Tíminn - 02.04.1958, Page 4
• 1
4
TÍMINN’, miðvikudaginn 2. apríl 1958.
Konunglegt systramál
í Buganda
Það má segja, að kórón-
an hafi alltaf verið Edward
V/illiam Frederick Mutesa
II. í Buganda til óþæginda.
Sem Kabaka (kóngur) í
landi, sem nýtur verndar
brezku krúnunnar, stjórnar
hann ríku konungdæmi með
einni milljón Afríkumanna.
Hann kom virðulega fram
sem konungur, og hvergi
gætti hjá honum erfða-
einkenna frá langafa hans,
sem tilbað krókódíl og stóð
fyrir einna mestri slátrun
kristinna, sem um getur í
annálum Afríku. Átján ára
! að aldri var hann sendur íil
mennta 1 Englandi. Nam
hann við Cambridge en
hafði áður erft fimm alda
gamalt hásæti Buganda.
Hann barst mikið á mcðan
á námsdvölinni stóð og gekk
! brá'tt undir n.afninu „Freddie
'kcngur" í beíri veitingahúsum
í West End‘. Hann sneri heim
til rikis síns árið 1948. Af-
klæddi-:t þá evrópskum sam-
kvæmisfötum sínum og skrýdd-
j iist konungtegum skikkjum í
, stíl forfeðra sinna. Næst lá
fyrir honum að velja jsér konu.
Eftir að hafa athugað nýtilega
Mutesa II.
— Sara cignaðist son.
möguleika á drottningamark-
aðinum í Buganda, batzt hugur
ftans mjög við tvær systur, dæt-
ur ættarhöfðingja nckkurs. Hét
önnur þeh'ra Damali og hafði
stundað guðfræðhiám í Eng-
landi, en hin hét Sara og var
eitthvað yngri og fjörugri, að
því að sagt er.
Freddie kóngur kaus séa*
Damali fyrir drottningu, hvort
sem það, að velja sér guðfræð-
ing fvrir drottningu, hefir átt
að bæta fyrir krókódílatrú lang-
afans eða ekki. Eftir gifting-
■una fluttu ])au í hvítmálaða
kcnungshöll í Mengo. Dýrðin
etóð þó ekki lengur en til árs-
ins 1953, en þá fluttu Bretar
ftann í útlegð til Englands í
brezkri lierflugvél. Frcddie
kóngur átti nokkra sök á þess-
■ari benzineyðslu Breta, því
hann hafði þá nokkru áður
byrjað áróður fyrir algjöru sjaif
stæði Buganda, sem liggur inn-
an brezku nýlendunanr Uganda
í Austur-Afrlku.
Sara kom á Savoy
Freddie kóngur lifði í vel-
lystingiun praktuglega í tvö ár.
Skattfrjáls árslaun hans námu
um hálfri milljón íslenzki‘a
króna. Hann fluttist inn á
Savoy gistihúsið í London og
1954 heimsótti drottningin
hann, en ferðakostnaður henn-
ar hefir sjálfsagt verið greidd-
ur af Bretum. Heimkomin til
Buganda fæddi hún konungi
sínum son. Freddie kóngur
gladdist mjög yfir sonarfæðing-
unni. Hringdi hann konu sina
upp og tilkynnti henni að erf-
ingi krúnunnar skyldi bera
nöfnin Kalamera Katabazi
David. Sex mámuðum eftir fæð-
ingu erfingjans gáfu Bretar efl-
h’ og Freddie kóngur hélt nú
heim í ríki sitt. Hann var fá-
máll við drottningu sína við
heimkonnina og flýtti sér í
fjögurra daga kynnisferðalag
meðal þegna sinna. Drottning-
in, sem hafði hraðað sér til
fundar við hann með tárvot
augu, var nú skilin eftir á gang-
stéttinni meðal þeirra fyrstu
sem fögnuðu endurkomu kon-
ungs sín-s.
Fyrir háffum mánuði bar
mikið á Freddie kóngi í Lund-
únabföðunum, þótt þegnar hans
vissu lítið annað en þeirra ást-
sæli kóngur sæti ó tróni, virt-
ur og elskaður af öllum. Lund-
únablöðin skýrðu frá því, að
drottningin hefði ekki verið sú
eina frá Buganda, sem hefði
glatt kóng sinn í útlegðinni.
Sara drottnhigarsystir liafði
einnig heimsótt hann og einnig
farið heim til að fæða honum
son. Konurnar búa nú báðar í
höllinni, í tveimur aðskildum
íbúðum og fréttir herma, að
Freddie kóngur vilji gjarnan
skiija við Damali tit að giftast
Söru og gera son hennar að
ríkiserfingja. Hefðu lög lan-g-
afa hans gilt í landinu og enskir
trúboðar ekki verið búnir að
yfirslkyggja krókódílatrú með
guðsorði, hefði Freddie kóngur
getað haft þetta eins og hann
vildi, en samkvæmt kirkjusið-
um þar syðra fær einn maður
ekki skiilið við konu sína til að
giftast systur hennar og gildir
einu hvort um kóng er að ræða.
Dæmið stendur því þannig nú.
að Kabaka Buganda verður að
velja á milli Damali og kirícj-
unnar annars vegar og Söru
hins vegar. Málin voru ekki
svona flókin meðan fólk trúði á
krókódíla.
Forever Artie
Um þessar mundir er kvik-
myndaleikkonan Ava Gardner
að birta ævisögu sína í brezku
blaði. Þar skýrir hún frá atviki,
sem kom fyrir, þegar hún var
gift hinum marggifta banda-
ríska hljóðfæraleikara Artie
■jardner
— slæmar bókmenntir
Shaw. Hann var alltaf að
mennta hana og kenna henni
að þekkja bókmenntir. Hún var
að burðast við að lesa og reyndi
að velja sér bæfcur, sem hún
hélt að væru honum að skapi.
Ava Gardner var fimmta kona
Shaw. Einu sinni heimsótti hún
hann til Denver og kom við í
bókabúð á leiðinni til hótelsins,
til að láta hann sjá, að hún
héldi sig við lesturinn. Þegar
Artie Shaw sá bókina, sem hún
hafði keypt, hundskammaði
hann hana fyrir að vera að lesa
þetta kjaftæði. Ava fór að gráta,
■en bókiu var Forevcr Amber
eftir Kathleen Windsor, er varð
sjötta kona hljóðfæraleikarans.
SíÖasta veizlan
Nær fimm hundruð af helztu
ungu stúfkum Bretlands gengu
nýlega fyrir Elísabetu drotln-
ingu og Filippus prins í Buck-
inghamhöll og stanzaði liver í
sex sekúndur meðan kammer-
herra drottningar las nöfn
þeirra. Stúlkunum var þetta
tindurinn í samkvæmislífi
Rosemary Barnett
-— hirðdaman hafði kíkir.
Lundúna, enda lcynning á ný-
liðum við hirðina. Sagnfræði-
lega hafði þetta þýðingu, því
með þessari athöfn lauk göml-
um hirðsið. Þetta var síðasta
veizlan þessarar tegundar. Fram
vegis verður hirðkynningin sú,
■að ungu stúlkunum verður boð-
ið í einhverja konunglega garð-
veizlu, ásamt þúsundum ann-
arra gesla af öllum stéttum.
Tvær stúlknanna niæfctu tii
kynningarinnai- fótbrotnar
vegna slysni á skíðum. Og ein.,
Rosemary Barnett, hafði glóð-
■arauga, sem hún hafði fengið
í bíMysi.
Mitt á milli
Alfred Hitchcock, leiksljórí,
hafði áhyggjur þungar, er han-n
byrjaði að taka síðustu mynd
AIF , j.íchock
— millivegurinn var fær.
sina „Vertigo". Hann hélt sem
sagt, að konan, sem fer með
aðalhlutverkið, gæti ekki leikið.-
Hér er um að ræða kvikmynda-
stjörnuna Kim Novak. „En ég
Birgitta prlnsessa U mtoiuj.
— Faulkner er hennar vin
Rita og 5. maðurinn
hvenær lýkur ferðalaginu?
worth til Lundúna úr brúð-
kaupsferð íneð finimta eigin-
rnanni sínum. Hún var hölt á
öðrum fæti og sagðist hafa
snúist á ökía við að leika golf.
Hins vegar gefa aðrir þá skýr*
ingu, að liún muni vera orðin
fótsár á göngu sinní í gegnuin
hjónabömlin,
Verk- og vindeyftandi
I baunun Jackson í Missourí,
játáði frú Perry Háöd fvnr
rétti, að hafa sett vítissóda
saman við viský manns síus.
Hún sagðist hafa ætlað að
reyna að fá hann til að hætta
að drekka.
Kim Novak
— vantaði sjálfstraust
fékk hana til að leika“, sagði
Hitchcock, „Ég ýtti undir sjálfs
álit hennar. Hún er nefnilega
dáítið rugluð í ríminu. Sumt
fólk er að segja henni, að hún
sé helzta kvikmyndastjarnan í
Ameríku og aðrir segja að hún
sé ekki annað en heiimsk belja.
Ég er sannfærði hana um, að
Sannlcikurinn lægi þarna ein-
hvers staðar mitt á miili.“
Foísár
Fyrir skömmu kom Rita Hay
Faulkner
Margrét Svíaprmsessa er
miklu frægari en Birgitta systir
hennar og veldur þar mestu,
að brezki- djasslei'karimn Robrái
Douiglas-Home hefir verið að
gera hosur sínar grænar íyrir
henni. Birgitta prinsessa er
tuttugu og eins árs og einn
bezti nemandi.nn í íþróttaskóla
í StokkhólWLd, Enginn Robin
liefir cnn náð ástum heitnar, en
henni íellur Wiltiam Faulkner
vel í geð, það er að- segja þatS
sem hann skrifar.
Hope í Moskvu
Bob Hope hefir verið í
Moskvu. Hann kom í grafhýsi
Leníns og Stalíns á Rauða torg*
inu. Á eftir sagði hann: „Þetta
var ekki slæm sýning, en hvað
gera þeir ef þeir eru beðnir að
endurtaka hana?“ Eftir að hafa
verzlað í GUM-vöruhúsinu,
sagði hann: „Mennirnir eru
eins og þeir gangi eiui í gömlu
buxunum hans Georgc Raft,
Auðvitað tolla konurnar meira
í tízkunni. Þær hafa verið í
pokakjólum árum saman.“
Bob Hope í Moskvu
. c!»-»•- -ýttino í grafhýsinu
I SPEGLI TIMANS