Tíminn - 10.06.1958, Page 6
6
T í MI N N, '/fiðjudaginn 10. júní 1958
Útgefandi : FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson.
Skrifstofur f Edduhúsinu við Llndargötn
Símar: 18 300, 18 301, 18 302, 18 303, 18 304.
(ritstjórn og blaðamenn)
Auglýsingasími 19 523. Afgreiðslan 12323
Prentsmiðjan Edda hf.
ótti Sjálfstæðisflokksins við fortsð
sína í landbúnaðarmálum
ÞÓTT forkólfar Sjálf-
stæðisflokksins kveinki sér
oft illilega, þegar fortíðin er
rifjuð upp, bera þeir sig þó
verst, þegar rifjuð er upp
stjórn þeirra á landbúnaðar
armáaunum á árunum 1944
—46. Þeir vita, að saga
þeirra frá þessum eina tíma,
sem þeir hafa haft stjórn
landbúnaðarmálanna með
höndum, vitnar svo sterk-
lega gegn þeim, að hún þarf
að gleymast, ef þeim á að
heppnast smjaðrið fyrir
bændastéttinni, er þeir á-
stunda af svo miklu kappi um
þessar mundir.
Óttinn við þessa fortíð
Sj álfstæðisf lokksins, hef ir
komið mjög greinilega fram
í Mbl. eftir eldhiisdagsum-
ræðurnar. Þótt Sjálfstæðis-
flokkurinn fengi þar mjög
grááega útreið vegna stefnu-
leysis hans í efnahagsmál-
unum, svíður Mbl. bersýni-
lega enn meira undan þeirri
hirtingu, sem Eysteinn Jóns
son veitti Jóni Pálmasyni
með því að benda á með hóg
væriítn orðum, hvernig
stjórn landbúnaðarmálanna
hefði verið á árunum 1944—
46, þegar Jón Pálmason réði
mestu um landbúnaðarmála
stefnuna. Mbl. hefir síðan
verið með nær daglegt hnútu
kast í Eystein Jónsson út
af iþessu. Að sjálfsögðu
hnekkir það ekki neitt áliti
E. J., heldur áréttar aðeins
enn betur, hve illa blaðinu
er við það, að þessi fortíð
Sjálfstæðisflokksins skuli
rifjuð upp.
ÞESSI ótti er vissulega
skiljanlegur, þegar rifjað er
upp, hvernig búið var að
landbúnaðinum á þessum
tíma. Sjóðir landbúnaðarins
voru sveltir, þótt f j árráð hafi
aldrei verið tiltölulega betri
í landinu. Útlán Ræktunar-
sjóðs námu árin 1945 og 1946
324 þús. kr. samanl., en útlán
Byggingarsjóðs námu bæði
árin 550 þ. kr. samanlagt.
Vélainnflutningur til land-
búnaðarins var sáralítill, þó
gjaldeyriseyðsla hafi aldrei
verið hlutfallslega meiri en
á þessum árum. Svona ger-
samlega var landbúnaður-
inn hafður útundan á þess-
um árum við skiptingu fjár-
magnsins. Síðan um alda-
mót er 'ekki unnt að benda
á önnur tvö ár, sem land-
búnaðurinn hefir verið meira
útundan við skiptingu fjár-
magnsins en árin 1945 og
1946.
ÞETTA var þó ekki öll
sagan. Öll helztu framfara-
mál bændastéttarinnar voru
svæfð eða eyðilögð á Alþingi.
Tiliögum bændasamtakanna
um nauðsynlega hækkun
jarðræktarstyrksins var
stungið undir stól. Forsvars-
maður Sjálfstæðisflokksins í
efri deild sagði að þágildandi
jarðræktarlög væru alveg
fullnægjandi. Áburðarverk-
smiðj umálið, sem Vilhjálmur
Þór • hafði látið undirbúa,
var einnig svæft, með þeim
afleiðingum að það kostaði
mörgum tugum millj. kr.
meira seinna að byggja Áburð
arverksmiðjuna og verða
bændur að sjálfsögðu að
greiöa það í hækkuðu verði.
Öllum tillögum, sem komu
fram á Alþingi, og miðuðu
að því að tryggja rafvæðingu
dreifbýlisins, var einnig
vandlega stungið undir stól.
VERSTA verkið af þessu
öllu, var þó án efa setning
búnaðarráðslaganna. Með
þeim var bændastéttin sett
skör neðar en allar aðrar
stéttir í landinu, þar sem
allt vald í verðlagismjálum
hennar var tekið af henni
og sett í hendur stjórnskip
aðrar nefndar. Svo langt var
hér lika gengið, að fjórir
þingmenn Sjálfstæðisflokks
ins greiddu atkvæði gegn
þessari löggjöf eða þeir
Gísli Sveinsson, Jón Sigurðs
son, Pétur Ottesen og Þor-
steinn Þorsteinsson, en Ing-
ólfur Jónsson þorði ekki ann
að en að sitja hjá.
í samræmi við þetta voru
svo sett lög, er tóku fjárráð
af bændasamtökunum. Til-
gangurinn var sá að koma
þannig í veg fyrir, að Stétt-
arsamband bænda gæti ris-
ið á legg.
Það var ekki að undra, þótt
fólksflutningar úr sveit
um væru með allra mesta
móti á þessum árum. Hefðu
slikum fólksflutningum hald
ið áfram, væri sveitunum nú
alveg blætt út.
TIL þess kom þó ekki, því
aö við stjórnarskiptin í árs-
byrjun 1947 létu Sjálfstæð-
ismenn af stjórn landbúnaö
armálanna og Framsóknar-
flokkurinn fékk hana aftur
og hefir farið með hana síð
an. Undir forustu þeirra hafa
orðiö miklar framfarir í
landbúnaðinum seinustu 10
árin. En þeir bændur, sem
muna eftir stjórn landbún-
aðarmálanna á árunum 1944
—46, munu áreiðanlega
einskis síður óska en að Jón
Pálmason og sálufélagar
hans í Sjálfstæðisflokknum
fái aftur stjórn landbúnaðar
málanna í sínar hendur, en
það eru þeir, sem ráða land
búnaðarstefnu Sjálfstæðis-
flokksins, a. m. k. þegar á-
hrifa Framsóknarflokksins
nýtur ekki í ríkisstjórn. Það
sýndi reynslan á árunum
1944—46.
Þessvegna er Mbl. lí|ka
svona illa við, að sú saga sé
rifjuð upp. Sá ótti er vissu-
lega ekki ástæðulaus.
Er framtíð mannkynsins í hættu
vegna óhóflegrar fólksfjölgunar?
Offjölgun er eitt alvarlegasta vandamál
mannkyns atJ áliti sérfrætSinga
fbúafjöidi jarðarinnar vex
svo ört, að margir vísinda-
menn telia það nú með
stærri áhyggjuefnum mann-
kyns. Sumir telja jafnvel
fólksfjölgunina enn ískyggi-
legri ógnun en sjálfa atóm-
sprengjuna. Það er sem sagt
mál til komið að mannkynið
taki í alvöru að leita sér fót-
festu á öðrum hnöttum!
Frá miðju ári 1956 til jafn-
lengdar 1957 fjölgaði íbúum jarð-
arinnar um 47 milljónir upp í
2.737.000.000, en það samsvarar
árlegri fjólksfjölguþ er nemur
1.6%. Flestar fæðingar umfram
dauðsföll eru í Suður-Ameríku
2.5%, fæstar í Vesturevrópu
0,6%.
5000 fæðingar á hverjum
klukkutíma
Á hverjum klukkutíma fjölgar
íbúum jarðarinnar um 5000
manns, og með sama áframhaldi
mun mannkynið hafa tvöfaldazt
árið 2000. Fæðingartalan er nú
um. Á árunum 1940—1957 hefir
hin eðliiega fólksfjöigun í Dan-
mörku aukizt úr 7.9 í 8.6, í Noregi
úr 5.3 í 10.4, Svíþjóð úr 3,7 í 5.4,
Bretlandi úr 0,2 í 3.7, í Kanada
úr 11.7 í 0,2, og í Bandaríkjunum
úr 7.2 í 15.3.
Hættuleg þióun
Fólksfjölgunin fer svo ört vax-
andi að ómögulegt er að fram-
leiðsla lífsnauðsynja geti fylgzt
með til lengdar. Þetta er helzta
hættan samfara fólksfjölguninni
og fyrr eða síöar hlýtur hún að
koma á dagskrá i fullri alvöru þótt
hugsanlegt sé að vísindamönnum
takizt að gera á því lengri eða
skemmri frest.
Sérfræðingar bera einnig ugg
í brjósti vegna hráefnaauðlinda
jarðarinnar. Það er fyrirsjáan-
legt að öll olía verður eydd upp
til agna áður en mjög langt um
líður, sömuleiðis járn, og einnig
kolin eftir svo sem tvö þúsund
ár. Og þótt menn reyni að vona
að kjarnorkan komi í stað hinna
gömlu orkulinda er sú von enn
of óviss til að nokkuð verði byggt
á henni með vissu.
Verður aðeins fermetri á hvert mannsbarn innan nokkur hundruð ára?
Hnötturinn — fullur af fólki í
framtíðinni.
Takmörkun barneigna
Ýimsir áhrifamiklir vísinda-
menn víða u'm heim álita að eina
ráðið sem komið geti í veg fyrir
þær ófarir sem óhjákvæmilega
hlytu að fj'lgja slíkri fólksfjölgun
sé skipuleg takmörkun barn-
eigna um allan heim.
Setja má framhaldandi þróun
upp í einfalt dæmi sem gefur
þrjá möguleika til útboimu: 1.
Fólksfjölgun verður svo mikil á
jörðinni að allt líf þar verður ó-
mögulegt. 2. Tekin verður upp
einhvers konar skipuleg takmörk
un barneigna. 3. Fólksfjölgun á
jörðinni verður hér eftir sem
hingað til haldið í skefjum af styrj
öldum, farsóttum og öðrum ógæf-
um sem verða þúsundum eða
milljónum manna að bana. — Og
meg þessu móti verður niðurstað
an sú að takmörkun barneigna
sé eina ráðið til að varðveita
jörðina friðsc/.'nu og hamingju-
sömu mannkyni.
Ef mannkvni heldur áfram að
fjölga jafrrört og nú á dögum
verður öll jörðin orðin álíka þétt
býl og stórborgir nútímans eftir
ein 400 ár. TYeimur þremur öld-
um síðar mun írver einsttakur
maður aðeins hafa einn einasta
fermetra að lifa á, og þar eftir
verður frekara mannlíf óhugsandi
á jörðinni.
(Framhald á 8. síðu)
34 aí þúsundi, en dánartalan 18 "
af þúsundi. Þessi mikli munur |
er tiltölulega nýtt fyrirbrigði, og 1
er afleiðing af hinum miklu fram
förum síðustu áratuga í lækna-
vísindum og almennum heilbrigð
ismálum.
Þessar upplýsingar eru byggð-
ar á útreikningum sérfræðinga
Sameinuðu þjóðanna er um þessi
mál hafa fjallað, en niðurstöður
þeirra hafa nýlega verið birtar.
Þar segir einnig að fólksfjölgunin
sé örust í Suðurameríku og því
næst í Indlandi og Alfiríku. í
Bandaríkjunum og Sovétrússlandi
er fólksfjölgun álíka rnikil, eða
um 1.7% árlega. í Asíu býr meira
en helmingur mannkyns og þar
er fólksfjölgunin einnig rnest, eða
24 milljónir á ári, og þess utan
er ekki nóg með að mannkyni
fjölgi heldur flyzt það einnig til á
hnettinum þar sem fólksfjölgunin
er miklu mest í austurlöndum.
Hærri meðalaldur
Fyrir utan fólksfjölgunina er
þess ag geta ag líf manna lengist
nú um allan heim. í Bandarlkj
unum hefir meðalaldurina þann
ig hækkað um þrjú ár síðasta
áratuginn og í Chile um heil tólf
ár. Holland hefir hæstan meðal-
aldur, eða 71 ár fyrir karla, 74
ár fyrir konur, en Indland lægst-
an, 32 ár meðal beggja kynjanna.
Bifreiðaslys eru nú sem stend
ur ein algengasta dánarorsök karla
undir 45 ára aldri, og þar hefir
Luxembourg metið með 23.5
dauðsföll á hverja 1000 íbúa. Milli
45 og 64 ára aldurs er krabha-
mein algengasta dánarorsökin
bæði með körlum og konum í öll-
um þeim löndum þar sem skýrslur
eru haldnar um þessi efni.
Til dæmis um fólksfjölgunina
má nefna tölur frá nokkrum lönd
Frá Sambandi íslenzkra brunafryggjenda
Varúðarreghir til að hindra
íkviknun út frá rafmagni
Hinir tíðu og miklu brunar út frá rafmagni gefa tilefni
til sérstakrar íhugunar. I flestum húsum er íkviknunarhætt-
an frá rafmagni fyrir hendi, — einnig í steinhúsum, því að
í þeim flestum liggja rafleiðslur einhvers staðar að eld-
næmum efnum.
íkviknunin verður oftast þannig,1
að bilun, rýrnun eða fúi einangr-
unar rafleiðslna orsakar útleiðslu
rafstraums. Eftir aðstæðum getur
útleiðslan ýmist verið hæg og leitt
til vaxandi upphitunar ákveðinna
hluta án þess að vart vcrði fyrst í
stað eða að útleiðslan orsakar
neistun, sem leiðir til íkviknunar
þegar í stað, ef eldnæm efni eru
nálægt. j
Það hefir sýnt sig, að hættan á
einangrunarskemmdum raflagna er
langmest í húsum, þar sem meiri
eða minni raki kemst að leiðslun-
um. Sem dæmi má nefna frystihús,
sláturhús, fiskgeymslu- og fiskað-
gerðarhús svo og öll hús, þar sem
hitaeinangrun er eitthvað gölluð. j
Að sjálfsögðu er einnig sérstök á-
stæða til að gefa rafkerfinu gaum
í öllum timburhúsum, þar sem ekk
ert má út af bera með það, því þá
er eldsvoðahættan strax fyrir I
hendi.
1) Að fylgjst vel með sliti og
bilunum á einangrun lausra raf-
snúra, — ekki sízt til endanna, því
þar snýst einangrunin venjulega
fyrst í sundur. Einnig, að tenging
snúranna vTð klær annars vegar
og Iampa eða raftæki hins vegar
sé föst og örugg. — Bindið aldrei
hnúta á rafsnúrur og hengið þær
ekki upp á nagla, heldur festið
méð til þess gerðum kleinmum. —
2) Að fylgjast með, að tenging-
ar loft- og veggíjósa séu fastar og
einangrun þráðanna óslitin. Sér-
lega varasamar eru tengingar ljósa-
króna, sem geta dinglað til, því
einangruninni er þá hætt við að
núast sundur.
3) Látið rafvirkja mæla einangr-
un rafkerfis hússins (íbúðarimiar)
t. d. á 2.—3. ára fresti, og leitið
ráða lijá honum, hvort þörf sé á
endurnýjiin feiðslanna. —
4) Um „öryggi“ eða vartappa
vcrður rætt á morgun. —