al- mennuni mannréttindum hefir auk izt mjög, þótt sú þróun sé að sínu leyti skemur á veg komin en hin tæknilega. Hvaða áhrif hefir svo þessi þró- un haft á framleiðslu landbúnaðar- afurða? Tæknil'egar framfarir og vfeindalegar uppgötvanir korna svo að segja ávallt að gagni í landbún- aði vegna þess, live fjölbreytilegur sá atvinnuvegur er, og þær stuðla þar að aukinni og hagfelldari framileiðslu. Svo að nærtæk-t dæmi sé nefnt, þá líður ekki áratugur frá uppgötvun kjarnorkunnar, unz farið er að gera tilraunir með að hagnfca hana í jurtakynbótum, við rannsóknir á nýtingu fosfórs í fóðr un búfjár og' við geymslu mat- væla. Hagnýt vísindi og landbúnaður Hagnýting tækni og vísinda í landbúnaði veldur því, að færra fólk ;þarf til að framleiða mat- væli en áður, en Iðnaður vex að sarna skapi. Áhrifa þessa á aðstöðu bændaötéttarinnar mun ég síðar geta, en í bráð læt ég nægja að bendá á, að aukinn iðnaður skapar aufcna eftirspurn á lándbúnaðar- vöruni. yiðurkenning mannrétt- inda óg sívaxándi þáttur ríkisvalds- ins í þvi að tryggja þegnum sínurn þau réttindi, eykur ennfremur neyzlu la nd b ún a ða raf urð a, þótt þar sé enn mikið verk að vinna á alþjóðavófctvangi. Ég lief hér að framan farið ör- fáum 'orðum um almenna þróun íandþúnaðar í seinni tíð til þess að auðvéMara megi verða að skyggn- ast inn í framtíðina og gera sér grcin fyrii* því, hvaða hlutverk landbúnaðinum verðiu* falið á næstu áratugum og með hvaða hætti það varður leyst af hendi. Hitt þarf aftur á móti ekki að ef- ast um’, að landbúnaður á mikl'a frain tíð fyrir sér, þótt i'ðnaður og aðrir atvinnuvegir aukist, því að matur er mannsins megin. í réfct- um efnahlutföllum er Iiann undir- staða þess, að menn haM’i heilsu og beilbrigði, en á því byggist aft- ur á móti að miklu leyti velferð mannkymsins, og magn og gæði allrar vinnu, likanilegrar og and- legrar. Við skulum nú athuga nánar, hvaða hreytingar þróun vísinda og tækni hefir valdið í búnaðarhátt- um og leiðheiningastarfsemi, en minnumst þess þó jafnframt, að framfarir og þróun áttu sér stað, áður en eðli fræðigreinanna varð fundið. Kynhætur búfjái* urðu til, áður en erfðalögmál voru skýrð. Gerlar voru notaðir við inatvæla- gerð, áður en menn gerðu sér grein fyrir tilveru þeirra og* eðli lífs- starfssemi þeirra, og þannig mætti lengi telja. Undirbúningsmenntun bænda Æskilegur uhdirlbúningur bænda efna undir ævistarf þeirra hefir hins vegar breytzt mjög, þar sem þróunin hefir orðio mest. Fyrir tæknibyltinguna byggðist hæfni manna til hvers konar búskapar frarnar öðru á því að tileinka sér sem bezt reynslu forfeðranna, — sveinninn lærði hjá meístaraiium. Vísindin hafa valdið hér mikilli breytingu. Uppgötvanir verða til í tilraunastofum. Þær eru reyndar á tiiraunastöðvum v:ð svipuð skil- yrði og eru hjá bændum, og ef þær teljast gagnlegar, er unnið að því, að bændur hagnýti sér þær. Á sama hátt er reynt í rannsóknar- stofum að leysa ákveðin vanda- mál í búskap á hverjum tíma, finna varnir gegn smitandi sjúkdómum eða ráða fram úr efnaskorti í jarð- vegi eða í búfé og jarðargróða, svo Fyrri hluti að eitthvað sé nefnt. Til þess að vera í fremstu víglínu hafa bændur undanfarna áratugi þurft stöðugt að afla sér utan að komandi þekk- ingar og tileinka sér í búskapnum nýja, hagnýta reynslu. Hjá þeim þjóðum, þar sem háskólar skildu í öndverðu það hhitverk sitt að hag- nýta raunvisindi í þágu l'andbún- aðar, skapaðist brátt leiðbeininga- þjónusta við búvísindadeildir há- skólanna, vegna þess, að framfara- bændur leituðu til háskólanna um leiðbeiningar. Þannig skapaðist æskilegt samstarf milli þessara bænda og háskólanna. Þannig verð ur leiðbeiningaistarfsemin til í Skotlandi og a. m. k. viða í Banda- ríkjunum. Bændur, sem til háskól- anna leituðu, fengu leiðbeiningar frá fyrstu hendi. Hins vegar nær 1 e ið b e in ingas tarfs emin í þessu formi ekki eins alhiennri út- breiðslu og sú þjónusta, sem skipu- lögð er af ríkisvaldinu eða bænda- stéttinni sjálfri. Breytingar á búnaðar- háttum Samfara tækniþróun landbúnað- ar og hagnýtingu hinna ólíkustu visindagreina. í þágu hans verður sú breyting á, að viðskipti búsins út á við stórau’kast. Bviskapurinn verður ekki lengur sjálfum sér nóg'Ur, heldur fær hann meir og meir á sig einkenni iðnreksturs'. Þctta á ekki eingöngui við’ varðandi kaup á rekstrarvörum, svo sem til-1 búnum áburði og sáðvörum, heldur I eykst aðkeypt þjónusta í stórum! stíl. Stórvirkar vélasiamstæður! uppskera korn og þreskja í ákvæð isvinnu, og svo að nærtækt dæmi sé nefnt, þá hafa nautgripasæðing-1 ar að miklu leyti komið í staðinn j fyrir staðbundna nautanotkun í ( ýmsum löndum síð'asta áratuginn. | Þessi breyting á búnaðarháUum veldur því, að sívaxandi áherzla er lögð á hin hagrænu atriði í bú-! rekstri og hvernig það fjármagn ávaxtist, sem líagt er í fjárfestingu Ólafur Stefánsson og rebstur. Sérhver þjóð, sem ætl- ar sér að verða samkeppnisfær við aðrar í landbúnaði, þarf að gæta allra þessara atriða, hún þarf að íylgjast vel með nýjungum og prófa þær, sem líklegastar eru til árangurs. Hún þarf einnig að fylgj ast með þróun leiðbeinmgastarf- semi, og hvaða kröfur eru gerðar til hennar í þeim löndum, sem fremst sfcanda. Hún þarf jafnframt að hafa tilraunastarfsemi til að vinna að úrlausn staðbundinna vandamála. Menntun og nýjungar Nú orðið geta bændur ekki ein- göngu notazt við þá fræðslu og verklega þekkingu, sem þeir kunna að hafa aflað sér, áðvir en þeii* hefja búskap. Þeir þurfa stöðugt að hafa vakandi auga fyrir nýjum aðferðum, sem kunna að reynast vel. Hlutverk bændaskóla er orðið erfiðara en áður, þótt þörfin fyrir þá hafi aldrei verið brýnni. Þar verður að vinza úr það, sem að mestu gagni má verða í nútím'a búskap á hverjum stað, kenna und- irstöðuatriði og eðii hverrar fræði- greinar og umfram allt að skapa þann skilning hjá hinum verðandi bændum á þætti tækni og vísinda í landbúnaði, að þeir færi sér í nyt leiðbeiningar, kynni sér nýj- ungar og verði hæfir að leggja persónulegt mat á gil'di þeirra. Fræðslustarfsemi sú, sem fólgin er í því að kynna hagnýtar nýjung- ar búandi mönnum, hefir stórauk- izt á síðustu áratugum, jafnvel víða siðasta áratuginn. Það hlutverk er bæði mikilvægt og vandasamt. Það er einnig erfitt í framkvæmd vegaa eðlis atvinnugreinarinnar. Óll’kt því sem er í öðrum iðngremum, þá er landbúnaður hverrar þjóðar byg'gður upp úr mörgum smáum, dreifðum einingum — búunum sjálfum. Af því leiðir, að þar er erfiðara að koma leiðbeiningum á- leiðis en í öðriun atvinnugreinum, og venjulegast líður margfaldur timi miðað við iðnað, áður en nyt- samar nýjungar hafa náð almennri útbreiðslu. Því þarf öflugri leið- beiningaþjónustu í ilandbúna'ði en í flestum öðrum greinum, og það hafa margar þjóðir skilið hin síð- ari ár. Samhliða fjölgun leiðbein- enda hafa þær þjóðir, sem framar- lega síanda efnahagslega, eflt íil- rauna- og rannsóknastarflsemi þá, sem ráðunautaþjónustan byggir störf sín að nokkru lcyti á. Það veldur einnig meiri erfiðleikum og töfum, að útbreiða nýja hagnýta þekkingu í landbúnaði en t. d. í verksmiðjum, að endurtaka þarf oft staðbundnar tilraunir árum saman, áður en öruggar niðurstöð- ur eru fengnar. Aukin menntun í sveitum víða um lönd skapar þó meiri fróðleiks- löngun og því batnandi jarðveg fyrir leiðbeiningastarfsemi. Og jafnframt því verða þær kröfur meiri, sem bændur g-era bæði til ráðunauía og 'tiirauna'Stofnana og það færist meir og meix í vöxt, að bændur óski eftir sérfræðilegri að- stoð í margs konar vandasömum atriðum, sem búskapnum fylgja. Kröfur tímans Kröfur til menntunar og þjálfun- ai* tilrauniamanna annars vegar og ráðunauta hins vegar eru að vísu ekki að öllu Ieyti hinar sömu, en tvennt ætti þó að vera sameigin- legt, cf árangurinn á að vera nægi lega góður. Annað er það, að al- menn menntun þeirra hjá hverri þjóð' verður að vera fyHilega sam- bærileg' við almenna menntun ann- arra manna, sem fást við visinda- störf og kennslu í öðrum vísinda- greinum. í öðru lagi þurfa vísinda- og tilraunamenn landbúnaðarins að hafa þekkingu í almennum búvís- indum, áður en þeir sérhæfa sig, og ráðunautar þurfa auk staðgóðr- ar þekkingar í búvísindum og bún- aði að fá nokkra þjálfun í tilrauna- og' í’annsóknarstai’fsemi til að vera. færir um að túlka niðurstöður til- rauna og dæma um bagnýtt gildi þeirra. Sérþekking tih*aunamanna og ráðunauta í búvísindum ásamt almennri menntun þeirra verður að vera sambærileg við menntun vísindamanna og - teiðbeinenda í öðrum atvinnugreinum í nútíma þjóðfélagi, og þær stofnanir, sem þessa fræðstu veita, þurfa að sjálf- sögðu einnig að vera sambærileg- ar við æðstu mennt'astofnanir hverrar þjóðar í öðrmn vísinda- greinum, svo sem verkfræði, lækn- isfræði og hagfræði. í þessu tilliti verður bændastéttin í framtíðar- . þjóðfélagi að gera fyllstu kröfur og hvika hvergi frá þeim. Hvernig verður það þá gert? Erfið aSsfsða bænda- stéttarinnar Aðstöðu sinnar vegna á bænda- stétt margra landa í vök að verj- ast. Hinar dreifðu einingar fram- leiðslunnar, sem ég gat um hér að fr'aman í öðru sambandi, valda því einnig, að bændastéttinni er erfið- ara en fléslum öðrum stéttum að’ mynda sterk, félagsleg samtök. Eitt atriði í viðbót vil ég l'eyfa mér að i nefna, sem gerir aðstöðu landbún- aðar mjcg örðug'a í nútíma þjóð- félagi. Aukinn iðnaður og bæfct lífskjör þjó'ða skapa að vísu aukna eftirspurn eftir laiidbúnaðai’afurð- urn, svo sem áður er getið. En eft- ir því sem lífskjörin batna, þá eykst eftirspurn eftir öðrum neyzluvörum en matvælum hlut- fallslega örar. Af því teiðir, að fjármagn og vinnuafl leitar stöðugt yfir í iðnað og verzlun fremur en í landbúnað. Af þeim ástæðum mundi landbúnaður stöðugt drag- ast affcur úr, þúáfct fyrir stóraukna framleiðslugetu og iiagfclldari framleiðslu, ei' þjóðfélagið gerði ekki sérstakai* ráðstafanir lil að vernda hann. Þetta eru kunnar staðreyndir frá ýmsum löndum. — Samt er landbúnaður lífsnauðsyn- (legur hverri þjóð, og þegar mest á reynir í styrjöldum, er þess kraf- izt, að hann stórauki íramleiðslu sína svo til fyrirvaralaust. Enda þótt landbúnaður sé verndaður víða vegna þess, að án hans geta þjóðir ekki verið, þá stendur hann sarnt höl'Ium fæti gagnvart öðruin t Á víöavangi Lífskjörin í ausfri og vestri Heittrúarsöfnuður Moskva- manna á íslandi *liefir löngum básúnað, hve lífskjör hins vinn andi fólks séu góð í Ráðstjórn arríkjunum. Nefndir liafa tíð- um verið sendar í austurveg og heimkomnar hafa þær haldið halelújasamkomur um Paradís ör eiganna austur þar. Fyrir skömmu framkvæmdu neytendasamtökin dönsku athug un á þvi liversu lengi ýnisai* starfsstéttir í ýmsum löndum voru að vinna fyrir 1 kg. af 1 smjörb 1 kg. svínakjöti, einum pakka af vindlingum o. s. frv. Þessi athugun leiddi ýmislegt fróðlegt í Ijós. Frá þessu er sagt í blaði, sem sendiráð Rússa í Kaupmannahöfn gefur út. Niður stöður sanitakanna eru ekki vc- fengdar, en gerðar nokkrar at- liugasemdir við þær, þar scm gc-f ið er í skyn, enda þótt skýflsl- an sé óhagstæð sovézkum, þá vegi ýmiss konar hlunnindi þar á móti, svo sem tryggingar, sein að vísu eru líka fyrir liendi í kapitaliskum löndum. Aðstaða verkamannsins I Damnörku þarf iðnverkamað ur að vinna 1 klukkustund rúma fyrir 1 kg. af smjöri, í Þýzka- landi 2'/2, í Frakklandi 4 st., i Englandi 2% stj,, í Bandaríkj- unum Vi stund og 4% stund í Ráðstjórnarríkjunum. í Danmörku þarf sami maður að vinna 31/5 st, til þess 'að geta keypt 1 kg. af kaffi, í Banda ríkjunum % úr klukkustund, eu í öreigaríkinu 10 stundir! Daninn þarf að vinna tæpa 57 stundir fyrir fötum Þjóðverjinii 60 stundir, Frakkinn 110 stunðir Bretinn 71 stund, Bandaríkja- maðurinn 13% stund og sovét- borgarinn 200 stundir. Mörgum mundi sjálfsagt þykja fróðlegt að kynnast því, Iive iðnverkamenn eru að vinna fyr ir bíl í liiiiinn ýmsu löndum — og bera saman við okkar lánð. Daninn verður að vinna I6V2 máa ug, Þjóðverjinn ÍIV2, Frakkimi 14V2, ítalinn ÓV2, Bretinn 20%, Bandaríkjamaðuriim 2%, Rúss- inn 13V2. Að síðustu eru svo taldir skó'*. Daninn er 13% st., að vinna Sér inn fyrir skénum sínum, ÞjóS- verjinn 9V2, Frakkinn 20, ítalii u 24%, Bretinn I8V2, Bandaríkja maðurinn 2% og Rússinn 30 stundir. Dýrf þætti kaffið hér! Eins og fyrr er sagt telur á- róðursblað sendiráðsins, að svo- kölluð hlunnindi beri' að draga frá og þá verði útkoman ekki eins óliag'stæð. En eftirtektar - vert er í því sambándi, að blaðið viðurkennir, að iðnverkam. verði að vinna 3V> Idukkustund fyrir 1 kg. af smjöri. Kostar þá smjör- kílóið reiknað í ísl. krónum, kr. 65,80. Er það nokkru hærra verð en á íslenzku sinjöri óniður- greiddu. Þá viðurkennii* nefnt blað, að í öreigaríkinu verði iðnverkamað urinn að vinna 7 klukkustundir og 12 mínútúr fyrir einu kg. af kaffi, þegar „hlunnindin" hafa verið dregin frá! Kostar þá kílóið hvorki meira né minna en kr. 135,36. Nú verður að líta á það, að iðnverkamenn búa við mun betri kjör en þeir, er vinna algenga verkamannavinnu. Ef miðað er við lægst launuðu verkameim yrði útkoman ennþá verri. Þetta er lítil spegilmynd af lífskjörunum í „Iandi lífsgleðinu ar“. Ilitt er svo annað mál, að í leppríkjum Itússa er áslandið mun verra. greinum efnahagslifsins, verndar- ráðstafanirnar verða óvinsælar mieðal annarra sté'tta vegma þess, 1 að skilning á eðli málsins skortir, þær geta jafnvel orðið óvinsælar lijá ríkisstjórnum. ; Af þessum sökum er bændastclt hvers lands Mfsnauðsynlegt að I (Framh. á 8. síðu.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.