Tíminn - 15.03.1958, Blaðsíða 6

Tíminn - 15.03.1958, Blaðsíða 6
6 T í M I N N, laugardaginn 15. marz 1958» Utgefandi: Framsóknarflokkurlnn Ritstjórar: Haukur Snorrason, Þórarinn Þórarinsson (áb.) Skrifstoíur í Edduhúsinu við Lindargötu. Símar: 18300, 18301, 18302, 18303, 18304 (ritstjórn og blaðamenn). Auglýsingasími 19523. Afgreiðslusími 12323. Prentsmiðjan Edda h.f. UmræSur um STJÓRNARBLÖÐIN gera sér nú nokkurt far um að i'æða efnaliagsmálin og þá erfiðleika, sem að steðja. — Þjóðviljinn heldur áfram uppteknum hætti og talar um núverandi styrkja- og uppbótarkerfi atvinnuveg- anna eins og þaö væri liður i játningarfræði kommún- ísta. Alþýðublaðið hvetur til þess að málin séu rædd frá ölium hliðum. Tíminn leiðir rök að því að kerfið, eins og það hefir þróazt hér, er mein galiað og leynir hættum fyrir eðlilega framför og góða af- komu þjóðarinnar. Meðan þessu fer fram ríkir þögn um þessi mál í Mbl. Það er nú iika upplýst, að blaðið hefir ekkert til málanna að leggja. Sjálfstæðisflokkurinn virðist ekki hafa minnstu hugmynd um, hvort styrkjakerfiö í nú verandi mynd eða einhver önnur leið, mundi njóta stuönin'gs frá þingliði flokks úis ef á hólminn kæmi. Blað- ið, er gersamlega rúið allri ábyrgð í umræðum um efna- hagsmálin. Það er hvorki með eða móti neinni stefnu. Það er aðeins á móti ríkis- stjóminni, hvað sem hún gerir og hvernig sem hún gerir það. í þessu efni er stjórnarandstaðan á íslandi oröin algert heimsviðundur. St-jórnarandstaðan í Bret- landi og í Bandaríkjunum t.d. deilir á þá efnahagsmála stefnu, sem rekin er af stjórn arvöldunum, en leggur jafn framt fram tillögur um aðr- ar aðgerðir. Hér er ekkert að hafa neina neikvætt nöldur. ÞAÐ ER stefna núver- andi ríkisstjórnar að auka framleiðsluna, tryggja at- vinnu og efla almennar íramfarir í landinu. Þessu marki er reynt að ná meö sem víðtækastri samvinnu við samtök launþega, verka jýös, bænda, útvegsmanna og annarra framleiðenda. — Um þetta er rætt í stjórnar- sáttmálanum og að þessu hefir verið stefnt alit siðan stjórnarsamstarfið hófst. — Það stendur hins vegar hvergi í stjórnarsáttmálan- um, eins og gefið er í skyn í Þjóöviljanum þessa dag- anna, að þessu marki verði ekki náð nema með því að ríghalda í núverandi styrkja og uppbótarkerfi eða með því að auka það. Því er þvert á móti slegið föstu, að stefnt sfculi að því aö koma fram- leiðsiunni á traustan grund völl og undirbyggja þær ráð stafanir, sem gerðar eru með samvinnu við margar stéttir. Aukin framleiðsla, örugg lífs kjör, næg atvinna og eðli- legar framfarir í landinu er því tafcmarkiö. Það hlýtur að vera aðalatriðið í þessu .máli. Leiðin, sem farin er aö markinu, skiptir minna máli. Mest ríður á því, að þjóðin sé iæmilega samþJant um stefnuna. ÞEIRRI skoðun vex á- reiðanlega fylgi meðal þjóð- efnahagsmál arinnar, að núverandi styrkja og uppbótarkerfi sé gallað. í blaði Alþýðuflokksins á Akureyri er nýlega svo aö orði komizt, að hætta sé á að fjármálaiegt siðleysi nái að dafna í skjóli styrkja- stefnu, og telur blaðið það hennar almesta galla. For- sætisráðherra drap á þetta atriði í áramótaræðu sinni, þegar hann sagði að það mætti kalia yfirmannlega heiðarlegt af framleiðendum að halla aldrei reikningum til rikisins þegar vitað væri að þeir ættu að fá allt tap- ið greitt. Hér í blaðinu hefir verið minnt á þá stórfelldu hættu, fyrir eölilegar fram- farir, sem styrkj astef nan leynir. Sjávarframleiðsla og búvörur njóta uppbóta, en aðrar atvinnugreinar ekki. Þjóö, sem býr við of fábreytt atvinnulíf, rígheldur í fá- breytnina með þessum hætti, í stað þess að leggja allt kapp á fjölbreytni og á að veita nýrri tækni og nýjum hugmyndum tækifæri til að þróast til almenningsheilla. Að því þarf að gá, að þessi hemill á nýjungum verði ekki til þess, áður en varir, að stöðva eðliiega framsókn og hrinda lífskjörum aftur á bak. Því er þá heldur ekki þannig farið, að núverandi aðferðir til að jafna metin við framleiðsluna, séu sárs- auka- og kostnaðarlausar fyrir allan almenning. — Styrkjastefnan verður ekki fetuð til lengdar nema að afleiðingamar komi á bak alls almennings meö einum eða öðrum hætti. Það var heldur ekki lagt út á styrkja brautina hér í upphafi af neinni tillitssemi við alþýðu manna. íhaldið visaði þá þaiin veg. Það var þegar braskararnir höfðu magnað dýrtíðina um marga tugi stiga á fáum mánuðum. Þeir sem fastast vilja h'alda í þetta kerfi nú, ættu að minn ast upphafsins. HITT ER svo augljóst mál, að erfitt er aö breyta um stefnu, sem lengi hefir verið fylgt. Vel má vera, að nauð- syn verði aö gera breyting- una í áföngum. Aðalatriði er, að menn átti sig á því að upp bótarkerfið er ekki til frarn- búðar. Þjóðin þarf að losa sig við þaö fyrr eöa síðar. En henni tekst það ekki, svo að vel fari, nema hún sé sæmiiega samhent um það. Þaö horfir þess vegna ekki til heilla að prédika að upp bótarkerfið sé það bjarg, sem velmegun landsins eigi að byggjast á, eða tala um gengi eins og það sé háð geð þótta einstakra manna frem ur en þjóðarbúskapnum sjálf um og raunverulegri aðs|öðu hans. Þeir, sem slíkt gera, eru eins og strúturinn," og stinga höfðinu í sandinn. HeiHvænlegra er að átta, sig á eðli erfiðleika og hættú, og mæta hvoru tveggja af skyn semi og manndómi. ZRLEN1 YFIRU 7 lerk tillaga amerísks þingmanns VerSur stofnaíur nýr alþjóíabanki, er veiíir löng lán meÖ Iágum vöxtum? í ERLENDUM blöðum er nú lalsvert rætt um tillögu, sem einn af kunnari öldungardeildarþing- mönnum demokrata, Mike Mon- roney frá Oklohoma, hefir lagt fram á Bandarikjaþingi varðandi aukna aðstoð við þær þjóðir, sem skammt eru á veg koninar efnahagslega. í Bandaríkjunum er nú anjög um það rætt, að Banda- ríkjamönnum beri að auka slíka aðstoð, en menn greinir talsvert á um leiðir. Að dómi margra er sú leið, sem Monroney bendir á, taiin mjög vænleg til órangurs. ÁÐUR en nánara er skýrt frá tillögu Monroney þykir rétt að greina í stuttu máli frá þeim stofn unum í Bandaríkjunum, sem nú veita aðallega lán til eflingar at- vinnuvegum og framkvæmdum í þeim löndum, þar sem hin efna- hagslega þróun er skammt kom- in. Þessar stofnanir cru: 1. International Bank for Reeonstruction and Developement (Alþjóðabankinn), sem er í tengsl- um við Smeinuðu Þj., en hefir að mestu bandarískt fjármagn til um ráða. Startfsfé hans nú er um 9,5 milljarðar dollara. liann lánar í frjálsum gjaldeyri og krefst einn- ig endurgreiðslu í frjálsum gjald- eyri. Vextir hans eru 5—6% og lánstíminn 15—20 ár. 2. The International Finance Oorporation, sem starfar í tengsl- um við S.Þ. og Alþjóðabankann. j Stofnfé þessarar stofnunar, sem 1 er alveg ný tekin til starfa, ’er 100 millj. dollara. Aí þessu fé hef- ir enn ekki verið ráðstafað nema 6 millj. dollara til útlána. Stofnun þessi á eingöngu að veita l’án til einkafyrirtækja, sem vinna að framleiðslu. 3. The Export-Import Bank, sem er bandarísk stjórnar- stofnun, og veitir aðallega lán til kaupa á vólum og tækjum I í Bandaríkjunum. Starfsfé þess- arar stofnunar er nú 5 milljarðar dollara, en þingið mun sennilega auka það um 2 milljarða dollara , á þessu 'ári. Vextir af lánum þess- arar stofnunar eru 5—6% og verð I ur að endurgreiða lánin í frj’áisum gjaideyri. 4. The Devclopment Loan Fund, en sú stofnun er sett á laggirnar af Bandaríkjaþingi í fyrra, og fékk þá 300 millj. doll- ara stofnfé, en mun sennilega fá 625 millj. dollara til viðbótar á þessu ári. Stofnun þessi mun veita erlendum rikjum Hán með 314% vöxtum, ef um framkvæmdir eins og hafnargerðir, vegagerðir og aðr ar isamgöngubætur er að ræða, en séu lánin veitt beint til einkafyrir- tækja, eru vextirnir frá 514—! 5%%. Heimilt er stofnuninni að ta’ka við afborgunum í bundnum gjaldeyri, þótt lánin tséu veitt upp haflega í frjálsum gjaldeyri. TIL VIÐBÓTAR þessu, kemur svo sú efnahagsaðstoð, sem Banda rikjastjórn veitir öðrum þjóðum árlega með beinum ’framlögum rík- isins og yfirleitt eru ekki endur- greidd. Þau franrlög hema á yfir- standandi fjárhagsári 3.4 miiljörð- ’ um dollara, -en stjórnin leggur til að þau nemi á næsta ári 3.9 milljörðum dollara og fari þar af 2.6 milljarðar til að efla herstyrk viðkomandi þjóða, cn 1.3 milljarð ur dollara til annarra framkv. Þá hefir Bandarikjastjórh látið aðrar þjóðir fá mikið af ’land- búnaðarafurðum að undanförnu, sem þær þurfa ekki að greiða í dollurum, heldur greiða með eig- in gjaldeyri. Þannig eiga Banda- ríkjamenn nú orðið miklar inn- MONRONEY öldungadeildarþingmaður eignir í mörgum löndum og er þeim það nú talsvert vandamál, hvernig þessu fé skuli ráðstafað, þar sem hér er yfirleitt um bund in, en ekki frjálsan gjaldeyri að ræða. ÞÁ ER að koma aftur að áður- nofndri tillögu Monroney, sem er í stuttu miáli sú, að við hlið Al- þjóðabanlkans, og í tengslum við hann, verði komið upp nýrri stofn un, er veiti eingöngu lán td langs tima og með lágum vöxtum og án skUyrðis um endurgreiðslu í frjáls um gjaldeyri eins og yfirieitt er krafist af Alþjóðabankanum og Export-Iimport Bank. Monroney gerir ráð fyrir að banki þessi byrji með einp milljarð doll. sem stofnfé í frj'álsum gjald- eyri og leggi Bandarikin fram 300 millj. dollara, en aðrar þjóðir 700 mUijónir. doilara. Auk þess verði bankanum séð fyrir ríflegu stofn fé I bundnum gjaldeyri og láti Bandaríkin m.a. renna til hans þær inneignir, sem þau eiga nú viða um heim í slíkum gjaldeyri, vegna ’þeirra sölu landbúnaðarafurða, ■sem áður getur um. Á þeniiári hátt geti ban’kinn fengið mikið starfsfé, sem með réttum millifærslum megi nota til gagnkvæmrar upp- byggingar í ýmsum iöndum.. MONRONEY rökstyður til’lögu sína með því, að Alþjóðabankinn og Export-Import Bank láni nú ýfirleitt ekki nema hlúta alf stofn- Enn um fréttirnar frá Genf K. J. skrifar á þessa leið: „Gáfnaljós það, sem skrifar smá- leturspistla í Morgunblaðið, og segist vera velvakandi, þótt les- endum finnist oft annað, er með slettirekuskap í pistli sínum í gær út af bréfi því með mínu íanga- marki, sem birt var hér í baöstof- unni nýlega. I því var á það bent að íslenzkur almenningur fengi hverigi nærri nógu gott tækifæri til að fylgjast með störfum Genf- arfundarins um sjóréttínn né við- horfum þar. Taldi ég meiri ástæðu til aö þylja í útvarpi pistla frá Genf en frá störfum Sameinuðu þjóðanna, þótt það bæri raunar sízt að lasta. Að- finnsla velvakanda er sú, að hér sé ölju borgið af því að Morgun- blaðið hefir fært fyrrv. etarfs- rriann sinn í rnilli borga á megin- landinu og lætur hann sitja í Geril um sinn í sfcað þess að stunda riám við þýzkan háskóla. Þetta er lofsvert frámtak. hjá Mbl., enda vár eltki að þyi fupdið í bréfinu. En fréttaþjónusta af hálfu sendinefndar íslands t. d. í gegnum útvarpið hefði verið jafnauðsynleg fyrir því. Ábend- ingin um að íhuga mælti aukna kostnaði fyrirlækja, en hinsve_'ar sé sparifjársöfnun svo lítil í flest- um viðkomandi löndum, að þau liafa ekki eigið fé fyrir afgar. _n- um. Við það bætist svo, að ein- mitt þetta viðbótarfé þurfi þau að fá með lágum vöxtum til lar.gs tíma. Monroney nefnir það sem dæini þess, hvernig tillaga ’hans yrði í framkvæmd, að stofnkostnaður fyrirtækis í Indlandi sé 400 iriilij. dollarar. Alþjóðaban’kinn myndi í mesta 'lagi treysta sér til að 1-éíia helming þeirrar upphæðar til 20 ára með 5—6% vöxtum. Fyrir- tækið væri þó eftir sem áð'jx ■strandað, því að Indverjar hefðu ekki fé sjálfir. Ef nýi bankum væri hinsvegar kominn til sögunn ar, ætti hann að geta lánað afgar.g- inn til 40 ára með 2% vöxtúni. — i Á þann hátt kæmist fyrirtætið ekki aðeins upp, heldur yrði :r- uggt fjárhagslega. TALIÐ er að tillaiga Monroniys hafi þegar hlotið stuðning ýmsra. ■merkra fjármiálamanna í Banda- ríkjunum, m.a. Eugene R. Black, aðalbankastj óra Aiþ j óðabankans. Opinberlega hefir hann þó ekki sagt meii'a en að hann áliti sjálf- sagt að athuga vandlega tillögu Monroneys. Vaifalaust mæhst þessi tillaga mjög vel fyrir víða utan Bandarikjanna, eins og l.d. í Asíu og Afríku. Þar myndi sennilega fátt styrkja meira álit Bandarricj- anna en að slík stofnun kæmist á fót. Sá skilningur mun einnig vaxandi þar að betra sé að fá aðstoð í tfionmi hagstæðra lána en afturkræfra framlaga, en þaniiig var Marshallhjálpin veitt að veru- legu leyti ú sínum tíma. Nýlega var haldinn fundur í Washington, þar sem þeir komu mi.a. fram Eisenhower, Dul’les, Nixon, Truman og Stcvenson og mæltu með auikin-ni efnahagsað- stoð við aðrar þjóðir. Það sýr.ir, að forustumenn Bandaríkjanna hafa fullan skilning á nauðsyn þessa máls og að viðreisn hinna bástáddari þjóða eru engu síðúr ’hagur Bandarikjanna en þeirra sjálfra, ef þin frjiálsi heimur á að halda íhlut sínum. Þess ber vissu- lega að vænta, að þröngsýn öfl fái okki hindrað tforustumerin Bandaríkjanna í því að fylgja þess ari stefnu fram til sigúrs. almenna frétta- og upplýsinga- þjónustu af hendi sendiráð'a ís- lands erlendis, er tímabær. Blaöa- fulltrúi á meginlandinu hefði t. d. nægiieg verkefni. Geðvondir verðlaunahafar og nýyrðasmiðir Enn segir K. J.: „Geðvonzkupistill velvakanda þessa í Morgunblaðinu er þvi að mestu út í hött. Þetta sjá lesend- ur mætavel og hitt líka, að hof- móðinn vantar ekki. Er það varla l'áandi, þegar aðgætt er, að höí- undur þessi er nýbúinn að vinna tvö afreksverk á sviði bókmennta og málfræði. Ilonum tókst í tveimur Mbl. að beti'umbæta bæði Hcims um ból og þjóðsöng- inn og sanna, að hvorki Sveinbj. Egiisson né Mattbías Jochumssón heí'ðu komið til greina við úthlut' un verðlauna úr móðurmálssjóöi. Og litlu seinna áréttaöi þessi höf- undur tilkail Mbl. til verðlaun- anna með því að búa til og birta lesendum nýyrðið „kvíðsvið". Þeir, sem lenda í orðaskaki við sllka; snfflinga, eru því ekki öf- undsverðir. Með þökk fyrir uirt> inguna. K. J.“ Þ. Þ. ‘BAÐSroMN

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.