Tíminn - 19.06.1958, Qupperneq 9

Tíminn - 19.06.1958, Qupperneq 9
ÍMINN, fiuimtudagiiin 19. júní 1958. J-----------?-------------------------— sex grunaðir saga efftir agatha chrisfie sagt er þetta gamla: Mér þyk- ir leitt að liafa ónáðað þig að óþörfu. Þar með kvaddi hann Mor- ■ley. IV. Hereule Poirot sat við skrif borðið sitt, Nýt?kulegt og vandað. Hann var hrifinn af nýtízkulegum húsgögnum. Fyrir framan sig hafði hann pappírsörk útkrotaða með nöfnum og athugasemdum. Spurningamerki aftan við sumar. Amberiotis. Njósnir. Hvað var hann að gera í Englandi? Var síðastliðiö ár i Indlandi? Á uppreisnar- og óigutímum. Gæti verið útsendari komm- únista. Þá.kom eyða en síðan stóð skrifað: Frank Carter: Morley taldi 'hann afglapa. Var rekinn úr vinnu nýlega. Hversvegna? Þá kom einstakt nafn með einu spurningannerki fyrir aft anan: Howard Raikes? Næst kom setning innan gæsalappa: „En það væri fár anlegt“? Pöirot var hugsandi á svip. Fyrir utan gluggann flaug fugl með strá í nefi til hreið urgerðár. Poirot var sjálfur ekkert ósvipaður fugli þar sem hann sat og hallaði egg- laga höfðinu til annarrar hlið ar. Neðar á blaðinu stóð nafn. Hr. Barnes? Hann hikaði við en skrifaði síðan: Skrifstofa ' Morleys? Blettur á gólftepp- inu. Gæti hugsazt. Hann íhugaði þetta síð'asta atriði nolckra stund. Þá reis hann á fætur, bað um hatt sinn og staf og gekk út. Þrem stundarfjóröungum síðar gekk Poii-ot út úr neð- anjarðarjárnbrautarstöðinni í Ealing og fimm mínútum eft- ir það náði hann ákvörðunar stað sínum: Katalagarðsvegi 88. Þett.a vár Ht.íð hús stóð að nokkru leyti aðskilið frá næstu húsum. Fyrir framan það var fallegur garður sem srax vakti aðdáun Poirotis. — Sérlega vo|l tíkipuilaigt, sagði hann við sjálfan sig. Barnes var heima við og Poirot var vísað inn í borð stofu þar sem öllu var snyrti lega fyrir komið'. Skömmu síðar kom Barnes sjálfur á fund hans. Barnes var smávaxinn mað ur, drap tittlinga nokkuð ótt, hann var nauðasköllótt ur. Hann gaut augunum upp yfir gleraugun meðan hann handfjatlaði nafnspjaldið er Poirot hafði sent vinnukon- una inn með, smámæltur og skrækróma? — Jæja, hr. Poirot.. Mér veitist mikill heiður. — Eg vona að þér afsakið þótt ég komi svona öformlega. — Það þykir mér bezt. Gg tírninn er ákjósanlegur, svar aði Barnes, þér hafið verið viss um að hitta mig heima. Fáið yður sæti, ég er hand viss um að þér viljið ræða það sem gerðist í Queen Charlotte-stræti nr. 58. — Þér eigið kollgátuna, sagði Poirot, en hversvegna datt yður það endilega í hug? — Verið nú hægir, sagði Barnes, það er að sönnu nokk ur tími síðan ég hætti störf um í innanríkisráðuneytinu, ég er samt ekki farinn að kalka. Ef eitthvert stórmál er á döfinni þá er bezt að blanda ekki lögreglunni í það. Það dregur athyglina um of að málinu. — Má ég spyrja yður ann arrar spurningar? spurði Poirot, því álítið þér að um stórmál sé að ræða? — Er ekki svo?.spurði hinn, nú ef svo er ekki, þá ætti það að vera svo, álít ég. Hann beygði sig fram og bankaði í borðröndina með nefgleraugunum. — í íeyniþjónustunni eru það aldrei litlu froskarnir sem er.u. eltir. Það eru stóru pöddurnar i valdastólunum. En það má ekki heldur hræða litlu froskanna þegar stóru pöddunuin er útrýmt. — Mér virðist að þér vitið meir en ég, sagðj Poirot. — Eg veit ekki neitt, svar aði Barnes. En ég kann að leggja saman tvo og tvo. — Hverjir eru þessir tveir? — Amberiotis, sagði Bernes 'sigri hrósandi, þér gleymið því að ég sat andspæns hon- um í biðstofunni skamma stund. Hann þekkti ekki mig. Eg var alltaf heldur lítilfjör legur karl. Það er stundum gott. En ég þekkti hann, og gat gert mér í hugarlund hvað.hann var að vilja þarna. Hr. Barnes deplaði augun- um: — Við eru mjög þreytandi fólk í þessu landí Við erum ihaldssöm, íhaldssöm inn að beini. Viö nöldrum og kvört um í sífellu, en í raun og veru kærum við okkur ekki um að kollsteypa lýðræði okk ar og reýna nýjar leiðir. Þaö er þetta sem er óskiljanlegt einum vesælum útlendingi, sem vinnur sér til húðar. Meinið er — frá þeirra sjón armiði — að við erum sem þjóð tiltölulega samstillt. Það er engin önnur þjóð í Evrópu nú. Til að koma Eng- landi á annan endann - raun verulega oma því á annan endann — þarf að kollsteypa fjármálakerfi okkar. Og þér megið reiða yður á að það er annað en auðvelt, rneðan menn eins og Alistair Blunt er við stýrið. Hr. Barnes þagnaði en hélt áfram: — Blunt er sú manngerð, sem í einkalífi sínu myndi alltaf borga skattana og lifa sparsemdarlífi — hvort sem hann fær tvö penny á ári eða milljón pund. Þannig maður er hann. Og honum finnst engin ástæða til að annað fólk geri ekki hið sama. Þessvegna — þessvegna geta einhverjir hafa komist að þeirri niðurstöðu að Blunt yrði að ryð'ja úr vegi. —Svo, svaraði Barnes. Eg veit hvað ég er að tala um. Sumt af þessu er bezta fólk. Siðhært með alvörugefinn svip, fullt af hugsjónum um betri heim. Aðrir eru ekki eins geðfelldir. Grimmlynd kvikindi með skegg og útlend ar áherzlur í tali. Og enn öðrum svipar til Big Ben klukkunnar. En öll hafa sama áhugamál. Blunt verður að víkja. V.V.V.V.V.’.V.V.V.V.V.V.I Drengjajakkaföt á 6 til 15 ára — margir litir og snið. Stakir drengjajakkar, molskinn og tweed. Stakar drengjabuxur. Drengjafrakkar. Telpustuttjakkar og telpudragtir. Nokkrar svartar kambgarns dragtir og tweeddragtir seldar fyrir hálfvirði til 17. júní. Vesturg. 12. — Sími 13575 í ÚR og KLUKKUR í m _» ■ ■" :;Viðgerðir á úrum og klukk-.; í;um. Valdir fagmenn og full-"; ídcomið verkstæði tryggjaí; ímrugga þjónustu. I; j;Afgreiðum gegn póstkröfu.;: \ dön Sípundsson :; Sköríjrijwverzlun Hygginn bóndi tryggir dráttarvél teirsa Skemmtiiegt — Fjölbreytt — Fróðlegt — Ódýrt Lesið kvennaþætti okkar, draumaráðningar og afmælisspádónuu Tímaritið SAMTÍÐIN flytur kvennaþætti Freyju (tízkunýjungar frá París. London, New York. — Butterick-tízkumyndir, prjóna-, útsaums- og heklmynztur), ástasögur, kynjasögur og skopsögur. — Skákþætti eftir Guðmund Arnlaugsson, bridgeþætti eftir Árna M. Jóns- son, vinsælustu dans- og dægurlagatextana, verðlaunagetraunir, ævisögur frægra manna, þýddar úrvalsgreinar, viðtöl, víanar þætti og bréfaskóla í íslenzku allt árið. 10 hefti árlega fyrir aðeins 55 kr., og nýir áskrifendur fá seinasta árgang í kaupbæti, ef þeir senda árgjaldið 1958 (55 kr.) í ábyrgðarbrófi eða póstávísun með pöntun. Póstsendið í dag meðfylgjandi pöntun: Ég undirrit.. .. óska aS gerast áskrifandi aO SAMTfÐ- INh4l og sendi hér með árgjaldið fyrir 1958, 55 kr. Nafn ........................................... Heimiii ........................................ Utanáskrift okkar er: SAMTÍÐIN, Pósthólf 472, Rvlk. Útför móður minnar. Þórunnar Hansdóttur fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík, föstudaginn 20. þ. m. kl. 13,30 e. h. — Jarðsett verður í gamla kirkjugarðinum. Bryndís Einarsdóttir Birnir. Móðir okkar. Petrínella Pétursdóttir verður jarðsungin frá Grindavíkurkirkju, laugardaginn 21. þ. m., og hefst athöfnin að heimili hennar, Borg, kl. 1,30 síðdegis. Bíiferð úr Reykjavík verður frá B.S.Í. kl. 12 á hádegi. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á að láta Grindavíkur- kirkju njóta þess. Svavar Árnason og systkini.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.