Tíminn - 23.08.1958, Blaðsíða 6

Tíminn - 23.08.1958, Blaðsíða 6
6 T í M I N N, laugardaginn 23. ágúst 1958. Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINH Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson. Skrifstofur í Edduhúsinu við Lindargötu Símar: 18 300, 18 301, 18 302, 18303, 18 304. (ritstjórn og blaðamenn) Auglýsingasími 19 523. Afgreiðslan 12323 Prentsmiðjan Edda hf. „Komdu hingað kindin mínu ÞVÍ ES auðvitað ekki að neita, að við íslendingar eig- um í ýmsum erfiðleikum um þessar mundir. Um flesta þeirra má þó segja, að þeir séu heimatilbúnir að meira eða minna leyti. Stjórnar- andstaðan talar um að dýr- tíðin vaxi, kaup hækki, toll- ar og skattar séu allt að sliga, erlendar skuldir séu að kæfa okkur o.s.frv. Þetta er ljótsaga ef sönn væri.Sagt er að víndrukknir menn sjái stundum tvöfallt. Svo virðist sem örvæntingarfyllirí hafi svipuð áJhrif. Og öll eiga þessi ósköp að vera stjórnarflokkunum að kenna. Sjálfstæðisflokkurinn ber þa-r auðvitað enga sök. Hann er hinn þjóðholli flokk ur, sem sífellt hefur varað við þvi hvert stefndi og hvorki unnt sér svefns né hvíldar af áhuga á björgun- arstarfinu. Og sem betur fer þekkir hann eitt ráð, senv hefur þann ómetanlega kost, aö vera í senn bæði einfalt og öruggt og það er að losa núverandi ríkisstjórn við amstur stjórnarstarfanna en smeygja ráðherrastólunum undir botninn á Ólafi og þei-m kumpánum er hann kysi með sér í hvíta húsið. MEGIN örðugleikar okk- ar nú eru í sambandi við efnahagsmálin. Ekkert er þar þó ný til komið. Þeir stafa einfaldlega af því, að við höfum ekki haft augun opin fyrir þim afleiðingum, sem þróun þessara mála hér á landi á síðari árum hlaut óhjákvæmilega að hafa í för með sér. Á sama tíma og aðrar menningarþjóðir gerðu róttækar ráðstafanir til þess að setja rammar skorður við vaxandi dýrtíð í sínum hí- býlum, héldum við íslend- ingar að við værum að græða á okkar dýrtíð, af því að við veltum alltaf fleiri og fleiri krónum milli handanna. Dýr tíðin er það dásamlegasta tæki til auðjöfnunar, sem við höfum nokkurn tíma eign- azt, sagði Ólafur og hækk- aði vísitöluna á nokkrum vikum sumarið 1942 um 80— 90 stig. Svo þegar okkur þyk ir jöfnuöurinn orðinn nógu mikill, þá drögum við bara dálítið snoturt pennastrik og — bomms! — allt komið í samt lag. Þannig mælti formaður stærsta stjórnmála flokksins, og hver þorði svo sem að leyfa sér að efast um vísdóminn? En strikið er ókomið enn. Líklega hefir penninn verið þurr hjá Ólafi s.l. 12 ár. ÞAÐ er í raun og veru afsakanlegt, að fólk eigi erf- itt með að trúa því, að þeir menn, sem gerzt hafa leið- togar á leiksviði þjóðmál- anna, fari með tómt fleipur. Og ekkert er eðlilegra en að þeir menn, sem ekki eru gæddir tortryggniseðli Tóm- asar, láti blekkjast er þeim verður ljóst, að þeir fá fleiri krónur í dag en í gær fyrir að vinna sama verk. Þeim sást aðeins yfir eina þýðing- armikla staðreynd: Fram- leiðslan er undirstaða verð- mætanna. Við höfum raun- verulega ekki úr meira að moða en því, sem hún gefur af sér hverju sinni. Sé meira af henni tekið en hún fái greitt án þess að bíða hnekki, þá verður að skila henni því aftur með einhverjum hætti, eila dregst hún saman með þeim afleiðingum, að minna verðmæti kemur til skipta næst, lífskjör almennings versna, þrátt fyrir fleiri krónur. Þetta hefur gerzt hjá okkur íslendingum. Hjarö- sveinninn vaknaði við vond an draum, þegar smáeyjan hans var horfin frá honum úr birkilautinni. íslenzka þjóðin hefur þó smátt og smátt verið að vakna af enn verri draumi. Hana dreymdi að hún vissi ekki aura sinna tal, en vaknaöi við það, að hún hafði þá bara verið að borða bústofninn. Sumarið 1956 höfðu nægi- lega margir vaknað til þess, að meiri hluti þjóðarinnar náði að taka höndum saman um myndun ríkisstjórnar, er hefði það að markmiði, aö tryggja afkomugrundvöll bús ins og stækka það. Við þá samstöðu er bundin von al- mennings um að stöðvuð verði feigöargangan á við- sjálli braut verðbólgunnar. En þessi svefnrof hefðu þurft að vera 10 árum fyrr. Þá væri margt öðruvísi útlits í dag en nú er. Öll viðreisn er margfalt erfiðari nú en ef fyrr hefði verið spyrnt við fótum. Hún kostar meiri á- tök, þyngri fórnir í bili. En hún tekst, ef skilningur er nógu almennur á því, að með því að neita okkur um hlut- inn í dag erum við að tryggja okkur aö geta feng- ið hann á morgun og fram- vegis. EN STJÓRNIN leiðir ykk ur í glötun, fylgið okkur, segja Sjálfstæðismenn. „111 er bölvuð blekkingin, blind- ar á lífsins Kjalveg". Mikil er trú Sjálfstæðismanna á mátt þeirrar fordæðu, ef þeir halda það, að fólk, er þeir, fyrir einn vesælan bauna- disk stundarvinsælda, unnu til að villa um fyrir 12—14 árum og mynduðu þá megin- rót þeirra erfiðleika, sem við er að etja nú, trúi þeim á ný. Það veit að dýrtíðin er skil- getið afkvæmi Sjálfstæðis- flokksins. Þaö þekkir, að þeg ar hann talar um að skatt- ar hafi almennt hækkað í tíð núverandi stjórnar, þá segir hann ósatt. Því er kunn ugt um, að þegar hann segir að erlendar skuldir hafi vax- ið á valdatímabili ríkisstjórn arinnar, þá hafa samt ekki verið tekin eins mikil erlend ERLENT YFIRLI7; Stjórnarandstaða demokrata ÞingleiStogum þeirra hrósaS fyrir vííísýni og ábyrgíiartilfinningu ÞING Bandaríkjanna er nú í þann veginn að ljúka störfum. Að undanförnu hafa erlend blöð rætt talsvert um störf þingsins og þó einkum um framkomu stjórnar andstæðinga á því. Yfirleitt eru dómarnir þeir, að stjórnarandstað an hafi sýnt víðsýni og ábyrgðar- tilfinningu og muni það mjög styrkja aðstöðu hennar í þing- kosningunum er fara fram í haust. Eins og kunnugt er, hafa stjórn arandstæðingar, þ.e. demokratar, nú meirihluta í báðum þingdeild- um. í þingbyrjun var talsvert ótt'- ast, að þeii' myndu beita meiri- hluta sínum til þess að gera Eisen hower og stjórn hans erfitt fyrir, t.d. ýmist með því að fella mál, sem Eisenhower legði fyrir þingið, eða meg þvi að samþykkja yfirboð í ýmsum greinum, er Eisenhower gæti ekki fallizt á og myndi því neita að undirrita. Það var þessi aðferð, sem republikanar beittu, þegar þeir höfðu meirihluta í þing- inu í stjórnartíð Trumans á árun- um 1946—48. Foringjar demokrata hafa ber- sýnilega ekki lalið rétt að taka sér til fyrirmyndar þetta fordæmi republikana um ábyrgðarlausa stjórnarandstöðu. Hún reyndist republikönum ekki heldur sigur- vænleg, því aö þeir biðu mikinn ósigur í kosningunum 1948 og var hinni óábyrgu stjórnarandstöðu þeirra ekki sízt kennt um. Derno- kratar hafa ef til vill ekki sízt þess vegna talið rétt að haga vinnu brögðum sínum á gagnstæðan hátt. NIÐURSTAÐAN hefur yfir- leit't orðið sú, að Eisenhower hef- ur fengið fram öll þau mál, sem hann lagði fyrh- þingið. Meðal þeirra eru eftirtalin mál talin einna veigamest: Lögin um heimild forsetans til gagnkvæmra tollalækkana á að- fluttum vörum; voru framlengd til fjögurra ára, en Eisenbower hafði beðið um framlengingu til 5 ára. Framlenging þessara laga er mjög mikilvæg og léttir stór- lega aðstöðu forsetans til að greiða fyrir viðskiptum við aðrar þjóðir. Tollverndarmenn beittu sér mjög gegn framlengingunni og horfði ja’fnvel svo um skeið, að hún myndi ekki ganga fram. Foringjar demokrata beittu sér þá fyrir því, að samkomulag varg um framleng ingu til fjögurra ái'a. Endurnýjuð verða lögin um eínahagsaðstoð við aðrar þjóðir og verður hún 3.500 millj. á næsta fjárhagsári, en Eisenhower hafði óskað eftir að hún yrði 400 millj. dollara meii'i. Um skeið horfði þannig, að þingið lækkaði hana allmiklu meii-a, en foringjar demo ki’ata komu í veg fyrir það. Mikill meirihluti aðstoðarinnar fer til þess að styrkja herbúnað viðkom- andi ríkja. Þeim þingmönnum fer fjölgandi, er draga í efa, ag slík aðstoð sé rétt, nema þá í minna mæli, en heldur beri að auka að- stoð við hina atvinnulegu upp- byggingu. Byltingin í írak mun sennilega ýta undir þessa skoðun. Framlög til hervarna Bandaríkj anna sjálfra, voru ákveðin 39.6 milljarðar dollara eða 800 millj. dollai'a rneiri en Eisenhower hafði farið fram á. Ráðamenn demo- krata virðast leggja á það enn meiri áherzlu en foringjar repu- blikanar að hafa herstyrk sjálfra Bandai’íkjanna öflugan og treysta meira á það en hcrvæðingu þjóða, er geta reynzt ótraustar sem banda menn, sbr. írak. lán og íhaldiö hefur viljað. Og það nötmTegasta er, að íhaldið veit sjálft að það er að skrökva. — „Þó er verst ef þekkingin þjónar henni alveg.“ JOHNSON leiðtogi demokrata í öldungadeild. ÞÁ FÉLLST þingið á tillögu Eisenhowers um stóraukið framlag til kennslumála, en því verður aðallega varið til að auka tækni- lega menntun. Þá samþykkti það tillögur hans um að hækka fram- lög til atvinauleysingja og eins- um að hækka ýmis framlög til framkvæmda, sem auka atvinnu, t.d. vegagerð og íbúðabyggingar. Ennfremur hækakði það ýmsar tryggingar og eftirlaun. Þá samþykkti þingið lítið breyttar tillögur Eisenhowei-s um endur- skipulagningu herstjórnarinnar, sem ætlað er að koma í veg fyrir, að einstakar deildir hersins vinni öf mikið út af. fyrir sig, en það er m.a. talin ein orsök þess, að Bandaríkjamenn urðu á eflir Rúss um í því að skjóta gerfimána út í geiminn. Ennfremur samþykkti þingið tillögur Eisenhowers um það, að Bandaríkjamenn og Bret- ar mættu skiptast á upplýsingum um kjarnorkuleyndarmál, en það var bannað áður. Bannið nær á- fram til annarra þjóða en Breta. NOKKRUM tillögum Eisen- howers stakk þingið undir stól. Um flestar slikar tillögur má y'fir leitt segja, að Eisenhower og fylgis menn hans ýttu ekki fasf eftir því að koma þeim fram, og demó- kratar geta sennilega talið sér það lil ávinnings að hafa stöðvað þær. Sjálfh- fóru demokratar sér hægt í því að brjóta sjálfir upp á st'ór- um málum og reyna að knýja þau fram í andstöðu við Eisen- howdl- og republikana. Sumpart mun þetta hafa stafað ,af því, að meirihluti þeirra var naumur og er því vafasamt, að slík eða slíkar filraunir hefðu heppnast. Sumpart ;tafar þetta svo af því, að þeir vildu lofa Eisenhower að marka stjórnarstefnuna, og láta það korna ljóst fram, að fylgt væri sljórnarstefnu hans, en ekki demo krata. Hins vegar bæri þeim að sýna þá ábyrgðartilfinningu að veita Eisenhower stuðning í öllu því, sem þeir töldu fara í í'étta átt. Sérsjónarmið sín mótuðu þeir svo aðallega á þann hátt að benda á, hvaða úrræði þeir teldu æski- legust, án þess þó að i'eyna að knýja þan fram að sinni. MEÐAL þeirra mála, sem ekki tókst áð koma fram og atíhygli beindist að, var breyting á lög- gjöfinni um verkalýðsfélög. Frurn- varp, sem flutt var af mönnum úr báðum aðalflokkunum, féll í fulltrúadeildinni eftir að öldunga deildin hafði samþykkt það. Til- gangur þess var að koma í veg fyrir misnotkun verkalýðsfélag- anna í þágn ráðríkra og eigin- gjarnra verkalýðsleiðtoga. Sá, sem mest beitti sér fyrir framgangi þessa frumvai'ps, var John Kenne- dy, sem nú þykir einna líklegt forsetaefni demokrata. Talsvert hefur borið á því, að einstakir verkalýðsleiðtögar noti aðstöðu sína til óeðlilegra fjáröflunar, að sjóða félaganna -sé ekki nógu' vel gætt, og að kjör trúnaðarmanna sé ekki nægilega lýðræðislegt. Þess- vegna þykir líklegt, að vinnulög- gjöfinni verði fyrr eða síðar breytt til að hindra misnotkun verkalýðssamtakanna. EINS og sagt var í upphafi, eru dómarnir um þingstörfin yfir- leitt þeh, að demokratar hafi sýnt hollustu og ábyrgðartilfinn- ingu í 'stjórnarandstöðunni og muni það bæta aðstöðu þeirra í kosningabaráttunni, sem nú fer í hönd. Einum manni er einkum þakkað það, að demokratar hafa hagað vinnubrögðum sínum á þennan veg, en það er Johnson frá Texas, leiðtogi demokrata í öldungadeild inni. Hann hefur oftast beitt áhrif um sínum til málamiðlunar, þegar miður horfði, og tekist að finna lausn, er allir sætlu Sig sæmilega við. Yfirleitt er Johnson nú talinn einhver áhrifamesti maður, sem átt hefur sæti í öldungadeildinni frá fyrstu úð. Þar hafa að vísu mai-gir setið, sem taldh eru meiri afburðamenn en hann, en fáir eða enginn, sem héfur unnið sér slíka tiltrú sem laginn og rétt- sýnn málamiðlunarmaður. Þ. Þ. Sýning gamalla Reykjavíkurmynda stendur yfir í bóka- og skjala- safni bæjarins í Skúlatúni 2. Það er vel til fundið að minna Reyk- víkinga á „gamla bæinn“, því að lítil merki sjást hans nú orðið við götur og torg. Reykjavík hef ir vaxið úr hrörlegu fiskiþorpi í borg á hálfi'i öld. Við augum blasa nú ný hús og byggingar i smiðiun, sumar hærri en alda- mótakynslóðina dreymdi um að risu í Reykjavík á þessari öld. Það fólk, sem horfir á háhúsin í Reykjavík og öll nýju hverfin, sem þó vantar gatnagei'ð og ýmis legt annað til þess að borgarsnið sé á, er hollt að fara á mynda- sýninguna í Silfurtúni 2 og reyna að setja sig í spor genginna kyn slóða og átta sig á því, hvernig. lifinu var lifað í bænum f'.rir nokkrum áratugum. Og þótt framvindan hafi skilað okkur langt á veg, fer varla hjá því, að við söknum margs, sem var skemmtiiegt, mannlegt, friðsælt og gott i lifi fyrri kynslóða, þeg- ar við virðum þessar gömlu mynd ir fyrri okkur. Auk þess mun hver gestur á sýningunni sjá þar margt, sem hann vissi ekki um, eða hafði ekkí gert sér ljóst, svo að skoðtin sýningarinnar hlýtur að verða mikil sögufræðsla. Reykvíkingafélagið á þakkir Bkildar fyrir myndasöfnun þá, sem það stóð fyi'ir, og það var góðra gjalda vert af forstöðumanni skjalasafnsins að hengja mynd-. irnar upp til sýnis. Þess vegna er líka full ástæða til að hvetja fólk til þess að fara á sýninguna. Nýlega birtust i blaðinu Bornholm- eren, se.m gefið er út i Rönne á Bornhoím, greinar eftir danska Framhald á 8. síðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.